Tíminn - 08.07.1972, Blaðsíða 15

Tíminn - 08.07.1972, Blaðsíða 15
Laugardagur 8. júii 1972 TÍMINN 15 Svíarnir í sex ára fangelsi Tékkneska móðirin náðuð NTB-Prag Tékkneska konan, sem á sinum tima var ákærft fyrir tilraun til að flytja sex ára dóttur sina á ólög- legan hátt frá Tékkóslóvakiu til Sviþjóðar, hefur verið náðuð. Það var forseti Tékkóslóvakiu, Ludvig Svoboda, sem náðaði kon- una, Onnu Poriskowa. Hún var handtekin i september sl., ásamt tveimur Svium, eftir að þau þrjú flugu til Tékkóslóvakiu til að sækja dótturina. Frú Porizkowa og maður henn- ar eru búsett i Sviþjóð, en litlar likur eru taldar á að hún fái aö fara þangað aftur i bráð. Siðan hún var handtekin, hefur hún búið hjá móður sinni i Brno. Sviarnir voru báðir dæmdir i Þjófur Framhald af bls. 1. Var verið að bera nýtt skótau inn i verzlunina, og sá hinn nýsloppni sér leik á borði að krækja i hluta af varningnum. Var nú maðurinn enn fluttur i fangageymslu og yfirheyrslu hjá rannsóknarlögreglunni, og var sleppt i annað sinn klukkan þá 16.30. Hve oft verðurbúið að handtaka hann til viðbótar, sama sólar- hringinn þegar þetta blað kemur út, verður timinn að leiða i ljós. Hass Framhald af bls. 16. þau i sina vörzlu, og er nú verið að hafa uppi á viðtakendum bréf- anna. Vitað var, að fimm ung- lingar i Keflavik áttu von á hass- sendingum með pósti, og voru þeir búnir að viðurkenna það. Bréfin komust i hendur tollvarða og fikniefnadeildar lögreglunnar. 1 gærmorgun sótti fulltrúi bæjar- fógeta i Keflavik bréfin, og verða þau opnuð þar suðurfrá i viður- vist skráðra viðtakenda, og mál þeirra tekin fyrir þar. I Reykjavik var búið að hafa uppi á nokkrum viðtakendum i dag og voru þeir kallaðir i bæki- stöð fikniefnadeildar lögreglunn- ar og bréf þeirra opnuð þar. Sum- ir viðtakenda viðurkenndu að hafa átt von á hassinu. Samkvæmt regium póstsins er öðrum en skráðum viðtakendum póstsendinga óheimilt að opna bréf, en ef tollverðir hafa grun um, að i bréfum leynist tollskyld- ur varningur eða bannvara, eru skráðir viðtakendur kvaddir til og látnir opna bréfin i viðurvist toll- varða, og i sumum tilfellum lög- reglu, og gefa skýringu á inni- haldinu. Er þvi sá háttur hafður á, að þegar hasshundurinn snuðr- ar uppi hasssendingu i bréfi eða böggli, er það ekki opnað fyrr en náðst hefur i viðtakanda. Þótt unnið sé að þvi að safna hassbréfunum saman, er mál þetta enn á algjöru byrjunarstigi. Ekkert liggur fyrir um það, hvort sami sendandi stendur að baki mörgum þessara bréfa, en þó virðist allur gangur á þvi. Mikið hefur verið um ferðir is- lenzkra ungmenna til utlanda undanfarið, og getur hver og einn sent sjálfum sér bréf, og mun svo vera i mörgum þessara tilfella. Halda unglingarnir að þægilegra sé að koma ekki sjálf heim með hassið og eiga á hættu, að það finnist i farangri þeirra við toll- skoðun, heldur láta póstinn um að smygla þvi. En það er alls ekki eins auðvelt og það litur út fyrir. Stundum kemur fyrir að ekki er skráð nöfn réttra viðtakenda á bréfin, og þau jafnvel send á föls- uð nöfn. Siðan reyna þeir, sem taka eiga við sendingunni, aö ná henni.út úr pósthiisum. Þau bréf, sem tollur og lögregla hafa nú undir höndum og innihalda hass, eru langflest send i venjulegum flugpósti, en ábyrgðárbréf eru þar innan um. En málið þokast áfram, og segjast löggæzlumenn ekki þurfa að flýta þvi sérstaklega. Þeir hafa nöfn þeirra, sem fá áttu hasssendingarnar, og verða þeir 'kallaðir-fyrir eftir þvi sem timi vinnst til og gögnunum er raðað sex ára fangelsi, en þeir hafa áfrýjað dómnum. Tékknesk yfir- völd hafa ekki enn tekið áfrýjun- ina til greina. Hallgrímskirkju gefnar stórgjafir Stöðuglega verður þess vart, að fólk ber góðan hug til Hallgrimskirkju i Reykjavik. Nú, þegar farið er að taka niður vinnupallana við turninn, er eins og menn séu farnir að átta sig betur á hinu væntanlega útliti. Sá turn á eftir að setja svip á Reykjavik um langan aldur, jafn- vel þótt einhvern tima verði byggð stærri hús en nú i nágrenni kirkjunnar. Nú er eftir aö vita, hvort vonir manna um flutning hátiðarkantötu i Hallgrimskirkju árið 1974 rætist. Að þvi ættu alli r söngelskir menn að stefna, að unnt verði að nota þetta mikil- fenglega hús á þvi herrans ári. Nýlega kom austfirzkur sjó- maður með tvenn áheit til kirkjunnar, annað kr. 1500,00, og hitt kr. 2000,00. Eitt áheit var frá N.N. kr. 1000,00, og loks frá ónefndri konu kr.2000,00. Að siðustu ber þess að geta, að kona ein hér i bænum, sem vill ekki heldur láta nafns sins getið, afhenti mér kr.100,000,00, (eitthundraðþúsund) i einu lagi og lét svo um mælt, að þvi fylgdi tilhugsun til foreldra sinna og manns sins, er hún vildi minnast með þessum hætti. Bygging Hallgrimskirkju væri sér hjartans mál. „Korniö fyllir mælirinn", segir máltækið. Engin gjöf er svo litil, að ekki muni um hana, og engin svo stór, að hennar sé ekki þörf. Framtiðin mun verða þakklát þeim, sem i dag hugsa djarft og stórt. Kærar þakkir fyrir allar gjafir, og góðan hug. Jakob Jónsson prestur. Þráinn Jónsson veitingamaður og starfsfólk hans við vegginn úr aust- firzka grjótinu. Aukin húsakynni Vega- veitinga að Hlöðum Samkomulag Framhald af bls. 7. ti) þess að forðast siys á eða yfir úthafinu, þegar skip og flugvélar Sovétrikjanna og Bandarikjanna eru i förum mjög nálægt hvert öðru. Að sjálfsögðu er samningur- inn ekki aðeins undanfari al- þjóðlegra ákvæða um ný sam- skipti milli flota Sovétrikj- anna og Bandarikjanna. Ætlunin er, að þessi undirbún- ingsatriði verði i framtiðinni framkvæmd i reynd af flota- yfirvöldum beggja aðila og af öllum skipum og flugvélum, sem samskipti hafa við flota þessara þjóða. Þá fyrst getur samningurinn verulega stuðl- að að þvi að bæta ástandið i al- þjóðamálum, þar á meðal hið stjórnmálalega andrúmsioft i Evrópu. Yfirstjórn sovézka flotans hefur gefið ströng fyrirmæl i til allra yfirmanna á flotanum að fylgja út i æsar ákvæðum samningsins. Ég efa ekki, að sovézkir sjó- menn og flugmenn munu gera skyldu sina og ekki gefa hin- um aðilanum neina ástæðu til að óttast brot á samkomulag- inu af sovézkri hálfu. Ég vil benda á, að þýðing þessa og annarra sovézk- bandariskra samninga nær lengra en til samskipta milli þessara tveggja þjóða. Sú staðreynd, að við höfum sezt niður við samningaborðið og gert ákveðna samninga, sýnir, að raunverulegur möguleiki er fyrir hendi til þess að ,,þiða" kalda striðið og eyða hættunni á heimsátök- um, og ,að spenna hernaðar- legs andspænis mun ætiö vikja fyrir raunhæfri, árang- ursrikri og vinsamlegri sam- JK-Egilsstöðum. Þráinn Jónsson, veitingamaður á Hlöðum við Lagarfljótsbrú, hef- ur um þriggja ára skeið rekið þar veitingastað, er hann nefnir Vegaveitingar, og haft þar á boð- stólum alls konar heita rétti, ásamt þvi, að margvisleg þjón- usta önnur hefur verið látin i té. 1 vetur var hafizt handa um að stækka húsakynnin, og var fyrir fáum dögum opnaður nýr fimm- tiu fermetra veitingasalur i við- byggingu, vistlegur i alla staði. Er einn veggurinn hlaðinn úr austfirzku grjóti, sem orðið er frægt og eftirsótt á seinni árum siðan feröalög jukust, og setur hann skemmtilegan svip á stað- inn. 1 þessum sal geta fjörutiu menn matazt samtimis. Við opnun hans voru þar meðal gesta, frétta- manna og fleiri, allir gistihús- stjórar á Héraði. En það eru fjór- ar konur, og er Þráinn eini kari- maðurinn, sem stjórnar veitinga- rekstri á Fljótsdalshéraöi. Það var sammæli þessa fólks alls, að ferðamönnum færi fjölg- andi ár frá ári, og myndi svo verða næstu ár. Þess vegna er brýn þörf að veita ferðafólki sem fjölbreyttasta þjónustu. Eftir stækkunina á Vegaveiting um geta sextiu menn matazt þar i einu, og verður staðurinn opinn alla daga til hausts frá klukkan hálf-niu á morgnana til hálf tólf á kvöldin. Fræðslumyndasafn ríkisins: Kvikmyndir um eiturlyf og misnotkun þeirra Fræðslumyndasafn rikisins hefur nýlega útvegað nokkrar kvikmyndir um eiturlyf og mis- notkun þeirra. Segir I fréttatil- kynningu frá safninu, að mynd- irnar séu nýjar af nálinni og aðal- lega ætlaðar ungu fólki. Þær pré- diki ('Lki. heldur sýni margvisleg- ar staðreyndir, og séu þvi hentug- ar sem umræðugrundvöilur, til dæmis i skólabekk eða öðrum hópi unglinga. Myndirnar eru Alkóhól, 28 min. litmynd, Amfetamin 17 min. lit mynd Eiturlyf, 21. min., LSD, 28 min. litmynd, Marijuana, 34min. litmynd, Skýrsla til æskufólks um reykingar, 13 min. litmynd og Okukappinn 20 min litmynd. Þessar myndir eru allar banda riskar og með ensku tali, nema Eiturlyf, sem er norsk og með is lenzku tali á segulrönd. Þessar kvikmyndir verða til útlána, en þó er aðeins til eitt eintak af hverri þeirra. / FYRSTA SINN Á ÍSLANDI! Mazda með hinni umtöluðu Wankel-Rotary vél, vélinni sem hefur enga stimpla, enga ventla, enga kambása, vélinni sem allir bíla- og mengunarsérfræðingar eru sammála urti að er bílvél framtíðarinnar. Kynnið yður Mazda RX-2 og RX-3. Bandaríska bílatímaritið „Road Test" segir: ,,Mazda RX-2 er ekki aðeins bíll ársins, heldur sennilega bíll áratugsins. Kynnið yður bílaviðburð ársins á íslandi - komið og skoðið Mazda RX 2-og RX-3. Sýnum einnig Mazda 616 og 818, bæði 4ra dyra og í 2ja dyra sportútgáfu. BÍLABORG HF HVERFISGÖTU 76 SÍMI 22680 SýnumMAZDAbua i ^Blómavali VSigtún How tha Wankel Engine operataa

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.