Tíminn - 02.07.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 02.07.1972, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Sunnudagur 2. júli 1972 Menn og hestar ,,Betra á dauðlegi heimurinn eigi", — sagði Einar Benediktsson hennar iðjagrænt. Hann er austan Rangár og sunnan Hellu. Hann stendur i slakka á bökkunum upp eru rofnir til aust. eru til skjóls rofnir til austurs, eru til skjóls fyrir vindum úr þeirri áttinni. Til norðurs og suðurs er gróið land, og hið næsta vellinum hefur verið komið fyrir hibýlum manna og hrossa. Við norðurendann búa menn i tjöldum og við suður- endann eru hross i hólfum. Kynbótahrossa er betur gætt. Merarnar eru geymdar ásamt af- kvæmum, i girðingu skammt frá hesthúsi Geysismanna, en grað- hestar i húsunum sjálfum. Þegar okkur bar að garði upp úr hádeginu var engan mann að finna i höfuðstöðum aðalstarfs- manna mótsins, skólanum á Hellu, utan Sigurðs Ólafsson úr Laugarnesi i Reykjavik, sem þar var gestkomandi. Hann tjáði okkur, að nú væru allir meiri- háttar menn að horfa á graö- hesta. Það stóðu yfir dómar og færu þeir fram á svæði skammt frá meragirðingunni. Hnegg og frýs, hófaskellir, og . kumr i hestum og skvaldur i mönnum, sem skeggræddu um byggingu gangfimi og ætterni hrossanna heyrðist hvarvetna. Stundu'm svolitill hrifningarglampi i augum og nokkur mjúklát orö um geðprýði,, blessaðrar skepnunnar”, stundum háösgretta og áherzlu- rik orð um helvitis kuidann og kergjuna i „Þrælnum” Annars finnst þeim, sem þetta ritar, Norölendingar miklu orðljótari um leiðinlega lynta hesta en sunnanmenn. Hvað um það — nú erum við staddir innan um stóðhesta, knapa og i sumum tilfelium eigendur. Og i flasið á okkur kemur vörpulegur maður. Riöur hann stórum hesti og stæðilegum steingrásokkóttum með ljósu tagli Þeir fara mikinn. Þar er komið yfirvaldiö i Vik, Einar Oddsson sýslumaður. Hestur og maður eru báðir Skagfirðin^ar að ætt. Lokkur heitir klarinn, kominn út af úlfsstaðablakk i föðurætt, en Flatatungukyni i móðurætt. Sýslumaður riður um svæðið og dómnefndin fylgir honum eftir með augunum innan úr Rússa- jeppa, en þar hnipra nefndar- menn sig vegna vætunnar, sem ofan fellur úr himninum. Lokkur virðist ekki kunna þessu of vel, kannski er hann litið taminn, kannski leiðist honum veðrið og mannfjöldinn. Þetta gengur svo- litið brösótt fyrst, en þeir gera aðra tilraun og gengur þá betur. Svona vill það ganga hjá fleiri enda kunna stóðhestar öðru betur en að vera notaðir til reiðar. Þeir, sem nú er verið að sýna, eru allir ungir, og þeim fylgja ekki af- kvæmi nema þá til gamans. Lokkur er ekki nema 6 vetra og hefur kannski komið með bil, það er þó ekki vist. En hitt er vist, að sumir hestar eru ekki sjálfum sér likir eftir langa biltúra. En áfram er sýnt og metiö. Þarna eru samankomnir verð- andi ættfeöur sunnlenzkra hrossa, þvi að sumir hestar veröa fjarska kynsælir. Hestur á af- kvæmi með fjölda mera, sem aftur leiðir til þess, ef þessi stóð- hestur ber af öðrum, þá vilja allir meraeigendur helzt, að merar þeirra þýðist hann. Þetta getur svo leitt til þess aöklárgreyiðþurfi að standa i þvi aö fylja hryssur si og æ. Á þessu móti á Hörður frá Kolkuósi margt afkomenda meðal stóðhesta, þvi að hver vill ekki eiga nýjan Hörð eða betrung hans. En hér er lika næsta mikið af ljósum hestum. Þessir ljósu hestar eru ættaðir af Suðurlandi, margir frá Uxahrygg, t.d Gulur karlinn Héðinsson, 3 vetra gamall fjörkálfur, sem hefur gaman af að leika sér, auk þess sem hann er eldfljótur á stökki. Og svo er hér annar hestur ljós, sem heitir Flosi. Hann á heima i Sandgerði, en er ættaður frá Brúin yfir Rangá dunar undir hófuin iausahesta. Skeiövöllurinn nýi á Hellu. iléðinn frá Vatnagarði Kjórðungsmót hcstamanna- fclaganna á Suður og Suðvestur- landi stendur nú yfir á Ilellu. Ilestamannafélagið Geysir ber veg og vanda af mótinu. Geysis- lelagar hafa af stökum dugnaði og þegnskap lagt löglega hring- hraut um 900 metra langa i þessu skyni. Ilún er þannig úr garði gerð, að reynt er eftir mætti að likja eftir sandleiru, en hesta- inenn hafa af fáu meira unað en slikunt reiðvegum, þvi svo eru þeir þéttir, að hófur rétt markar þá og jörðin dunar undir. Jarðvegurinn á Rangárbökkum er sandborin mold. Ofan á hana er sett möl og þar ofan á allnýstárlegt efni, leir- blandaður vikur, en hann hefur ekki verið notaður til slikra hluta l'yrr, og er sú von manna, að vel reynist. Fjórðungsmótin hafa fram til þessa verið haldin fjórða hvert ár, nema þegar borið hefur upp á Bilarnir vikja, en hrossin lialda sinu striki landsmót. Þá hefur bilið lengst i fimm ár. Nú hafa orðið breytingar i þá átt að mótin verða tiðari. Til marks um það er mótið á Vindheimamelum um næstu helgi, en þar var lika haldið mót i fyrrasumar. Mönnum utan fjórðungs gefst ekki kostur á að koma með kyn- bótahross eða góðhesta til keppni, en aðrar keppnisgreinar eru öllum opnar. Sunnlendingafjórðungurinn er hér talinn ná frá Lómagnúpi að Skarðsheiði, svo að margir móts- gesta eru langt að komnir. Undanfarna viku hefur Suðurland þvi verið kvikt af reiðmönnum og hópum lausra hesta, sem þeir hafa með i förum til skipta á lang- ferð og til kappreiða þegar móts- stað er náð. Félagar úr Gusti i Kópavogi lögðu upp á laugardag i fyrri viku og riðu inn i Þórsmörk. Þaðan héldu þeir svo aö Hellu aðfaranótt föstudags. Fáksfélagar lögöu upp frá Reykjavik á þriðjudag, gistu á Villingavatni i Grafningi á þriðju- dagsnótt, riöu þaðan i Skálholt og komu svo til Hellu fimmtudags- kvöld. Nokkrir þeirra láta sér ekki nægja að halda til Vindheima- mela á fjóröungsmótiö þar, þegar mótinu á Hellu lýkur, enda býður i grun aö feröalögin sem hesta- mennskunni fylgja veiti einna mesta fullnægju, þótt vitaskuld sé spennandi að hleypa i köpp á þingum. Viö brugöum okkur austur að Hellu á fimmtudaginn til þess að sjá hverju fram yndi meö siöasta undirbúning mótsins. Viö vorum hálfóheppin meö veöur, fyrri hluta dagsins, þvi aö þá rigndi töluvert. Sumir bændur, sem staddir voru austur þar, horföu upp i himininn og sögðu, að hann væri að gera rosa. Ekki reyndust hrakspármenn þessir sannspáir, þvi heldur létti til upp úr klukkan fimm. Völlur þeirra Geysismanna er glæsilegur á að sjá, brautin renni- slétt, ljósgrá og næsta nágrenni

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.