Tíminn - 02.07.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 02.07.1972, Blaðsíða 7
Sunnudagur 2. júli 1972 TÍMINN 7 á hásumardegi.. Danskur meður er hér i þessum erindagjörðum og ser til fulltingis hefur hann Jón Bjarnason frá Sel- fossi. Annar útlendingur er hér á ferðinni. Hann er þýzkur og heitir Feldmann. Garðsauka. Hann er fjögurra vetra, gulur á lit, hvitur á tagl og fax og blesóttur áþekkur gamla Trigger, sem ort er um i siðustu Moggalesbók, hvað litinn hrærir. Og það, sem meira er, skepnan er velbyggð, samsvarar sér vel og . hefur háan og fallegan fótaburð laglegur foli. Héðinn faðir Guls, en þeir eru báðir frá Eyrarbakka, er hér kominn. Dökkjarpur og kvikur iyftir hann framfótum firnahátt og ber knapann um svæðið. Héðinn er unaan Nirði frá Kolkuósi. Hér eru fleiri en eigendur hrossanna og forvitnir áhorfendur. Hérna eru lika staddir útlendir menn að skoða og velja hesta til utanfarar þvi dagana 9rl0. september fer fram Evrópukeppni islenzkra hesta. hugsar sérstaklega um hross eða peninga. Margir koma til að sýna sig og sjá aðra, aðrir koma gagngert til þess að fara á fylleri eða til að skemmta skrattanum. þeim sem hingað koma i þeim til- gangnum.hefur verið reist sér- stakt viðurkenningarhúsnæði, sem verða mun i umsjá lögreglunnar. -ÞS Hann bauð 300.000.00 krónur i Héðin, en fékk synjun. Það gerist ýmislegt á hesta- þingum annað en einber hesta- mennskan. Hrossabrask er ekki nýtt undir sólinni, og peningarnir eru oftast annars vegar, þar sem menn koma saman. Hingað flykkist lika fólk, sem hvorki Flosi úr Sandgeröi Hvaðanæva að drifur menn og hesta Einar sýslumaöur, Daninn káti og Jón Bjarnason. Davfðsson: Sóley Maríu Mariusóley (Anemone coranaria), sem sumir kalla franska anemónu, þrifst hér vel i görðum og ber stór og skrautleg blóm, rauð, blá eða hvit. Frænka hennar, skóg- sóley eða skógaranemóna, lit- ar viða skógarbotna erlendis snjóhvita á vorin. Getur þrifizt hér undir trjám. Mariusóley er fjölgað með hnúðum, sem hér eru venjulega settir niður á vorin. Leggja má hnúðana i vatn nokkra tima fyrst til aö flýta spirun. Oft lifa mariusól- eyjar veturinn og blómgast ár eftir ár, einkum ef mosi, greinar eða annað létt skýli hlifir þeim á vetrum. Taka má hnúðana upp eftir að blöö eru visnuð á haustin, þurrka þá og geyma inni vil vors. Villtar mariusóleyjar vaxa i Suður- Evrópu, Litlu-Asiu og iengra austur. Þær eru algengar i tsrael og héruðum þar um- hverfis. Sagt er, að mariusól- eyjar vaxi i stórum breiðum á Oliufjallinu i Jerúsalem og einnig á láglendinu umhverfis Genesaretvatn. Telja sumir, að Kristur hafi átt við þær, er hann talar um „liljur vallar- ins,” ekki vinna þær né spinna, en ég segi yöur, aö Salómon i allri sinni dýrð var ekki eins skrautlegur og þær! Margar sögur ganga af mariusóleyjunum, þær eru fyrir löngu orðnar þjóösögu- lega frægar. Sagt er, að á tim- um annarrar krossferðar hafi Umbertó, biskupi i Pisa, gramizt að skipin, sem fluttu krossfara til landsins helga, tóku sand i kjölfestu heimleiðis. Biskupinn skipaði skipstjórunum að taka heldur með sér heim mold frá landinu helga. Það var gert, og biskup lét dreifa moldinni á Campó Santo, hinn gamla kirkjugarð i Pisa, en hann er girtur freskó- máluðum múrum. Næsta vor komu þarna upp mariusóleyj- ar og báru blóðrauð blóm. Menn töldu þetta tákn og stór- merki og sögðu blómin vaxin upp af blóði krossfara! Hinar rauðu mariusóleyjar hafa bor- izt með moldinni. Náttúru- fræðingurinn Plinius, á fyrstu öld eftir Krist, segir, að al- gengt hafi þá verið að nota mariusóleyjar i kransa. Sumir telja að nafnið „franskar ane- mónur” sé tilkomið á 17. öld. Þá bjó tignarmaður, Meitre Backelier aö nafni, i Paris og var frægur fyrir hin fögru mariusóleyjarafbrigði, sem hann ræktaði. Þau báru fögur blóm á löngum stilkum. Marg- ir vildu kaupa hnúða afbrigð- anna af honum, en hann vildi ekki selja. Borgmeistarann i Antwerpen langaði mjög i hnúðana, en var þverneitað. Dag nokkurn lét hann spyrja, hvort hann mætti koma i heimsókn. Þvi var játað. Borgmeistarinn kom i fullum skrúða og i skinnfóðraðri kápu. Þá höfðu mariusóleyj- arnar fellt blómin og stóðu með fræjum. Finasti miðdeg- isverður var framreiddur og siðan gengið út i garðinn. Þar missti borgmeistarinn niður kápu sina, þegar gengið var framhjá hinum frægu mariu- sóleyjum. Tignarmaðurinn skipaði þjóni sinum að taka upp kápuna og bera hana út i vagn borgmeistarans. Honum datt ekki i hug, að hundruö hinna litlu, loðnu mariusól- eyjarfræja tolldu i skinnfóðri frakkans! Næsta sumar gat borgmeistarinn sýnt vinum sinum hinar fögru mariusól- eyjar, vaxnar upp af fræjun- um. Bæði jurtaafbrigðin og sagan um skinnfóðruðu káp- una breiddust viða út um Evrópu. Mariusóleyjar hafa siðan veriö kynbættar hvað eftir annað. Mikils metið er t.d. af- brigðiö „de Caen anemónur,” kennt við bæinn Caen i Nor- mandi, en þar framleiddi frönsk frú það. Sankti Brigid- afbrigði komu frá frlandi og eru vinsæl. Gott þykir, að i vænni hnúðasendingu beri helming- ur hnúðanna rauð blóm, fjórð- ungurinn blá og hinir hvit, eða blandaða blómaliti. Uppáhaldslitir franska mál- arans Raoul Dufy voru blátt og rautt. Franskar anemónur voru uppáhaldsblóm hans, og hann málaði þær aftur og aft- ur. Hver eru „fyrirmyndar- blóm” islenzkra málara? Skógsóley þrifst hér vel i görðum. Hún hefur veriö ræktuð viða i görðum Evrópu i meira en þrjár aldir — og á nokkrum stöðum miklu leng- ur. Grasafræðingurinn Clusíus i Leiden i Hollandi fékk hnúða af henni frá Miklagarði fyrir nærri fjórum öldum. En á fs- landi hefur skógarsóley varla verið ræktuð-fyrr en á okkar öld, a.m.k. ekki að mun. Hugs- anlegt er, að Schierbeck land- læknir hafi reynt hana I garð- inum við Aðalstræti. Land- læknirinn vildi efla garöyrkj- una, bæði til að bæta fæði landsmanna og þroska fegurð- arskyn þeirra. SÓKN Framhald af bls. 1. gefist vel. Sandgræðsla rikisins stendur fyrir þessu, en Erlendur Árnason á Skiðbakka stjórnar öllum framkvæmdum. „Spyrjum um leikslok, ekki vopnaviðskipti”. Þarna hagar svo til, að hvort tveggja þarf að gera i senn — að veita vatni framrás og sigrast á sandinum. 1 vor var byrjað að grafa skurði með skurðgröfu, og reyndist þá mjög grunnt á mó- mold næst gróðurlendinu, þar sem sandurinn hefur borizt upp á seinni timum, jafnvel ekki nema eitt fet. Utar var mun dýpra á moldinni. Von um verulegan ár- angur i striðinu við sandinn er fólgin I þvi að sá i ruðninginn upp úr skurðunum, þvi að þar fá jurtir jarðveg til þess að festa i rætur. Erlendur á Skiðbakka var þó harla fáorður um þetta, þegar Timinn leitaði til hans. — Talaðu við mig eftir tvö ár, ef við lifum þá báðir, sagði hann. Spyrjum um leikslok, en ekki vopnaviðskipti. Ég kann betur við að tala um það, sem sjá má, hvernig gefizt hefur, en hitt, sem enn er óvist, hvernig af reiðir. Skurðir grafnir skáhallt i'ram á sandinn Páll Sveinsson, sandgræðslu- stjóri i Gunnarsholti, sagði okkur aftur á móti, að þessu verki væri þannig háttað, að skurðir væru grafnir skáhallt frá jaðri gróður- lendisins fram i sandinn eins langt og grafan nær upp mold. Þessir skurðir eru á annað hundr- að metrar á lengd og fimmtiu til hundrað og fimmtiu metra bil á milli þeirra eftir aðstæðum. f ruðninginn er sáð melgresi, tún- vingli, vallarfoxgrasi og öðru fleira i tilraunaskyni. Eitthvað af þessu er þegar komið upp, þó að- allega melurinn. Hyrjað austast, haldið vestur á bóginn — Það var byrjað á skurða- gerðinni austast, en siðan á aö halda áfram vestur, sagði Páll. Þetta er mikið verkefni og mikil- vægt, og Erlendur á Skiðbakka er hershöfðingi okkar i þessari herför gegn sandinum. Það getur auðvitað enginn fullyrt að svo stöddu, hvernig þetta lánast — hversu mikill sigur vinnst. Það var 1955, sem við byrjuðum að berjast þarna við sandinn, og ég fer ekki dult með það, að nú geri mér verulegar vonir um, að tals- vert ávinnist. jj.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.