Tíminn - 06.07.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 06.07.1972, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 6. júli 1972 TÍMINN TrrtQQömTTm 5 Leitar skjóls Litla stúlkan hér á myndinn leitar skjóls undir regnhlifinni sinni, og sömuleiðis undir regn- hlifum manneskjanna sem standa á þessum fótstalli. Þessi fremur óvenjulega stytta hefur verið reist fyrir framan skrif- stofubyggingu byggingarfyrir- tækis nokkurs i Hamborg, og hefur listamaðurinn, sem stytt- una gerði, Gerhard Brandes, viljað sina á táknrænan hátt markmið byggingarfyrirtækis- ins, en það hefur að kjörorði að það reyni eftir fremsta megni að veita fólki þak yfir höfuðið. Annars segja margir Hamborg- arbúar, að styttan sé sérstak- lega táknræn fyrir Hamborg, þvi veðráttan sé slik þar i borg, að fólk ætti aldrei að hætta sér út fyrir hússins dyr nema að hafa regnhlifina með sér. Segir frá ástum sinum og Garbo Brezki ljósmyndarinn Cecil Beaton hefur gefið út æviminn- ingar sinar frá árunum 1944- 1948, sem hann kallar ham- ingjusömustu ár ævi sinnar, en á þeim árum komsthann i kynni við kvikmyndaleikkonuna Gretu Garbo, og gekk það meira að segja svo langt, að sögn Beatons, að hann bað hennar. Kvikmyndaleikkonan, sem fáir þekkja mjög náið, vildi ekki giftast Beaton. Hún gat ekki hugsað sér að lifa með honum, það sem eftir væri ævinnar, og eignast með honum börn. Hún sagðist ekki geta tekið á sig þá ábyrgð, sem þvi fylgdi að eignast börn, að sögn Beatons. Greta og Cecil voru mjög nánir vinir i tvö ár, en þá kom að þvi, að þau urðu að skilja. Með tárin i augunum segist Beaton hafa kvatt Grétu. Hann segist hafa gjörsamlega falliö saman, en Greta hafi aðeins horft á sig með meðaumkun og siðan hafi hún kvatt. Þar með var sambandi þeirra lokið. Ekkert gat fengið þessa óútreiknanlegu leikkona, til þess að setjast i helgan stein, og helga sif sitt einum manni. ★ Fyrirbænir i Mið- fjarðarrétt A siðustu öld var uppi i Húna- þingi maður, sem kallaður var Sigurður skeggi, nokkuð ó- væginn i orðum, þegar sá var á honum gállinn. Eitt sinn var hann staddur i Miðfjarðarrétt, sennilega viðskálog tilallsvis. Allt i einu vék hann sér það aö bónda einum, rétti fram hönd- ina i kveöjuskyni og mælti hátt og skýrt, svo allir mættu heyra, er nærstaddir voru: „Komdu sæll og blessaður, Jón minn á Litlu-Þverá. Það vildi ég, að guð almáttugur gæfi, að við yrðum aldrei upp- visir, þú og ég.” ★ Billinn gengur fyrir kolum Þegar félagarnir Mike List- Brain og David Trussell frá Engiandi höfðu nýlega viðkomu i Los Angeles á ferð sinni um Kaliforniu urðu þeir að fá nýjar birgðir af kolum, þar sem kola- birgðir þeirra voru a þrotum, en billinn, sem þeir ferðast i er knúinn áfram á svipaðan hátt og gömlu kolalestirnar. Billinn þeirra, sem getur farið allt að 9 km á klukkustund hefur farið um mestan hluta Evrópu og sömuleiðis hafa þeir félagar ferðazt á honum um Afriku, Indland, Astraliu, Nýja Sjáland og Kanada. En hvað haldið þið, að billinn sé orðinn gamall? Hann er frá árinu 1926 og er Foden gufuvagn, sem brennir um það bil einum poka af kolum á hverjar 20 milur, sem hann fer, eöa 30 km. Bretarnir hafa aflað sér farareyris með þvi að selja fólki aðgang aö bilnum, þar sem þeir hafa viðkomu, og fá menn þá jafnan að bregða sér smáspotta i þessu óvenjulega farartæki, sem eitt sinn var notað til þess að flytja byggingarefni mílli staöa i London. Margir hafa haft gaman af þessum stuttu öku- feröum, enda væru félagarnir ekki komnir þangað sem þeir eru komnir, ef svo hefði ekki verið, þvi töluverður kostnaður er við að reka bilinn. ★ ísbirnirnir i hættu Mikið er rætt um þaö, m.a. i Noregi, hvort ekki sé hætta á þvi, að isbjörnum veröi útrýmt með of miklum veiðum. Nokkrar hömlur hafa verið settar á isbjarnaveiðar, en nægilegar rannsóknir liggja ekki fyrirum það, hversu mikið er óhætt að veiða árlega, til þess að hægt sé með nokkru öryggi að segja til um það i hve mikilli hættu birnirnir kunna aö vera. Visindamennirnir segja, aö isbirnirnir séu mjög merkileg dýr, eins og reyndar má vist segja um flest önnur dýr, sem eiga útrýmingu yfir höfði sér. ★ Ilættir við vændishúsin — fer að skrifa Xaviera Hollander, sem til skamms tima hefur stjórnað vændiskvennahúsi i East Side New York, hefur nú samþykkt að fara frá Bandarikjunum af fúsum og frjálsum vilja, en i ráði var að flytja hana nauðuga ef ekki vildi betur til frá Banda- rikjunum til Amsterdam. Frúin var yfirheyrð i sambandi við rannsókn, sem fram fór i New York á þvi, hversu mikil spilling væri rikjandi innan lögregluliðs borgarinnar. Frúin segist hafa lagt sitt fyrra liferni á hilluna, þar sem hún hyggist leggja fyrir sig ritstörf. Ekki segir hún þetta að ástæðulausu, þvi hún hefur þegar skrifað sjálfsævisögu sina, sem seldist með eindæmum vel. Hún hefur þrátt fyrir allt látið i ljós þá von sina, að þegar hún kemur aftur til Bandarikjanna verði vændi löglegt þar i landi, svo margt bendir til, aö þessi nýi rithöfundur hyggist snúa aftur til sins fyrra starfa siðar meir. DENNI DÆMALAUSI „Hvers vegna ætti ég að vilja bera bækurnar þinar, ertu veik ur eða hvað?”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.