Tíminn - 05.07.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 05.07.1972, Blaðsíða 1
IGNIS FRYSTIKISTUR RAFtÐJAN SIMI: 19294 kæli- skápar RAFTÆKJADEILD Hafnarstræti 23 Simar 18395 & 86500 Oddsskarðsgöng- in að myndast ÞÓ-Reykjavik Tiöarfariö hér austan lands hefur tafiö fyrir jarðgangagerö hér i Oddsskarði, sagöi Einar Sigurösson verkstjóri við ganga- geröina, er viö ræddum viö hann. Það sem hefur háö okkur, sagöi Einar, er að tiöarfar hefur veriö úrkomulaust og þar af leiöandi hefur okkur gengið illa aö koma öllu efni frá okkur. Viö erum samt búnir aö sprengja munnana Eskifjarðarmegin og eftir 10 - 14 daga ætti verkiö aö vera komið i fullan gang. Við reiknum meö aö geta sprengt út 5 metra á sólar- hring, en hér vinna 24 menn ])ar af eru 16 sem vinna á tveimur 10 tima vöktum. Einar sagði, aö göngin yröu sprengd að mestu leyti Eskifjaröarmegin, en þeim megin verða þau lægri, og i jarö- gangnagerö er vaninn að halda upp i móti. Reiknaö er með, aö búiö verði að sprengja þessi 600 metra göng fyrir jól og um leiö á aö vera búiö aö leggja nýja vegarfyllingu út frá göngunum. Næsta sumar á siöan að steypa i göngin og fóðra þau og bera ofaniburða á vegar- fyllinguna. Eins og fyrr segir þá veröa Oddsskarösgöngin 600 metra löng, og íiggja göngin um 100 m undir gamla veginum, sem liggur um Oddsskarö. Hæðarmismunur verður nokkur á göngunum, og verða þau 14 metrum hærri Norö- fjarðarmegin. Grettisfang þakk- arsérei,málalok’ nokkurn hátt eigna sér eöa þakka heiðurinn af þvi, aö Fischer féllst loks á að koma hingaö og sagði, aö þann hefði rétt veriö búinn aö koma sér i samband við Fischer og hitta hann að máli, þegar til- boð brezka auökýfingsins barst. ,,Það leið ekki á löngu þar til Bobby tók ákvörðun um að taka þessu tilboöi”, sagöi Freysteinn við fréttamann Timans, „þannig að til minna kasta kom alls ekki. Annars vil ég helzt ekki ræða viö fréttamenn sem stendur.” Með það hélt Freysteinn af staö til Reykjavikur, en ekki sakar aö geta þess, aö hann hefur boöið þeim Fischer og Spasski aö renna með sér fyrir lax, og i gærdag höfðu þeir báöir þegiö þaö boö, hvað sem siðar kann aö veröa. Og þá þykir Timanum einnig rétt að taka fram, aö mishermt var i blaöinu i gær, aö Freysteinn heföi fariö út á vegum Cramers og annarra fulltrúa Fischers. Hann fór út upp á eigin spýtur og fyrir eigin reikning, eins og segir i upphafi fréttarinnar. Spasski og Fischer báðir fúsir að tefla Fischer heilsar Guömundi G. Þórarinssyni, áöur en hann þýtur inn í leigubilinn. (Timamynd G.E.) ÓV-Reykiavik. Meöal samferöamanna Fischers til islands í gær- morgun var Freysteinn „Grettisfang" Þorbergs- son, sem á sunnudaginn hélt til New York upp á sitt eindæmi til aö freista þess að telja Fischer á að koma til islands og tefla um heimsmeistaratitilinn í skák. Fréttamaður Timans hitti Freystein ab máli er hann var að stiga upp i bil á leið til Reykja- vikur, og var heldur dauft i honum hljóðið. Ekki vildi hann á sagði dr. Max Euwe forseti Alþjóðaskáksambandsins ÞÓ-Reykjavik. Klukkan 12.45 i gær átti að draga um lit i fyrstu einvigisskák þeirra Boris Spasskis og Roberts Fischers, og klukkan 5 siödegis átti fyrsta umferðin að fara fram i Laugardalshöllinni. Ekkert varð þó úr þvi að Fischer kæmi til þess að draga um litinn, og þegar Boris Spasski var búinn aö biöa drjúga stund eftir Fischer á Hótel Esju i gær, gekk hann af fund- inum i mótmælaskyni, ásamt fylgdarliði sinu, og þótti mörgum það ekki nema eðlilegt. Var nú ljóst, að einvigismálið var komið i enn eina sjálfhelduna, og á fundi með blaðamönnum, sem dr. Euwe hélt skömmu eftir að Spasski yfirgaf Esju, sagði hann, að hann væri hræddur um að ekkert yrði úr einviginu, en næstu stundir yrðu notaöar til þess að reyna aö koma málinu á rekspöl. Max Euwe og Lothar Schmid yfirdómari héldu annan fund með fréttamönnum um kl. 4. i gær. Þá sagði Euwe, að Spasski og Fischer væru báðir fúsir að tefla einvigið, og sagðist hann vonast til að einvigið gæti hafizt á morgun eða jafnvel i dag. Euwe viðurkenndi, að Rússar hefðu vitt sig og Fischer fyrir gerðir sinar, en ekki væri gott að gera öllum til hæfis i jafn erfiðu viðfangsefni. Sagði Max Euwe, að það, sem hefði gerzt i þessu máli, væri ein leiðinlegasta saga iþróttanna, og ef ekkert yrði úr einviginu, þá yrði það mjög baga- legtfyrir Alþjóðaskáksambandið. A þessum blaðamannafundi af- henti Cramer yfirlýsingu frá bandariska skáksambandinu. 1 hennisegir: Við höfum móttekið yfirlýsingu frá rússneska heims- meistaranum Boris Spasski, sem fjallar um ágreining milli kepp- endanna. Okkur var ekki kunn- ugt um þessi vandamál. Við viljum fá nánari skýringu á til- gangi þessarar yfirlýsingar, og gera allt, sem i okkar valdi stendur til að af þessum mikla at- burði geti orðið. Þar af leiöandi fara, aö okkar eigin frumkvæði, þeir William Lombardy og Paul Marshall lög- fræðingur úr okkar hópi til hótels- ins, þar sem rússneski hópurinn dvelur. og munu þeir ræða þessi vandamál og reyna að leiða þennan ágreining til lykta. Ánnað markvert gerðist ekki á þessum fundi. Um kvöldmatarleytið i gær- kvöldi boðaði dr. Euwe svo til annars fundar meö frétta- mönnum á Hótel Loftleiðum. A fundinn komu þeir Paul Marshall, lögfræðingur Fischers, og Lombarty stórmeistari. Einnig tók Fred Cramer þar til máls. Paul Marshall tók fyrstur til máls og sagði nokkur orð um fund þeirra Lombardys meö Rúss- unum. Marshall sagði aðeins: „Sem kunnugt er, þá eru Rússar búnir að senda frá sér tvær harö- orðaðar yfirlýsingar, og hafa þær komiö okkur i uppnám og valdið okkur undrun. En ég get sagt, að úr þvi að Fischer er staddur á ts- landi, hefur hann áhuga á að tefla Framhald á bls. 19 Ahyggjufullur og óstyrKur Fischer á Kcflavikurflugvelli i gærmorgun.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.