Tíminn - 08.07.1972, Síða 3

Tíminn - 08.07.1972, Síða 3
Laugardagur 8. júli 1972 TÍMINN 3 Útflutningur iðnaðarvara jókst um 50% Ársfundur Útflutningsmiö- stöövar iðnaöarins var haldinn ný lega. Þar voru samþykktir reikningar og gengiö frá árs- skýrslu. Útflutningsmiöstööin var stofnuö meö lögum á siöasta ári og hóf starfsemi sina 1. júli siöast liðinn. Hún tók við allri þeirri starfsemi, sem áöur haföi fariö fram á vegum útflutningsskrif- stofu Félags islenzkra iðnrek- enda. Útflutningur iönaöarvara annarra en áls hefur veriö hag- stæður fyrstu 5 mánuöi þessa árs. f fyrra nam verömæti þessa út- flutnings samtals 287 millj. króna, en i ár 436 millj. sem jafn- gildir 50% aukningu. Listmálararnir Tummas Arge og Sakarias Heinesen. Milli þeirra Timamynd GE. stendur kona Heinesens. FÆREYSK LIST I NORRÆNA HÚSINU Sunnudaginn 9. júli verður opnuð i Norræna húsinu sýn- ing á verkum fjögurra mynd- listarmanna frá Færeyjum. Sýningin er á vegum Lista- félags Færeyja og Norræna hússins. Listamennirnir eru þessir: Elinborg Liitzen frá Klakks- vik, Ingálvur av Reyni, Zaka- rias Heinesen og Tummas Arge frá Þórshöfn. Elinborg Liitzen sýnir dúkþrykksmynd- ir, en karlmennirnir þrir oliu- málverk. Sýningin stendur frá 9.-16. júli og verður opin daglega frá kl. 15 til 20. Sum verkanna verða til sölu. Listafélag Færeyja er bæði skipað listamönnum og áhugafólki um myndlist. Það var stofnað árið 1944 af fær- eyskum stúdentum -i Kaup- mannahöfn, og hafa formenn þess verið úr röðum áhuga- manna fram að núverandi for- manni, myndhöggvaranum Janus Kamban, sem tók við af Hanus frá Högdalsá á siðast- liðnu ári. Menningarlif i Fær- eyjum er i miklum blóma. Og samsýning myndlistarmanna er orðin árlegur viðburður á Ólafsvökunni. Zakarias Heinesen og Tummas Arge sjá um upp- setningu myndanna, og eru þeir komnir til landsins. SEXTAN MANNS MED 73 HESTA YFIR KJÖL Á VINDHEIMAMELA Bruni í Olfusi: SLOKKTI ELDINN I HÚSINU MEÐ TORFI A fimmtudaginn kom upp eldur i kyndiklefa i nýlegu ibúðarhúsi að Hliðarenda i ölfusi, en þar býr Sigþór Ólafsson ásamt fjölskyldu sinni. Sigþór brá skjótt við, þegar eldsins varð vart, reif torf úr torf- kanti við bæinn og kæfði eldinn með þvi. Hafði hann næstum al- veg komizt fyrir eldinn þegar slökkviliðsmenn úr Hverageröi og Þorlákshöfn komu á staðinn. Nokkrar skemmdir urðu á kyndi- klefa og þaki hússins og kring um forstofu, en sem betur fór náði eldurinn aldrei að breiðast neitt út að ráði. GG-Vindheimum Á fimmtudagskvöldið kom á fjóröungsmótið á Vindheima- melum 16 manna hópur áhuga hestamanna, karla og kvenna, úr Reykjavik, Voru þau með 73 hesta og fylgdi hópnum bill og bil- stjóri auk ráðskonu. Lagt var af stað frá Geysi á mánudagsmorgun, en á sunnu- dagskvöldið var ferðahest- unum safnaö þar saman. Fyrsti gististaður var Hvitárnes, en þaðan var farið i þremur áföngum um Kjöl i Skagafjörð. Fararstjórar eru þeir Gunnar Tryggvason og Þórarinn Hall- grimsson úr Reykjavik. Flest fólkið er einnig þaðan, og meðal þess er hinn aldni hestamaður Þorlákur Ottesen, sem verður 78 ára eftir fáeina daga. Yngstu ferðalangarnir eru tveir 17 ára piltar. Fararstjórar létu vel af færi og lögum fyrir hesta yfir hálendið, einnig aöstööu á áföngum. Til dæmis voru allir hestarnir hýstir i Hvítárnesi. Ferðafólkið mun dveljast á fjórðungsmótinu til mánudags, en halda siðan vestur Húnavatns- sýslur, Laxárdalsheiöi, Dali, suður yfir Rauðamelsheiði um Afli grálúðubáta sæmilegur en togarar leika þá grátt ÞÓ-Reykjavik Afli grálúðubáta hefur verið mjög misjafn að undanförnu og hefur tiðarfarið spillt þó nokkuð fyrir veiðunum. Þó er kannski annar skaðvaldur enn verri. Togararnir sem hafa verið á grá- lúðumiðum hafa sópað upp lóðum þeirra. Þeir breyta ekki einu sinni um stefnu þótt þeir sjái baujur bátanna og i hvaða átt lóðirnar •iggja. Gisli Guðmundsson á Súganda- firði, sagði okkur að Kristján Guðmundsson hefði verið að landa 60 tonnum i gær eftir 12 daga útivist. Var þetta önnur veiðiferð Kristjáns og úr þeirri fyrri kom hann einnig með 60 tonn. Kristján Guðmundsson hefur verið á veiðum vestan við Hala, en þar hefur hann haft litið næði vegna togara og er báturinn búinn að missa á annað hundrað lóðir, en lóðin kostar uppsett með færum, krökum og baujum um 6000 kr. Aðrir bátar hafa aflað sæmi- lega, Ólafur Friðbertsson kom með 53 tonn úr annarri veiðiferð sinni. Þá er Sigurvon i sinni fyrstu grálúðuveiðiferö og á mánudaginn var báturinn búinn að fá 50 tonn. Grálúðan hefur verið mjög mis jöfn að stærð i sumar, en hún hefur flokkazt ágætlega. Hnappadal, Borgarfjörð, Þing- völl og heim. Þessir ferðalangar voru flestir staddir á fjórðungs- móti sunnlenzkra hestamanna á Rangárbökkum fyrir skömmu. Eyðilagði óvart reikni- vélar í stað.. peningakassa OÓ-Reykjavík. Innbrotsþjófur var handtekinn i fyrrinótt i húsakynnum fimmta fyrirtækisins, sem hann fór inn i þá nóttina. Var þar á ferð ung- iingspiltur, aðeins 15 ára gamail. Þar sem hann var tekinn áður en hann komst burt með fenginn, haföihann ekki erindi sem erfiöi, en hann olli miklum skemmdum. Fyrst brauzt hann inn i húsa- kynni fjögurra fyrirtækja aö Brautarholti 30. Þar komst hann inn i trésmiðju, Innkaupasam- band bóksala, prjónastofu og prentsmiðju. Sparkaði hann upp hurðum aö ölfum fyrirtækjunum og vann skemmdir. A skrifstofu trésmiöaverkstæðisins eyðilagði piltur tvær rafmagnsreiknivélar. Lamdi hann ofan á þær með hamri — hefur sennilega ekki þekkt mun á reiknivélum og pen- ingakössum. Einnig barði hann húsgögn og fleira með hamrinum. Maður sem býr i húsinu heyrði gauraganginn. Hljóp hann til, náði i strák og hélt honum þar til lögreglan kom. á ií tam Í 8 - 10 á stöng á dag Þær fréttir höföum við fengiö frá Þórisvatni að silungsveiðin i vatninu sé eins góð og i fyrra, jafnvel betri. Segja menn að þeir fái 8-10 silunga á stöng dag hvern og sé hér um fallegan fisk að ræða. 22 fyrir hádegi úr bæjarlæknum Eins og .oft hefur komið fram hér er nú óvenjumikiö af laxi i Elliðaánum. Þess vegna er ekkert furðulegt þótt 22 laxar veiddust i ánum fyrir hádegi i gær, en samt veröur að telja það ákaflega góða veiði. Laxinn veiöist um alla ána, en að sjálfsögðu mest neðra. Eftirspurn eftir veiði- leyfum svipuð Samkvæmt upplýsingum frá Stangaveiðifélagi Reykjavikur virðist eftirspurn eftir veiöileyfum í árnar, sem félagið leigir, vera svipuð nú og i fyrra, a.m.k. það sem af er. Um það, hvernig eftir- spurnin veröur i heild á veiði- timanum, er nátturlega erfitt að segja'fyrr en komið er fram i ágúst. -EB 1 Herskáir minnihlutahópar Dr. Björn Sigfússon birti i Morgunblaöinu i fyrradag grein, sem hann nefnir ,,Sel Sæmundar er beint að Lögbergi og Arnagarði” og fjallar hún einkum um stúdentauppþot, sem hafa viða verið aigeng á siðari árum. Um þetta efni segir Björn m.a.: „Verksviö greinar minnar cr ekki pólitik, aðeins fyrir- b r i g ð a a t h u g u n . Nei, árekstrum er ég ekki mótfallinn. fyrst það liggur bæði i karleöli og rauðsokka- eðli að þurfa útrásar af þeirri tegund og fyrst saga kennir.að öll framför er mjög háð stökk- breytingjum þeim, sem til skiptis geta verið undirrót eða afleiðing harðra árekstra. En norrænt þjóðskipulag sættir sig aldrei vel við ögranir hinna hcrskáu minnihlutahópa, auk þcss oft fjarstýrðra af kölska og ömmu hans, til að yfirbuga þjóöarviljann. Samanburður á verkalýðs- hreyfingu næstliðinna 70 ára og þeim þáttum i stúdenta- óánægju, sem dálítiö almennir mega kallast um Norðuriönd (og Bretland, Holland, Þýzka- land, e.t.v. Frakkland?), bendir minna til þess en ýmsir kenndu 1968, að pólitiskt sam- starf geti nokkru sinni orðið langvinnt þeirra stétta i milli. Hagræðing á marxisma 19. aldar hefur verið eftirsótt söiuvara i 4 ár, þess efnis að gylla þetta „samstarf”, þ.e. valdatöku óbilgjarnra fámennra menntamanna- hópa, sem láta skuli launa- þegastéttirnar steypa fyrirsig þjóðskipulaginu gegn loforði um, að nýju drottnararnir (róttækustu stúdentar) myndu innleiða frjálslyndi og sósial- isma á rústir þess. Reyndir marxistar hrista höfuð yfir slikum boðskap, hvað þá aðrir. Aftur á móti er raunhæft að benda á ugg ungra mennta- manna við það, að þeirra biði atvinnubrestur að loknu námi, fyrst fjöldinn i þvi sé of mikiil, i öðru lagi er ungt fólk hrædd- ara en hið eldra um. að mann- kynið sálgi sér ýmist með mengun, offjöigun, hráefnis- skorti, þarafleiðandi kynþátta- hatri (ef ekki er nóg af þvi fyrir), striði og ég man ekki hverju flcira.” Viðbrögð fjósamanns t greinarlokin segir Björn: „Þess varð Sæmundur áskynja,að sér væriætlaö sálu- félag við fjósamanninn, sem þá var á Iiólum nyrðra, og vildi þvi kanna geöslag hans. Sæmundur gerði sér ferð til Hóla og leyndist i fjósinu, þar til fjósamaöur gekk frá tii að leysa hey. Þá 'neytti Sæmundur hrekks, sem hann hafði lært af kölska, gekk bás frá bás og skar helsi af hverju nauti. Gengu þau \vo iaus úr básunum, og riðiaði hver gripur á öðrum, og gerðust af baul og öskur nóg, en nauta- maður hljóp til og skildi ekkert i. En ekki blótaði hann, heldur bað fyrir sér og kom öllu i samt lag sem fyrr. Sæmundur gaf sig þá fram og þótti sálufélag við þennan mann gott. t öllum viöureignum um þjóðmál á tslandi er einhver Sæmundurinn i laumi að skera helsi af nautum fjóssins. Og hver er sá, sem hefur ekki gaman af þvi eins og hann að fyigjast með, hver viðbrögðin verði i byrjun af þannig fengnu frelsi? — Og hver viðbrögð nautamanns verði!” Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.