Tíminn - 04.07.1972, Blaðsíða 23

Tíminn - 04.07.1972, Blaðsíða 23
Þriðjudagur 4. júli 1972 TÍMINN 23 Hugaum áOuran vtö nevraum Ófrjósemi Framhald af bls. 1. skjálftamælingum, og gáfu þær ó- vissa niðurstöðu um þykkt jökuls- ins á Bárðarbungu. En þar er nauðsynlegt að bora, vegna þess hve jökullinn stendur þar hátt og sumarbráðnunar gætir litt. Aldrei fyrr hefur verið borað jafndjúpt og nú i þiðjökul, en svo er sá jökull nefndur, þar sem hitastig er við frostmark, og eng- inn jöklabor jafnast á við þann sem nú er notaður á Bárðar- bungu. Eldri borar, svokallaðir hitaborar, bræddu kjarnana á vissu dýpi og dugðu þvi skammt. MIKLAK OU MEKKILEGAK KANNSÓKNIR Ekki verður gizkað á, hvaða þýðingu þessar rannsóknir á Bárðarbungu kunna að hafa, fyrr en borkjarnarnir hafa verið vandlega rannsakaðir. Niður- stöðu rannsókna er ekki að vænta fyrr en á næsta ári, og engu skal um það spáð, hvaða rannsóknir kunna að verða gerðar á jökulisn- um seinna meir. Nú eru fyrirhugaðar rannsókn- ir á tvivetni, þrivetni, iskrystöll- um og athuganir á mengun and- rúmsloftsins á liðnum öldum. Tvivetnisrannsóknirnar veita vitneskju um lofthitafer.il. Þri- vetnisrannsóknir standa i beinu sambandi við kjarnorkutilraunir og sprengingar i andrúmsloftinu og áhrif þeirra. Rannsóknir á breytingu á stærð og stefnu is- krystalla með auknu dýpi varpa ljósi á innri gerð Vatnajökuls. Loks standa vonir til að fá megi vitneskju um mengun, sem orðið hefur siðan iðnvæðing kom til sögunnar. KVIKASILFUR OG ÓFRJÓSEMI Svo komum við að þvi, sem vik- ið var að i inngangsorðum þess- arar frásagnar. Eins og kunnugt er veldur kvikasilfur ófrjósemi, en af þvi er meira og minna i gos- ösku. Þess vegna snerum við okk- ur til Guðmundar Sigvaldasonar jarðefnafræðings og spurðum hann að þvi, hvort hugsanlegt væri að kvikasilfureitrun frá Siðueldum kynni að hafa átt þátt i ófrjósemi kvenna i landinu i móðu harðindunum. Guðmundur sagði, að þetta væri athyglisverð spurning, en þess bæri þó að gæta, að ófrjó- semi af völdum kvikasilfurs væri varanleg. En fleiri eiturefni, sem hefði svipaðar verkanir kynnu að hafa borizt um landið með gos- ösku. — Is frá árinu 1783 ætti að vera á 200—260 metra dýpi i Vatna- jökli, sagði Guðmundur, og i gegnum þau lög komst borinn i siðustu viku. Bútar frá þessum tima eru þvi meðal borkjarna þeirra, sem komið var með til byggða um helgina. A hinn bóginn sést ekki berum augum, hvar i kjörnunum gossársins er að leita, og kann það að stafa af þvi, að gosið varð um það leyti árs, er leysing var að hefjast á jöklinum, og kann þvi askan að hafa skolazt burt. VELJUM ÍSLENZKT-/í«|V ÍSLENZKAN IÐNAÐ y Penmgarnir eru mínir sagði Slater, og mér hefur alltaf þótt gaman að skók ÞÓ-Reykjavik. Efnaður brezkur bankamaður, Jim Slater að nafni, ákvað um há- degisbilið i gær að gefa 50 þús. pund til viðbótar vinningsupphæð þeirri, sem ákveðið var með Amsterdamsamkomulaginú að yrðu sigurlaun i einvigi þeirra Spasskis og Fischers, sem FJ0GUR NY IBUÐARHUS BYGGÐ Á HÓLMAVÍK KJ — Reykjavik — Það þykir tiðindum sæta hér um slóðir, að hafin er bygging fjögurra nýrra ibúðarhúsa á staðnum, en slikt hefur ekki gerzt undanfarin 7—8 ár, sagði Jón Al- freðsson, kaupfélagsstjóri á Hólmavik, i viðtali við Timann. Hér er um að ræða ibúðabygg- ingar samkvæmt lögum um verkamannabústaði, en allt eru þetta einbýlishús. Þrjú húsanna verða sunnantil i bænum, en eitt i gömlu hverfi. Meistaramót Selfoss i lyfting- um fór fram i Selfossbiói 28. mai siðastliðinn. Keppendur voru 21 i 8 þyngdarflokkum. Selfossmeist- arar urðu þessir: Fluguvigt: Kristinn Þ. Asgeirss. 152.5 kg Dvergvigt: Svanur Guðmundsson 140 kg Iþróttir Framhald af bls. 20. Grétar Guðmundsson, KK, 34,96 Þristökk: Helgi Hauksson, UMSK, 13,82 m. Borgþór Magnússon,KR, 13,45 m. Ásgeir Arngrimsson, KR, 13,00 m. Karl West Fredriksen, UMSK, 12,97 m. Stangarstökk: Sigurður Kristjánsson, 1R, 3,20 m. Karl West Fredriksson, UMSK, 3,10 m. 1000 m boöhlaup: Sveit IR 2:07,4 min. Sveit UMSK (a) 2:13,2 Sveit UMSK (b) 2:19,7 2000 m hindrunarhlaup: Gunnar Ó. Gunnarsson, UNÞ, 6:43,0 min. Magnús Geir Einarsson, IR, 6:49,6 min. Steinþór Jóhannsson, UMSK, 7:00,4 3000 m hlaup: Einar Óskarsson, UMSK, 9:15,6 min. Þórólfur Jóhannsson, IBA, 9:18,4 Ragnar Sigurjónsson, UMSK, 9:23,2 Bjarki Bjarnason, UMSK, 10:14,2. 800 m hlaup: Ágúst Ásgeirsson, 1R, 1:57,0 min. Böðvar Sigurjónsson, UMSK, 1:58,5 Július Hjörleifsson, UMSB, 1:59,5 Markús Einarsson, UMSK, 2:07,7 Orn G. Ingason, IR, 2:08,2 Þorkell Jóelsson, UMSK, 2:11,5 200 m hlaup: Vilmundur Vilhjálmsson, KR, 23,1 Hannes Reynisson, UMSE, 24,1 Þorsteinn Pétursson, UMSK, 25,1 Hörður Hákonarson, 1R, 25,5 400 m grindahlaup: Borgþór Magnússon, KR, 55,6 VilmundurVilhjálmsson, KR, 57,7 Tveir gestir hlupu i grinda- hlaupinu, Halldór Guöbjörnsson Kr, sem hljóp á 57,8, og Hafsteinn Jóhannesson UMSK, sem hljóp á 57,9, hans langbezti timi. Fjaðurvigt: Sigurður Þ. Sigurðss. 142.5 kg Léttvigt: Garöar Gestsson 200 kg Millivigt: Róbert Maitsland 260 kg Léttþungavigt: Haraldur Þórarinss. 215 kg Milliþungavigt: Guðbrandur Einarss. 212.5 kg Þungavigt: Þorsteinn Arnáson 280 kg Þá var keppt um verðlauna- styttu, sem Umf. Selfoss gaf. Hlaut Róbert Maitsland styttuna fyrir beztan árangur 203.43 stig, annar varð Þorsteinn Arnason 180.32 st. reyndar átti að vera byrjað i Reykjavik. Jim Slater er formaður fjár- festingafélagsins Slater Walker Securities i London, og enn- fremur á hann i brezka blaðinu TheSun. Slater tilkynnti lögfræð- ingum Fischers um þessa ákvörðun sina um leið og hann lét Max Euwe vita af henni. I tilboði Slaters er gert ráð fyrir tveimur möguleikum. Annar er sá að skipta peningaupphæðinni eins og gert er ráð fyrir sam- kvæmt Amsterdamsamkomulag- inu, og fengi þá sigurvegarinn 156 þús. dollara og sá er biði lægri hlut 104 þús. dollara. Hinn mögu- leikinn ersá, að sigurvegarinn fái alla peningaupphæðina óskipta, og yrðu þá sigurlaunin 208 þús. dollarar. „Fischer hefur sagt,” sagði Slater, ,,að peningamálið sé aðal- vandamálið. Þvi segi ég: hér eru peningarnir. Það sem ég segi við Fischer núna er: komdu þér af stað til íslands og tefldu. „Peningarnir eru minir”, sagði Slater, „mér hefur alltaf þótt gaman að skák, og ég er búinn að tefla i mörg ár. Fjöldi manns um allan heim vill fá að sjá þetta ein- vigi aldarinnar, og á einvigis- staðnum (Islandi) er allt tilbúið. Ef Fischer gengur ekki að þessu, þá er hætt við að margir verði fyrir vonbrigðum. Max Euwe sagði i gær, að úr þessu byggist hann fastlega við að Fischer kæmi i dag. Hann sagði þó, að ekki væri fullvist, að hægtyröi að tefla fyrstu skákina i dag. Læknir yrði aö úrskurða, hvort Fischer væri fær um að tefla skákina eftir langa flugferö frá New York. Þegar siðast fréttist, hafði Fischer enga ákvörðun tekið um það, hvort hann kæmi til tslands. Hann sagðistennþá vera að ihuga tilboðið. Sem kunnugt er, þá hringdi Bobby Fischer á sunnu- daginn i bandariska blaðið New York Daily News, og birtist við- talið við hann i blaðinu i gær. Sagði Fischer, að hann hefði alls engan áhuga á að fara til íslands og taka þátt i einviginu, nema gengið yrði að kröfum hans. Fischer sagði i viðtalinu, að hann væri ekki sjúkur, ástæöan fyrir þvi, að hann færi ekki til tslands væri sú, að hann vildi meiri peninga. — Nú eru pening- arnir til reiðu, og ætti þvi ekkert að vera þvi til fyrirstöðu, að Fischer komi. — Guðjón Ingvi Stefánsson, framkvæmdastjóri skáksam- bands Islands, sagði i gærkvöldi, aö skáksambandið hefði ekkert fjallað um peningagjöf Slaters. Sagði Guðjón, að hver sem væri mætti gefa Fischer og Spasski peningaupphæðir, skáksam- bandið skipti sér ekkert af þvi. Heimsmeistarinn sjálfur, Boris Spasski, sagði i gær, aö hann vildi ekkert um málið segja, fyrr en hann væri búinn að hafa samband við Moskvu. Var þetta haft eftir dr. Max Euwe á blaða- mannafundi i gær. ÍÞYRLJ væntanlegar Samband isl. samvinnufelaga Véladeild Ármúla 3, Rvíh. simi 38900

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.