Tíminn - 08.07.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 08.07.1972, Blaðsíða 11
Laugardagur 8. júli 1972 TÍ'MINN n Umsjón Alfreð Þorsteinsson VALSIMN MISSTl) EM EIM LEIKINN IJT íl HÖMIIII í SÉR! - íiöi'ðu 3:1 yfir gegn Keflavík þegar 12 mín. voru til leiksloka, en Keflvíkinpm íóksl að jafna, 3:3 Enn i'iiiu sinni uröu Valsmenn að bita i það súra epli aö missa sigurleik niður í jafntefli á siðustu minútu. Þegar þeir léku gegn Keflvikingum i 1. deild s.l. Ingi B. Albertsson skoraði „Hat trich" gegn Keflavik. fimmtudagskvöld á grasvellinum i Keflavik, komust þeir i 3:1, en á siðustu 12 min. fengu þeir á sig tvö mörk — jöfnunarmark Kefl- vikinga var skorað einni mín. fyr- ir leikslok. Þetta er þriðji leikur- inn, sem Valsmenn hafa misst úr sigurleik i jafntefli; fyrst var það gegn Breiðabliki, svo gegn Fram og núna gegn Keflavik. Ef heppn- in hefði verið með liðinu i þessum þremur leikjum, þá væri liðið i efsta sæti i 1. deild, með 8 stig. En litum þá á gang leiksins i Keflavik: Það voru ekki liðnar nema 4 min. af leiknum, þegar Ingi B. Al- bertsson skoraði fyrsta markið i leiknum, með föstu jarðarskoti. Atta min. siðar bætti hann við öðru markinu fyrir Val. Jóhannes Edvaldsson átti gott skot að marki, sem markmaður varði, en missti knöttinn til Inga, sem skor- aöi. Keflvikingar komust ekki á blað fyrr en á 36. min., en þá skor- aði Friðrik Ragnarsson, sem er byrjaður að leika með Kefla- vikurliðinu á ný, fyrsta mark þeirra. Var gtaðan þvi 2:1 fyrir Val i hálfleik. A 10. min. siðari hálfleiks bætti Ingi Björn enn einu markinu við fyrir Valsmenn, og voru þá áhorf- endur, sem flestir voru Kefl- vikingar, farnir að ókyrrast, og var það engin furða, þvi að það þurfti kraftaverk til að lið þeirra tapaði ekki leiknum. En leikmenn Keflavikurliösins voru ekki á þvi að gefast upp og bezti maður liðs- ins, Astráður Gunnarsson, dreif liðið áfram með dugnaði og ódrepandi keppnisskapi. Liðið sótti stift aö Valsmarkinu, en leikmönnum liðsins ætlaði ekki að takast að koma knettinum fram hjá Sigurði Dagssyni, sem varði mjög vel. En þótt Sigurður sé góður, þá ver hann ekki allt — hann réð t.d. ekki við skot Friðriks Ragnars- sonar, sem komst einn inn fyrir Valsvörnina og skoraöi örugg- lega. Ódrepandi baráttuvilji Kefl- vikinganna rekur þá áfram og þeir sækja nær stanzlaust siðustu min. Þegar ein min. var til leiks- loka, myndaöist mikil þvaga við Valsmarkið. Knötturinn var inni i þvögunni, en kom fljótt i ljós — þá i netamóskvunum hjá Val. Mark- ið skoraði Grétar Magnússon, og var það siðasta mark leiksins, sem lauk með jafntefli, 3:3. Rigning og leiðindaveður, setti ' óskemmtilegan svip á leikinn. Valsliðið lék oft mjög góða knatt- spyrnu i leiknum, miðað við að- stæður, en það er eitthvað að hjá liði, sem tapar niður leikjum und- ir lokin, eins og Valsliðið hefur gert i þremur leikjum. Beztu menn liðsins voru Sigurður Dags- son og Ingi B. Albertsson, sem lék sinn bezta leik til þessa i sumar. Keflavikurliðið er einnig mjög mistækt lið. Það er eitthvað aö Framarar hafa staðið við loforð sitt - ætluðu að vera taplausir í 1. deild, þegar Elmar Geirsson kæmi heim til að leika með þeim Framarar hafa staðið við það, sem þeir lofuðu Elmari, að vera taplausir i 1. deild þegar hann kæmi heim frá V-Þýzkalandi. Marteinn Geirsson skoraði sitt annað mark með skalla i 1. deild, i leiknum gegn Breiðabliki. Framarar eru óstöðvandi i 1. deildar keppninni um þessar mundir. Siðustu fórnarlömb þeirra voru Breiðabliksmenn, en Framarar sigruðu þá á Laugar- dalsvellinum s.l. fimmtudags- kvöld, 3:1, i frekar daufum leik. Það er alveg merkilegt að liðin sem mæta Breiöabliksliðinu, virðast aldrei ná sinu bezta held- ur falla þau niður i sama gæða- flokk og Breiðabliksliðið. Eru þvi flestir leikir, sem Breiðabliks- menn leika, frekar daufir. Framliðinu tókst að skora strax á 4. min. leiksins, en markið var dæmt af vegna rangstöðu, og var það frekar strangur dómur hjá dómaranum, þvi að linuvörðurinn sem var vel staðsettur veifaði ekki. En á 14. min skora svo Framarar löglegt mark. Eggert Steingrimsson tekur hornspyrnu og sendir knöttinn fyrir mark Breiðabliks, þar sem Marteinn Geirsson kemur á fullri ferð og skallar.i markið. Eftir þetta mark dofnaði heldur yfir leiknum, og liðin komust ekki i teljandi marktækifæri. Það eina sem skapaðist, var þegar að Guðmundur Þórðarson komst inn fyrir Framvörnina og skaut i stöngina að utanverðu. Á 10. min. siðari hálfleiks skora Framarar enn eitt skallamark sitt i Islandsmótinu. Baldur Scheving brunar fram völlinn með knöttinn, gefur hann út á kant til Erlendar Magnússonar, sem sendir siðan knöttinn fyrir Breiðabliksmarkið, þar sem Kristinn Jörundsson er og skallar knöttinn i netið. Stuttu siðar fá Breiðabliksmenn hornspyrnu, knötturinn svifur fyrir Fram- markið, þar sem Þorbergur Atla- son og Einar Þórhallsson stökkva upp. Þorbergur nær knettinum en missir hann til Hinriks Þórhalls- sonar, sem sendir hann i netið. Eftir markið tviefldust Breiða- bliksmenn og sóttu mikið , en án árangurs. Framarar innsigla sigurinn svo á 24. min. Kristinn leikur fram miðjuna með knöttinn og dregur að sér tvo varnarmenn Breiða- bliks, en við það losnar um Er- lend. Sendir þá Kristinn knöttinn til Erlendar, sem leikur með hann upp að vitateig og sendir hann þaðan i markið. Siðustu min. leiksins léku Framararnir eins og hinir öruggu sigurvegarar, þvi að Breiðabliksliðið náði sér aldrei á strik eftir markið. Framliðið, sem hefur staðið við það loforðsittað vera taplaust i 1. deild þegar Elmar Geirsson kem- ur, lék betri knattspyrnu i leikn- um en Breiðabliksmenn. Þó náöu þeir aldrei að sýna sitt rétta and- lit. Beztu mennirnir i liðinu voru leikmenn öftustu varnarinnar, þeir Marteinn, Sigurbergur, Agúst og Baldur, með Þorberg fyrir aftan sig. Þessir leikmenn hafa aðeins þurft að hirða knött- inn tvisvar úr netinu i 1. deildar keppninni. Þá áttu tengiliðirnir og framlinuspilararnir ágætis kafla. Breiðabliksliðið náði sér aldrei á strik i leiknum, og lék það langt undir getu. Beztu leikmenn liðs- ins voru Ólafur Hákonarson markvörður og Bjarni Bjarnason. Framlinan i liðinu átti sér aldrei viðreisnar von gegn hinni sterku vörn Fram. sos. hjá liðinu, en það hefur gert fjög- ur jafntefli, og hin sterka vörn liðsins hefur fengið sex mörk á sig i tveimur siðustu leikjum. Einnig vekur það athygli, aö Iiðið virðíst ná beztu leikköflunum sinum undir lok leikjanna. Bezti maður liðsins var Astráður, og geta Keflvikingar þakkað honum jafn- teflið gegn Val. Landsleiknum gep Færeyjum frestað íram á miðvikudag Landsleikurinn i knattspyrnu milli tslands og Færeyja, sem fram átti að fara á morgun, hefur verið færður fram á miðvikudag. Hætt hefur verið við að láta landslið 21 árs og yngri leika gegn landsliði Færeyja. Þorsteinn Þorsteinsson. Þorsteinn Þorsteinsson keppir á afmælismótinu OE — Reykjavik. Hinn góðkunni hlaupari, Þorsteinn Þorsteinsson, sem dvaldist i Bandarikjunum i vetur, er væntanlegur til Iandsins á morgun, og tekur hann þátt i Afmælismóti FRI, sem hefst á mánudag. Hann keppir i 400 og 800 m hlaupi. Þorsteinn dvelst hér i sumar og tekur m.a. þátt i lands- keppnisförinni til Noregs i lok mánaðarins, og vonandi tekst honum aö ná ÓL-lágmarkinu og verða meðal keppenda á ÓL i MUnchen. Afmælismót KSÍ: Faxaflóanrvalið sigraði Reykjavík '56 6:0 - Celtic vann Cowal 4:3 Afmælismót KSI hélt áfram s.l. fimmtudagskvöld á Akranesi. Leiknir voru tveir leikir þar, og voru þeir mjög skemmtilegir. Faxaflóaúrvalið stendur bezt aö vigi i mótinu eftir tvær umferðir, er eina liðið, sem ekki hefur tapað leik. Crvalið mætti Reykjavik '56, sem er skipað ungum leikmönn- um frá Reykjavikurfélögunum. Þeir stóöu i Faxaflóaúrvalinu i fyrri hálfleik og fengu ekki nema TVEIR VESTUR-ÞJÓB- VERJAR A FRÍ-MÖTINU Keppendnr verða 100 frá 7 þjóðum I gærkvöldi fékk FRí skeyti frá Vestur-Þýzkalandi þar sem segir, að tveir v-þýzkir frjálsiþróttamenn muni koma til Reykjavikur og keppa á Af- mælismótinu eftir helgina. Það eru Karl Heimz Stein- metz, sem kastað hefur kringlu 58,62m, og Hans — Dieter Moeser, sem varpað hefur kiilu 19,04 m. Keppendur á móti þessu, sem er eitt mesta Iþróttamót, sem fram hefur farið hér á landi, verða þá frá 7 þjóðum, og skráðir keppendur eru ná- kvæmlega 100. tvö mörk á sig. En i siöari hálfleik náðu „úrvalspiltarnir" aö sýna þeim yngri tennurnar og skora fjögur mörk hjá þeim. Endaði þvi leikurinn 6:0 fyrir Faxaflóaúrval- iö. Mörkin skoruðu: Leifur Helgason 2, Hörður Jóhannesson, Ásgeir Sigurvinsson, Ottó Guð- mundsson og Gisli Torfason. Þegar skozku liðin Celtic og Cowal mættust, i siðari leík kvöldsins, var hart barizt, og skoruðu liðin falleg mörk. Þegar 2 min. voru til leiksloka, var staðan 3:3. Celtic var alltaf fyrra til að skora, en leikmenn Cowal jöfnuðu alltaf. En á siðustu min. leiksins komst einn leikmað- ur Cowal einn inn fyrir vörn Cel- tic og lék á markvörð — stóð einn fyrirgalopnu markinu, en honum mistókst að skora. Leikmenn Cel- tic fengu knöttinn, brunuðu fram og tókst að koma honum I netið, áður en leiknum lauk. Lesið uni íþréttir í blaðinu á morpn I blaðinu á morgun birtist spáin fyrir siðari dag unglingalands- keppninnar. Þá veröur ýmislegt ahnað um iþróttir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.