Tíminn - 08.07.1972, Side 7

Tíminn - 08.07.1972, Side 7
Laugardagur 8. júli 1972 TÍMINN 7 Útgefandi: Frátnsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þór-g;:;:-:: :j:: arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaös Timans). Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislasoni. Ritstjórnarskrif-;::::;:;:;: stofur í Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300-18306.:;;;;;;;:;; Skrifstofur i Bankastræti 7 — afgreiösluslmi 12323 — auglýs-;;;:;:;:;:; ingasimi 19523. Aðrar skrifstofurísimi 18300. Askriftargjald;:;:;:;:;:; 225 krónur á mánuði innan lands, i lausasölu 15 krónur ein•&&& takið. Blaðaprent h.f. Álögur Geirs í grein Kristjáns Benediktssonar borgar- ráðsmanns um tekjustofnalögin og Reykja- vikurborg, sem nýlega birtist hér i blaðinu, var það itarlega rakið, hvernig áróður Sjálfstæðis- flokksins á Alþingi hefði orðið orsök þess, að borgarstjórnarmeirihlutinn lagði aukaskatta á Reykvikinga. Kristján bendir á, hvernig út- gjöld fjárhagsáætlunarinnar hafi verið hækkuð að óþörfu milli umræðna um 200 millj. króna. Hann segir siðan: „Sjálfstæðisflokkurinn, og þó alveg sérstak- lega borgarstjórinn i Reykjavik, beittu sér mjög hart á móti hinum nýju tekjustofnalög- um, þegar þau voru til meðferðar á Alþingi. Borgarstjórinn reyndi að telja Reykvikingum trú um, að lögunum væri fyrst og fremst beint gegn Reykjavikurborg og með þeim væri nán- ast verið að svipta borgina fjárhagslegu sjálf- stæði. Nauðsynlegt var þvi að gripa fyrsta tækifæri til að sanna þessa kenningu. I þessu tafli virðist það ekki hafa skipt máli i augum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, eða þeirra, sem þar ráða ferðinni, hvort reyk- viskir skattgreiðendur yrðu að borga 200 milljónum meira eða minna i útsvör og fasteignagjöld.” Kristján Benediktsson vék i þessu sambandi að sérstöðu minnihlutaflokkanna. Honum fór- ust orð um hana á þessa leið: ,,Borgarfulltrúar Alþýðuflokksins, Alþýðu- bandalagsins, Framsóknarflokksins og Samtakanna höfðu algjöra samstöðu um af- greiðslu fjárhagsáætlunarinnar. Gerðu þeir grein fyrir sameiginlegri afstöðu sinni i langri og itarlegri bókun, þar sem m.a. var bent á: að mjög mikið skorti á, að nægilegs sparnaðar gæti i rekstri borgarinnar og þvi verði skattheimtan óhóflega mikil, að þrátt fyrir, að 380 milljónum hafi verið létt af borgarsjóði vegna nýju tekjustofnalaganna, lækki rekstrargjöld frá desemberáætlun aðeins um 250 millj. króna. Rekstrargjöld hafi þvi verið hækkuð um 130 millj. frá þvi i desember sl., að framlag til eignaaukningar hafi frá desemberáætlun verið hækkað um 85 millj. og verði stærri hluta af tekjum borgarsjóðs varið til framkvæmda en nokkru sinni áður i sögu borgarinnar, að sums staðar eru laun áætluð starfsmönn- um, sem ekki fyrirfinnast, að með þvi að auka framkvæmdaféð um 50% frá árinu 1971 i stað 100% og viðhafa gætni i allri meðferð fjármuna borgarinnar, hefði mátt komast hjá að leggja 50% aukaálagið á ibúðarhúsin og ibúðarhúsalóðirnar svo og að innheimta útsvörin með álagi.” Þannig færðu fulltrúar minnihlutaflokkanna rök að þvi, að hægt hefði verið að auka framkvæmdaféð um 50% án þess að nota heimildina til að leggja 50% á fasteignagjald ibúðarhúsnæðis og 10% á útsvörin. Þessi rök tók ihaldsmeirihlutinn ekki til greina m.a. vegna áróðurs Sjálfstæðismanna á Alþingi. Þ.Þ. Vladimir Alexeef aðmíráll: Samkomulag um að hindra árekstra á sjó Verulegt spor í átt til batnandi sambúðar stórveldanna Nixon ineð sovézkum leiðtogum. Viö hlið hans situr Podgorný forseti, en fyrir aftan standa m.a. Breshneff og Kosygin. Meðan Nixon forseti dvaldist í Moskvu, voru undirritaðir ýmsir samn- ingar milli Bandarikj- anna og Sovétríkjanna, m.a. samningur um ráð- stafanir til að útiloka árekstra á hafinu. Einn þeirra manna, sem unnu að þessari samninga- gerð, var Alexeef aðmír- áll, sem er næstæðsti maður i foringjaráði rússneska flotans. Hann hefur ritað eftirfarandi grein fýrir APN um þetta samkomulag: VIÐ ÍBÚAR Sovétrikjanna höfum þá trú, að vilji þjóða Evrópulanda og þeirra afla á Vesturlöndum, sem styðja með raunhæfum aðgerðum heilbrigða þróun mála á meginlandinu, muni bera sigurorð af formælendum sjónarmiða hins kalda striðs. Samt sem áður er góður vilji og sameinað átak allra rikja til að draga úr spennu i al- þjóðamálum, m.a. málefnum Evrópu, nauðsynlegt, eigi að takast að koma á varanlegum friði á jörðunni. Af þessum sökum settust sovézkir full- trúar fúslega andspænis Bandarikjamönnum við samningaborðið, en formaöur bandarisku samninga- nefndarinnar var John Warn- er, einn af æðstu mönnum Bandarikjaflota. Eins og öllum er kunnugt, lauk viðræðufundum þessum svo, að undirritaður var samningur milli rikisstjórna Sovétrikjanna og Bandarikj- anna um ráðstafanir til að koma i veg fyrir árekstra á hafinu eða yfir þvi. Var samn- ingur þessi undirritaður i Moskvu hinn 25. mai sl. Þjóðir Sovétrikjanna eru ekki i neinum vafa um að gagnkvæmir samningar milli Sovétmanna og Bandarikja- manna á ýmsum mikilvægum sviðum alþjóðamála geti ekki einungis tryggt hagkvæmt samstarf með margvislegu móti, heldur og átt meirihátt- ar þátt i varðveizlu friðar. Með þetta i huga ber að meta áðurnefndan samning. VIÐ eigum að segja hvaða áhrif samningurinn muni hafa sérstaklega á gang alþjóðamála á Miðjarðar- hafssvæðinu, eða til dæmis Atlantshafssvæðinu, nú eða hvort hann muni draga úr spennunni i samskiptum þjóða i Evrópu, — þá er nauðsynlegt að einfalda sjónarmið okkar að þvi er varðar þessi vanda mál. 1 þeirri einföidun er erfitt að draga upp mynd i einstök- um atriðum af ákvæðum samnings þessa. Þess vegna ætla ég að skýra fáein samn- ingsatriðanna. Hafa verður i huga, að i nú- timaflota rikja á borð við Sovétrikin og Bandarikin er mikill fjöldi afarfullkominna yfirborðs- og neðansjávar- skipa og flugsveitir búnar skæðustu vopnum. Þess vegna geta vanhugsaðar aðgerðir og ákvarðanir, sem jafnvel eru teknar án ihugunar, haft i för með sér alvarlegar afleiðing- ar, og það fyrir alla aðila. Miðjarðarhafið er, eins og Atlantshafið, mjög fjölfarin siglingaleið. Þar sigla um sjó fjölmörg flutningaskip, rann- sóknaskip og ýmsar fleytur aðrar af ýmsu þjóðerni. Þess vegna er afar brýnt að fjalla um það vandamál, sem bundið er tryggingu siglinga á höfum úti, og ekki hvað sizt á þeim hafsvæðum, sem næst liggja Evrópu. Ekkert var þvi eðlilegra en að aðalathygli samningsaðila beindist i viðræðunum að þeim tillögum, sem ekki snertu á neinn hátt hagsmuni þriðja aðilans, annarra landa, með öðrum orðum: tillögum, sem vörðuðu siglingar skipa af öll- um þjóðernum á úthöfunum. Augljóst er, að margir vita deili á þeim reglum, er gilda um ferðir skipa og siglingu i nálægð annarra skipa. Þessar reglur eru kunnar sem al- þjóðasamþykktir, er koma eiga i veg fyrir árekstra á höf- um úti. Þess vegna er ákvæð- um samningsins, sem undir- ritaður var i Moskvu, ætlað að auka ábyrgð skipstjórnar- manna á hersnekkjum með hliðsjón af almennum reglum, sem um siglingar gilda. I SAMNINGNUM er kveðið svo á, að aðilar geri ráðstaf- anir til að sjóli.ðsforingjar við- komandi landa virði fullkom- lega bókstaf og anda þeirra al- þjóðareglna, sem gilda og koma eiga i veg fyrir árekstra skipa á höfum úti, en þetta er að sjálfsögðu mikilvægt atriði i sambandi við það að hindra meiriháttar hernaðarárekstra — reyndar mikilvægt skilyrði þessa. Á vorum dögum eru herskip oft á tiðum langtimum saman viðsfjarri bækistöðvum sinum og flotalægi, og þess vegna er endurnýjun birgða skipanna á höfum úti mjög þýðingarmikið atriði i þessu sambandi. Ég minntist á þetta atriði hér vegna þess, að þeir eru ekki margir i hópi almennings, sem gera sér grein fyrir þvi, að tilfærsla birgða og vista milli skipa á höfum úti er ekki auðveld, jafnvel þótt veður sé gott og sjór kyrr. Hvernig til tekst er ekki einungis kom- ið undir hæfni og verklagni skipverja, heidur lika, og ekki siður þvi, að skip, sem leið eiga um og hjá, hindri ekki birgðaflutningana á einn eða annan hátt. í samningnum er gert ráð fyrir, að skip samn- ingsaðila eigi að haga siglingu sinni svo, að þau hindri á eng- an hátt störf manna um borð i skipunum, sem fram hjá er siglt og ekki geta vikið úr vegi vegna starfa skipverja við birgðaflutningana. AÐ OKKAR áliti er sam- komulagið, sem náðist um að banna ýmsar hættulegar að- gerðir, sem alþjóðalög ná ekki til, mjög mikilsvert. Þetta nær fyrst og fremst til þess, að óleyíilegt skal vera að miða byssum eða beina flug- skeytum, sprengjuvörpum eða öðrum vopnum i áttina að skipum hins aðilans, er fram hjá sigla. Ljóst er, að slikar aðgerðir geta leitt til gagnað- gerða um borð i skipinu, sem fyrir þessu verður, i sjálfs- varnarskyni. Þá telst það einnigtil hættul. aðgerða að varpa einhverjum hlut i áttina að skipi hins aðilans, sem fram hjá siglir, og að nota kastljós eða sterka ljósgjafa til þess að lýsa upp brú skips, hins aðilans á siglingu. Sl ikt gæti aðeins blindað skip- stjórnarmenn á vakt eða aðra menn á skipinu, og þannig hindrað stjórn skipsins. 1 UMRÆÐUNUM var mikið rætt um vandamál i sambandi við gagnkvæm samskipti her- flugvéla eða flugvélar og skips á úthöfunum. Ekki eru til neinar almennt viðurkenndar alþjóðareglur um þetta. Varð- andi þetta atriði höfðu sendi- nefndirnar einkum hliðsjón af ákvæðum annarrar greingr Genfarsamkomulagsins frá 1958 um úthöfin, þar sem sagt er, að þegar flogið sé yfir út- haf, skuli tekið tillit til réttar annarra rikja til þess að njóta frelsis á hafinu. Ef flugvél flýgur lágt yfir skip á hafi úti, skerðir það stórlega frelsi skipsins til at- hafna. Á undanförnum árum hafa bandariskar herflugvélar sveimað yfir skipum okkar og skapað hættuástand, er hefði getað haft i för með sér hryggilegar afleiðingar. Báðir aðilar hafa nú orðið sammála um að ryðja úr vegi þessum siglingahindrunum. ÉG VIL LEGGJA áherzlu á, að samkomulagið felur i sér mörg fyrirmæli, sem stjórnendur skipa og flugvéla eru skyldugir til að fara eftir Frh. á bls. 15

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.