Tíminn - 04.07.1972, Blaðsíða 12

Tíminn - 04.07.1972, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Þriðjudagur 4. júli 1972 Allir dropasteinar eru friðaðir En sláumst nú i för með kon- ungi Bláfjallanna, Einari Ólafs- syni. Við vorum ekki komin á enda nýja vegarins þegar við rák- umst á Gisla Sigurðsson úr Hafn- arfirði. Hann hafði heyrt auglýs- ingu Ferðafélagsins i hádegisút- varpi og strax fengið i sig fiðring að halda til fjalla. Hann fór af stað úr Hafnarfirði um klukkan hálf fjögur sem leið lá Selvogs- götu, að Hellum um Kristjánsdali og i veg fyrir Ferðafélagsfólk. Yngismeyja birtist úr iðrum jarðar. Á miðvikudaginn var tóku Ferðaféiagsmenn upp þá ný- breytni að efna til kvöldferðar út i náttúruna. Lagt var af stað frá Umferðamiðstöð kl. 8 um kvöldið og farið var i Bláfjöll, hið nýja útivistarsvæði i nágrenni Heykja- vikur, og þar skoðaðir heilar i leiðsögn Einars ólafssonar, sem er þaulkunnugur á þessum slóð- uin. Veður var yndislegt og ekki i kot visað að hafa Einar með i för- inni, en hann hefur legið úti I Blá- fjöllum og nágrenni á öllum árs- timum, oftast nær einn sins liðs. Hann hefur fundið 100 heliisinn- ganga á svæðinu milli Bláfjalla, Stóra Kóngsfells, Kristjánsdala og Þrihnjúka og tclur þá senni- lega fleiri. Aöur en lengra er haldið i frásögn af Bláfjallaferð skal tekiö fram, að nú a mið- vikudaginn efnir Ferðafélag ts- lands til annarrar kvöldferðar og að þessu sinni i Hrauntungu fyrir sunnan Hafnarfjörð, þar sem náttirufegurð og gróöursæld er mikil. Þegar á leiðarenda kom tók þessi 40-50 manna hópur þeg- ar til fótanna með Einar i fylking- arbrjósti. Steinsnar frá skiða- svæðinu leiddi Einar okkur inn i fyrsta hellinn með sérkennilegu hraunrennsli i botninum og feg- urstu dropasteinum i lofti og hell- isgólfi. Ungum mönnum i hópn- um tókst reyndar að finna annan helli með lengri dropasteinum en sjálfur Einar hafði séð, voru þeir allt að þvi jafnlangir og manns- handleggur. Sýnir þessi fundur.að neðanjarðarsalir Bláfjallanna eru mikið og ókannaö svæði. Allir dropasteinar á Islandi eru nú friðaðir. Ef ferðum fólks fer að fjölga i Bláfjöll þarf að gæta mik- illar varkárni svo náttúruverð- mæti spillist ekki. Fólk þarf að vera vel búið ljósum bæði til að geta skoðað undur hellanna og til að gætá þess. að það brjóti ekki niður sérstæðar hraunmyndir og dropasteina. Þetta var i fyrsta sinn,sem stór hópur manna fór i hellana i Bláfjöllum. Við fórum i fleiri hella með Ein- ari. Á einum stað gengum við um 300 metra neðanjarðar og hvergi var sá hellir það lágur að skriða þyrfti. Annars staðar var sigið i kaðli niður um op og komið út um annan hellismunna nokkuð frá. Viða voru fallegar súkkulaði- brúnar hraunmyndanir og rakinn i hellunum skirði litina. Rautt og svart á milli. A einum stað fundu leiðangursmenn kindarbein lengst inni i hellisrana, minjar um einmanaleg endalok eins heiðarbúans. 1 fyrsta sinn, sem Einar ólafs- son fór i helli i Bláfjöllunum, hafði hann ekki annaö til að lýsa sér en einfalt vasaljós. Bráðlega var afl rafgeymisins á þrotum og ljósið slökknaði. Einar settist þá niður og beið eftir að rafgeymir- Þrir fcröafélagsmenn kanna eitt' hellisopið, Ragnar S. Jónsson, Jörundur Guðmundsson prentari og Guðrún Hallgrimsdóttir verkfræöingur skoða súkkulaði- Jóhannes ólafsson og Friörik Danielsson. hraun úr einum hellanna. Þriðjudagun 4. júli 1972 TÍMINN 13 ■ - Frásögn og myndir SJ inn hlæði sig á ný, og þá hélt hann áfram rannsóknarferð sinni. Mest skoðar Einar hellana i september og október á haustin, en þegár farið er að dimma nýtur fegurö þeirra sin bezt, og þá eru skilyrði hagstæðust til mynda- töku, en við hana þarf að hafa sterk ljós. Einar á yfir 100 myndir úr hellunum. Ofan i suma hellana kemst hann þó ekki nema i snjó á vetrum. Reimleikar i heiðinni Það er ekki að merkja, aö Ein- ar hafi orðiö var viö neitt óhreint á þessum slóðum, þótt svo hafi verið talið af sumum. Til er þjóð- saga um Jósefsdal og tilkomu hans. Um þetta orti Grimur Thomsen siðar. Jósef var hag- leiksmaður og bjó þarna i heiö- inni. Hann var orðljótur og bölv- aði jafnan mikinn við steðjann. ,Að endingu fékk hann makleg málagjöld. Bærinn sökk og bóndi með og „Myndaðist þar djúpur dalur, dvergar einir byggja hann nú, yfir flýgur örn og valur, i eyði stendur hamrasalur, engin skepna á þar bú.” Og þannig lýkur Grimur kvæði sinu: Jósefsdals i djúpi miðju digurt stendur Grettistak, Sést um nótt þar sindra úr smiðju, sina fremja dvergar iðju þar sem Jósef járnið rak. Óhrein er þvi ávallt talin á Ólafsskarði þessi slóð, fram hjá sér þar flýti smalinn, fælast hross, er nálgast dalinn, blótvargs þar sem bærinn stóð.” Þorvaldur Thoroddsen kom i Bláfjöll Annars hefur mjög litið verið skrifað um þessar slóðir. Þor- valdur Thoroddsen talar þó um Bláfjöll i ferðabók sinni og á seinni tið hefur Þorleifur Einars- son jarðfræðingur skrifað eitt- hvað um svæðið. — Við spyrjum Einar ólafsson, hvernig á þvi stóð að Bláfjöll tóku huga hans svo fanginn? — Ég fékk áhuga á Bláfjöllun- um fyrir eitthvað 20 árum, þegar ég keypti bókina hans Þorvaldar Thoroddsens. Hann varð hrifinn af Bláfjallasvæðinu og langaöi til að koma þangaö aftur. 22 hellisop i Bláfjöllum Ég hef fundið 22 holur i ná- grenni Bláfjalla og 100 á svæðinu þaðan að Stóra Kóngsfelli, Kristjánsdölum og Þrihnjúkum. Einar var þó yngri þegar hann fór að fara i hella. Hann ólst upp i ölfusinu og 9 ára gamall rann- sakaöi hann Raufarhólshelli, sem er niður undir Vindheimum. — Mér finnst allt hraunrennsli mjög fallegt, og þvi hef ég svona mikið dálæti á hellum. Ég hef skoðað alla giga á þessu svæði alla leið út á Reykjanes. Eftir viku ætla ég að athuga hitann i Kistufelli, hann er alltaf að auk- ast. Dýrin eru hjá mér. — Finnst þér ekki einmanalegt að vera hér einn? — Nei, nei, segir Einar og vin- gjarnlegt einlægt bros hans lýsir upp hrjúft andlitið. Stundum eru dýrin hjá mér. Þau kunna ekki illa við mig. Ungarnir leika sér stundum á svefnpokanum minum á nóttunni. — Er það satt að þú talir við fuglana? — Það er helzt að þeir tali við mig og þá einkum ef einhver óargadýr eru I nánd. Ragnar S. Jónsson og dóttir hans Guðfinna Ragnarsdottir jarðfræðingur leggja inn I einn heliis- ganginn. t Ioftinu má greina dropasteina I myrkrinu. Einar ólafsson gægist út úr eftirlætisdvalarstað sinum, einum hellanna I Bláfjöllum Feröalangar tinast aftur i bilinn undir lágnættið KJARVALS- SAFN RÍKARÐS- SAFN Það leikur ekki á tveim tungum, að þeir Kjarval og Rlkharður, sem voru nær jafn- aldrar og eru jafnan taldir Austfiröingar, bera höfuð og herðar yfir listamenn aldamóta- kynslóðarinnar. Þeir voru sinn á hvoru sviöi listarinnar, Jóhannes Kjarval mesti snillingur i málaralist hérlendis og e.t.v. meðal beztu manna, sem uppi, voru á timabilinu. Rikharður Jónsson hinn óviðjafnanlegi myndskeri, myndhöggvari og málari. Það er sjálfsagt og verðugt verkefni fyrir borg og riki að koma upp safni fyrir verk þessara snilling a. Kjarval sagði eitt sinn við mig:. Það átti aö byggja yfir verk okkar beggja, þvi að viö erum jafningjar, hvor á sinu sviöi. Þetta hús átti aö vera við hlið Hnitbjarga, húss Einars Jónssonar, hins mesta mynd höggvara Islendinga, að Thorvaldsen slepptum. Þetta var draumur og álit Kjarvals. Er nú ekki timi til þess að hefjast handa? Byggja þetta hús þótt seint sé. Allir þekkja list Kjarvals frá hinum fjölmörgu sýningum hans. Hin mikla sýning Rikharðs Jónssonar nú fyrir skemmstu vakti alþjóöar athygli. Það mun vera ósk Rikarðs, að allar hans mannamyndir og önnur verk veröi varðveitt á einum stað. Þúsundir af málverkum Kjarvals eru úti um allt land og erlendis. Margir mundu veröa til þess aö arfleiða slikt Kjarvals- safn aö verkum hans, svo að þar geti myndazt veglegur kjarni, sem væri opinber eign. Verði þetta musteri listarinnar ekki byggt, mætti koma þessum verkum fyrir i hinum nýja skála á Klambratúni. Safn AsgrJms Jónssonar er glæsilegt og öllum, sem að þvi standa,til mikils sóma. Safn Jóns Stefánssonar þyrfti lika að býggja, og Scheving kæmi svo siöar. Þeir ungu menn, sem eru að gera tilraunir i listsköpun, gætu eflaust komið upp sinu „SÚmm" húsi. Vonandi koma þar fram hæfileikamenn, þegar þeir hafa hlaupið af sér hornin og atómöldin liöur undir lok á sama hátt og bitlatizkan. Gott væri aö heyra álit manna á þessari hugmynd. Hjálmtýr Pétusson. Ný bök eft- ir Þórberg I gær kom út ný bók eftir Þór- berg Þórðarson, Frásagnir, gefin út af Máli og Menningu. Þarna eru endurprent- aðar tvær bækur Þórbergs, Indriði miðill og Viöfjarðar- undrin, en auk þess eru i bókinni frásögur ýmsar eftir hann, sem áður hafa birtzt i timaritum — Dvöl, Iðunni.Lifinu og Timariti Máls og menningar — og safnrit- inu Landnámi Ingólfs. Sjálfur fór Þórbergur á sunnu- daginn með flugvél austur i Skaftafellssýslu að vitja bernsku- stöðva sinna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.