Tíminn - 06.07.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 06.07.1972, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 6. júli 1972 TÍMINN 3 og tízkusýn- ingar á Sögu Frá þvi hefur verið sagt i blað- inu, að Hótel Saga, Stéttarsam- band bænda, Búnaðarfélag Is- lands og fleiri aðilar muni i sum- ar beita sér fyrir kynningu á fatn- aði úr islenzkri ull og islenzkum skinnum og mat úr landbúnaðar- afurðum. Fyrsta kynningar- kvöldið af þessu tagi verður i kvöld, og siðan framvegis á hverju fimmtudagskvöldi til loka ágústmánaðar. Aðgöngumiðar aö þessum kynningarkvöldum verða seldir hjá öllum ferðaskrifstofum, og er matur og aðgangur að tizkusýn- ingum þessum innifalinn i verði þeirra. Fréttabréf fré Króksfjarðarnesi: BÆNDUM VEITT VERDLAUN FYRIR SNYRTIMENNSKU Olafur E. Ólafsson, frétta- ritari Timans i Krókfjarðar- nesi, hefur sent blaðinu frétta- bréf úr heimabyggð sinni, dagsett 3ja júli s.l. Fréttabréf Ölafs fer hér á eftir: Miklar endurbætur á hótelinu. Hótel Bjarkarlundur hóf sumarstarfið i byrjun s.l. mánaðar. Allmiklar endur- bætur hafa nú verið gerðar á hótelinu, gólf i elzta hluta hússins, sem byggt var á árunum 1945 og 1946, hafa verið steypt og flisalögþ,setu- stofa og gangar teppalagt og hreinlætisklefar endur- byggðir. Gistirými er nú fyrir 30gesti. —Allmiklar pantanir bæði frá erlendum og inn- lendum gestum hafa borizt. Umsetning jókst Aöalfundur Kaupfélags Króksfjarðar var haldinn i Krókfjarðarnesi 18. júni s.l. Umsetning hafði vaxið nokkuð frá árinu áður, og var alls rúmar 52 milljónir króna, en það er andvirði seldra og keyptra vara og vörur i um- boðssölu. Tekjuafgangur varð tæpar 400 þús. kr. og gaf möguleika til að greiöa félags- mönnum 6% af ágóðaskyldri úttekt þeirra. Á árinu keypti kaupfélagið ibúðarhús i Krók- fjarðarnesi og á nú þrjú hús til afnota fyrir starfsfólk sitt. Þá var greint frá þvi á fundinum, að innlánsdeildin, rúmar 10 millj. kr., hefði fyrir skömmu verið greidd til Samvinnu- bankans og þá um leið opnuð bankaútibússkrifstofa i Króksfjarðarnesi, er væri i húsi verzlunarinnar. Var þeirri ráðstöfun mjög vel tekið af fundarmönnum. Innistæður viðskiptamanna og skuldir voru svipaðar og árið áður, aftur á móti hafði innlánsdeildin vaxið um 2,7 millj. króna. Þrem bændum veitt verðlaun. Fyrir tveimur árum veitti kaupfélagið i fyrsta sinn verð- laun fyrir snyrtimennsku og góða umgengni á bæjum i hér- aðinu. Að þessu sinni voru þremur bændum veitt verð- laun, Jóni Sveinssyni Klukku- felli, Samúel Björnssyni Höllustöðum, báðir i Reyk- hólahreppi, og Magnúsi Ingi- mundarsyni að Kletti i Geir- dalshreppi. — Stjórn kaupfél- agsins skipa nú Grimur. Arnórsson Tindum formaður, Haraldur Sæmundsson Kletti, Jens Guðmundsson Reyk- hólum, Július Björnsson Garpsdal og Karl Arnason Kambi. Fjölmenni við guðsþjónustu S.l. sunnudag heimsótti pró- fastur Barðastrandarprófast- dæmis, séra Þórarinn Þór á Patreksfirði, ásamt kirkjukór Patreksfjarðar, Reykhóla- kirkju. Fjölmenni vár við at- höfnina, sem var hin hátiðleg- asta. Sóknarpresturinn, séra Sigurður H. Guðmundsson, flutti prófasti og kirkjukór þakkarávarp, en prófastur þakkaði frábærar móttökur i Reykhólasveit, þar sem hann hafði verið þjónandi sóknar- prestur um 20 ára skeið, og bauð sóknarpresti og kirkju- kór Reykhólakirkju i heim- sókn til Patreksfjarðar á þessu sumri. Að lokinni athöfn var öllum gestum boðið til kaffidrykkju i samkomuhúsi staðarins. Útflutningslána- sjóður býður lán KJ — Reykjavik Þaðerekkiá hverjum degbsem lánastofnanir á islandi beinlinis auglýsa útlánastarfsemi sina, en þannig var það nú samt i vikunni, þegar stjórn og framkvæmda- stjóri Útflutningslánasjóðs boðaði blaðamenn á sinn fund til að kynna starfsemina, og bækling, sem gefinn hefur veriö út um sjóðinn. Útflutningslánasjóður hefur tvenns konar hlutverki að gegna: 1 fyrsta lagi að veita lán vegna út- flutnings meiri háttar véla og tækja, sem framleidd eru innan- lands, og i öðru lagi að veita sam- keppnislán svokölluð til innlendra aðila, sem framleiða sams konar vörur og einnig eru fluttar inn, og þá með meira en eins árs greiðslufresti. Sem dæmi um samkeppnislán má geta þess, að þeim, sem byggja yfir strætisvagna og áætl- unarbila, hafa verið veitt slik lán, einnig sem framleiða stálgrinda- hús, frystivélar og vélar til fisk- iðnaðarins. Sem dæmi um útflutningslán má hins vegar nefna, að bátarnir tveir, sem smiðaðir voru i Hafn- arfirði fyrir Indland, voru smið- aðir með tilstyrk útflutningslána. Viðskiptabankar viðkomandi aðila hafa milligöngu um sam- keppnislán, og greiðir Útflutn- ingslánasjóður bankanum upp- hæðina, sem endurlánar pening- ana til framleiðandans. Sam- keppnislánin nema yfirleitt 50% af söluverði véla og tækja. Sam- keppnislán eru einkum veitt út á hvers konar vélar og tæki, eins og dæmin að framan sýna. 91/2% vextir eru af lánum þessum, og þau eru ekki gengislán. Útflutn- ingslánin eru aftur á móti gengis- lán, enda hækka greiðslur til framleiðenda við gengishækkan- ir. Útflutningslánin eiga að gera innlenda framleiðslu samkeppn- isfæra á erlendum mörkuðum, en samkeppnislánin aftur á móti eiga að gera innlenda framleiðslu samkeppnisfæra við hið innflutta. Sérstök deild, tryggingalánadeild útfluntingslána, er starfrækt við Rikisábyrgðasjóð til að tryggja útflytjendur og lánastofnanir fyr- ir tjóni vegna vanskila erlendra aöila. Lánsupphæð útflutnings- lána er um 64%, sé lánið tryggt hjá tryggingadeildinni. A siðast ári voru veitt 48 lán úr Útflutningslánasjóði, að upphæð tæpar 50 milljónir króna. Sam- keppnislánin voru 47 að fjárhæð rúmlega 30 milljónir, en útflutn- ingslánin að fjárhæð 19,4 milljón- ir. Þá var tveim umsóknum visaö frá. Stofnaðilar Útflutningslána- sjóös eru Seðlabanki tslands, Landsbanki tslands og Iðnlána- sjóður, og leggur hver aðili fram 50 milljónir króna á þremur til fimm árum. Stjórn sjóðsins skipa þeir Jónas Haralz bankastjóri, Bragi Hannesson bankastjóri, en framkvæmdastjóri er Bragi Björnsson lögfræðingur. SÆNSK KONA FORSTJÓRI NH ÞÖ 7 Reykjavik. Þrátiu og sjö ára gömul sænsk kona, Maj — Britt Imnander, hef- ur verið ráöin forstjóri Norræna hússins. Imnander er ráðin til fjögurra ára, og var hún valin úr hópi 23 umsækjenda frá öllum Norðurlöndunum. Maj — Britt Imnander er nú deildarstjóri við bókaforlagiö LT i Stokkhólmi. Hún lauk magister- prófi frá Uppsalaháskóla árið 1960 i landafræði, norrænum mál- um og bókmenntasögu. Hún stundaði nám i islenzku við Háskóla tslands 1963—1964, og tók þátt i námskeiði i islenzku fyrir erlenda stúdenta sumarið 1959. Matarkynning Camel-laxinn var 221/2 pund Asgeir Nikulásson, Alfa- skeiði 72 i Hafnarfirði, veiddi Camel-laxinn i siðustu veiði- viku, en sem kunnugt er, stendur Rolf Johansen & Com- pany fyrir Camel-laxveiði- keppni og greiðir tiu þúsund krónur fyrir stærsta laxinn,er veiðist á stöng hér i hverri viku og gefur stórlaxinum heiðursheitið Camel-Iax. Laxinn, sem Asgeir veiddi, var 22 og hálfu pundi betur, og y var hann veiddur i svonefnd- um Berghyl i Þverá i Borgár- firði að kvöldi 25. júni, fyrsta veiðidag veiðivikunnar. Þetta var hængur veiddur á maðk. Annars munaði litlu.að þessi stórlax kæmist ekki á réttan stað. Hann rann nefnilega rot- aður úr höndum veiðimanns- ins og vatn Þverár umlukti hann á nýjan leik. En allt fór þó betur en á horfðist, tveimur klukkutimum siðar fannst hann dauður á öðrum stað i Þv«rá, og tiu þúsundin voru veiðimannsins. Stóra-Laxá stóö sig bezt. Samkvæmt upplýsingum frá fyrirtæki Rolfs Johansens komu þangað tiu tilkynningar um veidda stórlaxa i siöustu veiðiviku, 14—221/2 pund. Næstþyngsti laxinn var 22 pund, og hann veiddi Pétur Georgsson i Stóru-Laxá 25. júni. Þá veiddist i ánni 17 punda lax og 14 punda, og samkvæmt tilkynningunum stóð Stóra-Laxá sig bezt i sið- ustu veiðiviku, hvað veiði á stórlöxum áhrærir. Þá sakar ekki að geta þess, að 1. júli veiddi Steingrimur Her- mannsson alþingismaður 19 punda lax á flugu i Flóku. Sýslumannsfrúin veiddi þyngsta laxinn I viðtali.er við áttum við Jón tsberg sýslumann i gærkvöldi, kom fram, að i lok júni var alls búið að veiða 350 laxa i Laxá á Asum á stangirnar tvær, sem þar eru leyfðar. Þyngsti lax- inn,er þar veiddist i júnimán- uði var 18 pund, og hann veiddi eiginkona Jóns, Þórhildur Is- berg. Laxinn veiddist á maðk i Duslum 25. júni. — A föstudag og laugardag vorum við tveir félagar að , veiða i ánni og fengum 18 laxa, þótt við færum okkur að engu óöslega, sagði Jón tsberg að lokum. — EB. Lærisveinar Göbbeis og vegtollurinn t grein eftir Kristján Ingólfsson, sem birtist i sið- asta blaði Austra, segir svo: „Til eru þeir sem trúa þvi, aö með þvi að endurtaka iyg- ina nógu oft geti orðiö úr henni sannleikur. Gamii Göbbels trúði á þessa kenningu. Löngu eftir að Rússar voru farnir að skjóta á Berlin undir striðs- lokin þuldi hann það yfir Ber- linarbúum, aö nú væru Þjóð- verjar að þvi komnir að fara að mala Rússann. Honum varð samt ekki að iygi sinni fremur en öðrum, sem leggja stund á þvi um likt. En kenningin viröist viðar eiga fylgismenn. Hér eystra hafa einhverjir slikir kúvent sannleikanum og læðast nú með það miili húsa, að á sið- ustu dögum Alþingis i vor hafi Vilhjálmur Hjáimarsson rekið smiðshöggið á það að afnema vegatollinn á Kefiavikur- veginum. öllu lengra er ekki unnt að komast frá sannleikanum. Hið sanna i málinu er, að þegar þetta mál endanlega kom til afgreiðslu undir þinglokin var Vilhjálmur Hjálmarsson einn haröasti andstæðingur þess að tollurinn yrði afnuminn, þar sem það skapaði aukið mis- rétti i samgöngumálum með landsmönnum. Að sjálfsögðu var Vilhjálmi ekki þökkuð þessi stefna af öllum. Siðan gerðist það aö allir flokkar klofnuðu I málinu og tillagan um að afnema vegtollinn á Reykjanesbraut var sam- þykkt. Þá var lika um leið vegaáætlun næstu fjögurra ára kominn með greiösluhalla þar sem nú vantaöi á hana þá milljónatugi sem höfðu átt að koma af vegatollinum. Rikis- sjóður var nýbúinn að taka á sig hundruð milljóna króna skuldahala vegasjóðs frá liðnum árum. Yfir á rikissjóð varð ekki meiru velt i bráð. Þá var um tvennt að ræöa: Afgreiða vegaáætlunina með haila og gera hana þannig aö einskisnýtu pappirsgagni, eilegar taka fé til að greiða mismuninn i hækkuðu benzin- verði. Sem ábyrgur maður á Aiþingi valdi Vilhjálmur þann kostinn, sem honum þótti þó ekki góður, að bjarga vega- áætlun næstu fjögurra ára með þvi að flytja tillögu um auknar tekjur af benzini vega- sjóði til handa. Efalaust heföi þetta lent á einhverjum öðrum en Vilhjálmi að gera, ef hann heföi ekki sem fjárveitingar- nefndarmaður verið búinn að leggja dag við nótt við samn- ingu vegaáætlunarinnar, og óttazt að ef hún nú yrði að engu gerð, þá myndi vitleysan koma niður á landsbyggðinni. Var ekkert undarlegt að áætla svo, ef litið var til þeirrar stefnu sem Alþingi hafði þetta sama kvöld mótað i sam- göngumálum, með afnámi vegatollsins. Þessi er sannleikurinn. Hann er sagna beztur. Al- þingismenn á sem aðra að dæma eftir verkum þeirra, en ekki eftir þvi sem á þá er logið. Hér skal sem fyrr hafa það sem sannara reynist.” Kristján segir að lokum, að fái Vilhjálmur að njóta hér sannmælis, megi hann vel við una. Þ.Þ. Jón Grétar Sigurðsson héraðsdómslugmaður Skólavörðustig 12 Simi 18783

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.