Tíminn - 05.07.1972, Blaðsíða 19

Tíminn - 05.07.1972, Blaðsíða 19
■i t m f * # f Miðvikudagur 5. júli 1972 TÍMINN Starfsmenn ísal fá verðlaun fyrir öryggi á vinnustað ÓV-Reykjavik. t gær voru afhent i Alverinu i Straumsvik verðlaun til handa þeim starfsmönnum, sem engum slysum höfðu orðið fyrir eða valdið á siðastliðnu ári, 30/6 1971 — 30/6 1972. Fréttamönnum var boðið að vera við athöfnina, og urðu úrslit sem hér segir: 1. Kerskáli, þriskiptar vaktir 449.8 stig 2. Rafmagnsverkstæöi + Mæla- og rafeindaverkstæði 229.9 stig 3. Steypuskáli, þriskiptar vaktir 218.3 stig 4. Steypuskáli, dagvakt + tvi- skiptar vaktir 192.9 stig 5. Rannsóknastofa (efnagr. + gæðaeftirl.) + vöruhús 122.5 stig 6 Flutningadeild og svæðis- deild 116.2 stig 7 Vélaverkst. (OMA-flokkur, viðhaldseftirlit + bygginga- flokkur) 84 4 stif 8. Fartækjaverkstæði 77.0 stig 9. Mötuneyti og ræsting 75.8 stig 10. Kerskáli, dagvakt + tvi- skiptar vaktir 49.1 stig 11. Vélaverkstæði, dagvakt 41.7 stig 12. Kersmiðja + skaut- smiðja -=- 7.0 stig Þrenns konar verðlaun voru veitt. Fyrstu verðlaun voru flug- ferð til Grænlands, og var eigin- konum sigurvegaranna boðið með. önnur verðlaun voru kr. 1000 á hvern starfsmann og silfur- merki Isal, og þriðju verðlaun voru krónur 500 á mann. Þá voru og veitt aukaverðlaun, krónur 300 á mann, og hlutu þau starfsmenn i steypuskála (dagvakt + tvi- skiptar vaktir), rannsóknastofu (efnagr. + gæðaeftirliti > og loks starfsmenn i vöruhúsi. 1 upphafi athafnarinnar, sem fór fram eftir að fréttamönnum og öðrum gestum hafði verið sýnd verksmiðjan, flutti forstjóri tsal, Ragnar Halldórsson, ávarp. Þá talaði Haukur Kristjánsson, yfir- læknir á slysadeild Borgarspit- ala, og siðan flutti ræðu dr. Ernst Bosshard, tækniframkvæmda- stjóri islenzka álfélagsins. Sagði hann meðal annars i ræðu sinni: ,,Til að hvetja menn til sam- starfs við okkur og til að ná árangri höfum við efnt til keppni til að auka áhuga fyrir öryggi á vinnustað með góðum verð- launum. Á undanförnum vikum hafa ýmsir látið i það skina, Báðir fúsir Framhald af bls. 1. einvigið.” Með þessum orðum var Marshall horfinn af sviðinu og hélt i átt til herbergis sins, en hann sagði, að hann hefði verið að vinnastanzlausti40stundir. Með Marshall fór af sviðinu Lombarty. Nú tóku til máls dr. Euwe og Cramer, og kom litið nýtt fram i þeirra máli annað en það, að nú voru þeir orðnir trúaðir á aö ein- vigið færi fram. Skyndilega birtist Lombarty aftur, og tók hann nú til máls. Sagði hann, að þeir félagar hefðu átt mjög vinsamlegar viðræður við þá Geller og Krogius, og sagði Lombardy: ,,Ég veit að báðir að- ilar geta haft rangt fyrir sér, eða þá rétt. Þessar viðræður hafa gengið ótrúlega vel, en á þessu stigi málsins get ég engin svör gefið, vegna þess að við vinnum enn að málinu.” Lombardy sagði, að hann gæti fullvissað viðstadda um, að Fischer væri ekki á Islandi, ef hann hefði ekki áhuga á að tefla. Fischer hefði mikinn áhuga á að úr einviginu yrði. „Einvigið verður,” sagöi Lombardy, „og þetta verður mesta einvigi aldar- innar, hvernig sem úrslitin verða.” 1 fréttum frá Moskvu i gær segir, að Tass fréttastofan hafi sentút mikla yfirlýsingu, þar sem hún gagnrýnir Fischer mjög. Krefst fréttastofan þess meðal annars, að FIDE viti Fischer og, að Fischer biðji Spasski afsök- unar á framferði sinu. vegna vanþekkingar á hinum sanna tilgangi keppninnar, að þessi keppni væri aðeins til að arðræna starfsmenn okkar. Þessi ásökun er algjörlega úr lausu lofti gripin, eins og eftirfarandi tölur sýna: Arið 1971 töpuöust 1700 vinnu- stundir vegna slysa. Ein meðal vinnustund kostaði árið 1971 kr. 210,— 1700 vinnustundir gera þá kr. 357.000. Á sama tima höfum við lagt út vegna slysavarna kr. 2.135.585.00, sem er um það bil 6 sinnum meira. Jafnvel þó að slysin hefðu verið tvöfalt eða þre- falt fleiri, hefði útlagður kostn- aður vegna öryggismála verið margfalt meiri. Kostnaður eingöngu vegna verðlauna i öryggiskeppninni árið 1971 nam kr. 289.000, sem er um það bil jafnhátt og tapaðar vinnu- stundir vegna slysa sama ár. Það er auðséð af þessu, að hér er ekki um gróðavon að ræða. Ef tsal hefði sleppt öllum kostnaði, sem lagður var út af frjálsum vilja vegna öryggismála, þá hefðum við vissulega mátt draga verulega úr útgjöldum.” Tekjustofnalögin afrabfsha9ld Hver var tilgangurinn? Sjálfstæðisflokkurinn og þó alveg sérstaklega borgar- stjórinn i Reykjavik beittu sér mjög hart á móti hinum nýju tekjustofnalögum, þegar þau voru til meðferðar á Alþingi. Borgarstjórinn reyndi að telja Reykvikingum trú um, að lög- unum væri fyrst og fremst beint gegn Reykjavikurborg og með þeim væri nánast verið að svipta borgina fjárhags- legu sjálfstæði. Nauðsynlegt var þvi að gripa fyrsta tæki- færi til að sanna þessa kenn- ingu. Þegar búið var að hækka fjárhagsáætlunina um röskar tvö hundruð milljónir króna milli umræðna, var ljóst, að bæta yrði 50% álaginu á fast- eignagjöldin og aukaálagi á útsvörin lika til aö endar næðu saman. Þar með gat borgar- stjórinn sagt með réttu, að ekkert svigrúm væri eftir inn- an ramma laganna til frekari skattheimtu, Reykjavikur- borg yrði að nýta allar álagsheimildir til fulls og hefði ekkert upp á að hlaupa. Þannig átti að gera tekjustofnalögin óvinsæl i augum Reykvikinga og vitan- lega kenna rikisstjórninni um allt saman. i þessu tafli virðist þaö ekki hafa skipt máli i augum borgarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins, eða þeirra, sem þar ráða ferðinni, hvort reykviskir skattgreiðendur yrðu að borga 200 milljónum meira eða minna i útsvör og fasteigna- gjöld. Þetta var nauösynleg ráðstöfun til að stóru oröin og fyrirsagnirnar frá i vetur yrðu ckki eintóm markleysa. Samstaða minnihlutans. Borgarfulltrúar Alþýðuflokks- ins, | Alþýðubandalagsins, Frarrlsóknarflokksins og Sam- takanna höfðu algjöra sam- stöðu um afgreiðslu fjárhags- áætlunarinnar. Gerðu þeir grein fyrir sameiginlegri af- stöðu sinni i langri og itar- legri bókun, þar sem m.a. var bent á: að mjög mikið skorti á, að nægilegs sparnaðar gæti i rekstri borgarinnar og þvi verði skattheimtan ó-hóflega mikil, að þrátt fyrir, að 380 millj- ónum hafi verið létt af borgar- sjóði, lækki rekstrargjöld frá desemberáætlun aðeins um 250 millj. kr. Rekstrargjöld hafi þvi verið hækkuð um 130 millj. frá þvi i desember sl„ aðframlag til eignaaukningar hafi frá desemberáætlun verið hækkuð um 85 millj. og verði stærri hluti af tekjum borgar- sjóðs varið til framkvæmda en nokkru sinni áður i sögu borgarinnar, að sums staðar eru laun áætluð starfsmönnum, sem ekki fyrirfinnast, að með þvi að auka fram- kvæmdaféð um 50% frá árinu 1971 i stað 100% og viðhafa gætni i allri meðferö fjármuna borgarinnar, hefði mátt kom- ast hjá að leggja 50% aukaá- lagið á ibúðarhúsin og ibúðar- húsalóðirnar svo og að inn- heimta útsvörin með álagi, að ekki beri að leggja fast- eignagjöld á ibúðir tekjulitils aldraðs fólks, sem þaö býr sjálft i. 1 niðurlagi bókunar borgar- fulltrúa minnihlutaflokkanna sagði svo: „Okkur er ljóst, að við erum ekki i þeirri aðstöðu að geta lagt til og framkvæmt þær breytingar, sem að okkar dómi þyrfti að gera, bæði varðandi rekstur og fram- kvæmdir-borgarinnar, til þess að draga úr hinni miklu skatt- heimtu og tryggja skynsam- lega nýtingu þess fjármagns, sem borgin hefur yfir að ráða. Við munum þvi ekki taka þátt i atkvæðagreiðslu um þessa fjárhagsáætlun eða einstaka liði hennar umfram það, sem þessi bókun segir.” Fasteignaskattar. Láta mun nærri að með nýju tekjustofnalögunum hafi fast- eignagjöldin fimmfaldast frá þvi sem áður var. Helzta rök- semdin fyrir slikri hækkun á fasteignir er fyrst og fremst talin sú, að með fasteigna- skatti sé auðveldasta leiðin að ná gjöldum i hinn sameigin- lega sjóð af aðilum, sem eiga miklar húseignir. Einnig muni hækkun fasteignagjalda stuðla að betri og hagkvæmari nýtingu húseigna en ella. Hins vegar er ég sama sinnis og áður um það, að há fasteigna- gjöld á ibúðarhúsnæði að vissri stærð, sem eigandinn býr i, á ekki rétt á sér. Hjá okkur, þar sem velflestir, sem komnir eru á miðjan aldur, búa með fjölskyldu sinni i eigin húsnæði, er þetta nánast nefskattur. Fyrir ýmsa aðila, svo sem tekjulitið aldrað fólk og öryrkja geta háir fast- eignaskattar komið sér mjög illa. Að visu er það mikil bót, að i hinum nýju lögum eru allvið- tækar heimildir fyrir sveitar- stjórnir til að fella niður eða lækka fasteignaskatta. Nær sú heimild til nýrra ibúða svo og elli og örorkulifeyrisþega og annarra lifeyrisþega, sem ekki hafa verulegar tekjur umfram elli- og örorkulifeyri. Um niðurfellingu fasteigna- skatts ber að sækja sérstak- lega til borgarráðs. I eidri tekjustofnalögum var heimiid tii innheimtu fasteignagjalda með alit að 200% álagi. Þetta álag hafði Reykjavikurborg notað nokkur siðustu árin án þess nokkrar undanþágur væru veittar. Að þvi leyti hefur orðið breyting til bóta i réttlætisátt. Hver hefðu útsvörin orðið? Sjálfsagt mun sumum finnast fasteignagjöldin nokkuð há að þessusinni. 1 þvi sambandi er hins vegar gott fyrir Reykvik- inga að hugleiða, hvernig tekna hefði verið aflað i borgarsjóðinn, ef það hefði nú skeð, að ekkert hefði orðið úr samþykkt tekjustofnafrum- varpsins og fjárhagsáætlunin verið afgreidd i april mánuði sl. eftir gömlu lögunum þegar búið var að hækka útgjöld hennar um 215 milljónir og auka tekjuþörfina að sama skapi. Þá hefðu niðurstöðutölur orðið röskar 2500 milljónir kr. og út- svörin þurft að hækka i 1700 milljónir að öðrum tekjuliðum óbreyttum. útsvörin verða þó ekki núna nema rúmar 1100 milljónir. Það munar um minna en 600 milljónir króna. Árnað heilla Gefin voru saman i hjónaband 24. marz i Akureyrarkirkju, Friörika I. Jónasdóttir og Haukur M. Oskarsson, Steinnesi, Kópaskeri. Ljósmyndastofa Páls Akureyri. Laugardaginn 20 mai voru gefin saman i hjónaband i Aðventkirkj- unni af sr. Svein B. Jóhannsen Ungfrú Fjóla Stefánsdóttir og Hr. Snorri ÞorláksSon. Heimili þeirra verður að Hjaltabakka 37, R. (Ljósm.st. Gunnars Ingimars Suðurveri — simi 34852) Gefin voru saraan i hjónaband 30. marz i Akureyrarkirkju Guðriður ólafsdóttir og Rögnvaldur Friö- björnsson, Karls Rauðatorgi 10 Dalvik. Laugardaginn 15. april voru gefin saman i hjónaband i Dóm- kirkjunni af sr. Óskari J. Þorlákssyni Ungfrú Elisa Júlia Sigursteinsdóttir Laugarnesvegi 108 og Hr. Stefán Þór Kjartans- son. Hólmgarði 44. Heimili þeirra verður að Hólmgaröi 44. {Ljósm.st. Gunnars Ingimars Suöurveri — simi 34852) Gefin voru saman i hjónaband 29. marz i Akureyrarkirkju María Ingadóttir og Eirikur Jónsson, Skarðshlið 18. Ljósmyndastofa Páls Akureyri. Laugardaginn 20. mai vcru gefin saman i hjónaband i Kópavogs- kirkju af sr. Lárusi Halldórssyni Ungfrú Dýrleif Egilsdóttir og Hr. Gunnsteinn Sigurösson. Heimili þeirra verður að Vesturbergi 96, R. (Ljósmyndastofa Gunnars Ingimars Suðurveri — simi 34852) Laugardaginn 6. mai voru gefin saman i hjónaband i Kópavogs- kirkju af sr. Lárusi Halldórssyni, Ungfrú Hafdis Hannesdóttir og Hr. Stefán G. Stefánsson. Heimili þeirra verður fyrst um sinn að Mánabraut 5, Kópavogi. (Ljósm.st. Gunnars Ingimarss. Suðurveri — simi 34852) Gefin voru saman I hjónaband 3. maí I Hverageröiskirkju af Séra Gunnari Benediktssyni, Kristin Antonsdóttir, og Birgir Styrmis- son, Vlðilundi 10, Akureyri. Ljósmyndastofa Páls, Akureyri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.