Tíminn - 04.07.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 04.07.1972, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Þriðjudagur 4. júli 1972 Frá setningarathöfninni i Þjóðleikhúsinu á laugardagskvöldiö. For- setahjónin efst og allir standa er þjóðsöngvar eru leiknir. Freysteinn Grettisfang stingur á sig mibunum. Siguröur Magnússon, blaðafulltrúi Loftleiða, fylgist með. Einvíginu frestað Islands vegna - um einvígið mikla fró laugardagsmorgni til sunnudagskvölds Þegar á laugardagsmorguninn voru þeir heldur fáir, sem bjugg- ust viðþvi, að Fischer léti sjá sig daginn eftir. Þrátt fyrir það var setningarhátiðin haldin um kvöldið, og allt fór fram sam- kvæmt áætlun. Skáksamband tslands hélt blaðamannafund klukkan 14 á laugardaginn, og var frétta- mönnum þar greint frá þeirri löngu og viðburðarriku sögu, sem þetta margumtalaða og umdeilda heimsmeistaraeinvigi á sér. Erlendu fréttamennirnir á fundinum höföu hvað mestan áhuga á að ræða fréttatakmark- anir Skáksambandsins, og varö úr töluvert þjark, en Guðmundur G. Þórarinsson, forseti SSt, gaf þær sömu skýringar og Timinn hafði gefið fyrir helgina, þannig að i sjálfu sér kom ekkert nýtt l'ram á þessum fundi. Greinilegt var af' spurningum fréttamannanna, erlendra og inn- lendra, að litil bjartsýni rikti fyrir einvigiö. Eftir að Guð- mundur G. Þórarinsson haföi sagt það skoðun sina, að einvigið væri hafið aö aflokinni setningar- hátiðinni þá um kvöldið, spurði einn fréttamannanna: ,,En hvernig er hægt að hefja keppni þegar aðeins annar keppenda er kominn til landsins?” Við þvi fengust ekki sérlega góð svör. Klukkan 20 hófst svo setningar- athöfnin i Þjóöleikshúsinu. Var húsið nærri þvi fullt af gestum, og fyrir utan var stór hópur fólks, sem beið þess að sjá stórmenni og litilmenni ganga inn. Væntanlega hafa blaðamennirnir verið i hópi þeirra siðarnefndu, þvi að þeim var visað upp á efri svalir. Flestir tóku þeim tilmælum vin- samlega — og margir settust i sal! Uppi á efri svölum var aftur á móti ógjörlegt að vera, þaðan sást litið og heyrðist minna, þannig að flestir, ef ekki.allir, fóru niður á neðri svalir. Voru þar fluttar virðulegar ræður, sem fæstar komu á óvart, en þó vakti það nokkra athygli, aö Guðmundur G. sagðist vonast til, að sá bæri sigur úr býtum, er meiri hefði þroskann. Ogdr.Max Euwe sagði, aö vissulega væri hr. Fischer ekki auöveldur viður- eignar, en ,,við veröum að muna”, sagði dr. Euwe, ,,aö Fischer hefur aldrei gert kröfur aðeins fyrir sjálfan sig, heldur fyrir aðra skákmenn einnig.” Um leið og hann sagði þetta hnippti i fréttamann Timans kanadiskur blaðamaður frá La Presse og sagði: Bullshit. Fischer hefur aldrei hugsað um neinn nema sjálfan sig. Siöan var haldin kampavins- veizla i Leikhúskjallaranum, en blaðamennirnir fengu bakkana i Krystalsalinn. Þegar leið á kvöldiö fóru þeir þó niður og blönduðust hópnum, en vissulega höföu aðrir gestir komið upp i Krystalsalinn og veitt tækifæri til kynningar, myndatöku og annars þess, sem heimspressan hafði áhuga á. Við biðum um nóttina á Kefla- vikurflugvelli i rafmagnsleysi og svalri sumarnóttinni. Þrjár flug- vélar komu frá New York, en engin þeirra var meö Fischer innanborðs. Farþegarnir horfðu forviða á hóp fréttamanna, sem biðu þolinmóöir við hverja vél með allt i gangi: segulbandstæki, myndavélar af öllum gerðum og fleira. Alltaf hlupum við út, þegar tilkynnt var um komu flugs númer þetta eða þetta, og alltaf fórum við inn, samferða farþeg- unum, sem sumir sögðust hafa frétt af Fischer á Kennedy-flug- velli, aðrir höfðu ekkert séð — vissu.ekki einu sinni hver þessi Fischer var — enn aðrir höfðu séö sjónvarpsmenn biða skákmanns- ins á flugvellinum, og svo fram- vegis. Stúlka nokkur sagði viö fréttamann Timans, að hún teldi að þessi Fischer væri brjálaður. ,,Og hvað með það?” spurði piltur, sem þar kom að með stjörnu Daviðs i keðju um háls- inn. ,,Ef ég væri mesti skák- maður i heimi, væri ég svo sannarlega álitinn vitlaus lika.” ,,Þú ert það nú hvort eð er”, sagði stúlkan og þau gengu burt — hönd i hönd. Meö siðustu vélinni, klukkan tæplega hálf átta, kom einn vinur Fischers, fullorðinn maður, vin- gjarnlegur mjög, og sagðist hann álita, að ef Fischer kæmi ekki, þá væri það dauðadómur yfir honum. „Atvinnusjálfsmorö”, sagði vinurinn, professional suicide. Skömmu fyrir hádegi átti svo að draga um liti, en þegar ljóst var, að Fischer kæmi ekki, var hætt við það, og stjórn Skáksam- bands tslands hélt mikla og langa fundi með dr. Euwe, fulltrúum Fischers og Rússunum, þar á meðal Spasski. Tilkynnt var, að um klukkan tvö fengjum við að heyra niðurstööur fundanna. En klukkan var orðin rúmlega þrjú, þegar loks var efnt til blaða- mannafundar i fundarsal Loft- leiðahótelsins, og þar tilkynnti dr. Euwe, alvarlegur á svip og þreytulegur, að um tvo kosti væri að velja: 1) Að útiloka Fischer frá keppni og aflýsa einviginu, 2) að fresta keppni þar til um hádegi á þriðjudag (i dag). Ef Fischeryrði ekki kominn að þeim tima liðnum, félli einvigið niður og hann missti réttindin til að keppa um titilinn. Dr. Euwe var að þvi spurður, hvort það þýddi, að Fischer missti réttinn um allan aldur, en hann kvað nei við þvi. Fischer yrði gildur til þess- arar sömu keppni eftir þrjú ár, en sem stæði væri það Petrosjan, sem ætti aö keppa! Rúmum klukkutima siðar var haldinn annar fundur, þar sem dr. Euwe tilkynnti, að ákveðið hefði verið að fresta einviginu. Frá setningarathöfninni: Spasski ræðir við menntamálaráðherra, Magnús Torfa. A milli þeirra er Frið- rik ólafsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.