Tíminn - 05.07.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 05.07.1972, Blaðsíða 9
Miövikudagur 5. júli 1972 TÍMINN 9 Útgefandi: Fra'msóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þór arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaós Tfmans) Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislasoni, • Ritstjórnarskrif stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, sfmar 18300-18306 Skrifstofur i Bankastræti 7 — afgreiðslusími 12323 — auglýs ingasimi 19523. Aðrar skrifstofurtsimi 18300. Askriftargjald 225 krónur á mánuði innan lands, i lausasölu 15 krónur ein takið. Biaðaprent h.f. Óhljóðin í Morgunblaðinu og Vísi Morgunblaðið og Visir láta nú verr en nokkru sinni fyrr i stjórnarandstöðunni. Ritstjórarnir virðast hafa alið þær vonir til þessa, að núver- andi stjórnarsamstarf myndi misheppnast og Sjálfstæðismenn eiga fljótt afturkvæmt i stjórnarstólana. Nú þykjast þeir hinsvegar sjá fram á, að þessar vonir séu að bregðast. Þess vegna magnast nú óhljóðin og ólætin i forustu- greinum Visis og Morgunblaðsins. Það er vissulega vel skiljanlegt. 1 fyrsta lagi er það ljóst, að þótt núverandi rikisstjórn hafi enn ekki tekizt að draga nægilega úr dýrtiðar- vextinum, hefur henni þó tekizt helmingi betur i þessum efnum en fyrirrennara hennar. Sið- ustu þrjú valdaár „viðreisnarstjórnarinnar” hækkaði framfærslukostnaður til jafnaðar um 18.6% á ári, en hefur ekki hækkað nema um 9.7% á fyrsta valdaári núv. rikisstjórnar. Það er að visu of mikið, en þó mikil framför frá þvi, sem áður var. Þetta þykir ritstjórum Morgun- blaðsins og Visis allt annað en hagstæður sam- anburður. 1 öðru lagi fylgjst þeir svo með þvi, að núverandi rikisstjórn og flokkar hennar eru að vinna að ráðstöfunum til að koma i veg fyrir meiri hækkanir að sinni og hefja undirbúning að varanlegri ráðstöfunum. Ef þetta tekst mun það mjög auka álit rikisstjórnarinnar og tiltrú til hennar. Tilhugsunin um það á ekki minnstan þátt i óhljóðunum i Morgunblaðinu og Visi. Fyrir þá, sem hafa fylgzt með islenzkum stjórnmálum um nokkurt skeið, eru óhljóðin i Visi og Morgunblaðinu ákaflega litið frumleg. Það er sungið sama gamla lagið og þessi blöð sungu i tið Framsóknarflokksstjórnarinnar 1927—’31 og vinstri stjórnarinnar 1934 -38: Það eru rauðliðar, sem ráða, og Framsóknar- menn eru aðeins leppar i höndum þeirra. Hann er heldur ekki neitt nýr söngurinn um það, að ósamkomulag sé milli stjórnarflokkanna og þeir sitji hver á svikráðum við annan. Þetta var einmitt kyrjað enn kröftuglegar i Morgun blaðinu og Visi i tið áðurnefndra rikisstjórna. Þjóðin áttar sig lika áreiðanlega á þvi, hvað það er, sem veldur óhljóðunum i Morgunblað- inu og Visi um þessar mundir. Núverandi stjórn hefur tekizt betur i efnahagsmálum en fyrrverandi stjórn, og hún er að undirbúa nýjar efnahagsaðgerðir, sem væntanlega koma þess- um málum i enn betra horf. Þetta er að koll- varpa vonum þeirra, sem treystu á, að stjórn- inni mistækist og hún myndi þá sundrast og gefast upp. Þjóðin gerir sér lika vel ljóst, hvar nú er mest óeining og sundrung. Það er i röðum Sjálfstæðismanna, þar sem foringjabardaginn verður harðari með hverjum degi. Þessvegna er Sjálfstæðisflokkurinn nú likastur stjórn- lausu rekaldi. Einmitt óhljóðin i Mbl. og Visi staðfesta það betur en nokkuð annað. Kristján Benediktsson borgarráðsmaður: Tekjustofnalögin og Reyk javfku rborg Þvi er haldið fram af for- ystumönnum borgarstjórnar- meirihlutans og stóru orðin ekki spöruð i þvi sambandi, að nýju tekjustofnalögin þrengi mjög kost sveitarfélaganna og þó alveg sérstaklega Reykja- vikur. Jafnvel er gengið svo langt að staðhæfa, að tilgang- urinn með breytingunni hafi verið sá, ,,að koma höggi á Reykjavik” og „skerða sjálfs- ákvörðunarrétt borgaranna.” Þá er þvi haldið fram, að Reykjavik hafi ekki átt ann- arra kosta völ, þegar gengið var frá fjárhagsáætlun i april sl., en nota heimild til hækk- unar fasteignagjalda til fulls eða um 50% og áætla upphæð útsvara það háa, að 10% álagningin dugi ekki og aö bæta verði álagi á þau lika. Sjálfsagt má um það deila, hvort breytingin á tekju- stofnalögunum dregur eitt- hvað úr tekjumöguleikum Reykjavikurborgar miðað við það sem áður var. Ég er ekki fjarri þvi, að svo kunni að vera. Fullyrðingar og stóryrði talsmanna meirihluta borgar- stjórnar um þau efni eru hins vegar viðsfjarri öllum raun- veruleika. Þáttur borgarstjórans i umræðum um þessi mál hefur borgarstjórinn, Geir Hallgrimsson, gengið feti lengra en aðrir og komið til dyranna sem hreinræktaður borgarstjóri Sjálfstæðis- flokksins, þótt hann vilji gjarnan vera borgarstjóri allra Reykvikinga á hátiðis- og tyllidögum. Mbl segir frá þvi 14. april sl. að borgarstjóri hafi sagt um nýju tekjustofnalögináfjöl- mennum fundi Sjálfstæðis- félaganna i Rvk: ..Astæða er tii að ætla, að markmiðið með samningu tekjustofnalaganna hafi ekki sizt verið það, að koma Reykjavikurborg og Reykvikingum á kné.” Þessi snjallyrði voru tekin i fyrirsögn ræðunnar. Mikið hljóta þetta að vera illa innrættir menn, sem sitja i rikisst jórninni að dómi borgarstjórans Liklega muna þeir ekki að það voru bara 48% Reykvikinga, sem greiddu Sjálfstæðisflokknum atkvæði við siðustu borgar- stjórnarkosningar. Tæplega getur það verið heilagt bar- áttumál ráðherranna að koma hinum/52% á kné, þótt svo óliklega vildi til, að þá langaði til að jafna dálitið um and stæðingana, sem mér finnst ákaflega ósennilegt. Væri svo komið, mætti heimfæra á rikisstjórnina það sem eitt sinn var kveðið:,Sér hann ekki sina menn, svo hann ber þá lika.” En hlýtur ekki sú spurning að vakna, hvort ekki muni vera sitthvað ofsagt i þeirri ræðu, sem framan- greind fyrirsögn er talin hæfa. Tvær fjarhagsáætlanir Eins og venja er til var fjárhagsáætlun Reykjavikur- borgar fyrir árið 1972 samin og lögð fram til fyrri umræðu i desember sl. samkvæmt lög um þeim, sem þá giltu. Eftir samþykkt tekjustofnafrum- varpsins á Alþingi 17. marz var þessi sama áætlun tekin til endurskoðunar og breytt i samræmi við ákvæði hinna nýju laga og endanlega sam- þykkt i borgarstjórn 13. april. Fróðlegt er að skoða fjárhags- áætlunina fyrir og eftir breytinguna og bera tölurnar saman. verið með eðliiegum hætti, hefði fjárhagsáætlunin átt að lækka um 380 milljónir kr. og verða L933 milljónir i staðinn fyrir 2.144. Þá hefði hvorki þurft að nota álag á útsvör eða Tekjur: Desember April Tekjuskattar Kr 1,499,E millj. 1,105,0 millj. Fasteignagjöld — 82,0 — 420,0 — Ýmsir skattar — 7,0 — 7,0 — Arður af eignum — 51,0 — 45,0 — Arður af fyrirt. — 51,2 — 51,2 — Frá jöfnunarsjóði — 238,5 — 264,7 — Aðstöðugjöld — 378,5 — 246,0 — Aðrar Tekjur — _ 5.0 — - - 5.9 — Tekjur samtals Kr. 2,312,7 millj. 2,144,8 millj. Meginbreytingin i tekjunum með tilkomu nýju laganna er sú, að útsvarsupphæðin lækk ar um tæpar 400 milljónir en fasteignagjöldin hækka um tæpar 340 milljónir. Þá verður lækkun á upphæð aðstööu- gjalda vegna þess að i nýju lögunum var einungis heimil- að að nýta 65% þess hundraðs- hluta sem lagður var á sem aðstöðugjald 1971. I tekju-áætluninni frá april- mánuði er búiö að bæta 50% á fasteignagjaldstofninn eða um 140 milljónum króna og 1105 milljónir króna nást örugg- lega ekki, nema álagi verði bætt við útsvarsprósentuna einnig, sem á að vera 10 af hundraði skv. lögunum. Sennilega verður aukaálagið á útsvörin nálægt 100 millj. króna. Aiagsheimildir þær, sem ihaidiö i borgarstjórninni ákvað við gerö fjárhagsáæti- unarinnar aö nýta til fulls, nema þvi nokkuö á þriöja hundraö millj. króna. Um hvað er deilt ? Þvi er haldið fram, að Reykjavikurborg hafi af lög- gjafanum verið knúin til að nýta álagsheimildir tekju- stofnalaganna til fulls.Borgar- fulltrúar allra flokka minni- hlutans töldu hins vegar frá- leitt að bæta álagi á útsvörin og ekki ætti að innheimta með 50% álaginu fasteignagjöld af ibúðarhúsnæði eða ibúðar- húsalóðum, en það mun gefa um 54 % fasteingaskattanna i Reykjavik. Hefði sú upphæð numið um 80 milljónum. Nú er rétt að hafa i huga, að með breytingunni á tekju- stofnalögunum var verulegum útgjöldum létt af borgarsjóði, þar sem rikið tók á sig allan kostnað við löggæzlu og al- mannatryggingar og sjúkra- samlag að hluta. Nam þessi útgjaldalækkun um 380 millj. króna. Engar nýjar útgjalda- kvaðir fylgdu hins vegar breytingunni. Tekjuþörf borgarsjóðs minnkaði þvi við breytinguna um 380 milljónir. Ef allt hefði fasteignagjöld ibúða og ibúða- lóða. Hvaö sýnir gjaldahliðin? Gjaldabálkur fjárhagsáætl unarinnar gefur nokkra skýr- ingu á þvi, hvers vegna þetta var ekki hæet. (Sjá töflu neðst á siðunni) Aðalbreytingarnar á gjalda- bálknum eru þær, að framiög til félagsmála og löggæzlu lækka vegna ákvæða tekju- stofnalaganna um nærfellt 380 millj. króna. Hins vegar hækka liðirnir „önnur út- gjöld” og framlagið til fram- kvæmda mjög mikið. 215 milljóna hækkun milli umræöna Frá þvi fjárhagsáætlunin var lögð fram til fyrri umræðu i desember og þar tii hún var afgreidd i april hækkaði hún raunverulega um 215 milljónir króna eða röskar 50 milljónir á mánuði. Þetta er vissulega vel að verið. Þótt finna megi skynsam- legar ástæður fyrir sumum þessum hækkunum er hitt augljóst, að borgarstjórnar- meirihlutinn var ekki i sam- dráttar- eða sparnaðarhug- leiðingum við gerð þessarar fjárhagsáætlunar. Ég held, aö þaö sé samdóma álit borgar- fulltrúa þeirra fjögurra flokka, sem skipa minnihluta i borgarstjórn, að leynt og Ijóst hafi verið reynt aö auka á spennuna fremur en draga úr henni, þótt full ástæöa hafi veriö fyrir opinberan aöila eins og borgina aö nota óvenjugott atvinnuástand og rifa seglin dálitiö. Reyndar kom mjög svipuð skoðun fram hjá einum borgarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins. Albert Guðmunds- syni, er hann geröi grein fyrir atkvæði sinu. Hann gekk ábyggilega nauðugur til þess óábyrga leiks, sem borgar- stjórnarmeirihlutinn lék i sambandi við þessa fjárhags- áætlun. „ Framhald á bls. 19 Gjöld: Ðesember. April Stjórn borgarinnar Kr. 85.480 millj. 83,980 millj, Löggæzla _ 74.430 — 7.520 — Brunamál 26.520 26.520 • Fræöslumál ' _ 244.390 247.170 Listir, iþróttir, — 102.600 103.000 Heilbrigðis — Hreinlætismál 149.890 149.890 Félagsmál — 684.700 380.300 Fasteignir 14.550 14.550 önnur útgjöld 54.700 172.100 Gatnagerð — 372.00 — 372.000 — Rekstrargjöld alls Kr. 1.809.260 millj. 1.557.010 millj. Fært á eignabreytingar — 503.460 — 587.860 Gjöld Samtals Kr. 2.311.720 millj. 2.144.870 millj - Seinni hluti - Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.