Tíminn - 04.07.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 04.07.1972, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 4. júli 1372 TÍMINN möOojHnffl 9 BiBI H Ekkert í þaö varið Karl einn sem flakkaði um Suðurland. var nefndur Einar aðnorðan. Hann hefur sjálfsagt hlotiö illt uppeldi og máski einnig verið vitgrannur. Að minnsta kosti háði hann ekki fermingu á svipuðum aldri og annað fólk. En þegar hann var roskinn orðinn. var gert á honum það miskunnarverk að ferma hann. Hótti honum það talsverð forfrömun. og einkum hlakkaði hann mjög til þess að vera til altaris og fjölyrti um það við ýmsa. Eltir athöfnina var hann að þvi spurður. hvernig honum hefði fallið altarisgangan. t>á svaraði karl: ..(), blessaður vertu - mór þótti ekkert i það varið. þegar út i það kom". ,, Loftpúðalestir" fram- tiðarfarartæki? h'vrir árslok 1975 mun loft- púðalest. er náð getur 300 km hraða á klukkustund verða komin á teiknistigið. Tækni- fræðingar i Sovétrikjunum hafa tekið ákvörðun um þetta með hliðsjón af velheppnuðum til- raunum með frumgerð aö slikri lest. Þrátt fyrir þennan mikla hraða mun loftpúðalestin nota 30% minni straum heldur en venjuleg rafmagnslest á hjól- um. Steinsteypubrautin. sem lestin á að ..keyra" eftir. verður verulega ódýrari i lagningu heldur en járnbrautarteinar. og þar sem ekki þarf að gera kröfu tii mjög mikils burðarþols er hægt að leggja brautirnar jafnt um mýrlendishéruð Siberiu sem túndrur norðurslóða. Lestir þessar. sem knúnar verða gas- hreyflum, verða i notkun milli bæja og fjærliggjandi heraða. ★ Vötnin undir Kasakhstan- eyöimörkinni Sérfræðingar i Kasakhstan hafa lokið rannsóknum á neðan- jarðarvatni sem safnazt hefur saman undir eyðimerkursvæð- inu umhverfis höfuðborg Kasa- khstans. Alma-Ata. Alls hafa verið staðsett og mæld neðan- jarðarvötn, sem ná yfir um það bil tvær milljónir ferkilómetra. Vatnsmagnið, sem þarna hefur safnazt saman með timanum er nægilegt til þess að hylja allt eyðimerkur- og sleppusvæði Kasakhstans 100 metra djúpu vatni. Ilið stærsta þessara vatnsforðabúra er undir Kys- ★ ★ ★ ylkumeyðimörkinni. Þar hafa verið boraðar um 150 borholur og nú er verið að leggja leiðslur, sem flytja skulu vatn til Alma- Ata. Þær áætlanir, sem gerðar hafa verið um nýtingu vatns- forðabúranna. munu leiða til þess. að ha'gt verður að koma i veg fyrir myndun saltsteppa. Og jafnframt verður hægt að hindra það. að vatnsmagnið i Kaspiahafinu, Aralvatni og Halkhasjvatni minnki verulega. ★ Dunkerque og Calais renna saman i eitt Skipulagsfræðingar og arkitektar i Frakklandi hafa spáð þvi, að árið 2000 hafi borgirnar Dunkerque og Calais á strönd Ermasundsins náð saman, og þá muni búa á þessu svæði um 600 þúsund manns. Þetta þýðir, að finna verður atvinnu fyrir fimmtiu þúsund manns, og gera verður ráð fyrir, að 300 þúsund manns þurfi að fá samastað einhvers staðar á strandlengjnnni að sumarlagi, þegar mest er af sumarferðamönnum á þessum slóðum. ★ Vegaviðgerðir með innrauðum geislum Verksmiðja i Rostov við Don framleiðir vélar til vegavið- gerða með innrauðum geislum. Asfaltlagið, sem orðið er holótt, er hitað upp i 500 stig á þrem sekúndum og nýtt asfalt lagt of- an á gamla lagið. A fáum klukkustundum er vegurinn aft- ur tilbúinn til notkunar og veru- legur viðgerðarkostnaður hefur sparazt. ★ ■<------------m. Minnimáttarkennd út af hárleysinu Fólk getur fengið minni- máttarkennd út af ýmsum hlutum, meðal annars er sagt, að karlmönnum liði illa, þegar þeir leggjast út á baðstrendur, ef þeir eru hárlausir á brjóstinu. En nú ku vera hægt að bæta úr þessu. t Magasin de Nord i Kaupmannahöfn er hægt að kaupa, það sem Danir kalla Tarzan-mottur og fást þær i metravis. Hér er Daninn Ole Hoffgárd að sannfæra sýningar- stúlkuna Hanne Lyngfeldt um, að hann hafi ekki útvegaö sér hárin á brjóstið i næstu verzlun, heldur sé þau ekta og rigföst. Drykkjarvatn framleitt með sólarorku 1 Kysylkum eyðimörkinni i Mið-Asiusovétlýðveldinu Usbekistan hefur verið tekin i notkun stór stöð,er með hjálp sólarorku vinnur drykkjarvatn úr söltu jarðvatni. Stöðin fram- leiðir um 4 þúsund litra á sólar- hring, og hana má starfrækja árið um kring. Framleiðslu- kostnaöur á rúmmetra er um helmingur þess, sem kostar að leiða vatn til staðarins annars staðar frá. Tæknifræðingarnir hafa einnig gert smástöðvar til notkunar fyrir fjárhiröa, sem oft verða að dveljast langdvöl- um fjarri aðalstöðinni. Fram- leiðsla litlu stöðvanna var hafin i fyrstu verksmiðju i Sovét- rikjunum, er framleiðir vélar til nýtingar sólarorku, en hún er i Bukhara. Þar eru einnig fram- leidd ýmiskonar heimilistæki, sem ætluð eru til notkunar á svæðum þar sem ekkert raf- magn er en hins vegar nóg sól- skin. ★ Margrét skoðar listaverk i rigningu Margrét Bretaprinsessa brá sér lil Flórens fyrir nokkru og heimsótti þar listsýningar. Er þetta i fyrsta skipti sem brezka konungsfjölskyldan kemur i opinbera heimsókn til ltaliu frá þvi Viktoria drottning brá sér þangað endur fyrir liingu. 1 Flórens fór Margrét með manni sinum Snowdon lávarði til þess að sjá listaverkasýningu eftir Henry Moore landa henn- ar. A sýningunni voru 160 verk, og voru þau sýnd i og við Belve- dcre virkið, sem er skammt Irá miðborg Flórens. Frinsessan og maður hennar létu ekki á sig fá, þótt hellirigndi allan timann, sem þau skopuðu sýninguna, en i fylgd með þeim var listamaö- urinn sjálfur. ★ Gerfitönn eða alvöru l’annlæknar gera nú tiiraunir með að setja falskartennurjfóik sem lestast i gómnum. Tenn- urnar eru settar upp i góminn, og getur svo larið, að nýir vefir og beinmyndun verði til þess að festa tönnina i góminn, eins og va>ri um venjulega tönn að ræða. Það er dr. Arthur Ashman tannlæknir við Columbia há- skólann i Bandarikjunum, sem helur fundið upp tönn, sem gerð er úr acrylic. Acrylictönnin er lest við næstu tennur með vir, en smátt og smátt festist tönnin við það,að beinvefir festa sig við rætur hennar og gómurinn grip- ur einnig um tönnina og þá er hægt að taka virinn i burtu. „Jæja, Rósa, hvað átti að koma mér svona á óvart i kvöld.” — Þér komizt ekki hjá þvi að sjá það hr. slökkviliðsstjóri. Það er eina húsið viö götuna, sem brenn- ur. DENNI DÆMALAUSI ,, Hvað heldurðu. Frökenin var faarðalla leið upp i þriðja bekk, og ég sem vissi ekki, að hún væri svona gáfuð.”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.