Tíminn - 02.07.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 02.07.1972, Blaðsíða 8
1 TÍMINN Sunnudagur 2. júli 1972 Skákin, Willard Fiske og Grímsey XuKlysinj'ar. scni ei>»a afi koma ( blaOinu a sunnudögum þurfa aft berast í\rir kl. I ú föstudögum. \ugl.stofa Tlmans t*r í Bankastra-ti 7. Sitnar: 19523 - 18300. begar skákeinvigiö beinir huga svo margra aó tafliþróttinni, er ekki fjarri iagi að minnast þess manns, sem fyrir hundraö árum halöi iillum öðrum meiri áhuga á skákmennt islendinga — Daniels Willards Fiske. Kins og menn sjálfsagt vita læddist Willard Fiske i Banda- rikjunum, og þar stundaði hann háskólanám. Þegar á háskólaár- um sinum kynntist hann norrænni goðafræði og komst yfir mál- myndalýsingu Kasmusar Rasks. Af þessu kviknaði áhugi hans á is- lenzkri tungu, og fljótlega hóf hann að skrifa greinar og forn- norrænar bókmenntir. Ilinn norræni hugmyndaheimur seiddi hann og laðaði, og á átjánda ári komst hann til Kaup- mannahafnar til þess að nema þar norrænar tungur. Kn af þvi að hann átti ekki peninga i fargjald- ið, réðst hann skipsdrengur á At- lantshafsfar. j Kaupmannahöfn kenndu tveir Islendingar, Jón Sigurðsson og Gisli Brynjúlfsson, honum islenzku ókeypis, en þótt hann kynntist þar frægum mönn- um, sem fengust við norræn fræði. gat hann ekki þegið veizlu- boð þeirra, þvi að hann átti ekki latnað, sem honum fannst hann geta látið sjá sig i. Seinna rættist vel fram úr fyrir honum. Hann varð bókavörður og háskólakennari og hóf að safna islcnzkum bókum af miklu kappi, og það er við hann, sem Fiske- salnið i íþöku er kennt. Til íslands kom hann i fyrsta skipti árið 1879 og steig á land á llúsavik Þá var hann þegar orð- inn gagnkunnugur siigu og mál- Skip í Grimseyjarhöfn og félagsheimili Grímseyinga i baksýn. Ljósmynd: G.J. efnum Islendinga, en islenzka bændur sá hann i fyrsta skipti i kaupstaðarferðum þeirra til Húsavikur. Hann talaði þá þegar islenzku, og feröir sinar um land- ið fór hann að sjálfsögð u á hestbaki. Reiðmaður mun hann þó ekki hafa verið mikill, og er sú saga enn á kreiki, að hann hafi veriö með bók i hendi i góð- viðri á leið yfir fjallveg norðan lands og notað timann til lesturs, likt og hann var vanur á ferðalög- um i járnbrautarvögnum. Til minningar um komu hans til Reykjavikur þetta ár er tþaka við inenntaskólann gamla, kennd við heimabæ hans i Bandarikjunum, og er það af þvi sprottið, að hann hratt af stað stofnun þess bóka- safns. sem þar var varðveitt og gaf þvi iðulega bækur siðar. Hann átti einnig hlut að stofnun Forn- leifafélagsins, og hann hratt af stað fyrsta taflfélaginu i Reykja- vik. Kn nú svo skulum við staðnæm- ast dálitið við áhuga hans á skák- iþróttinni, sem ekki aðeins er meira en litill, heldur jafnvel meiri en mikill. Hann skrifaði meðal annars stóra bók, tuttugu og fimm arkir eða fjögur hundruð blaðsiður þéttprentaðar i stóru broti, um skák á tslandi, og hefur þessi bók verið seld á tvö þúsund krónur i fornbókaverzlunum hinn siðari ár. þá sjaldan hún hefur fengizt. Kn nú er ekki óliklegt, að hún hækki i verði til verulegra muna. L'm Wiliard Fiske verður ekki talað, án þess að geta Grimseyj- ar. flonum varð hugleikin þessi byggð norður i hafinu, og þó fyrst til verulegra muna er hann frétti, að Grimseyingar væru skákmenn meira en i meðallagi — telgdu sér taflmenn úr rekaviði og lituðu þá dökku með sótbleki. Hann leitaði sambands við séra Matthias Egg- ertsson i Miðgörðum. Þegar Fiske sendi skólum og mörgum einstaklingum hérlendis taflborð og skákmenn að gjöf siðasta ár nitjándu aldarinnar, lagði hann svo fyrir, að ellefu skyldu fara til Grimseyjar — eitt á hvert heimili þar. Kftir þetta gekk honum Grims- ey aldrei úi’ huga. Ári siðar kom hann þar upp bókasafni, sem hann jók árlega að mörgum þarf- legum ritum, ekki sizt um skák. Willard Fiske lézt i Frankfurt 80^ Main siðsumars 1904, rösk- lega sjötugur. Þegar erfðaskrá hans var opnuð, kom á daginn, að hann hafði einnig þar minnzt Grimseyjar, heimkynnis skák- mannanna, sem hann hafði bund- ið við tryggðir, óséða og ókunna nema af bréfum, þvi að aldrei auðnaðist honum að komast út i eyna til þeirra. Þar voru Grims- eyingum ánafnaðir tólf þúsund dalir, og sky ldi arði af þvi fé varið til þess að endurbæta byggingar i eynni, auka þar bústofn, safna birgðum heyja og eldsneytis og efla bókasafnið. Williard Fiske var með á nótunum, þótt fjarri væri hann Grimsey, og vissi og skildi, hvers með þurfti. Það mun ekki ofmælt, að Fiske var elskaður maður i Grimsey . Sóknarpresturinn gaf syni sinum nafn hans, og fram á þennan dag hefur afmælisdagur þessa út- lenda velgeröarmanns eyjarinn- ar verið haldinn þar hátiðlegur. Það er 11. nóvember. B.vggðin i Sandvík i Grimsey — verzlunarhús Kaupfélags Eyfirðinga á miðrimynd. Ljósmynd: G.J. Dauicl Willard Fiskc. ZETOR MESTSELDA DRÁTTARVÉUN 1971 ZETOR 3511 - 40 ha. verð frá kr. 210 þús. ZETOR 5611 - 60 ha. verð frá kr. 310 þús. Ástæðurnar fyrir því að ZETOR dráttarvélarnar eru nú mest keyptar af bændum eru: 1. Óvenju hagstæð verð kr80-100 þús. lægri en aðrar sambærilegar vélar. 2. Fullkomnari búnaður og fylgihlutir. Varahluta- og verkfærasett 3. Vel hannaðarog sterkbyggðarvélar. 4. Afkastamiklar og hafa mikið dráttarafl. 5. Ódýrar í rekstri og endingargóðar. 6. Góð varahluta- og eftirlits- þjónusta. 7. Ánægðir Zetor eigendur, sem mæla með vélunum. Biðjið um Zetor mynda- og verðlista og upplýsingar um greiðsluskilmála. /Zeíor' umboSið ÍSTÉKK? Sími 84525 Lágmúla 5

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.