Tíminn - 04.07.1972, Blaðsíða 20

Tíminn - 04.07.1972, Blaðsíða 20
20 TÍMINN Þriðjudagur 4. júli 1972 igætt linglingameistaramót í frjálsnm íþróttnm Óskar Jakobsson kastaði spjóti 62,80 m. Agóst Asgeirsson hljóp 1500 m. á 4:02,0 og 800 m. á 1:57,0 - Framfarir miklar í ýmsum greinum ÖE—Reykjavik. Unglingameistaramót tslands i frjálsum iþróttum, sem fram fór i Keykjavik um helgina, tókst með ágætum. Hinir ungu frjáls- iþróttamenn vöktu mikla athygli með framför i flestum greinum. Agúst Asgeirssun Vilmuiidur Vilhjálmsson Óskar Jakobsson, 17ára gamall IR-ingur, vakti þó mesta athygli, en hann kastaði spjótinu 62,80 m, en langt er siðan tslendingur hefur kastað spjóti svo langt. Þetta afrek Óskars er bæöi drengja- og unglingamet. Næst- lcngsta kast Óskars var 60,54 m, svo að þetta var engin tilviljun. óskar sigraöi einnig i kringlu- kasti og náöi sinum bezta árangri, 40,94 m. Ýmsir fleiri náðu góöum árangri, t.d. hljóp Ágúst Asgeirs- son, IK 1500 m á 4:02,0 min., sem er hans bezti timi. Hann sigraði og i 800 m hlaupi á 1:57,0 min., og annar og þriðji maður hlupu cinnig á betri tima en 2 min. Böðvar Sigurjónsson UMSK á 1:58,5 min. og Július Hjörleifsson UMSB á 1:59,5 min. Það er bezti limi beggja og i fyrsta sinn, sem Július hleypur á betri tima en 2 min. Ungur Akureyringur vakti og alhygli i 1500 og 3000m. Hann varð þriðji i fyrrnefndu greininni á 4:18,4 min og annar i 3 km. á 9:18,4 min. Hinar Óskarsson UMSK sigraði i þeirri grein á 9:15,6 min, og náði sinum bezta tima i 1500m, á 4:11,4 min. Það voru fleiri en Óskar, sem náðu góðum árangri i kaslgrein- unum, Guðni Halidórsson HSÞ varpaði kúlu 13,62 m, sem er hans langbczta kast, og i kringlukasti kastaði hann i fyrsta sinn yfir 40 m, eða 40,72 m. Borgþór Magnússon KR hljóp 400 m grind vel og náði 55,6 sek., og Vilmundur Vilhjálmsson KR varð mjög sigursæll, sigraði i limm greinum. Úrslit: Kúluvarp: Guðni llalldórsson, HSÞ, 13,62 m. Grélar Guömundsson, KR, 13,00 m. Óskar Jakobsson, 1R, 12,46 m. Karl West Fredriksen, UMSK, • 11,52 m. 4x100 m. boðhlaup: Sveit 1R 46,1 sek. Sveit KR, 46,5. Spjótkast: Óskar Jakobsson, 1R, 62,80 m. Elias Sveinsson, 1R, 57,96 m. Guðm. Teitsson, UMSB, 51,00 m. Skúli Arnarson, 1R, 49,72 m. 1500 m. hlaup: Ágúst Asgeirsson, 1R, 4:02,0 min. Einar Óskarsson, UMSK, 4:11,4 min. Þórólfur Jóhannsson, IBA, 4:18,3 min. Gunnar Ó. Gunnarsson, UðlÞ, 4:19,2 GOLF LANDSLIÐIÐ SIGRAÐI PIIESSUNA Landsliðið i golfi, sem tekur þátt i NM-mótinu i Danmörku þann 15.—16. júli n.k., lék við pressuliðiö á velli GR í Grafar holti á föstudaginn. Mættust þar fimm menn úr hvoru liði, en á Ak- ureyri mættust þeir Björgvin Þorsteinsson og Ólafur Bjarki, sem var staddur fyrir norðan. Úrslitin urðu þau, að landsliðið sigraði með 45 högga mun, 471 gegn 515, og léku allir landsliðs- mennirnir betur en pressuliðs- mennirnir. A Akureyrarvellinum sigraði Björgvin Ólaf Bjarka 78:86, og á Grafarholtsvellinum léku lands- liðsmennirnir einnig allir betur. Þar af lék Einar Guðnason á 73 höggum, sem er mjög gott miðað við aðstæöurnar þegar leikið var. Þess skal getið að í keppninni þar fengu keppendur ekki að hreyfa boltann á braut eða á flöt- um, en á Grafarholtsvelli getur það verið mjög óhagstætt að fá ekki að hreyfa. Pressuliðsmenn sögðu lika, að þeir hefðu verið mun óheppnari með legu en landsliðsmennirnir. En kylfingar eru lika fljótastir allra að finna afsakanir fyrir misheppnaðri spilamennsku. Úrslit þessarar fyrstu pressu- keppni i golfi urðu annars þessi: Landsliöiö Högg Einar Guðnason, GR, 73 Björgvin Hólm, GK 77 Þorbjörn Kjærbo, GS 78 Gunnlaugur Ragnarsson, GR 82 ÓttarYngvason.GR 83 Björgvin Þorsteinsson, GA 78 Pressuliðið: Jóhann Eyjólfsson, GR 85 Sigurður Héðinsson, GK 85 Hannes Þorsteinsson, GL 85 JúliusR.Júliusson.GK 85 Hans tsebarn, GR 89 Ólafur Bjarki, GR 86 ÍSLANDSMEISTAR- INN SIGRAÐI MEÐ YFIRBURÐUM Coca Cola-keppninni á Akur- eyri lauk um helgina. Þessi keppni er ein sú stærsta þar, enda 72 holu keppni. Úrslit urðu þau, að Islands- meistarinn, Björgvin Þorsteins- son, sigraði með 11 högga mun, og var auk þess 20 höggum betri en Gunnar Þórðarson, sem sagður er hafa verið beztur Akureyringa i vor og sumar. Ragnar Sigurjónsson, UMSK, 4:21,6 Markús Einarsson, UMSK, 4:29,0. Langstökk: Vilmundur Vilhjálmsson, KR, 6,35m. Karl West Fredriksen, UMSK, 6,23 m. Július Hjörleifsson, UMSB, 6,02 m. IDOm lilaup: Vilmundur Vilhjálmsson, KR, 11,4 Hannes Reynisson, UMSE, 11,9 Borgþór Magnússon', KR, 12,1 Hörður Hákonarson, 1R, 12,2. 110 m grindahlaup: Borgþór Magnússon, KR, 15,5 sek. 400m hlaup: Vilmundur Vilhjálmsson, KR, 51,7 sek. Borgþór Magnússon, KR, 52,5 Böðvar Sigurjónsson, UMSK, 52,6 Július Hjörleifsson, UMSB, 53,4. Ilástökk: Karl West Fredriksen, UMSK, 1,88 m. Jón S. Þórðarson, 1R, 1,70 m. Kringlukast: Óskar Jakobsson, 1R, 40,94 m. Guðni Halldórsson, HSÞ, 40,72 m. Elias Sveinsson, 1R, 37,70 m. 10:14,/ Framhald á bls. 23 Úrslit án forgjafar urðu þessi: Björgvin Þorsteinsson, 311 Ragnar Steinbergsson, 322 ÁrniJónsson, 326 Gunnar Þórðarson, 331 Hörður Steinbergsson, 343 Úrslit með forgjöf urðu þessi: Nettóhögg Ragnar Steinbergsson, 278 Hermann Benediktsson, 280 ÁrniJónsson, 282 Þess skal getið, að keppnin fór fram á gamla golfvellinum, þar. sem sá nýi var allur á floti eftir rigningarnar miklu fyrir norðan. .1 A F N T í UNDANKEPPNI REPLOGLE Opin keppni fór fram hjá Golf- klúbbi Ness á Seltjarnarnesi á laugardag. Var það undankeppni fyrir Replogle-keppnina, sem sendiherra Bandarikjanna hér á landi, Luther Replogle, gaf verð- laun til fyrir skömmu. Það var forkeppnin, sem þarna fór fram, og voru keppendur um 30 talsins. Halda þeir allir áfram i keppninni, þvi næst hefst holu- keppni, þar sem einn leikur á móti einum, og er sá úr sem tap- ar. Hófst sú keppni á sunnudaginn og mun standa eitthvað fram eftir mánuðinum. Úrslit i undankeppninni urðu þessi: (leiknar 18 holur án for- gjafar) Högg Loftur Ólafsson, GN, 76 Sigurður Albertsson, GS, 77 Ragnar Jónsson, GN, 78 Pétur Björnsson, GN, 81 Jóhann Ó.Guðmundss. GR, 82 Jóhann Benediktsson, GS, 85 2. deild: írmann og FH 1 kvöld fer fram einn leikur i 2. deild á Melavellinum. Mætast þá Ármann og FH, og má búast við skemmtilegum leik. FH-liðið hef ur ekki tapað leik i deildinni, og verður gaman að vita hvort Ár- manns-liðið verður fyrsta liðið sem sigrar FH. Þegar Armanns- liðið lék siðast á Selfossi, urðu mikil slagsmál, og biða menn nú spenntir eftir þvi, hvort sama sagan endurtekur sig. Leikurinn hefst kl. 20.00. 5,63 m.! Bob Seagren, USA setti nýtt heimsmet i stangarstökki um helgina, stökk 5,63 metra.Gamla metið áttu hann og Sviinn Kjell Isaksson, 5,59 m. Tveir aðrir Bandarikjamenn, Steve Smith og Jan Johnson stukku 5,50 m. Ralph Mann setti bandariskt met i 400 m grindahlaupi, hljóp á 48,4 sek. Heimsmet Hemerys er 48,1 sek. Annar varð Bruggemann á 48,6 sek. KEPPNISTJÓRINN IIÖLTI MED VERÐLAUNIN IIEIM Um 40 keppendur mættu á opið mót hjá GR á laugardaginn. Var það Chrysler-keppnin.sem nú fór fram i fyrsta sinn, og var hún ein- göngu fyrir þá, sem höfðu forgjöf 15 eða meira. Úrslitin urðu þau, að sá sem stjórnaði keppninni, Magnús Jónsson, sigraði með miklum yf- irburðum. Lék hann það vel, að hann var lækkaður úr forgjöf 20 i 15 um leið og hann gekk inn i hús- ið að lokinni keppni. Úrslitin urðu annars þessi: Magnús Jónsson, GR, 84e20 = 64 Þorvarður Arinbj. GS 874-16 = 71 Jóhann Reynisson, GN 954-23 = 72 Páll Vikonarson, GR 934-20 = 73 IIJÓNAKEPPNIN ALLTAF JAFN VIN- SÆL Árlega fer fram i golfklúbbnum hjónakeppni, sem almenn ánægja hefur verið með hjá þeim giftu a.m.k. hjá konunum, sem þar fá tækifæri til að koma á þennan stað, sem karlinn dvelur á öll- um stundum. Fyrirkomulag keppninnar er það, að maðurinn slær boltann alla leið að holunni, en frúin slær siðustu höggin. Vill þá oft „hvina” i bóndanum, ef frúin fer með mörg högg i þetta, en sumir klúbbar hafa tekið það ráð upp, að dæma viti á þann makann sem skammar hinn fyrir lélega spila- mennsku. Svona mót fóru fram nú um helgina, bæði hjá GR og GK i Hafnarfirði. Úrslitin i Hafnarfirði urðu þau, að skipstjórinn ósigr- andi, Sigurður Héðinsson, og kona hans Lóa Sigurbjörnsdóttir sigruðu, léku 12 holurnar á 52 höggum. 1 öðru sæti urðu Björg- vin og Alfhildur Hólm. Hjá GR sigraði i enn einu mót- inu Einar Guðnason, sem i þetta sinn fékk dyggilega aðstoð konu sinnar, Súsan Möller. Léku þau 12 holurnar á 52 höggum, þar af not- aði frúin ekki nema 20 pútt. I öðru til þriðja sæti urðu jöfn á 59 högg- um Thomas Holton/Hanna Holton og Kári Eliasson/Katrin As- mundsdóttir. Urðu hjónin að leika aukakeppni um hvor fengi önnur verðlaunin, og sigruðu þar þau Thomas og Hanna Holton. i dag hefst i öllum golfklúbbum meistarakeppni klúbbanna, og mun hún standa yfir til laugar- dagskvölds. Leiknar verða 72 hol- ur i öllum flokkum karla og kvenna. Má ætla að um 1000 manns taki þátt i þessuin mótum, sem verða i öllum golfklúbbum á landinu, en þeir eru orðnir nokkuð margir. PUMA knattspyrnu- SKÓR Malarskór: Pelé Mexico, stærð 6 1/2-101/2 verð kr. 2060,00 Benfica Super, stærð 7—12, verð kr. 1946,00 London City, stærð 6 1/2—9, verð kr. 1798,00 Puma Rapid, stærð 5—12, verð kr. 1590,00 Pelé Santos, stærð 3 1/2—8, verð kr. 1430,00 PeléRio, stærð 3 1/2—7, verð kr. 984,00 Grasskór: Puma Tottenham, stærð 7—10 1/2, verð kr. 2205,00 Sportvöruverzlun Ingólfs Oskarssonar Klapparstig 44 — Simi 11783 — Reykjavík

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.