Tíminn - 08.07.1972, Page 1

Tíminn - 08.07.1972, Page 1
IGNIS UPPÞVOTTAVÉLAR SÍMI: 19294 SÍMI: 26660 kæli- skápar 2?A« A/ RAFTÆKJADEILD Hafnarstræti 23 Simar 18395 & 86500 Fyrsta stóra þyrlan í eigu íslendinga Víða verkað vothey vegna llin nýja Sikorsky-S 61 þyrla Landhelgisgæzlunnar kom meö Selfossi til landsins í gærkvöldi. Þetta er fyrsta stóra þyrlan sem Islendingar eignast, og getur hún boriö allt aö 12 farþega. Þyrlur sem þessi eru mikiönotaöar af bandarisku strandgæzlunni. Myndin var tckin af þyrlunni um borö f skipinu. (Tlmamynd Róbert) þurrkleysis SB-Reykjavík Viöast livar á landinu er nú al- mennt byrjaö aö slá, en þó draga bændur sláttinn heldur viö sig, vegna sifelldra úrkomu. A þeim stööum þar sem Timinn leitaöi heyskapaírétta á föstudag, kvaö viö einn tón; gras vel sprottiö, talsvertslegiö, en liggur flatt I úr- komunni og bændur keyra mikiö I votheysgryfjur. Snorri Þorsteinsson á Hvassa- felli i Norðurárdal sagöi aö þar væri úrkoma á hverjum degi, svo aö gras væri vel sprottið. Margir heföu byrjað að slá fyrir viku, en hefðu litið getað hirt. Nú væri bara beðið eftir þurrkinum, en menn væru ekkert að barma sér, þvi aö ekki væri öll nótt úti enn. Venjulega hefði sláttur ekki hafizt i Norðurárdal fyrr en i kring um miðjan júli. — Þetta litur ágætlega út, og við erum bara bjartsýnir, sagði Snorri að lokum. Magnús Árnason á Tjaldanesi i Saurbæjarhreppi, Dalasýslu, hafði svipaða sögu að segja. Tiðin Mestu listaverkakaup útlendra aðila á íslandi Dönsku samtökin „List á vinnustað” keyptu fjórtán verk fimm myndhöggvara hefði verið hálf bág undanfarið. Nokkrir bændur byrjuðu að slá ummiðjan júni og gátu hirt dálitið af því en siðan hefði ekkert náöst upp. Allt sem slegið hefur verið siðan um mán.mót liggur flatt i rigningunni. A þeim túnum, sem búið var að hirða af, þýtur nú upp háin, og á þeim óslegnu fer gras hvað úr hverju að spretta úr sér. Bændur eru að hugsa um að fara að demba i súrheysverkun, en biða þó enn eftir aö veður lagist. Hjörtur Þórarinsson á Tjörn i Svarfaðardal sagöi, að veöurfariö i Eyjafjarðarsýslu undanfarið hefði nálgazt aö vera Nóaflóö, og hefði heyskapur því litið komizt áfram. — Gras sprettur úr sér, en þaö er enginn ástæða til að kvarta, það er ekki það áliöið. Arið hefur verið einstaklega gott og menn veröa bara aö bjarga grasinu með því að verka vothey. Sagöi Hjörtur aö siðustu hallærisárin hefði seinni sláttur aflagzt, en i ár byggjust bændur við að fá góða há, ef svona héldi áfram. — Enginn þurrkur ennþá, sagöi Stefán Jasonarson i Vorsabæ i Gaulverjarbæjarhreppi Menn draga við sig að slá, en margir keyra i vothey. Þaö er hver siðastur að bjarga grasinu ó- skemmdu. Hér i sveitinni er á feröinni vinnuflokkur með skrið- mót, og steypir hann vot- heysturna fyrir bændur. Þrir eru risnir og sá fjóröi er i byggingu. Turnar þessir eru 5 metrar i þvermál. Votheysverkun virðist ætla að veröa þrautalendingin hér i sveit. ■ ■ r # • X • Einmitt um sama leyti og lista- hátið stóö meö pomp og prakt, voru útkjáö á hljóölátan hátt mestu listavcrkakaup, er út- lendur aöili mun hafa gert hér. Það voru dönsku samtökin List á vinnustað, sem keyptu hér fjórtán höggmyndir eftir fimin mynd- höggvara og hafa listaverkin þcgar verið send til óslóar, þar sem sennilega verður haldin á þeim sýning, áður en þau veröa send áfram til Danmerkur. Þó-Reykjavík Framkvæmdastofnun ríkisins hel'ur sent frá sér skýrslu sem fjallar um skuttogarakaupin fvrirhuguðu. i skýrslunni kemur fram m.a. að heildarfjöldi skut- togara sem bætast i islenzka fiskiskipaflotanna á næstu áruni Þessi samtök, List á vinnustað, voru stofnuð i Danmörku árið 1954 og hafa þau siðan keypt lista- verk með nokkuð reglubundnum hætti, svo að þau eiga nú orðið um fimmtán hundruð verk. Alls munu þau hafa efnt til þrjú þúsund sýninga i Danmörku þessi átján ár, sem liðin eru siðan þau voru stofnuð. Njóta þau styrks frá danska menntamálaráðuneytinu, samtökum atvinnurekenda og fleiri aðilum. verði 49. Endanleg ákvöröun hefur verið lekin um kaup og smiði á 29 þeirra, og þar með uni ráöstöfun þeirra til fyrirtækja og staöa, en um 10 er óviss áætlun. Skipting þessara 39 togara, sem ráðstafað hefur verið, er þannig eftir landshlutum að Reykjavik Ritari þessara samtaka var listmálarinn Fleming Rosen- falck, sem nú er nýdáinn en hann var skólabróðir Benedikts Gunnarssonar listmálara. Kunningsskapur þeirra leiddi til þess, að dönsku samtökin ákváöu að kaupa að þessu sinni listaverk á Islandi og hafði Benedikt alla meðalgöngu um kaupin. Það voru eingöngu högg- myndir, sem keyptar voru, og eru hlýtur 8 togara, Reykjanes 5, Vesturland 2, Vestfirðir 6, Norðurland vestra 3, Norðurland eystra 7, Austurland 6 og Suður- land 2. Á þessu má sjá að nokkuð skortir á jafnvægi i dreifingu skipanna milli landshluta. Einnig er skiptingin ærið misjöfn innan þær eftir bræðurna Jón og Guð- mund Benediktssyni, Ragnar Kjartansson, Jón B. Jónsson og Sigrúnu Guðmundsdóttur, sem er yngst þessara listamanna — fyrir skömmu komin heim frá námi i Noregi. Benedikt Gunnarsson sagði blaðinu i gær, að hann vænti þess að dönsku samtökin kynnu síðar að festa kaup á fleiri islenzkum listaverkum. þeirra. Þannig hljóta Isafjörður og Hnifsdalur 4 af 6 skuttogurum, sem fara eiga til Vestfjarða. Akurevr: Mýtur 3 og Dalvik 2 af 7 togurum Norðurlands eystra. Aftur á móti er skiptingin mjög jöfn á Austurlandi. Þar fer einn togari til hvers hinna 6 togaraút- vegsstaða. Þjófur staðinn að verki 45 mín eftir yfirheyrslu OÓ-Reykjavik i fyrrinótt var . maöur handtekinn er hann var aö skriöa inn um glugga hús- gagnaverz1unar. Var maöurinn,sem er 42 ára, búinn aö bauka nokkra stund við aö opna gluggann, og heyrði fólk i nágrenninu til hans og lét lögregluna vita. Þegar lögreglumennirnir komu, var maöurinn kominn liálfur inn um gluggann, en þá var gripið hraustlega i bakhluta hans, og meira varö ekki úr þvi innbroti. Var maðurinn settur i fangageymslu og yfir- heyrður hjá rannsóknarlög- reglunni i gærmorgun, og siðan sleppt kl. 11. En kl. 11.45 var maðurinn handtekinn aftur, og i það sinn fyrir að stela tvennum pörum af skóm við Skó- verzlun Péturs Andréssonar. Frh. á bls. 15 Búið að semja um smíði á alls 39 togurum 49 togarar bætast í flotann á næstu árum

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.