Tíminn - 08.07.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 08.07.1972, Blaðsíða 9
Laugardagur 8. júli 1972 TÍMINN VSKA þess sem koma mun, hygg ég, að niðurstaðan verði sú að enskan ein eigi að ráða verði hin alþjóð- legu orð notuð á annað borð. Benda má á, að nú eru mörg þess- ara orða skrifuð með sinum hætti i hverju landi (kemi, chemi og chemie) og hvaða málið ætti að ráða þá? Ahrif enskunnar eru frekar vaxandi en dvinandi og bilið milli norðurlandamálanna og enskunnar minnkar ört. Og hvers vegna skyldum vér. taka bólfestu á hjáleigunni ef óðalið stendur oss opið? Ný málhreinsun Loks vil ég fjalla litillega umskylt atriði: hvað skal gera vi- þau erlendu tækniorð, sem hefur verið bægt frá málinu orð eins og telephon, electriciti, radio og erergi. begar búið væri aö inn- leiða hina alensku stefnu i tækni mál okkar, færi ekki hjá þvi að hin islenzku orð (simi, rafmagn og fleiri) skæru sig úr og væru i raun og veru hægt að komast hjá þvi að láta þau vikja, eftir eina kynslóð eða svo? Simi heitir t.d. telephon á öllum málum veraldar nema tveimur islenzku og svahili (þar sem hann heitir reyndar simu), negramáli úr svörtustu Afriku. Það hlýtur að vera erfitt fyrir forstjóra Landssimans að sitja á þingi erlendis með starfs- bræðrum sinum úr viðri veröld og veraekkidirektor Statstelephonsins, en vera þar á bekk með blámanni. Nei, þarna Námsskrá í verkfræði Hluti af drögum aö námsskrá i verkfræði, nokkuo samþjöppuð og lítið eitt breytt) Námsefni i bylgjufræöi. Bylgjuhreyfing: lnngangur, stærðfræðileg lýsing fram- hreyfingar, Fouriergreining, diffurjöfnur bylgjuhreyfingar. Rafsegulbyigjur: Sléttar rafbylgjur, orka og mætti i rafbylgj- um, geislun frá sveiflandi raftvfpól, geislun frá hleðslu með flýtni, isog rafgeislunar, dreifing rafbylgna vegna rafeinda Compton-fyrirbærið, ljóseindir, róf rafgeislunar. Speglun, brot og skautun Ijóss. Ef tslendingar hefðu verið jafnopnir fyrir hiiiuin erlendu tæknih.eitum og hinar skandinavisku þjóðir, gæti námsskráin litið út eitthvað á þessa leið: Bylgjuhreyfing: Inngangur, matematisk lýsing á propagation. Fourieranalysa, differentiallfkingar bylgjuhreyfingar. Electromagnetiskar bylgjur: Planar bylgjur, energla og potential i electormagnetiskum bylgjum, radiation frá osciller- andi electrical dipol, radiation frá hleðslu með acceleration, absorption electromagnetiskra radiationar, scattering electro- magnetiskra bylgna vegna electrona, Compton-effectið, photon- ur, spectrum electromagnetiskrar radiationar. (Bráöabirgðaálit nefndar, sem skipuð var af rektor til að gera tillögur um f jögurra ára nám við Háskóla islands til BS-prófs f raf magnsverkf ræði.) þyrfti að samræma málið, vér þyrftum að fá Elektricitis Kom- pani Reykjavikur i stað Ráf- magsnveitu Reykjavikur, Energis Institution i stað Orku- stofnunar og Universiti Islands i stað Háskóla tslands (þar höfum vér sem betur fer rektor, profess- ora, docenta og adjuncta, svo þar er allt tiltölulega hreint og litlu þarf að breyta.) Afsökun (Greinarstúfur þessi hefur nú legið hjá mér i nokkra daga og verðþvi miður að ljúka greininnii nokkru timahraki. Þvi verður varla komizt hjá ein- hverju ósamræmi milli fyrrihluta greinarinnar og niðurlagsins, ekki sizt þar sem efni greinarinn- ar hefur mjög sótt á mig þessa daga, þótt mér hafi ekki unnizt timi til að ljúka henni fyrr. Lesendur eru beðnir velvirðingar á þessu, og komi slikt misræmi fram, þá verða þeir að gera það sjálfir upp við sig hvort viö- horfið þeim likar betur). ÍS-lenzka fremur en isl-enska Eftir að hafa rætt þann mögu- leika að nota hin erlendu tækniorð i islenzku máli skal nú siðari möguleikinn athugaður, að nota islenzk orð i stað hinna erlendu tækniheita. Vil ég benda hér á fjögur atriði, sem ég tel að skipti einkum máli, en tvö þeirra hafa þegar verið rædd nokkuð. 1. Um vanda þann, sem fylgir rithætti hinna erlendu orða, hefur þegar verið rætt nokkuð. Hér skal einungis bent á það,að verði hin erlendu orð tekin i verulegum mæli inn i islenzkt mál, þá rofnar hið nána samræmi,sem islenzkan nýtur nu milli ritháttar og fram- burðar. 2. Einnig hefur það verið rætt nokkuð, að hin erlendu orð falla einatt illa að islenzku málkerfi. Hvernig á til dæmis sögnin að electrifia að vera i þátið, electrifiaði eða electrifiði? Hvaða kyn að setja á orðið inoization, eigum við að segja ionizationn- inn, ionizationin eða ionizationið? Hvernig eigum við að fá lýsingar- orðsmyndir af orðunum electriciti, á það sem heita electricur eða electricalur? Og hvernig á siðan að mynda kven- kyn og hvorugkyn orðsins? Vart verður hjá þvi komizt, að veru- legur hluti hinna erlendu tækni- heita verði ávallt sem aðskota- hlutir i islenzkunni, að minnsta kosti svo lengisem hún heldur nú- verandi séreinkennum sinum. 3. Það er vissulega erfið leið að finna islenzk heiti yfir hinn mikla fjölda erlendra tækniheita, sem við þurfum að nota. En hún er fyrstogfremsterfið fyrirþá, sem þurfa að ryðja brautina, fyrir þá sem sótt hafa háskólamenntun sina til framandi þjóða. Fyrir hina, sem halda út i hina tækni- væddu veröld vorra daga, tel ég að það verði mun auðveldara að fá heiminn útskýrðan á sinu eigin móðurmáli. Ég læt nægja að út- skýra þetta með einu dæmi. Um árabii var mjóg oft spurt á prófi i stjörnufræði i menntaskóla hvað væri deklination og rektascenca- tion (ég vona að mér hafi tekizt að skrifa orðið rétt), og það þótti gott ef helmihgur nemenda gaf rétt svar. Eftir að kennarar skól- ans tóku upp islenzku orðih míð- baugsbreidd og miðbaugslengd var ekki lengur hægt að leggja fyrirnemendurhliðstæöa spurn- ingu, þvi hún fæli i sér svarið. 4. tslenzkan býður upp á rika möguleika til orðmyndunar. Dæmi: hraöa — hröðun — hraðall accelerate — acceleration — accelerator. Er ekki óeölilegt að nýta ekki þessa möguleika i stað þess áð nota latneskar orð- myndunarreglur?, Enda þótt þeirri megin- reglu sé fylgt, að nota skuli islenzk orö yfir tækniheiti, þá leiöir ekki af þvi, að regl- an skuli yerav- algild. Að sjálfsögðu er aldrei hægt að ein- angra lifandi mál á þennan hátt. Erlend orö munu ávallt taka sér bólfestu i málinu, en það hljóta fyrst og fremst að veröa þau orö, sem falla svo vel aö islenzku að við verðum þess ekki vör, aö þau séu nýleg erlend tökuorð. Orð, sem ekki falla þannig i islenzkt mál þurfa næstum aðhald ef þau eiga ekki að falla úr málinu. Fyrir heimsstyrjöldina siðari sögðu unglingar ávallt fortóf, bil- æti og kontór. Spyrjið ungling nú, hvað þessi orð þýða. Orðin hafa horfið úr málinu, þrátt fyrir það, að hin nýju orð væru lengri, og þvi að vissu leyti óþjálli. Ég tel.að þetta sýni^að málkerfið sjálft lijalpi okkur mikið i þvi að festa hin islenzku tækniorð. Mólikúl og elektróna ómissandi i efnafræði? Loks vil ég ræða sjónarmið, sem viða kemur fram. Margir viðurkenna nauðsyn hinna is- lenzku tækniheita, en alltaf öðru hverju finnst þeim , að eitt eða annað erlent orð sé rétt að nota i islenzku. Einkum á þetta við, þegar um er að ræða orð sem er nátengt sérgrein viðkomandi manna, þar eru persónuáhrifin orðin svo sterk,að erfitt er að slita þau. Áberandi dæmi um þetta er kennslubók i efnafræði, sem kennd er i mörgum framhalds- skólum. Þar gildir sú meginregla, að islenzk orð eru notuð i stað er- lendra tækniheita. A þessu eru þó áberandi undantekningar. Mólikúl er notað i stað sameindar og elektróna i stað rafeindar. Þó hafa bæði islenzku orðin unnið sér fasta hefð i málinu og i kennslubókum gagnfræðaskól- anna er svo til einungis notuð is- lenzku orðin. En hvenær er þá rétt að veita erlendum orðum þegnrétt i is- lenzku máli? Allra sizt ef islenzk orð hafa þegar hlotið almenna viðurkenningu og fáHa mönnum almennt vel i géðt 03 'að sjálf- sögðu enn siöur/ef hin erléndu orð falla illa að islenzku máli. Mörgum finnst ekki ástæða til að amast við erlendum tækniheit- um, ef þau hafa verið notuð all- lengi i málinu án þess að islenzkt orð hafi nokkurn tima komið i stað þess. Þannig virðist þessu t.d. varið með orðið off-set (prentun). En við veröum við ekki ávallt að leitast við að fylgja meginreglunni, jafnvel þótt það taki stundum töluverðan tima að finna heppilegt orö? Stefnumörkun nefndaálita Tilefni þessarar greinar er það, að kennsla er nú hafin til loka- prófs i verkfræði við Háskóla Is- lands. Mikilvægur ávinningur með fullu verkfræðinámi við Há- skóla tslands felst i þvi, að þá verður unnt að miöa kennsluna töluvert við islenzkt atvinnulif. Þetta verður væntanlega einn meginhvati þess, að verkfræðileg og tæknileg reynsla islenzku þjóð- arinnar verður skráð og nýtt á skipulegri hátt en nú er. Til þess að þetta geti oröið, þarf kennara- lið deildarinnar að sinna nokkuð ritstörfum, sem að verulegu leyti verður beint til islenzkra lesenda. Bæði af þessu og þvi, að verkfræöingar munu almennt hljóta meirihluta menntunar sinnar hér heima má vænta þess, að deildin muni hafa djúptæk áhrif á tæknimálið i landinu. Af ofangreindum ástæðum er þess að vænta, aö stefna sú, sem mótuð er nú innan deildarinnar, hafi mikii áhrif á tæknimál lands- manna. Stefna deildarinnar endurspeglast væntanlega i þremur bráðabirgðaálitsgerðum deildarinnar sem fjalla um væntanlegt skipulag kennslunnar i þremur megingreinum verk- fræðinnar. Þykir rétt að vekja at- hygli á þessum þætti álitsgerð- anna. Þa'r er meginstefnan greinilega sú,að islenzk tækniheiti skuli notuð i svo rikum mæli sem mögulegt er. Til þess að gefa nokkra hug- mynd um, hvernig drögin að námsskránni lýsa námsefninu, hefur verið valinn kafli, sem lýsir hluta af námsefni i eðlisfræði. Kaflinn er ekki birtur orðréttur hér, honum hefur verið þjappað nokkuð saman til að forðast endurtekningar og meginstefna höfunda varðandi tækniheiti hefur verið fylgt nokkru lengra með þvi að setja islenzk orð i stað nokkurra erlendra orða, sem enn voru eftir. Til samanburðarhef ég reynt að geta mér til,hvernig námsskráin liti út ef við hefðum fylgt skandinavisku málunum i innlimun erlendra tækniheita. Þessar tvær upptalningar eru birtar i rammanum sem fylgir þessari grein. ,Færeyingur á höfuðbóli, frjósamur fjárstofn ætta, að sinu leyti eins og Skarö á Skarðsströnd, Reykhólar, Hagi á Barðaströnd, Vatnsfjörður og ögur, svo að nefnd séu hin fræg- ustu höfðingjasetur vestra. Þar hefur gerzt mikil saga með flest- um þeim blæbrigöum, sem mann- lifið tekur á sig. En þeirri sögu er ekki ætlað rúm i þessum dálkum. Hér á árunum geröist Sigurvin Einarsson bóndi á Bæ á Rauöa- sandi, þá maður kominn á efri ár. Að fordæmi hans fór annar verst firzkur þingmaður, svo sem al- kunnugt er, Hannibal Valdimars- son, er hann setti bú i Selárdal. En árin reisa skorður við þvi, hversu lengi menn geta stundað búskap, og fyrir nokkru hætti Sigurvin búrekstri sinum og flutt- ist brott af Rauðasandi. Stórbýlið Bær hefur verið i eyði siðustu misseri — þar til nú i vor, að þetta fornfræga höfuðból hefur vaknað af dvala. Mannlifið hefur vitjað þess á nýjan leik. Það er ungur Færeyingur, sem þangað hefur flutzt, maður eitt- hvað nálægt þritugu, Arni Vester- gaard að nafni. Hann hefur dval- izt hérlendis um það bil tiu eða ellefu ár og einna helzt stundað sjómennsku, þar til siðast liðinn vetur, er hann var i Hraungerði i Flóa. Nú verður hann til þess að rjúfa eyðiþögnina i Bæ. Og guði sé lof, að hann fer ekki einn sins liðs vestur á Rauðasand, þvi aö hann er heitbundinn ungri stúlku, sjúkraliða i Reykjavik, en ár- neskri að uppruna, sem ætlar að verða honum stoð hans og stytta i nýjum heimkynnum. Siðustu daga hefur nýi bóndinn færeyski verið að afla sér tækja og véla til búskaparins og kaupa sér kýr, þar sem þær eru falar, og á Rauðasandi kvað rikja hin mesta ánægja meö komu þessa fólks i byggöarlagið. Frjósamur f járstofn Eyfiröingsins endurheimta Armann Rögnvaldsson heitir maður, ættaöur úr Svarfaöardal eins og föðurnafnið getur bent til. Leið hans lá suður eins og fleiri góðra manna, og mun það hafa verið i kringum 1950, aö hann settist að á höfuðborgarsvæöinu, sem svo er stundum nefnt. Þar liðu sem næst tuttugu ár af ævi hans, einkum viö verksmiðju- vinnu. Þá fór heimþrá að leita fast á hann, og þær stundir komu, að hann lét hugann dveljast við þá nautn, sem Davið naut og færði i glæsibúning skál dskaparins: Seiddur um sólarlag, sigli eg inn Eyjafjörö. Fyrir nokkrum misserum sleit Armann festar sinar hér syöra og hlýddi kalli heimahéraðs sins. Fyrir tveim árum reisti hann bú i Syðri-Haga á Arskógsströnd. Nú er hann að komast i annála sök- um þeirrar frjósemi, sem komið hefur fram i sauðfjárstofni hans. 1 vor átti hann fimmtíu og niu ær, tveggja vetra og eldri. Lömb- in urðu nákvæmlega tvöfalt fleiri en ærnar. Langflestar voru ærnar tvilembdar. Aðeins sex voru ein- lembdar, en það jafnaði sig, þvi fjórar voru þrilemdar og ein fjór- lembd. Auk þess átti hann tólf lamb- gimbrar meö fangi, og af þeim voru fjórar tvilembdar. 011 ganga þessi lömb undir mæðrum sinum, nema hvað taka varð eitt lamb frá fjórlembunni, og lamb einnar þrilembunnar var vanið undir einlembu. Og svo vildi þaö óhapp til seinni partinn i júnimánuði, að ein þrilemban drapst frá lömbun- um sinum, svo að þaö eru nú heimalningar i Syðri-Haga. Þessi frjósemi ærstofnsins hjá Ármanni er ef til vill ekki dæma- laus, en fágætt erþettaað minnsta kosti, og þess er þá jafnframt að geta, að Armann gaf ánum ekki nein frjósemislyf, þvi aö hann er sliku andvigur og telur það ónátt- úrlega aðferð. Aftur á móti fóöraöi hann fé sitt vel og hóf fengifóöur á þvi meö töðugjöf og fóðurblöndu i byrjun desember- mánaðar. Og hvað ber Armann svo úr býtum? Þvi verður ekki svarað á óyggjandi hátt fyrr en siðar. En það verður að minnsta kosti stór- um meiri arður hjá honum af hverri á heldur en gerist á þorra sveitabæja i landinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.