Tíminn - 04.07.1972, Blaðsíða 17

Tíminn - 04.07.1972, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 4. júli 1972 TÍMINN 17 Dökka hliðin á Hellu mótinu Klp- Keykjavik Kins og búizt var viö, var mikið um iilvun i sambandi við hestamannamótið við llellu um helgina. Kkki bar þó mikið ú þvi á sjálfu móts- svæðinu, að sögn lög- reglunnar i Reykjavik, sem var mcð fjölmennt liö fyrir austan. cn þvi meira i sam- bandi við dansleikina og á tjaldstæðunum. mest hjá unglingum. Það er eins og íslendingar geti ekki lengur komið margir saman. Þarna var um fimm þúsund manns, þegar fjöl- mennast var á laugardag og sunnudag, og voru margir með lélegan útbúnað, hvorki svefnpoka, tjöld né mat. Aftur á móti skorti ekki vin- birgðirnar hjá mörgum, og hafði verið vel hugsað fyrir þvi að hafa nóg af þeim með i ferðinni, en minna um mat, skjólföt og viðlegubúnað. Margir kvörtuðu sáran undan þvi við lögregluna, að stoliö hefði verið úr tjöldum þeirra, og urðu sumir fyrir tilfinnanlegu tjóni, m.a. piltur sem missti gitarinn sinn, en hann kostaði yfir 10 þúsund krónur. Þá komu margir og sögðu að tjaldinu þeirra með öllu tilheyrandi hefði verið stolið, en f þeim tilfellum var ástæðan oft ein- faldlega sú, að viðkomandi mundi ekki hvar hann hafði tjaldaö við komuna á svæðið. Eins og jafnan á svona hestamannamótum, fóru menn i hestakaup, og töldu allir sig hafa gert góð kaup. Svo var þo ekki um náunga einn, sem kom til lögreglunnar og kvartaði yfir lélegum kaupum, sem hann hafði gert. Fólust þau i þvi að hann skipti á miklum gæðingi, sem hann átti, og kven- manni. Komust þeir að sam- komulagi um skiptin, og fylgdi nokkuð magn af „hrjóstbirtu” með kven- manninum. En daginn eftir kom sá, sem hann fékk til lögreglunnar og vildi fá að- stoð hennar til að skipta aftur, þvi að varan, sem hann hefði fengið, væri svikin. Ekki fékkst nánari skýring á þvi og okkur er ekki kunnugt um, hver urðu málalokin i þessum hesta- og kvennaskiptum. VELJUM ÍSLENZKT Auglýsið í Tímanum Landsins frtSðar - yðar hróðnr BÚNAÐARBAflKI " ISLANDS Ilópreið á Rangárvöllum með blaktandi fána. t siðari hópnum eru Selfyssingar og ríður þar fremslur maður, á hvitum hesti en allir á brúnum, sem á eftir fara. HESTAMANNAMOTIÐ VIÐ RANGA Það var margt fallegra gæð- inga og góðra hestsefna á hesta- mannamótinu á IIcllu, og viða sást þar fallegur fótaburður og margur snarpur spretturinn. Hestamenn voru i essinu sinu, þegar þeir voru að skoða hestana hvcr hjá öðrum og bera saman bækur sinar um ætterni þcirra, eðliskosti og byggingu. Bak við hestamannamótin býr mikill og lifandi áhugi fjölda fólks, sem á betra skilið en að þessar samkomur- verði al- ræmdar fyrir drykkjuskap og slark, þótt óneitanlega séu tals- verð brögð að þvi, að hesta- mennska og áfengisneyzla fari saman. Þaðervist gamallarfur. En þar við bætist sú drykkju- skaparalda, sem nú riður yfir, hvar sem fólk þyrpist saman að þvi er virðist. Hér verður getið helztu úrslit- anna, bæði i kappreiðunum og á útsláttarkeppninni fyrir Evrópu- mótið. Evrópukeppnin Á viðavangshlaupi vegna Evrópukeppni, hálfum þriðja kilómetra með tiu til ellefu hindr- unum, varð fyrstur llrafn frá Þingnesi, eign Péturs Behrens, á 7.10 minútum og annar Sleipnir, eign Magnúsar Finnbogasonar á Lágafelli i Landeyjum á 7,23 min- útum. Stigahæstir urðu Dagur Sigur- björns Eiriksienar frá Núpum með 196,3, Hrafn með 168,3 stig og Kandver frá Kirkjubæ, eigandi Jónina Hliðar á Sigmundar- stöðum með 120,5 stig. Aðrir hestar urðu miklu lægri. Alls urðu það sjö hestar, sem til greina kemur að senda á fyrir- hugaöa Evrópukeppni, en ekki er ráðið, hve margir þeirra verða látnir fara. Úrslit kappreiða á Rangár- JÖkkum: 230 m skeið: 1. Randver frá Kirkjubæ eign Jóninu Hliðar frá Sigmundar- stöðum: 23,4 sek, 2. Fcngur Hjörleifs Pálssonar: 23,9 3. Blesi Skúla Steinssonar, 24,1 230 m folahlaup: 1. rtðinn Hjalta Pálssonar, 18,9 sek. 2. (loði Helga Guðmundssonar, 19.4 3. Gustur Jóns Jónssonar, 19.5 100 m slökk: 1. Ilrimnir Matthildar Harðar- dóttur, 29.4 sek. 2. Brúnn Sigurðar Sigurþórs- sonar, 30.2 3. Stjarni Jóhönnu Ingólfsdóttur, 30.2. 800 in sliikk: 1. Blakkur Hólmsteins Arasonar, 63.4 2. Glói Baldurs Oddssonar, 65,7 3. SkörungurGunnars Árnasonar 65.7 2000 m hlaup: 1. Gráni Gisla Þorsteinssonar, 2.56.4 2. Lýsingur Baldurs Oddssonar 2.56.7 Núpur, eign Sigurfinns Þorsteinssonar I Reykjavik, rauðblesóttur hestur, sem sigraði I alhliöa góðhestakeppni. HAFNFIRÐINGAR Leikskólinn að Álfaskeiði 16 tekur til starfa á næstunni. Umsóknareyðublöð liggja frammi i leikskólanum miðvikudag og fimmtudag 5. og 6. þ.m., frá kl. 10-12 f.h. og 16-17.30 e.h. Allar nánari upplýsingar veitir undirrituð i sima 53021. Forstöðukona 3. I.eiri Þorkels Bjarnasonar, 3.05.5 1200 m brokk: 1. Fákurlsleifs Pálssonar, 2.41.1 2. Kldur Sigurbjörns Björnssonar, 2.51.5 3. FrændiGisla Guðmundssonar, 2.54.6 800 m kcrruhlaup: 1. FrændiGisla Guðmundssonar, 2.02.6 2. Snækollur Jóns Guðmundssonar, 2.15.2 FJÓRÐUNGSMÓT N0RÐLENZKRA HESTAMANNA fer fram á VINDIIEIMAMELUM, Skagafirði. 7. - 9. júli 1972. Dagskrá: Fimmtudagur 6. júli: Kl. 10.00 Mætt með stóðhesta hjá dóm- nefnd, dómnefnd starfar allan daginn. Föstudagur 7. júli: Kl. 10.00 Mætt með hryssur og gæðinga hjá dómnefnd, dómnefndir starfa allandaginn. Kl. 18.00. Undanrásir kappreiða, 250 m folahlaup, 350 m stökk og 800 m stökk. Laugardagur 8. júli: Kl. 10.00 Gæðingar sýndir samkvæmt skrá. Kl. 13.00 Mótið sett, Egill Bjarnason ráðu- nautur, formaður mótsnefndar. Kl. 13.40 Stóðhestar sýndir samkvæmt skrá, dómum lýst á þriggja vetra hestum. Kl. 16.00 Hryssur sýndar samkvæmt skrá. Kl. 18.00 Kappreiðar, milliriðlar, skeið fyrri sprettur. Kl. 22.00 Dansleikur i Miðgarði. Sunnudagur 9. júli: Kl. 10.00 Kynbótahestar sýndir, dómum lýst og verðlaun afhent. Kl. 13.30. Lúðrasveit Siglufjarðar leikur. Kl. 14.00 Hópreið hestamanna inn á sýningarsvæðið. Helgistund, Ágúst Sigurðsson, Mælifelli. Kl. 14.45 Ræða, Albert Jóhannsson, for- maður L.H. Kl. 15.00 Kynbótahryssur sýndar, dómum lýst og verðlaun afhent. Kl. 17.00 Gæðingar sýndir, dómum lýst og verðlaun afhent. Kl. 18.30 Hindrunarhlaup Kl. 19.00 tJrslit kappreiða, skeið siðari sprettur. Orslit i stökkkeppni. Mótsslit. Óttar Björnsson. Kl. 22.00 Dansleikur i Miðgarði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.