Tíminn - 05.07.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 05.07.1972, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 5. júli 1972 TÍMINN 5 I öðru tilfelli var 10 kg pakki sendur á sama hátt til Flateyrar með bifreið og endursendur til Reykjavikur með m/s Esju. Fyrir þann flutning var greitt: Með m/s Esju flutningsgjald kr 36.00 eftirkr. (útsk.) kr 36.00 uppskipun kr 30.00 vörugjald kr 10.00 Samtals kr 112.00 Með bifreið kr 50.00 Flutningsgjald hærra meðskipi kr 62.00 eða 12,4% 1 báöum dæmunum er það, sem á reikningum Skipaútgerö- arinnar heitir „flutningsgjald”, aö visu lægra en flutningsgjald- ið með bifreiöunum, en Land- vari heldur þvi fram, að það skipti flutningskaupandann mestu máli, hve mikið hann greiöir fyrir flutninginn, en ekki i hve marga staði greiðslan skiptist eða hvaö einstakir liðir heita. M.a. af þessari ástæðu er greiðsla fyrir bifreiðaflutning ávallt reiknuö i einu lagi. Stefna yfirvalda Sé litið i f járlög yfirstandandi árs og gerður samanburður á fjárframlögum til reksturs og fjárfestingar i samgöngutækj- um á sjó annars vegar og á landi hins vegar, þá kemur eftirfar- andi i ljós: Steandferöir: Skipaútg. rik. 73.5 miilj. kr. Flóabátar 20.5 millj. kr. Samtals 94.0 millj. kr. Landflutningar: Snjóbifreiðar, vatnadreki ofl. 4.0 millj. kr. Af yfirliti þessu sést, aö rekstrarframlög til samgöngu- tækja á sjó eru allveruleg, en framlög til samgöngutækja á landi óveruleg. Mætti ætla, að rikiö ivilnaöi samgöngutækjum á landi á einhvern annan hátt, s.s. með skatta- eða tollaundan- þágum af samgöngutækjum, en svo er ekki. Hiö opinbera leggur æ þyngri álögur á þau tæki og nú er svo komið, að vart veröur lengra gengiö. Þessu til árétt- ingar má nefna, aö á sama tima og framlag til rikisskipa og flóa- báta er aukið um tugi milljóna, þá er innheimtufyrirkomulagi þungaskatts breytt, þannig að hjá vöruflutningabifreiðum á langleiðum hækkar skatturinn að meðaltali um 300%, oliuverð er hækkað, nýir aukatollar lagð- ir á bifreiðainnflutning og lög- skipaöar kauphækkanir i formi vinnutimastyttingar og orlofs- lengingar. Verölagsyfirvöld neita siöan flutningabifreiðum um eðlilega hækkun á töxtum, og valda meö þvi rekstrar- örðugleikum og hættu á skertri þjónustu flutningabifreiða viö landsbyggðina. Rökrétt virðist að álykta, að yfirvöld séu á þennan vafasama hátt að reyna að auka verkefni rikisskipanna með þvi að drepa niður þá aðila, er séö hafa um flutninginn á landi. Það hættu- legasta við þessa stefnu er þó það, að skert þjónusta flutningabifreiða við hin hafn- lausu byggðarlög (t.d. Suður- land) þýðir ekki hið sama og aukin þjónusta skipanna. Það viröist of oft gleymzt, að skipum er ætlaö aö athafna sig á legi en ekki láði. Stelan Pálsson: Flutningar á sjó og landi Dagana 7. til 10. júni s.l. birt- ust hér i Timanum þrjár greinar eftir Guðjón Teitsson, forstjóra Skipaútgerðar rikisins, undir ofangreindri fyrirsögn. Grein- arnar fjalla á kurteisan hátt um strandferðir Skipaútgerðarinn- ar og fólks- og vöruflutninga á landi. Viða er vitnað i greinar- gerð, er Landvari, landsfélag vörubifreiðaeigenda á flutn- ingaleiðum, fékk birta i dag- blöðum, og er lagt út af tilvitn- unum úr þeirri grein. Landvari sér eigi ástæðu til þess að taka upp blaðastælur við fyrirsvars- menn Skipaútgerðar rikisins, en félagiö vill þó koma að fáeinum athugasemdum og reyna um leið að leggja fram sinn skerf til eflingar umræðu um samgöngu- mál landsins i þeirri von, að augu yfirvalda opnist fyrir mikilvægi allra þátta þeirra. Gildandi hagstjórnarfyrirkomu- lag 1 áðurnefndum greinarflokki segir orðrétt: „Það er svo ekki skipunum sjálfum að kenna, að þau eru ekki nýtt sem skyldi i þjónustusiglingum sinum um hafnir landsins, heldur er aðalorsökina, að finna i gildandi hagstjórnarreglum og gildandi hagstjórnarfyrirkomulagi.” Hér hlýtur að vera átt við þaö fyrirkomulag að láta flutnings- kaupanda ráða þvi, á hvern hátt hann sendir vörur sinar. Flutn- ingskaupendur hafa nefnilega sýnt það i verki, að þeir taka hraða og lipra þjónustu flutn- ingabifreiðanna fram yfir þjón- ustu rikisskipanna, og eigi að breyta þvi ástandi, þá þarf ann- aö tveggja til: Annaðhvort að Skipaútgerð rikisins bæti svo þjónustu sina, að hún geti keppt við bifreiðarnar á jafnréttis- grundvelli eða að yfirvaldsboð komi til, er skyldi flutnings- kaupendur til þess að skipta við Skipaútgerðina og þvingi um leið flutningabifreiðar til þess að draga saman seglin. Guðjón Teitsson virðist að- hyllast siðari kostinn, þvi meðal þeirra leiða til úrbóta á lélegri nýtingu strandferðaskipanna, sem hann nefnir, beinast tvær af þremur beint gegn bifreiðunum. önnur er sú að auka vegaskatt af þungum bilum, en hin ,,..að. banna langleiðaflutning tiltek- ins þungavarnings um þjóðvegi landsins eða láta slikan flutning vera háðan leyfisveitingu.” Hvorug þessara tillagna er til þess fallin að bæta þjónustu við byggðarlögin, heldur miöast þær eingöngu við lausn á vanda- máli Skipaútgerðarinnar; vandamáli, sem að vissu leyti er heimatilbúið. Vandamálið er nefnt heimatilbúið vegna þess, aö þegar bygging nýju strand- ferðaskipanna var áætluð, var þeim ekki einungis ætlaö að bæta samgöngur við afskekkt byggðarlög með ströndum fram, heldur áttu þau að taka til sin stóran hluta af þeirri þjón- ustu, er bifreiðar veita öðrum byggðarlögum. Nú eru skipin komin i gagnið, en hafa eigi staðizt samkeppnina við flutn- ingabifreiðarnar og eru þvi illa nýtt. Ekki er ljóst, hvort verið er að búa til nýtt vandamál handa rikinu, en forstjóri Skipaútgerð- arinnar segir, að sér virðist undarlegt, ef ekki geti verið grundvöllur á einu farþegaskipi með svefnrúmum fyrir 150 far- þega til strandferða hér við land árið um kring. Komi slikt skip og reynist illa nýtt, hvað á þá að gera? A að leggja skatt á þá, sem fljúga til Akureyrar, i þeirri von aðmenn velji þá frek- ar þann kostinn að sigla sömu leið? Nei. Stuðningur hins opin- bera við afskekktar byggðir landsins er nauðsynlegur, en rikið á ekki að ráðast á þýð- ingarmiklar atvinnugreinar i þvi skyni að þröngva upp á menn óumbeðinni þjónustu. Hagstjórnarreglur rikisins Vöruflutningabifreiö frá Pétri og Valdimar úti á þjóðvegi aö vorlagi. ættu því að beinast að þvi aö veita þeim byggðarlögum upp- byggjandi aðstoö i samgöngu- málum, sem þess þurfa meö, en varast að bregða um leiö fæti fyrir eðlilega þróun annarra samgöngugreina. Nýting bifreiða og strandferðaskipa Eftir langan talnaútreikning kemst Guðjón að þeirri niður- stöðu i greinaflokki sinum, að flutningabifreið sé i akstri 10- 14% árstimans, og að siglinga- timi strandferðaskipanna sé 35- 37% árstimans. Af þessu dregur hann siðan þá ályktun, að tima- nýting fjármuna i strand- ferðaskipum sé mun meiri, en i flutningabifreiðum á langleið- um. Hvað sem um réttmæti út- reikninganna má segja, þá er vafasamt, hvaða gildi hugtakið „timanýting fjármuna” hefur i þessari merkingu. Ef skjald- baka er einn sólarhring aö fara sömu vegalengd og héri fer á einni klukkustund, þá ætti sam- kvæmt þessari timanýtingar- kenningu að vera mun betri fjárfesting i skjaldbökunni til sendiferða, þvi miðað við sólar- hringinn er timanýting hennar 100% en timanýting hérans er ekki nema rúm 4%. 2% til eilifðar? Höfundur greinaflokksins bregður á öðrum stað á leik með tölur. Gerir hann þar saman- burð á rekstrarframlögum til Skipaútgerðarinnar annarsveg- ar og kostnaði við vegagerð hinsvegar og kemst að þeirri niðurstöðu, að á árunum 1930 - ’59 hafi styrkir til rikisskipanna verið 2% af heildarútgjöldum rikisins, en árið 1972 séu þeir 0.42%, og að miðaö vð sömu ár sé kostnaður við vegagerð 11% og 10% af rikisútgjöldum. Notar höfundur siðan þessar niður- stöður til þess að fjölyröa um samdrátt i fjárframlögum rikis- ins til Skipaútgerðarinnar. Við þennan samanburð verð- ur i fyrsta lagi að gera þá athugasemd, að hann sé óraun- hæfur. Hvernig er hægt að leggja að jöfnu kostnað við vegagerö, en fjár til hennar er aflað með sérsköttum á umferð- ina, og kostnað rikisins vegna rekstrarhalla Skipaútgerðar- innar, og halda þvi siðan fram, að hlutdeild þessara kostnaðar- liða i rikisútgjöldunum eigi alltaf að vera hlutfallslega hin sama. Er þaö stefna Skipaút- gerðarinnar aö komast aftur i rekstrarhalla er nemur 2% af fjárlögum? Nei, þvi verður vart trúað, og væri þvi nær aö ræða um minnkandi hlutfallsframlög sem merki um batnandi hag Skipaútgerðarinnar og þess, að hún geti einhvern tima staöið á eigin fótum i stað þess að ásaka rikið fyrir niðurskurð fjárveit- inga. 1 öðru lagi er athugunarefni, hvers vegna ekki eru borin sam- an útgjöld viö vegagerð annars vegar og útgjöld við hafnargerö hins vegar eða geröur saman- burður á styrkjum til reksturs og fjárfestingar samgöngu- tækja á sjó annars vegar og á landi hins vegar, eins og gert mun verða hér á eftir. Saman- burður á útgjöldum við vega- gerð og á styrkjum til viðhalds og reksturs standferðaskipa er haldlaus og villandi, sérstak- lega þegar ekki er haft fyrir þvi að taka tillit til breytinga á fjölda bifreiða og skipa. Arið 1961 voru ökutæki á landinu samtals 23.636.- en árið 1970 eru þau orðin 47.300 Fjöldi þeirra hefur þannig tvöfaldazt. A sama tima fjölgar strandferðaskipum ekki. Hafi samanburður á hlutfalls- tölum i heildarútgjöldum rikis- ins eitthvert gildi, þá er sýnt, að það er hlutur bifreiðanna, sem hefur veriö verulega skertur, þvi hann lækkar um 1% af heild- arútgjöldum á sama tima og fjöldi bifreiðanna tvöfaldast. Flutnings- kostnaður Af hálfu Landvara hefur veriö sýnt fram á þaö I blaðagreinum, aö það sé að jafnaði ódýrara og hagkvæmara fyrir flutnings- kaupendur að senda vörur sinar með bifreiðum i stað skipa. Reynslan hefur einnig leitt i ljós, að flutningskaupendur gera sér þetta ljóst. Forstjóri Skipaútgerðarinnar reynir þó að halda fram hinu gagnstæða og bregöur upp i greinaflokki sinum heljarmiklu töludæmi, sem sýna á hversu bilataxti er hærri en skipataxti. Tölurnar sem dæmið byggist á eru þó all- ar heldur vafasamar, enda margar fengnar með þessum ágizkunum: „...Sé reiknað með ... ætti flutningskostnaður ... að hafa oröið ..” „... ekki fjarri lagi að áætla o.s.frv. Rúmsins vegna eru eigitök á þvi að gagn- rýna töludæmi forstjórans lið fyrin lið, en til þess að fá hið sanna fram, skal hér komiö með sannar tölur, er styðjast við greiðslustimplaöa reikninga. Eldavél og ketill, er samtals voru 54 teningsfet, voru send með bifreið frá Reykjavik til Seyðisfjarðar. Sérstök atvik ollu þvi, að þessi sömu stykki voru siðar endursend meö m/s Heklu til Reykjavikur. Fyrir flutning- inn var geitt: Mcð in/s Heklu Flutningsgjald kr 972.00 eftirkr. (útsk.) kr 432.00 uppskipun kr 432.00 vörugjald kr 54.00 Samtals kr : L.890.00 Með bifreið 54 tenf.á 31.00 kr kr 1 .674.00 Flutningsgjald hærra meðskipi kr 216.00 eða 12,5% EmuEi heyhleðsluvagnar fyrirliggjandi Samband isl. tamvinnufélaga Véladeild Ármula 3, Rvik. simi 38QOO

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.