Tíminn - 08.07.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 08.07.1972, Blaðsíða 6
TÍMINN Laugardagur 8. júli 1972 j HAFNARGERÐ I GRIMSEY AÐ RÁÐUM HEIMAMANNA Mokafli og allir ónnum kafnir við veiðar og verkun Það er oftast fjör á barnaleikvöllunum, þvi að þar er fólk, sem ekki er komið á þann aldur, aö þaö gefi sér tima til þess að láta sér leiðast. Dofni áhuginn á einu, þá er alltaf að einhverju öðru að hverfa unz kvöld er komið. Og margur fer hálfnauðugur í bólið eftir daglangt amstur. Gullfoss, Goðafoss og Dettifoss helgi- gripir ísl. náttúru - sagði rafmagnsveitustjóri á fundi á Akureyri KJ-Reykjavik t siðustu viku var haldinn á Akureyri aðalfundur Sambands Isl. rafveitna, og var þar m.a. rættum raforkumál Norðurlands. Valgarð Thoroddsen rafmagns- veitustjóri rikisins flutti erindi um það efni og sagði þá m.a.: „Þegar talað er um vatnsafls- virkjanir, leiðist hugurinn að fossum, stórum og miklum. Hvað er þa til af þvi tagi, i myndar- legum stil, á Norðurlandi? Auðvitaö kemur manni þá I hug Goðafoss og Dettifoss. Þeir sem þó hafa upplifaö og oröið jafnvel fyrir barðinu á náttúruverndar- sjónarmiöum, ættu vissulega að flýta sér hægt og með gát i þessum efnum. Ég hef það ein- hvern veginn á tilfinningunni, að Gullfoss, Goðafoss og Dett;.foss, séu eins konar helgigripiir Is- lenzkrar náttúru i hugum lands- manna og helgispjöll ber að varast ef þess er nokkur kostur." Að þessu sögðu taldi ræðu- maður aðeins tvo valkosti i sam- bandi við virkjanir á Norðurlandi, ef fra' er talin i bili jarðvarmaorkan. Annars vegar virkjun á vatnssvæði Skaga- fjarðar, norðan Hofsjökuls eða i Jökulsá eystri, og hins vegar linu yfir hálendib til stóru orkuver- anna sunnalands. Taldi ræðu- maður kostnaö við slika lfnu 2.3 millj. & km án endabúnaðar, eða meb öðrum orðum að lina frá væntanlegri Sigölduvirkjun niður til Eyjafjarðar til Akureyrar myndi kosta 428 milljónir, en lina um Kjöl til Varmahliðar i Skaga- firði myndi kosta 390 milljónir. Þá ræddi Valgarð nánar um virkjunarstaöina þrjá i Jökulsá eystri, sem lauslega hafa verið athugaðir, og hvatti til frekari at- hugana á þeim. Vel þegin framtakssemi Svía: Reglur um takmörkun hávaða á dansstöðum SB-Reykjavik. Nýjar reglur hafa verið settar um hávaða á veitingahúsum I Sviþjóð. Má hávaöi undir engum kringumstæðum fara yfir 90 decibel. Þá eru einnig nýjar reglur um lýsingu á veitinga- og danshúsum. Ekki má myrkur vera meira en svo að auðvelt sé að lesa og ekki hætta á að ruglast á peningaseðlum. Nefnd sii, sem setti reglur þessar, segir i greinargerð, að rannsóknir sanni, að hávaði á diskótekum og veitingahúsum, sem sé yfir 85 deeibel og vari i fimm stundir eða meira, geti haft veruleg skaðvænleg áhrif á heyrn manna. Viðvikjandi lýsingunni felst ennfremur i reglunum, að hún sé sem jöfnust um allt, þvi skyndileg birta i göngum eða annarsstaðar, geti orsakað timabundna blindu, sem aftur getur valdið slysum. i Grimsey er nú þrotlaus önn. Þangað eru menn komnir til hafnargerðar, sem að þessu sinni verður hagað eftir tillögum heimamanna sjálfra, og fiskafli er svo góður, að allir, sem vett- lingi geta veldið, hafa meira en nóg að starfa. Myndatökumenn frá sjón- varpinu hafa tvivegis verið i Grimsey, siðara skiptið i tiu daga, og ætiuðu þeir að taka þar litmynd af mannlifi og náttúru- fari.meðfram meðsölu erlendis 1 huga. Minna varð þó úr mynda- töku en skyldi vegna dimmviðr<is, en myndatökumennirnir munu ætla að koma aftur út I eyna i ágústmánuði, ef veðurguðirnir kynnu þá að veröa þeim hliö- hollari. Að hafnargerðinni vinna ein- göngu aðkomumenn, seytján að tölu.þviaðheimamenneru allir á sjó, en kvenfólk og unglingar og jafnvel börn við verkun aflans, sem allur er saltaður. A Akureyri er verið steypa tvö ker, annað þrettán metra langt, en hitt tiu, og á að sökkva þeim framan við hafnargarðinn gamla og láta þau mynda þar olnboga, og .verður siðan hlaðið að þeim grjóti að utan. Talað hefur verið um, að fyrra kerið komi til Grimseyjar i kringum 20. júli. Að undanförnu hafa Grims- eyingar átt i miklu basli með báta sina á vetrum, svo ótrygg sem höfnin hefur verið, og einn þeirra misstif þeir i fyrra- Vetur.Eins og allir muna, var allt unnið fyrir gýg, er þar átti að gera til hafnarbóta fyrir nokkrum árum, en nú vona allir, að betur takist til, þótt fullseint finnist kunnugum mönnum hafizt handa, þvi að hætt er við ylgju i sjónum, þegar dregur að hausti, en hafnargerðinni á að ljúka i haust. Aætlað er, að þessi hafnargerð kosti i kring um f jórtán milljónir króna, en um það bil hálfri þeirri fjárhæð mun hafa verið kastað i sjóinn i bókstaflegum skilningi, er ráðizt var i gerð hins mis- heppnaða hafnargarðs um árið. Samgöngur við eyna eru með ágætum isumar. Drangur kemur þangað vikulega, og þar að auki eru svo flugferðir, svo að þeim verður ekki skotaskuld úr þvi að bregða sér þangað, er litast vilja um i eynni og fá bréf upp á það, að þeir hafi komizt á heimskauts- bauginn. Skyggnilýsingar meðal íslendinga vestan hafs? Hafsteinn miðill beðinn að koma til New York t Sálarrannsóknafélagi tslands eru um tvö þúsund manns og má af þvi ráða,að áhugi margra á slikum efnum er mikill. Þessi áhugi virðist einnig fylgja ís- lendingum^sem dveljast erlendis. Að undanförnu hefur Sálar- rannsóknafélagiö styrkt sál- fræðingana Geir Vilhjálmsson og dr. Erlend Haraldsson til rannsókna á dulrænum fyrir- brigöum. Dr. Erlendur er nú staddur I New Ýork og hefur hann sent þaðan beiðni um, að Haf- steinn Björnsson miðill komi til New York og efni til skyggni- lýsinga á fundi Islendinga þar. Þess hefur einnig veriö farið á leit að hann bregði sér til Kanada i sömu erindagerðum. Sigrfður E. Magnús- dóttir hlýtur styrk til söngnáms ÞÓ — Reykjavik. Sigriður E. Magnúsdóttir söng- kona hefur hlotið 25 þús. kr. styrk úr minningarsjóði Kjartans Sig- urjónssonar söngvara. En Sigrið- ur stundar sem kunnugt er söng- nám i Vinarborg. Tilgangur minningarsjóðs Kjartans Sigur- jónssonar, sem ættaður var frá Vik i Mýrdal, er að styrkja unga efnilega söngvara til söngnáms. Minningarsjóðurinn aflar tekna meö sölu minningarkorta. Minn- ingarkortin fást hjá verzluninni Báru Austurstræti 14 og hjá Ein- ari Erlendssyni Vik i Mýrdal. Ný uppfinning: Nýrnasteinar f jar. lægðir án uppskurðar NTB — Uppsala Dósent við Uppsalaháskóla hef- ur fundið upp tæki til að fjarlægja nýrna- og blöðrusteina án upp- skurðar. Aðferöin sem mun vera einsdæmi i heiminum, felst i þvi að steinarnir eru sprengdir i sundur og þeim skolað ut. Til- raunir hafa verið gerðar á tveim- ur Bretum með mjög góðum árangri. Uppfinningamaðurinn, Sture Hændel, hefur sjálfur aðeins gert tilraunir með tækið á dýrum, en i Bretlandi hafa tveir sjúklingar losnað fullkomlega við mein sitt, án nokkurra eftirkasta. Við upp- skurð þurfa sjúklingar að dvelj- ast minnst hálfan mánuð á sjúkrahúsi, en með nýju aðferð- inni nægja fáeinir dagar. Blaðinu var tjáð i gær, að senni- lega yrði hann við óskum þessum og færi vestur um haf i sumar. Hann hefur einu sinni áður farið utan til skyggnilýsinga á sam- komu. Forseti Sálarrannsóknafélags íslands er nú Guðmundur Einarsson verkfærðingur. Þvi má bæta við, að á aðalfundi félagsins, sem haldinn var ný- lega, var séra Jón Auðuns kosinn heiðursfélagi og Elinborg Lárus- dóttir, rithöfundur hefur stofnað sjóð til minningar um Einar H. Kvaran. FJALLAGRÖS i fyrri daga var farið á grasafjall áður en sláttur hófst, jfanvel langt neðan úr sveitum, þar sem óraleið var á grasafjall. A grasafjallinu v.ar siðan legið, við, unz grasað hafði verið svo, að nægja þótti. Til byggöar var svo haldið með klyfjaða hesta, jafnvel heilar grasalestir. Nú fara menn sjaldnast til grasa, nema sér til gamans, þótt sums staðar á landinu þekkist það, að fjallagrös séu tind til sölu, svo að talsverðu nemi, eins og áður hefur verið sagt frá hér í blaðinu. Ljósm. Timinn.— GE

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.