Tíminn - 06.07.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 06.07.1972, Blaðsíða 1
IGNIS FRYSTIKISTUR HAI-TOHC SIMI: 26660 RAFIÐJANSÍiMI: 19294 Spasskí þiggur ekki skákina ÞO-OV-Reykjavik Sovézka skáksambandið fór fram á það i gær, að Bobby Fischer gæfi fyrstu skákina i einvíginu við Spasski Strax og þetta fréttist fóru menn að ræða það sin á milli. Voru flestir á þvi, að Fischer myndi aldrei samþykkja þessa kröfu. Aðrir sögðu,að Fischer hefði ávallt talað um sjálfan sig sem bezta skákmann heimsins og þess vegna gerði það honum ekkert til, þó að hann gæfi fyrstu skákina. A blaðamannafundi á Hótel Sögu i gær var sovézki stór- meistarinn Geller spurður að þvi, hvort það væri rétt, að fariðhefði verið fram á slikt. Geller kvað það rétt vera, en hann sagði,að Spasski hefði sjálfur aldrei farið fram á slikt, og sagðist hann geta fullvissað viðstadda um,að Spasski myndi aldrei þiggja ¦ það, að Fischer gæfi fyrstu skákina. Euwe: „Biðst afsökunar" ÞÓ-óV-Reykjavik. „Ég biðst afsökunar. Ég braut reglurnar, og mér þykir það leitt, en fyrir þvi var ástæða. Ef ég hefði ekki gert það, hefði ekkert einvigi verið haldið", sagði dr. Euwe i gærdag, eftir að Rússar höfðu krafizt þess af honum, að hann bæri fram afsökun- vegna framferðis sins,er einviginu var frestað. Sovézki stórmeistarinn Geller, og fleiri úr hópi aðstoðarmanna Spasskis, héldu fund & Sögu i gær. Þar afhenti Geller mikla yfirlýs- ingu, og i henni var meðal annars farið fram á, að dr. Euwe bæðist afsökunar. Þeir Geller og Euwe voru sam- mála um, að ef einvigið ætti að fara fram, yrðu skákmennirnir að fara að setjast að taflborðinu. Euwe sagði m.a., að 17. septem- ber byrjaði ðlympíumótið i borg- inni Kolpie i Júgóslaviu, og ef þeir Fischer og Spasski væru ekki byrjaðir að tefla fyrir n.k. sunnu- dag, yrði ekkert ölympiumót. Þá væri lika um annan möguleika að ræða, og hann væri sá, að þeir Fischer og Spasski tefldu 16-18 skákir fyrst, og siðan yrði einvig- inu frestað fram yfir Ólympiu- mót, og myndu þeir þá setjast aftur að taflborðinu i Reykjavik. — Euwe taldi litlar likur á þvi, að einvigið gæti byrjað i dag, hann efaðist um að Spasski væri i nógu góðu ásigkomulagi. Geller sagði aftur á móti, að einvígið gæti vel byrjað á morgun, það væri allt i lagi með Spasski. Geller var spurður að þvi á fundinum, hvað hann væri hrædd- astur við. Hann svaraði stutt og laggott: ,,Að reglurnar verði brotnar aftur." Geller tók það fram, að ef þetta mál leystist ekki fljótlega, þá væru Rússarnir farnir heim. , 149. tölublað — Fimmtudagur 6. júli 1972 — 56. árgangur. kæli- skápar JDinéuLLetfiAféiciSí. A./" RAFTÆKJADEILD Hafnarstræti 23 Símar 18395 & 86500 Teflt verður í fyrsta lagi á sunnudaginn — sagði Lothar Schmidt í gærkveldi. Sennilega dregið um liti í dag ÞÓ-ÓV-Reykjavik „Ég fordæmi Fischer og hver myndi ekki fordæma hannTsagði dr. Euwe eftir að hann hafði skrifað yfirlýsingu þess efnis og lesið liana upp á fundinum á Hótel Sögu i gær. — Dr. Euwe sagöi: „Fischer lifir i öðrum heimi. Það þýðir samt ekki að hann geti gert það sem honum sýnist." Dr. IVlax Euwe skrifaði þessa yfirlýsingu og las hana upp,er Rússarnir höfðu krafizt þess að Alþjóðaskáksambandið fordæmdi Fischer fyrir hegðun hans nú siðustu daga, eins og t.d að vera ekki viðstaddur setningu einvígisins. ÓV-ÞÓ-Reykjavik Lothar Schmidt, yfirdómarinn I heiinsmeistaraeinvíginu i skák, sagöi frettamanni Timans á Loftleiðahótelinu i gærkveidi að hann byggist fastlega við, að hægt yrði að draga um liti siðari hluta dags i dag og hefja siðan fyrstu skákina á sunnudaginn. Lothar Schmidt sagði þetta að afloknum blaðamannafundi á Loftleiðahótelinu, en það var Fred Cramer, einn bandarisku fulltnianna,sem boðaði til þess fundar strax að loknum fundi Gellert á Hótel Sögu. Greinilegt er, að Cramer hafði ekkert merkilegt að segja, og gagnrýndu fréttamennirnir hann harðlega fyrir óábyrga framkomu. A fundinum kom fram,að Cramer hafði ekki haft neitt samband við Fischer eða aöra úr bandarisku „sendi- nefndinni" áður en hann boðaði til fundarins og þvi varð það eitt ljúst, að Fischer er tilbúinn og biður þess eins að teflt verði, en Cramer sagði, að verið væri aö pressa fötin, sem Bobby ætlaði að vera i þegar dregið yrði um liti. Lothar Schmidt sagði,að þrátt fyrir að Fischer væri tilbúinn, þá væri Spasski mjög órólegur, og reiður út af öllu stappinu og yrði áreiðanlega ekki fær um að tefla fyrr en i fyrsta lagi á sunnudag. SÍÐUSTU FRÉTTIR Um kl. 10 I gærkvöldi var haldinn fundur sovézku, og fslenzku aðilanna að heimsmeistaraeinviginu i skak. A honum voru Sovét- mennirnir, Schmidt, Euwe og fleiri. Bjuggust þeir við löngum fundi. En þegar blaðið fór I prentun var ekkert af honum að frétta. ____________ Biðlund Dr. Max Euwe les upp yfirlýsingu sina á blaðamannafundinum I gær. Þar fordæmdi hann Fischer og W |%^CíOl# IO viðurkenndi, að hafa þverbrotið reglur FIDE um framkvæmd heimsmeistaraeinvlgisins. (Tímamynd: O U(|OOlV I O „Fischer hefur rnóðq- á þrotum ^# ÞO-OV-Reykjavik. að mig og land mitt" '——""" s-----'' nr» TTic^Viorc .Q a m lr v ohyi t upninm — sagði Spasskí. Fischer baðst afsökunar og vill gera það á ný OV—ÞÓ — Reykjavfk Heimsmeistarinn i skák, Boris Spasski, sendi frá sér í fyrradag svohljóðandi yfirlýsingu: „Með þvi að neita að vera við- staddur setningarhátíð einvigis- ins, hefur Fischer brotið reglur þess. Þannig hefur hann móðgað mig persónulega og landið, sern ég er fulltrúi fyrir. Almenningur i Sovétrikjunum, og ég sjálfur, er reiður út af hegð- un Fischers. Samkvæmt venjum, sem viðurkenndar eru af öllum, hefur hann fullkomlega fyrirgert rétti sinum til að tefla. Þannig hefur hann, að minu á- liti, dregið mjög í efa siðferðileg- an rétt sinn til að tefla einvigið. Ef einhver von á að vera til þess, að einvigiö verði haldiö, verður Fischer að taka ut sína refsingu. Aðeins eftir það get ég Frh. á bls. 15 ÞÓ-ÓV-Reykjavik. Margir hafa dáðst af þvi undan- farna daga, hve heimsmeistarinn Spasskf hefur tekið öllu, sem á hefur gengið, með miklu jafnaðargeði. I gær var hins vegar orðið ljóst, að biðlund Spasskís er nú á þrotum. Kom það meðal annars fram á fundi Rússanna á Hótel Sögu, og á Spasskí sjálfum. Spasskf á sjalfur að hafa sagt, að hann hafi mætt svo mikilli vin- semd hjá Islenzku þjóðinni, að hann hafi ekki getað annað en verið um kyrrt, þó svo að hann hafi haft fulla ástæðu til að snúa heim,.er Fischer mætti ekki.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.