Tíminn - 06.07.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 06.07.1972, Blaðsíða 11
Kimmtudagur <>. júli i<)72 TÍMINN 11 Verður engin kvenna- knattspyrna í suniar? - Stendnr stjórn KSÍ ekki við loíorð, sem hún gaf kveníólkinu? Hvenærfær kvenfólkið verkefni i knattspyrnu? Þessi spurning skaut upp kollinum, þegar áhorfendur að leik tslands og Danmerkur sáu kvennalið Ar- manns og tA leika forleik. Á leik kvennaliðanna mátti greinilega sjá framfarir frá þvi i fyrra. Stúlkurnar, sem léku á mánu- dagskvöldið kunnu orðið meira fyrir sér i iþróttinni, heldur en þá og léku af meira öryggi. Það er greinilegt, aðkvenfólkið er i góðri æfingu. lA-liðið komst yfir, 1:0 i fyrri hálfleik, með marki sem Ragnheiður skoraði en i siðari hálfleik tóku Armannsstúlkurnar völdin i sinar hendur, og sýndu stórgóða knattspyrnu. Þeim tókst að jafna, 1:1 með marki, sem Bjami hljóp á 21,8 sek. Bjarni Stefánsson kom heim úr utanför sinni i gær. Ekki tókst honum að ná Olympiulágmarkinu, i ferðinni, en nálægt þvi er hann, vantar aðeins 6/10 úr sek. i 400 m hlaupi. Bezti timi Bjarna i ferðinni var 21.8 sek. i 200 m hlaupi og 47,9 sek i 400 m hlaupi. Næsta mót, sem Bjarni tekur þátt i, er Afmælismót FRl 10., 11 og 13. júli, en þar fær hann harðsnúna keppinauta. Bezto spretthlanparar Noregs koma! ÖE-Reykjavik Það verða 11 norskir iþróttamenn,sem taka þátt i Afmælismóti FRl eftir helg- ina. Við höfum sagt frá keppendum, sem norska frjálsiþróttasambandið sendir, kringlukastaranum Tormod Lislerud, kúluvarparanum Björn Bang Andersen og 400 m hlauparanum Per Rom. Nú hefur norska félagið ákveðið að senda 8 iþróttamenn og i þeirra hópi eru tveir beztu spretthlauparar Noregs, þeir Audun Garshol, sem hefur hlaupið 100 og 200 m á 10,6 og 21,4 sek og Terje Hellesylt, sem á timana 10,6 og 21,7 sek. Auk þeirra koma 6 milli- vegalengdahlauparar sem eiga timana 3:52 til 3:58 min i 1500 m og i kring um 9 minútur i 3 km. Auður Rafnsdóttir, skoraði með vinstrifótarskoti utan úr vitateig — algjörlega óverjandi i hliðar- netið fjær. Stuttu siðar skoraði Ólöf ölafsdóttir sigurmark Ár- manns. Hún lék á tvær Skaga- stúlkur og brunaði að markinu, og það virtist ekkert fát vera á henni, hún lék eins og þrælvanur knattspyrnumaður, upp aö mark- teig, og renndi knettinum örugg- lega i netið. Lauk þvi þessum leik, sem áhorfendur höfðu mjög gaman af, með sigri Ármanns 2:1. Þegar við höfðum samband við Jón Hermannsson þjálfara Ar- mannsliðsins og spurðum hann, hvort kvenfólkið hefði mikinn áhuga á knattspyrnu, sagði hann: — Jú, áhuginn er mikill, en það vantar bara verkefni fyrir .stúlkurnar. Það var búið að lofa þeim þvi fyrir löngu að komið yrði á móti fyrir þær i sumar. Þau loforð hafa verið svikin og stúlkurnar mjög sárar út af þvi. Sumar þeirra eru jafnvel að hugsa um að hætta knattspyrnu. Ég veitt.d. um fjögur félög sem hafa kvennaknattspyrnu, á dag- skrá, það eru Armann, 1A, Vikingur og Völsungar. Það myndu fleiri félög bætast i hópinn ef sett yrði á mót fyrir kvenfólkið, sagði Jón að lokum. Af þessu sést, ab loforð þau, sem stjórn KSt gaf i vor um kvennaknattspyrnu, hafa verið lögð i salt. Það er ekki gott að hvetja kvenfólkiö til að æfa knatt- spyrnu, i sumar, eins og gert var eftir innanhússmótið i knatt- spyrnu, ef ekkert er svo gert fyrir það. Hér með skora ég á stjórn KSl að koma á kvennakeppni i sumar þó að það væri ekki nema bikarkeppni kvenna. Væri t.d. hægt að setja hana á sem forleiki i bikarkeppni KSl (karla) SOS. „Kofflið með Frazier” „Komið með Frazier, látið mig fá hann, þá skal ég sýna ykkur, hver er sá bezti”, kallaði Cassius Clay, eftir að honum var dæmdur sigur yfir Jerry Quarry i 9. lotu. Hann var búinn að leika Jerry svo grátt, að það þurfti einnig að stöðva keppnina i 6. lotu, og mun- aði þá engu, að Clay væri dæmdur sigur. 7500 áhorfendur sáu leik- inn, og var þeim strax i 3. lotu ljóst, að hverju stefndi! Umsjón Alfreð Þorsteinsson Leika Brasilíumenn hér i suraar? - Miklar líkur eru á því, að ÓL-lið Brasilíumanna í knattspyrnu komi hér við á leiðinni til Munchen Miklar likur eru á þvi, að ÓL- landslið Brasiliu i knattspyrnu komi hingað til lands á leið sinni á ÓL-leikana i Munchen og leiki hér einn landsleik. Þá eru einnig möguleikar á að 1. deildar lið frá Brasiliu komi hér við, þegar þau fara i keppnisferðalög til Evrópu. Þetta er haft eftir Alberti Guð- mundssyni, formanni KSl, sem var erlendis i júni og sat þar marga fundi með knattspyrnu- leiðtogum flestra landa heims. Það er bara beðið eftir bréfi frá Brasiliu, þar sem er sagt frá þvi, hvort ÓL-liðið á möguleika á að Óskabörnin í annað sæti Einn leikur fór fram i 2. deild á Melavellinum s.l. þriðjudags- kvöld. Þar mættust Armann og FH i miklum baráttuleik. Harkan var mikil hjá liðunum, og höföu leikmenn liðanna mjög hátt, voru með stanzlaus köll allan leikinn svo að maður furðaði sig oft á þvi, að þetta gætu verið fullorðnir menn að leika knattspyrnu. FH-ingar tóku leikinn i sinar hendur i fyrri hálfleik, og þeim tókst að skora tvö mörk á tveim min. Fyrst skoraði Helgi Ragnarsson á 11. min og á 13. min bætti Pálmi Sigurbjörnsson ööru við. Það var eins og Armannsliðið brotnaði niður við þetta mótlæti, og þvi tókst aldrei að ná sér á strik i fyrri hálfleik. FH-ingar bættu svo við þriðja markinu, rétt fyrir leikhlé. Bezti maður liðsins, Ólafur Danivalsson einlék upp að endamörkum og gaf þaðan knöttinn fyrir markið, þar sem Leifur átti ekki i erfiðleikum meö að skora. I siðari hálfleik jafnaðist leikurinn, og sóttu þá Ár- menningar mun meira, en FH- ingar tóku oft spretti, sem orsökuöu mikla hættu. Ar- menningar skoruðu eitt mark i siðari hálfleik, markið gerði Guð- mundur Sigurbjörnsson, en hann einlék upp völlinn, lék á mark- vörð og skoraði frá markteigs- horni. FH og Armannsliðið léku svipaða knattspyrnu i leiknum og þar var harkan látin sitja i fyrir- rúmi. Ármenningarnir eru likam- lega sterkari og þeir eru mjög duglegir. Það var mikið um for- föll i Ármannsliðinu — tveir voru i keppnisbanni og þrir á sjúkra- lista. FH-liðið sem svo mikið hefur veriö talað um i sumar, er ekki eins gott og af er látið, leikmenn liðsins hugsa mikið um að vera harðir, en hafa ekki likamlegt þrek til þess. Verða þeir oftast að láta i minni pokann i návigi og það hleypur i skapið á þeim og brýztútihrópumogköllum. SOS. koma hér við. Ef af heimsókn ÓL-liðs Brasiliumanna verður, þá er það fyrsta liðið frá S-Ameriku, sem kemur hingað til landsins til að leika knattspyrnu. Eins og flestir vita, standa Brasiliumenn mjög framarlega i knattspyrn- unni. Brasiliumenn eru núver- andi heimsmeistarar i knatt- spyrnu. Allir þekkja nafnið Péle og vita um hans afrek i knatt- spyrnunni. Hann varð fyrst heimsfrægur i heimsmeistara- keppninni i Sviþjóð 1958, þá aðeins 17 ára að aldri. Atti hann stóran þátt i þvi, að Brasiliumenn urðu heimsmeistarar þá. Einnig lék hann stórt hlutverk þegar Brasiliumenn urðu heimsmeist- arar i Chile 1962 og i Mexikó 1970. Þótt það sé ekki atvinnumanna- landsliðið, sem leikur fyrir hönd Brasiliu á ÓL-leikunum i Múnchen, þá eru það ekki neinir klaufar, sem komast i ÓL-lið þeirra. Hver veit, nema ein- hverjir leikmenn úr ÓL-liðjnu verði orðnir stórstjörnur i at- vinnumannalandsliði Brasiliu fyrren varir. SOS. Mynd: Knattspyrnusnillingurinn Pélc (svarta perlan). 1. dei Idarbaráttan heldur áfram í kvöld þá leika Fram og Breiðablik á Laugardalsvellinum og Valsmenn mæta Keflvíkingum í Keflavík i kvöld verða leiknir tveir leikir i 1. deildar krppninni i knatt- spyrnu. i sviðsljósinu verða topp- liðin i 1. deild Fram og Keflavik, og lcika þau bæði á heimavelli. Fram inætir Breiðabliki á l.augardalsvellinum kl. 20.00 og á sama tima mætast Keflvikingar og Valsmrnn á grasvellinum i Keflavik. Það má búast við hörkuleikjum á báðum vig- stiiðvum og það verður örugglega liart bari/.l um stigin. Fram og Keflavik hafa ekki enn tapað leik i I. deild, og vcrður þvi fróðlegt að vita, hvort Breiöabliksmenn og Valsmenn setja þar strik i reikninginn i kvöld. Leikir liðanna i fyrra fóru þannig: Keflvikingar og Valsmenn gerðu jafntefli, 2:2, i mjög skemmtilegum og vel leiknum leik. Mikill hraði var i leiknum og skoruðu Valsmenn strax á 2. min leiksins. Mþrk Vals skoruðu Hörður Hilmarsson og Ingi B. Al- nertsson, en fyrir Keflavik skoruðu Steinar Jóhannsson og Magnús Torfason. Það má fastlega reikna með þvi, að leikurinn i kvöld verði skemmtilegur og spennandi. Valsmenn hafa sýnt mjög góða leiki i 1. deildinni, og hafa þeir mikinn hug á þvi aö vinna Keflavikurliðið, sem hefur sýnt mjög misjafna leiki. En eitt má hafa i huga, Keflvikingar eru erfiðir heim að sækja og tapa sjaldan leik á heirnavelli. Þegar Fram lék sinn heimaleik gegn Breiðabliki i fyrra, þurftu þeir að leika á Melavellinum (heimavelli Breiðabliks) þvi að viðgerð stóð yfir á Laugardals- vellinum. Breiðabliksliöið lék þá sinn fyrsta leik i 1. deild, og mátti þola tap, 2:2 i leik, sem þótti ekki góður. Mörk Fram, skoruðu Arnar Guðlaugsson (nú Völsungum) og Erlendur Magnússon. Frh. á bls. 15 Gnðjón og Gnðmnndnr ná OL-lámarki ET-Reykjavik Á sundmóti sem fram fór i Laugardalslauginni á þriðju- dagskvöld, náðú tveir is- lenzkir sundmenn OL-lág- markinu. Það voru þeir Guöjón Guömundsson og Guð- mundur Gislason. Guöjón synti 100 m bringusund á 1:10,9 min og Guömundur 200 m fjórsund á 2:19,0 min. Þessi afrek eru jafnframt tslands- met. Anægjulegt er, að islenzkt sundfólk hafi náö þessum eftirsötta árangri. Viðbúiö er, að fleiri fylgi á eftir þessum tveimur, t.d. Finnur Garðar- son og Friðrik Guðmundsson, en þá skortir litið upp á þaö. Þess má og geta, aö Lisa R. Pétursdóttir, hefur náö OL- lágmarkinu, fyrir skömmu á móti i Bandarikjunum en óvist er, hvort hún keppir á Ólympiuleikunum fyrir hönd íslands. Meö þvi að ná lágmarkinu hefur Guðmundur tryggt sér far á 4ju OL en fyrst keppti hann á OL i Róm 1960. Ferill Guðmundar er einstakur innan islenzkrar iþrótta- hreyfingar, og þótt viðar væri leitað.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.