Tíminn - 02.07.1972, Blaðsíða 17

Tíminn - 02.07.1972, Blaðsíða 17
Sunnudagur 2. júli 1972 TÍMINN 17 Menntun og heil- brigðar tennur fylgjast að - því er tannverndarstarfsemi mikilvæg Ættum við islendingar að leggja sérstakan skatt á sykur og þá kannski lækka álögur á ein- hverjar aðrar siður óhollar neyzluvörur. Eigum við að harð- neita að kjósa stjórnmálamenn okkar á þing, ef þeir koma þvi ekki að, að skólanemar hafi að- stöðu til að bursta tennurnar eftir að þeir borða bitann sinn i löngu friminútunum. Johan K. Kingdal Þessar eru hugsanlegar ráð- stafanir, sem til greina kæmi að við tækjum upp, ef við vildum læra af reynslu frænda okkar Norömanna hvað tannskemmdir og tannvernd snertir. Tannskemmdir eru hvergi i heiminum meiri en i Noregi, aö dómi norskra tannlækna. Þó mun ástandiö ekki miklu betra hér á landi, og mættum við þvi sitthvaö læra af Norðmönnum, en þeir hafa undanfarin ár gert mikið til að stemma stigu við tann- skemmdum. Einn þeirra manna, sem sóttu ráðstefnu norræna tannlæknasambandsins hér i Náttúruverndarmenn nyrðra þinga á Hólum Aðalfundur samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi er nú haldinn á Hólum. Fyrir fundi þessum liggur uppkast að stefnu- skrá og drög að norðlenzkri náttúruminjaskrá og þar munu koma fram tillögur um frið- lýsingu um það bii hundrað staða á Norðurlandi. Eysteinn Jónsson, formaður náttúruverndarráðs, flytur erindi, Hjörleifur Guttormsson liffræöingur segir fréttir af náttúruverndarráðstefnunni i Stokkhölmi, dr. Þorleifur Einars- son jarðfræðingur lýsir jarðvegs- myndun og sérstöðu islenzks jarðvegs, Grétar Ólafsson talar um jarðveg i Skagafirði, dr. Hörður Kristinsson um örverur, Helgi Hallgrimsson segir frá rannsóknum á jarðvegsdýrum og Bjarni Guðleifsson, tilraunastjóri á Akureyri, flytur erindi um byggingu islenzks jarðvegs og jarðvegsvernd. Reykjavik i siðustu viku var Jo- han R. Ringdal,forstjóri norsku tannverndarsamtakanna, og var hann svo vingjarnlegur að segja okkur frá tannverndarstarfsemi og ástandinu i tannheilbrigðis- málum i Noregi. En við skulum hafa i huga, eins og Ringdal sagði sjálfur, að það er til litils fyrir okkur að fræðast um ástand þess- ara mála i Noregi, nema við get- um haft að þvi eitthvert gagn sjálf. — Norsku tannverndarsamtök- in voru stofnuð 1911 og eru næst- elzt i heiminum. Fyrstu samtök- in voru stofnuð i Hollandi áriö áð- ur. Lengi vel höfðu norsku tann- verndarsamtökin yfir takmörk- uðu fé aö ráða. En árið 1967 var gert átak, og samtökin stofnuðu fræðslu- og upplýsingaskrifstofu, sem annast allt fræðslustarf út á við og er öll þjónusta hennar ókeypis. Stofnunin fær nú 5 milljónir is- lenzkra króna til ráðstöfunar ár- lega og kemur meginhluti þess fjár frá iðnaðinum, og þá fyrst og fremst framleiðendum tannhirð- ingarvara, en nokkuð frá riki, bæjar og sveitarfélögum og norsku tannlæknasamtökunum. Upplýsingaskrifstofan annast gerð fræðsluefnis, svo sem kvik- mynda, skuggamynda, og staðl- aöra fyrirlestra handa kennur- um, tannlæknum og hjúkrunar- konum. Ennfremur eru búin til veggspjöld, bæklingar, sýningar og efnt til samkeppni. Skrifstofan lætur útvarpi og sjónvarpi i té hugmyndir að dagskrám, og læt- ur skrifa greinar og klausur til birtingar i blöðum. Þá er efnt til námskeiða fyrir tannlækna og tannlæknanema og einnig fyrir tanngæzlufólk, sem starfar viö að kenna skólanemum og öðrum rétta hirðingu og meðferð tann- anna. 60% af starfi upplýsingaskrif- stofu tannverndarsamtakanna eru i skólunum, 20% beinist að tannlæknum, 10% fer fram i heilsuverndarstöðvum og 10% snýr aö fjölmiðlum. — En nú er komið aö þeirri spurningu hvort allt þetta starf borgi sig? — Astandið i tannheilbrigðis- málum er hvergi verra en i Nor- egi, sagði Johan Ringdal, — og þvi þarf litiö til að árangur sjáist. Og við tum, aö nokkrum mánuö- um eftir að við höfðum haft fræöslu- og upplæysingaherferð i einhverju héraði, sést þegar munur á tönnum barna og ungl- inga þar. Ekki er vitaö með vissu um ástæöurnar fyrir þvi,hve lélegar tennur Norðmenn hafa yfirleitt. En hugsanlegt er, að þar séu erfð- iraðverki: einnig áhrif drykkjar- vatnsins, en 99,5% ibúanna drekka yfirborðsvatn, sem er fá- tækt að steinefnum og flúor. Nú, svo eru matvenjur okkar Norð- manna mjög slæmar, við gerum mikið að þvi að fá okkur smábita i stað þess að borða fáar máltiðir og hreinsa tennurnar á eftir. Allraskaðlegast er þó sykurátið, en að meðaltali borðar hver Norðmaður 150gr. af sykri á dag. Rannsókn frá árinu 1967 leiddi i ljós,að af þriggja ára börnum, sem einmitt voru búin að fá barnatennur, voru aðeins 14% Krá tannverndarsýningunni með heilar tennur. Aðeins 5% sjö ára barna voru með heilbrigðar tennur og ekki nema 1% 12 ára barna. 1 april 1968 var gerð rann- sókn á 4660 20 ára gömlum pilt- um, sem voru i herskyldu, og út- koman var ömurleg, aðeins einn þeirra haföi óskemmdar tennur, málamaður og starfa sem biaða- og upplýsingafulltrúi. Við leggjum áherzlu á að ná til fólksins og þvi notum viö mis- munandi röksemdafærslur og leiöir. Smábörnunum eru sögö ævintýri. Við börn, sem oröin eru 10 ára, skirskotum við til þess, að BYfíÖg NAGF íí l émsM, tmð. Frá tannverndarsýningunni þ.e.a.s. minna en 1/4 pró mill. Og fjórði hver fullorðinn i Noregi (15 ára og eldri) er annað hvort alveg tannlaus eða með gervitennur. Þannig er ástandið hjá okkur þótt við eigum fleiri tannlækna en nokkurt annað land. Norðmenn eru nú um 3.900.000 og tannlæknar 3.400, þ.e.a.s. tannlæknir fyrir hverja 1.100 fbúa. Hér á tslandi eru hinsvegar aðeins 110 tann- læknar eða 1 á hverja 2000 ibúa. Allur þessi fjöldi tannlækna i Noregi hefur yfrið nóg að gera við að gera við tennur og þvf hefur verið tekin upp tannverndarstarf- semi, sem aðrir annast. Ég er t.d. heilbrigðar tennur skapa betra útlit, en á þeim aldri snýst hugur- inn mjög um annað fólk, hitt kyn- ið, útlitið. Viö fullorðiö fólk er sú röksemdarfærsla árangursrik og benda þvi á, aö tannskemmdum fylgir sársauki og tannviðgerðir eru kostnaðarsamar. 1 Noregi er 500 millj. norskra króna varið árlega til tannvið- gerða eða 6 l/2milljarði íslenzkra króna. Þaðer því augljóst mál, að það borgar sig bæöi fyrir þjóðfé- lagið og einstaklingana að stemma stigu við tannskemmd- um áöur en þær eru komnar af staö. — Er tannheilsufarið verra á einum stað en öðrum i landinu? — Tannskemmdir eru meiri meðal sveitafólks en borgarbúa nú. Aður var þessu öfugt farið meðan mataræði i sveitum var tiltölulega hollustusamlegt. Verst er ástandið i fátækustu byggðun- um norðanlands og vestan. Yfirleitt fer menntun og góð tannhirðing og tannheilsa saman. Og er það okkur sönnun þess að tannverndarstarfsemi er árang- ursvænleg. — Hvernig er kostnaður við tannlækningar greiddur i Noregi? — Tannviðgeröir eru ókeypis fyrir börn á skólaskyldualdri. A nokkrum stöðum fá yngri börn einnig ókeypis viðgerðir, það munu vera um 10% barna undir skólaskyldualdri. Sums staðar fá ungl. 16-18 ára einnig ókeypis tannlækningar, en verða sjálf að fara til praktiserandi lækna. Þetta mun ná til 50% unglinga á þessum aldri. — Hver telurðu helztu vanda- málin hér hjá okkur hvað tann- vernd og tannheilsu fólks snertir? — Þið þurfið að gera ráöstaf- anir til að fá tannlækna út á land. Aðeins 36 af 110 tannlæknum hér starfa utan Reykjavíkur, sem merkir að margir staðir hafa engan tannlækni. Þetta er félags- legt og stjórnmálalegt vandamál, sem við Norömenn höfum leyst að nokkru meö þvi aö rikiö greiðir tannlæknum laun fyrir að starfa úti á landi. Þið þurfið að eignast fleiri tannlækna og i þvi skyni að efla Háskólann. Einnig tel ég starf tanngæzlufólks mjög mikil- vægt. Einnig mætti koma þvi á framfæri á Alþingi, aö skólarnir kenndu börnum i fyllsta máta réttar heilbrigöisvenjur þar með tannhiröingu engu siður en skrift, islenzku og reikning. Ef til vill er þetta i góöu lagi hjá ykkur nú þeg ar, ég veit það ekki. Þá er notkun fluortaflna æskileg og fræösla um skaðsemi sykuráts, og kennsla i þeim venjum, sem leiöa af sér heilbrigðar tennur. Og hvers- vegna ekki leggja skatt á sælg. og sykurvörur svo fólk fari að spara þær við sig. Eins væri hug- mynd að koma þeirri reglu á, að skólanemendur burstuðu tennur i skólanum að lokinni máltiö. Og áreiðanlega væri árangursrikt að heilsuverndarstövar kenndu ung- um mæðrum/hvernig þær geta stuölað að þvi, að börn þeirra fái heilbirgðar tennur og haldi þeim. Norræn tannlæknaþing eru haldin árlega og af þeim geta all- ar þjóðirnar mikið lært og hjálpað hver annarri. Ég fer héðan nú ýmsu fróðari. Og eitt get ég sem Norðmaður óskað ykkur til ham- ingju með — það er drykkjar- vatnið hér, sem er miklu betra en hjá okkur. SJ. a _______________________________________________________LYininMiniinm ATUIir:ir» ■■ ■ Vt' ATHUGIÐ. Áður litil feröamannaverzlun, nú nýr og rúmgóöur veitingaskáli. Fjölþættar veitingar og margs- konar vörur. Gas og gasáfylling- ar. Benzin og oliur. — Þvottaplan — Velkomin i vistleg húsakynni. Veitingaskálinn Hrútafiröi. B r ú,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.