Tíminn - 06.07.1972, Blaðsíða 16

Tíminn - 06.07.1972, Blaðsíða 16
Stjórn Chaban-Delmas sagði af sér Pierre Messmer út- nefndur forsætis- ráðherra Frakka Fimmtudagur 6. júli 1972 Pierre Messmcr nýi forsætisráð- herrann Brown var ölvaður NTB-London George Brown, fyrrum utan- rikisráöherra Breta. hefur fengið boð um aö koma fyrir rétt i sept- ember, þar sem hann á að svara til saka fyrir ölvun við akstur. Eins og áður var sagt frá, ök Brown bil sinum gegnum þriggja metra háan múrvegg, en slapp ómeiddur og hrópaði hástöfum, að hann væri ódrukkinn. Því 'miður sýndi vinandaprófun lög- reglunnar hið gagnstæða. 30 sjúklingar brunnu inni NTB-London 30 karlmenn á miðjum aldri, allt sjúklingar á geðveikrahæli i Dorset á Englandi, létust i elds- voða.erl álma heimilisins brann i gærmorgun. Samkvæmt upp- lýsingum frá hælinu voru allir mennirnir á þroskastigi 5-6 ára barna og hafa þvi varla haft vit á að bjarga sér, er eldurinn kom upp. Stúkufélagar í Noregi í heimsókn hér EB-Reykjavik Nú á laugardaginn er væntan- legur hingað til lands 28 manna hópur úr góðtemplarastúkunni Concordia i Lilleström i Noregi til að heimsækja- st. Freyju i Reykjavik og st. tsafold-Fjall- konan á Akureyri, og mun hópurinn dveljast hér á landi i eina viku. Þetta er i fyrsta sinn, sem hópur félaga úr norskri góð- templarastúku heimsæknir is- lenzkar stúkur. NTB-Paris Franska stjórnin, undir forustu Jacques Chaban-Delmas, sagði af sér i gærmorgun. Siðdegis út- nefndi Pompidou gaullistann Pierre Messmer forsætisráð- herra i nýrri stjórn. Chaban-Delmas hefur verið forsætisráöherra Frakklands i þrjú ár. Hann hefur verið harð- lega gagnrýndur bæöi af gaul- listum og stjórnarandstöðunni undanfarið, eftir að haldið var fram, aö hann væri sekur um megnustu óreiðu i skattamálum. Fyrir mánuði lét Chaban-Delmas að þvi liggja, að hann myndi ekki vilja sitja áfram i embætti eftir þingkosningar, sem fram eiga að fara i byrjun næsta árs. Útnéfning Messmers var til- kynnt eftir aö hann hafði setið um klukkustund á fundi með Pompidou forseta siðdegis i gær. Messmer, sem var i liði „frjálsra Frakka” á striðsár- unum, var varnarmálaráðherra undir stjórn de Gaulles i niu ár. Tveir gagnrýnendur meðal umsækjenda Sex umsóknir bárust um stöðu Þjóðleikhússtjóra, en umsóknar- fresti lauk 3. júli, og er þess vænzt, að menntamálaráðherra, Magnús Torfi ólafsson veiti stöð- una innan skamms. Þeir sem sóttu voru Halldór Karlsson háskólastúdent, Halldór Þorsteinsson bókavörður og leik- listargagnrýnandi Timans, Jón Þórarinsson dagskrárstjóri lista- og skemmtideildar Sjónvarpsins, Sigmundur örn Arngrimsson leikari, sem var m.a. fram- kvæmdastjóri Leikfélags Akur- eyrar i fyrra, Sigurður A. Magnússon ritstjóri Samvinnunn- ar og leiklistargagnrýnandi, og Sveinn Einarsson leikhússtjóri, sem láta mun af störfum hjá Leikfélagi Reykjavikur i haust. Tanaka tekur við af Sato í Japan NTB-Tókió KakueiTanaka,sem kunnur er undir viðurncfninu ,,jarð- ýtan”, var i gær kosinn for- sætisráðherra Japans, er stjórn Satos sagði af scr eftir átta ára setu. A hlaða- niannafundi skömmu eftir að úrslit atkvæðagreiðslunnar voru kunn. sagði Tanaka, að hann ætlaöi að bæta sambúð- ina við Kina og undirrita friðarsamning við Sovctrikin. Auk þess lofaði Tanaka að koma á vinsamlegri sam- skiptum við Bandarikin, en þau hafa verið fremur daufleg undanfarin ár, vegna fjár- hagsörðugleika. Sato fyrrverandi forsætis- ráðherra ól þá von i brjósti, að Fukuda utanrikisráðherra tæki við embætti sinu, en við atkvæðagreiðsluna i frjálsa demókrataflokknum beið hann ósigur fyrir Tanaka, fékk 190 atkvæði en Tanaka 282. Búizt er við að Tanaka leggi fram ráðherralista sinn á föstudaginn og eitt af fyrstu verkefnum nýju stjórnarinnar verður væntanlega að gera ráðstafanir til að koma i veg fyrir gengishækkun yensins. Tanaka er 54 ára og yngsti forsætisráðherra Japans eftir strið. Hann fékk viðurnefnið „jarðýtan” vegna þess, að hann er vinnuþjarkur hinn mesti og fljótur að taka ákvarðanir. Bók eftir hann kom út i fyrra mánuði, og þar lætur hnn i Ijo's hugmyndir sinarum fjárhagslega framtið Japans. Einnig skrifar hann mikið um mengunarvanda- málin og ymis önnur mál, sem skipta Japani miklu. Landsþing demókrata hefst á mánudag: Tæplega ástæða til að ótt- ast óeirðir eins og 1968 SB-lteykja vík-NTB A mánudaginn hefst landsþing demókrata i Miami á Flórida. Yfirvöld eru ákveðin i að koma i veg fyrir, að atburðir lands- þingsins i Chicago fyrir fjórum árum endurtaki sig. Þar kom til mikilla átaka milli öryggissveita og mótmælenda. Þjóðvarðsveitir verða sendar til Miami til að aöstoða lögregluna við að halda uppi lögum og reglum. Þingiö stcndur i fjóra daga. hlargir af leiðtogum demó- krataflokksins eru þeirrar skoðunar, að 'óeiröirnar i Chicago, milli lögreglu og styrjaldarandstæðinga, hafi verið ein höfuðorsök þess, að fram- bjóðandi flokksins, Hubert Humphrey, tapaði i forseta- kosningunum. Þegar kjörmennirnir 3016 koma saman i Miami, munu hvorki meira né minna en 80% þeirra sitja landsþing i fyrsta sinn. Nú blökkumanna og fleiri en nokkru eru fulltrúar kvenna miklu sinni fyrr. Er landsþingið i Chicago var haldið 1968, var viö völd forseti úr flokki demókrata, Lyndon Johnson, og stjórnaði hann striðs- rekstrinum i Vietnam. Nú er ábyrgðin i höndum Nixons, sem er hins vegar repúblikani. Aðeins sú staðreynd er nægileg ástæða til að ætla, að hópar þeir, sem stóðu að óeirðunum i Chicago, verði ekki til staðar i Miami. 1968 var Eugene McCarthy eini fram- bjóðandinn.sem lýsti þvi yfir, að hann berðist gegn striðinu, og þess vegna var hann hetja óróa- seggjanna. Nú hafa flestir fram- bjóðendur demókrata lýst þvi yfir, að endi verði að binda á striðið og hafa lofað að kalla heim herlið þaðan, ef þeir verða kosnir. Sé litið á öll málsatriði virðist nokkuð augljóst, að landsþingið sem hefst á mánudaginn, ætti að geta farið rólega fram. Aðeins eitt atriði hefur vakið oróa, en það er sú ákvörðun flokksnefndar að taka 151 kjörmannaatkvæði af McGovern. Ósagt skal látið að svo stöddu, hvort það getur valdið blóðugum óeirðum i næstu viku. Spennan, sem rikjandi var fyrir landsþingið 1968 lætur ekkert á sér kræla nú. Flestir þeirra, sem hugsanlega vildu mótmæla, segja, að þeir vilji ekki spilla fyrir McGovern. Þeri vilji heldur láta til sín taka við landsþing repúblikana, sem haldið verður i ágúst, einnig i Miami. Þar verður Nixon, eftir öllu að dæma, út- nefndur á ný sem forsetaefni. Áfrýjunardómstóll i Bandarikjunum kvað upp þann úrskurð, að Mac Govern skyldi endurheimta þau kjörmannsat- kvæði sem hann upphaflega haföi hlotið, en þessum úrskurði var áfrýjað til hæstaréttar og er beðið dóms hans. Hann sagði af sér, er Pompidou varð forseti i júni 1969, en var út- nefndur nýlendumálaráöherra i febrúar i fyrra. Búizt er við, að Messmer leggi fram ráðherra- lista sinn innan sólarhrings. Fyrsta verkefni nýja forsætis- ráðherrans verður væntanlega að vinna gaullistum álit almennings meira en nú er, þannig að þeir geti haldið meirihluta sinum á þinginu. Samkvæmt áreiðan- legum heimildum er ekki talið, að nýir menn komi i helztu ráð- herrastöðurnar, en sérfræðingar velta þvi mikið fyrir sér, hvort Edgar Gaure, fyrrum forsætis- ráðherra, verði ekki i stjórninni. Hann mun studdur af mörgum miðflokksmönnum, þó að hann sé gaullisti. Gaullistar hafa ásamt stuðn- ingsflokkum sinum drjúgan meirihluta á þinginu, en hætta er talin á, að þeir missi allmörg þingsæti i kosningunum. Sósial- istar og kommúnistar gerðu i fyrra mánuði með sér samning, sem hefur ógnað rikisstjórninni. Svart: Reykjavik: Torfi Stefánsson og Kristján Guð- mundsson. ABCDEFGH ABCDEFGfl Hvftt: Akureyri: Sveinbjörn Sigurðssonog Heiðreksson. Hólmgrimur C h a b a n -1) e 1 m a s , forsætisráöherra. f y r r v . 33. leikur Reykvikinga: De4 x h4 56 manns grófust undir skriðu NTB-Tókió. Björgunarsveitir unnu i gær- kvöldi að þvi að ryðja burt hundr- uðum þúsunda tonna af grjóti, i von um að geta bjargað sem flestum af þeim 56 manneskjum, sem grófust undir, er mikil skriða féll i þorpinu Shigeto i S-Japan. Flestir þeirra, sem saknað er, voru að leita að manni, sem grófst undir smáskriðu. Þá kom stóra skriðan og gróf alla undir. Mikil úrkoma hefur verið á þessum slóðum undanfarið, og er viðar hætta á grjótskriðum. 2JA 4RA OG 6 MANNA GUMMIBÁTAR POST- SENDUM Sportval ! Hlemmtorgi — Simi 14390

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.