Tíminn - 05.07.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 05.07.1972, Blaðsíða 7
Miövikudagur 5. júli 1972 TÍMINN nrtOQojfTTTTTi 7 I, Barnið átti að breyta lifi Fleur Susan Hampshire, sem flestir hugsa frekar til sem Fleur úr sjónvarpsþættinum um For- syteættina, hafði lofað sænskri blaðakonu að ræða við hana yfir morgunverði, á meðan á kvikrhyndahátiðinm i Cannes stóð, nú siöast. En það var komið hádegi, þegar Susan birtist, enda hafði hún svo óendanlega mikið að gera á þessari hátið, þar sem hún hafði vakið mikla athygli. Þegar hún birtist var hún klædd einföldum en smekklegum iækifæris- klæðnaði, og hún geislaði af hamingju, þvi hún átti von á öðru barni sinu, og sjálf vissi hún ekki, að aðeins nokkrum vikum siðar myndi hún missa þetta barn, sem hún bjóst við að myndi breyta lifi hennar svo mikið. Þegar Susan var 32 ára varð hún ástfangin i manni sinum, sem er 15 árum eldri en hún, Pierre Granier-Deferre, og er franskur kvikmyndagerðar- maður. Hún gifti sig með þvi skilyrði að hún fengi að halda áfram að leika i kvikmyndum, og maður hennar féllst fullkom- lega á það skilyrði. Hún hélt áfram að leika i kvikmyndum i Englandi, en þau gerðu þó með sér þann samning, að aldrei skyldi liða meira en átta dagar milli þess, sem þau sæjust, og þann samning hafa þau haldiö. Þess vegna hafa þau verið stöðugt á ferð og flugi milli London og Parisar, en Granier- Deferre vinnur sjálfur i Paris. Þrem árum eftir giftinguna, i ágúst 1969 fæddist Christopher Paris, sem var skýröur i höfuðið á Christhoper, syni Fleur úr Forsyte-kvikmyndinni, en hvers vegna Paris? vegna þess aö þar varð hann til, segir Susan við blaðakonuna. Alla tið hefur Fleur — Susan reynt að sann- færa heimspressuna um, að hjónaband hennar og Pierre væri það fullkomnasta i heimi. — Það er enginn vandi að vera giftur, og búa ekki með maka sinum, hefur hún sagt. En nú hefur hún, eða réttara sagt maður hennar skipt um skoðun. — Vissulega hentar þetta lif m- ér mjög vel, segir hún enn- fremur, og ég hef svo mikið að gera, að ég hef ekki tima til þess að sakna mannsins mins, en nú er svo komið, að hann á stöðugt erfiðara með að skilja afstöðu mina, ekki sizt eftir að við áttum von á öðru barni. Það verður þvi liklega ég, sem verö að láta undan, og setjast að i Paris hjá honum, þótt mér falli ekki allt of vel að búa i Paris enda þótt mér liki borgin i raun og veru vel á margan hátt. En siðan þetta viðtal átti sér stað hefur þaö gerst, aö Susan missti fóstur og á nú ekki lengur von á barninu, sem átti að breyta öllu lifi hennar. Hún ku hviia sig um þessar mundir i hinu stórfeng- lega heimili hennar i London, og enginn veit, hvort hún á eftir að halda áfram leiklistarferli sinum i London, andstætt vilja manns sins, eöa hvort hún flyzt til hans eins og áður hafði verið ákveðið. Hér sjáiö þið Susan ræða viö sænsku blaðakonuna i Cannes. ---------------« ★ ,,Va fanen skiller tér?” Maður ofan af Héraði kom i lyfjabúðina á Seyðisfirði um aldamótin og bað um glas af laxeroliu. Lyfjasalinn, Ernst, varð fyrir svörum: „Hevir di gless?” spurði hann. Maðurinn hristi höfuðið. Ernst byrsti sig og spuröi á ný: „Hevir tér gless? siir jæ!” „Ég skil yður ekki”, sagði maðurinn vandræöalega. „Skiller di ekki islandsk, for pogger?” spurði lyfsalinn reiður. „Va fanen skiller tér da"? ★ 17 milljónir með æðri menntun Þjóðfélagsfræðarannsóknar- stofnunin i Moskvu segir i skýrslu.að i Sovétrikjunum séu 17 milljónir manna, sem hlotiö hafa æðri menntun. Fyrir að- eins 40 árum var tala þeirra rösklega 50 þúsund. Eftir októ- berbyltinguna fór fjöldi þeirra, sem fengust við andleg störf ört vaxandi i hlutfalli við fjölgun æöri menntastofnana, sem stóðu öllum opnar, sem hlotið höfðu nægilegan undirbúning, og kennslan hefur alltaf verið ókeypis. 1 Sovétrikjunum eru nú yfir 800 háskólar og aðrar æðri mennta- stofnanir I öllum stærstu borg- um sambandslýðveldanna og sjálfstjórnarlýðveldanna. ★ Vildi skira barnið eftir vinsælasta laginu slnu Eginkona bandariska söng- varans Tiny Tim hefur farið fram á skilnaö, þar sem hún telur óbærilegt að vera lengur gift söngvaranum, sem fyrst og fremst hugsi um vinsældir sjálfs sin, og hvernig hann geti auglýst sig sem bezt. Eigin- konan, Vicki, segir að þessi aug- lýsingadella hafi þó fyrst gengið út i öfgar, þegar Tiny Tim heimtaði að skira dóttur þeirra Tulip — eða túlipanann, eftir lagi þvi, sem hann hefur orðið hvað vinsælastur fyrir. Þá hafði auglýsingaæðiö einnig orðiö til þess, að Tiny Tim krafðist þess.að þau yrðu gefin saman i sjónvarpsþætti banda- riska sjónvarpsmannsins Johnny Carson, svo ef til vill er ekki að undra, þótt Vicki þyki auglýsingastarfsemin ganga einum um of langt, og snerta einkalif þeirra heldur mikið. Hefur hún þvi farið fram á skilnað. ★ mmm

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.