Tíminn - 08.07.1972, Blaðsíða 12

Tíminn - 08.07.1972, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Ég haföi ekki komið i litlu geymsluna i mörg ár. En i gær sendi Emma frænka mig þangað einhverra erinda, og þá vöknuöu i huga minum minningar, sem ekki hafa látið mig i friði siðan. bær sækja á mig eins og brot úr gömlu lagi. Staðir, sem geyma i skau'i sinu minjar um fortiðina, eru gæddir undarlegu aðdráttarafli. Þeir seiöa mann til sin, oft gegn vilja manns. Fortiðin er eins og skuggi, sem nær óeðlilegri stærð, og skuggar eru búnir þeim eiginleikum að blekkja og ginna. Þetta komst ég að raun um i gær, er ég sat heila klukkustund i ryk- fallinni og hráslagalegri geymslunni og i senn skelfdist og hreifst af hinum ljúfsáru tilfinningum, sem sérhver gamalkunnur hlutur vakti. Slikt er andvarp manns yfir hljóðum og strengjalausum gitar með silkibandi, sem eitt sinn var bleikt, en nú orðið fölt eins og biðukolla. Þannig er brosað við blökkum minnispeningi, sem eitt sinn kom blóðinu á hreyfingu innan undir kjólbarminum, sem hann var nældur i. Svo hnykkir okkur við, svo roönum við yfir barnalegu skjalli og nöfnum, sem rissuðeru á gömul danskort, sem litlir blýantar eru festir við. ,,Hver var hann nú aftur?” spyrjum við okkur sjálf og virðum fyrir okkur ólæsilegt nafn. „Mér hlýtur að hafa litizt vel á hann, þvi að við hann hef ég dansað bæði fyrsta og siðasta dansinn”. Og gömlu myndirnar i albúmunum og stokkunum! Það þarf hugar- þrek tii þess að horfa beint framan i sjálfan sig, eins og maður var meðan sakleysi bernskunnar var ósnortið. bað er ótrúlegt, að þessi feimnislega unga stúlka, sem stendur hjá grönnum, snareygum manni, er hefur óljósan svip af pabba, sé hún mamma á nitjanda ári. A þessu litla bréfspjaldi hefur æskuglaður svipur þeirra varðveizt öll þau ár, sem liðin eru siöan þau sátu fyrir hjá myndasmiðnum við járnbrautar- stöðina. Og þarna er ég, tveggja ára gamalt krfli, á milli þeirra, og þarna er ég aftur fjögurra ára meö Hönnu ársgamla i fanginu, og Bonni — franski, klippti hundurinn — flaðrar upp á hnén mér. Þetta sumar man ég fyrst eftir stóru garðflötinni og trjánum og húsinu okkar i Blairsborg og forvitnu frændfólkinu I Nýja-Englandi, sem starði svo mikið á okkur. Það spurði svo margra spurninga, sem varð að svara kurteislega á ensku, en ekki á frönsku, sem við Bonni skildum bezt. Það er enn undrunarsvipur á okkur á myndinni. En Hanna er alveg eins og hún átti að sér, i isaumuðum Parisarbúningi með kollhettu. Já, þarna erum við — Bonni, sem nú hefur i mörg ár legið i gröf sinni undir þyrni- trénu yzt i garöshorninu, Hanna með kringlótt barnsaugu, þar sem hvergi vottar fyrir þrjózkunni, er bjó i þeim, seinast er viö sáumst, og ég, sem aldrei framar mun komast i þessa skó með krossbrugðnu reimarnar um öklann né standa andspænis myndavél með atburðum umheimsins með svona hátiðlegu augnaráði. Eitt sinn, þegar ég var barn, sagði faöir minn mér frá miklum vis- indamanni, sem gat gert sér hugmynd um beinagrind óþekkts dýrs, þótt hann heföi aðeins eitt bein úr þvi fyrir framan sig. Mér datt i hug, er ég var þarna ein meðal alls þessa gamla dóts — gamalla fata, gam- alla bóka, aflóga húsgagna —, hvort til mundi vera svo snjall maður, að hann gæti af þessum samtiningi gert sér i hugarlund, hvernig sjálft heimilið hefði verið. Ef til vill er hægt með tilstyrk svona skrans að draga upp sanna mynd, ef sá, sem þaö gerir, er gæddur skilningi á dyggðum ogágöllum manna, vonum og vonbrigðum, þrám og höndum. Merek Vance myndi hafa gáfur og þolgæöi til þess að gera það, ef það er á færi nokkurs manns. En Merek Vance er i fimm þúsund rasta fjar- lægð og önnum kafinn við rannsóknir, sem eru allt annars eðlis. Auk þess myndi hann aðeins brosa og yppta öxlum á þennan hátt, sem mér er svo minnisstæður, og segja að litla geymsian og dótið þar væri mitt viðfangsefni. Hann veit, að mér henta ekki erfið viðfangsefni. Lengi hefur mig skort þrek til þess að ganga á hólm viö þau viðfangsefni, sem mér bar sérstaklega að glíma við. Ég sneiddi alltaf hjá vandamálum, hvort heldur það var að veija á milli sleðaferðar og kynnisfarar til Bostonar eða þau komu fyrir i reikningsbókum og vöruðu menn, sem áttu að fóðra veggi i imynduðum húskynnum eða grafa hugsanlega brunna, og útheimtu óskeikula þekkingu á álnum og fetum og brotum. betta gamla ráðaleysi kom yfir mig i gær, þegar ég opnaði reikningsbókina mina og rak augun i hvimleiðar vofur frá skólaárunum: a og b og hinn dularfulla kumpán þeirra, x.sem ævinlega hafði verið mér jafn óræð gáta. Nú veit ég þó, að sú gáta ræðst annars staðar en á reiknings- spjaldi. Eg hef komizt að raun um, að hann getur allt i einu komið að- vifandi og breytt öllum niðurstöðutölum lifsins. Það var f jöldi gamalla skólabóka á hillunum i geymslunni, allar með fingraförum og nöfnum okkar Hönnu á saurblöðunum og titilblöðunum. 1 eina þeirra hafði ég skrifað með tilgerðarlegri kasthönd þessar setn- ingar: Nafn mitt er Emilia Blair, land mitt er Amerika, heimabyggð min er Blairsborg, Mass., ákvörðunarstaður minn er himnariki. 19. septembcr 1921. Ég hlýt að hafa verið fjórtán ára, þegar ég skrifaði þetta. Það er ekki nema röskur tugur ára siðan. bó er himnariki orð, sem ég skrifa sjaldan og geri litinn reikning fyrir. Nú, árið 1933, er ég hvergi viss um heimbyggð mina né ákvörðunarstað. önnur bók, sem nafn mitt var skrifað á, var latnesk málfræði. A spássiur hennar voru alls konar minnisgreinar rissaðar meö blýi, og á samanbrotnum pappirsörkum voru gamlir stilar. Eg þótti ávallt fær i latinu, þótt mér dytti aldrei i hug, að málshættir, sem ég var burðast við aö þýða hefði neitt sannleiksgildLSem ég renndi augunum aftur yfir þessar siður, rann merking þeirra og sannindi upp fyrir mér.Ég skildi, að einhvern tima hefði lifað fólk, sem notaði þetta tungumál, er það skrafaði saman og bókfesti setningar, sem voru vermdar ást og magnaðar örvæntingu. Malsháttur vakti athygli miná, er ég fletti bók- inni: „F’orsan et haecolim meminisse juvabit”. Ég endurtók orðin fyrir munni mér og barðist við að grafa upp merkingu þeirra, eins og maður, sem streitist við aö snúa lykli i ryðgaða skrá. Loks mundi ég, hvað þau þýddu: „Ef til vill verður það skemmtilegt aðminnast jafnvel þessa”. Ég skildi undir eins, að það var ekki duttlungafull tilviljun, sem haföi leitt mig inn i geymsluna, stýrt hendi minni að þessari bók og dregið augu min að þessum orðskviö. Ég sagði við sjálfa mig: Allir munu lifa þá stund, að þeir verða aö staldra við og lita til baka og virða fyrir sér leiðina, sem legiðhefur að þvi marki, sem þeir eru staddir við, hvort heldur hún hefur verið bein eða krókótt. Tilfinningarnar veita ekki næga leiðsögn, vonir manna ekki heldur, Við verðum að sjá hvar við beygðum af leið og hvar við breyttum stefnu og hvar við brutumst gegnum myrkviðinn, sem gerði sig liklegan til aö svelgja okkur. Ég vissi, að þessi stund var runnin upp i lifi minu. 1149 Lárétt 1) Býsn,- 6) Röð,- 8) Lita,- 9) Ungviði - 10) Fugl,- 11) Kona,- Lóðrétt 2) Nurlari.- 3) NN,- 4) Innlend - 5) Spóla,- 7) Sloti,- 14) Án - 12) Mann- 13) Eins,- 15) Tindar,- Lóðrétt 2) Eyja- 3) Eins,- 4) Bjórkrús.- 5) tlát.- 7) Angrar.- 14) Þingdeild,- Ráðning á gátu No. 1148 Lárétt 1) Unnir.- 6) Unn.- 8) Pár,- 9) Nál,- 10) LLL,- 11) Lúa - 12) Ert.- 13) Rán,- 15) Vinda - HVELL G E I R I Við höfum saknaö (þin, Hvellur! Allter’ svo rólegt án þin! Ég þarf rólegheit eftir Uvölinaá Mongó' / Það gerizt alltaf eitthvað þar sem . þú ert! Eins og 'laumufarþeginn sem slapp þegar þú komst! Laugardagur 8. júli 1972 iiiit IfilWWHt LAUGARDAGUR 8. júlí 7.00 Morgunútvarp. Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbænkl. 7.45 Morgunleikfimi kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Geir Christensen les söguna „Gul litla” eftir Jón Kr. ísfeld (2). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli at- riða. Laugardagslögin kl. 10.25 Stanz kl. 11.00: Jón Gauti Jónsson og Árni Ólaf- ur Lárusson sjá um þáttinn. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Óskalög sjúklinga. Kristin Sveinbjörnsdóttir kynnir. 14.30 i hágir. Jökull Jakobsson sér um þáttinn. 15.00 Fréttir. 15.15 Miðdegistónleikar. 16.15 Veðurfregnir. A nótum æskunnar. Pétur Stein- grimsson og Andrea Jóns- dóttir kynna nýjustu dægur- lögin. 16.55 islandsmótið í knatt- spyrnu. ÍBV og 1A leika i Vestmannaeyjum. Jón As- geirsson lýsir. 17.40 Heimsmeistaraeinvigið i skák. Farið yfir 3. skákina. 18.00 Fréttir á cnsku. 18.10 Söngvar i léttum dúr.F'rank Sinatra §yngur lög úr kvik- myndum. 18.30 Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Þjóðþrif. Gunnlaugur Ástgeirsson stýrir gaman- sömum þætti um þjóðþrifa- mál. 19.55 Hljómplöturabb. Þorsteins Hannessonar. 20.35 Framhaldsleikrit: „Nóttin ianga” eftir Alistair McLean.Sven Lange bjó til flutnings i útvarp. Þýðandi: Sigrún Sigurðard. Leik- stjóri: Jónas Jónsson. 21.20 Söngvar frá Grænlandi. Kristján Árnason mennta- skólakennari flytur erindi og kynnir grænlenzka tón- list — siðari þáttur. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. 23.55 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. landbúnaðarvagn meö færigólfi — Grænfóðursvagn — Mykju- dreifari — flutningsvagn. Fljótvirkur losunarbúnaður — Burðarþol 3000 til 5000 kg — Leitið upplýsinga í síma 81500. ÞÚRHF REYKJAVÍK SKÓLAVORÐUSTÍG 75 "VandeY Þéttir gamla og nýja steinsteypu. SIGMA H/F Bolholti 4, simar 38718—86411

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.