Tíminn - 04.07.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 04.07.1972, Blaðsíða 1
IGNIS FRYSTIKISTUR RAFTÖRG SIMI: 26660 RAFIBJAN SÍMI: 19294 1 i 147. tölublað — Þriðjudagur 4. júli 1972 — 56. árgangur. kæli- skápar RAFTÆKJADEILD Hafnarstræti 23 Símar 18395 & 86500 Geller í viðtgjj við TASS; Euwe spurði, hvort fallizt yrði á að einvígið yrði fært óV-Reykjavík. Sovézki stórmeistarinn Geller, sem hér er ásamt heimsmeistaranum Boris Spasski/ sagði/ að á samningafundum með rússnesku skákmönnunum hefðidr. Max Euwe, forseti FIDE, spurt þá/ hvort þeir gætu fallizt á, að einvígið yrði fært til i Reykjavík. Myndi það hafa í för með sér, að einvígið yrði fært úr Laugardalshöllinni á annan stað, að öllum lik- indum minni — jafnvel herbergi úti í bæ. Sagði Geller að Rússarnir hefðu enn ekki tekið afstöðu til málsins. Fallist Rússarnir á þessa til- högun — svo og Fischer — myndi þar meö falla um koll sú krafa Fischers, aö hann fái 30% af ágóða miðasölunnar, og væri þar með helzta krafa hans úr sögunni, en umrædd 30% hafa staðið helzt i vegi fyrir hingaðkomu Fischers. Þá sagði Geller einnig, að Rússarnir myndu ekki gera kröfu til verðlaunanna, yrði ekkert af einviginu. Kæmi það á daginn samkvæmt regium FIDE um heimsmeistaraeinvigið, að það væri þegar hafið, ættu Rússarnir kröfu i verðlaunaupphæðina. Ekki eru menn þó á eitt sáttir um, að einvigið sé hafið. Guðmundur G. Þórarinsson sagði á fundi með fréttamönnum á laugardaginn, að sin skoðun væri sú, að ein- vigið hæfist að setningarathöfn- inni lokinni, en siðan sagði dr. Euwe á fundi með fréttamönnum á sunnudaginn, að hann teldi ein- vigið ekki hafið fyrr en klukkan væri sett af stað á skákborðinu fræga. Þá hefur Timinn eftir áreiöan- legum heimildum, að bandariski aðmirállinn á Keflavikurflugvelli hafi falliztá,aðFischer byggi þar á meðan á einviginu stæði og þarf. ekki að orðlengja, að þar hefði hann frið. tslendingar sækja að marki Dana i fyrri hálfleik. A myndinni sést Marteinn Geirsson, Teitur Þórðarson (7) og Elmar Geirs- son, sækja eftir að Eyleifur, hafði spyrnt fyrir úr hornspyrnu, Tlmamynd Róbert. Gens una sumus \ bls. (i og 7 er sagt frá þvi i máliog myndum hvernig allt gekk fyrir sig um helgina i sambandi við skákeinvigið. Myndin er af skákborðinu sem bíður á sviðinu I Laug- ardalshöllinni, en salurinn þar hefur gjörbreytt um svip, og hefur allt verið gert, svo skákmennirnir fái sem mestan frið við skákborðið. Kyrir ofan skákborðið er rit- að kjörorð Alþjóðaskáksam- bandsins ,,Gens una sumus", sem útleggst á Islenzku „Við <'iuin ein ættkvisl". OLLI KVIKASiLFUR ÓFRJÓSEMI KVENNA í MÓÐUHARÐINDUNUM? f borkjörnunum úr Vatnajökli kunna að felast svör við mörgum merkilegum spurningum ÞB —i móðuharðindunum dró svo úr fæðingum, að ekki fæddist nema eitt barn á hverja sextiu I- búa I Skáiholtsbiskupsdæmi, og ekki nema eitt á hverja hundrað i Hólabiskupsdæmi. Það var varla fjórðungur þess, sem þá var talið eðlilegt. Geta borkjarnar úr Vatnajökli hugsanlega varpað Ijósi á orsakir þessarar ófrjó- semi? Seint á sunnudaginn var komið til Reykjavikur meö borkjarna þá, sem búið er að ná upp úr jökl- inum, og var þeim komið til geymslu í sænska frystihusið. Þar verða þeir varðveittir, svo að vis- indamönnum gefist færi á að rannsaka þá til fyllstu hlltar og ráða þá leyndardóma, sem þeir kunna að búa yfir. TEKUR FRAM ÖÐRUM BORUM Páll Theódórsson eðlisfræöing- ur og Helgi Björnsson jöklafræð- ingur fylgdu borkjörnunum til byggöa. Við náðum tali af Helga Björnssyni, og sagði hann, aö borinn væri nú kominn niður á 260 metra dýpi og þyngd bor- kjarnanna næmi nálægt tveim smálestum. Ekki er alveg ljóst, hve jökull- inn er þykkur, en Hklegt er, að hann sé um 450 metrar á þykkt. Fransk-Islenzki leiöangurinn, sem gerður var út árið 1951, geröi mælingar á jöklinum með jarð- Framhald á bls. 23 Fischer kemur Frá þvi var skýrt i útvarps- fréttum seint i gærkvöldi, að frétzt hefði, að Fischer hefði ákveðið að þiggja boð brezka skákunnandans Slaters, sem haföi boðið stonu: fjárupp- hæðir skákmönnunum til handa, ef þeir tefldu hér i Reykjavik, og myndi hann nú halda til Reykjavikur til þess að tefla við Spasski. Einnig var haft eftir Fischer, að heiðurs sins vegna gæti hann ekki annað gert, þvi annars yrði álitið, að hann þyröi ekki að heyja einvigið um heimsmeistaratitilinn við Spasski af ótta við aö tapa. Borkjarnarnir i Sænsk-islenzka frystihúsinu búa yfir langri sögu. (Timamynd Róbert)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.