Tíminn - 09.07.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 09.07.1972, Blaðsíða 1
IGNIS UPPÞVOTTAVtLAR RAFIflJAN ftAFTORG SlMI: 19294 SÍMI.: 26660 152. tölublað —Sunnudagur 9. júli 1972 — 56. árgangur kæli- skápar RAFTÆKJADEILD Hafnarstræti 23 Símar 18395 & 86500 Hamarshögg glymja og sagir hvína í Aðalvík A föstudaginn kom til landsins bátur, sem Sjómælingar tslands hafa fengio frá Sjómælingum Banda- rikjanna. Enn hefur þó ekki endanlega veriö gengiö frá leigusamningum, en samkvæmt upplýsingum Gunnars Bergsteinssonar hjá Sjómælingum, þá hafa tslendingar leigt bátinn til 5 ára. Nanar veröur greint frá þessum bát, þegar gengiðhefur veriö endanlega frá öllum málum. (Tlmamynd: Róbert.) Heppilegast að láta hálendislínuna liggja niður í Bárðardal KJ— Reykjavik. t erindi, sem Jakob Björnsson deildarverkfræöingur hélt fyrir nokkru á aöalfundi Sambands isl. rafveitna, gerði hann m.a. grein fyrir hugsanlcgum linulögnum yfir hálendið, og benti þá m.a. annars á, aö nú er taliö hag- kvæmara aö leggja linu frá Sig- öldu niður i Bárðardal, heldur en að leggja línuna niður I Eyjaf jörð. Astæðuna fyrir þessu kvaö Jakob vera þá, að linan niður i Bárðardal liggur betur við helztu orkuvinnslumöguleikum á austanverðu Norðurlandi, fyrst og fremst Dettifossi. „I annan stað má með þvi móti losna við linulögin um hálendið suður af Eyjafirði, sem linusérfræðingar telja hættulegasta kaflann i linu, sem lægi beint milli Sigöldu og Akureyrar. Linu niður Bárðardal ætti miklu siður að vera hætta búin. Þá sagði Jakob i erindi sinu, að af þeim virkjunarstöðum, sem vitað væri um á Norðurlandi, væru tveir taldir skera sig úr, en það er Laxá III, annar áfangi, og Dettifoss. „Fullyrða má, aö enginn val kostur gefur eins ódýra raforku og þetta framhald fyrri mann- virkja", sagði Jakob um hugsan- legan annan áfanga Laxár III. „Ódýrasti virkjunarstaðurinn (miðað við fullnýtingu, vel að merkja) eftir að Laxá III, 2 sleppir, virðist ótvirætt vera Dettifoss.". Vænlegasta leiðin til öflunar ódýrrar raforku fyrir Norðurland i framtiðinni (ef ekki fæst leyfi fyrir áframhaldandi virkjunum i Laxá) er þvi virkjun Dettifoss, og svo siðar liklega Blöndu, segja sérfræðingar, en skilyrði er að full nýting þessara virkjana verði tryggð fljótlega eftir að þær kom- ast i gagnið. Ef gert er ráð fyrir að bæði Dettifoss og Blanda yrðu virkjuö, þarf tvær tengilinur suður yfir hálendið, svo að sem bezt nýting fáist úr þessum virkjunum, og einnig samtengingu á Norður- landi. Linan frá Sigöldu myndi eins og aö framan greinir liggja niöur I Bárðardal og tengjast þar lfnum frá Laxá, Dettifossi og jarð- gufuvirkjunum við Námafjall og Kröflu. A Norðurlandi myndi linan liggja frá Bárðardal, vestur um til Akureyrar og Varmahllðar og siðan til Blönduóss, og þaðan til virkjunar við Blöndu. Frá Blönduvirkjun myndu línur liggja suður yfir heiðar beinustu linu niður i Borgarfjörð, og að fjalla- baki niður i Hvalfjörð og að Geit- hálsi, þar sem hringnum yrði lok- að. í.angt er síðan nofcfcur maður hefur haft heimilisfestu og búsetu I Sléttuhreppi, þar sem fyrrum var eitt af fjölmennari sveitar- félögum landsins. Eigi að siður er þar talsvert af fólki suma tima árs, og þar eru meira að segja reist ný hús. Þótt torleiði sé meira norður I Sléttuhrepp heldur en á flesta aðra staöi, þar eð sjóveg veröur aö fara yfir isafjarðardjup, virð- ist einsýnt, að þeim muni fremur fjölga en fækka er þangað leggja leið sina á komandi árum. — Þaö hefur verið mikill fólks- straumur norður yfir, sagði Guð- mundur Sveinsson, fréttaritara Timans á Isafirði, I simtali i gær. Margir hinir fyrri Ibúar byggðar- lagsins vitja áttahaga sinna, hóp- ar ferðamanna leita þangað og visindamenn koma þangað til rannsókna. Nú fyrir skömmu voru til dæmis fimmtán Eng- lendingar vikutima á Hesteyri. Byggingarframkvæmdir i Aðalvík Mestum tlðindum þykir kannski sæta, að nýbyggingar eru hafnar i Aðalvik. Nokkrir hafa haldið húsum, sem þeir eiga þar, prýðilega við öll þau ár, sem liðin eru siðan Aðalvlk fór I eyöi, og ýmsir hafa verið að dytta að hús- um i sumar. Auk þess er verið að reisa tvö ný hús, sem einna helzt mega heita gistiheimili. Börn Jóns Hermannssonar eru að reisa vandaðan bústað á Sæbóli, sunn- an vlkurinnar, þar sem tuttugu til þrjátiu manns eiga að geta gist, og niðjar Friðriks Finnbogason- ar og Þórunnar Þorbergsdóttur — þeir munu nú orðnir nálægt tveim hundruðum — ætla að koma upp stóru húsi að Látrum, norðan vik- ur gegnt Sæbóli. Er það byggt á sama stað og hús Friðriks og Þór- unnar var áður. Átthagatryggð og ættrækni Þarna vestra voru margir barnmargir, og það var ótrautt fólk og áræðið, sem þar ólst upp. Ferðir þess á heimaslóðir og um- svif þar bera þvi lika vitni, hve djúpum rótum það stendur i jarð- vegi heimahaganna, og fer þar saman átthagatryggð og sam- heldni ættmenna jafnvel þótt nú sé oröið langt á milli þeirra. Þannig munu þeir, sem standa fyrir nýbyggingunum I Aðalvlk, ýmist eiga heima á Vestfjöröum eða viö Faxaflóa. Silfurlampinn afhentur i' dag A aðalfundi F.I.L., sem haldinn var um mánaðamótin siðustu, m.a. til að velja viðtakanda silfurlampans Í972, kom fram til- laga um að breyta reglugerö um afhendingu silfurlampans, þess efnis, að þegar ástæða þætti til, listam. sem starfa að öðrum leikurum einum, en þó aðeins listamönnum, sem starfa«öörum greinum leikhúslistarinnar, svo sem leikstjórum, leikritahöfund- um, leikmyndagerðarmönnum, tónskáldum o.s.frv. Hverju sinni skuli tekin ákvörðun um það, hvort veitingin fari fram þannig eða eins og áður til leikara aðal- hlutverks eða aukahlutverks. A fundinum var slðan samþykkt, að I þetta sinn yröi lampinn afhentur samkvæmt hinni nýju tilhögun — og verður það nú gert I fyrsta sinn sunnudaginn 9. júlí kl. 17 á Mimisbar á Hótel Sögu, og er allt leikhúsfólk og velunnarar vel- komið að vera viöstatt þá athöfn. Nýtt fólk í Víðinesi SB-Reykjavík Ráðsmanns- og ráðskonuskipti urðu um siðustu mánaðamót á vistheimili Bláa bandsins að Viði- nesi. Pétur Sigurðsson og kona hans Guðriður Kristjánsdóttir, sem gegnt hafa þessum störfum I niu ár, létu af þeim aö eigin ósk, Við störfum tóku hjónin Jóns Vigfússon og Guðrún Karlsdóttir, en þau hafa bæði starfað hjá rikishælinu á Akurhóli á Rangár- völlum um margra ára skeið. Skákeinvígið: Aðaldómarinn af landi brott Fyrstu skákinni líklega frestað til fimmtudags KJ—Reykjavík Þótt menn hafi varpað önd- inni léttar, föstudaginn eftir að búið var að draga um lit i skákeinviginu, virðast ekki allar hindranir úr vegi enn, og ekki ljóst hvort einvigið geti hafist á þriðjudaginn. Astæðan fyrir þessu er sú, aö aðaldómari keppninnar Lothar Schmid þurfti að fara af landi brott á laugardags- morguninn, vegna þess að sonur hans hafði lent i um- ferðarslysi i Þýzkalandi á föstudaginn; og meiðzt á höfði. Einnig þjáðist sjálfur aðaldómarinn af tannverk, og var búinn að fara til tann- læknishér, en mun hafa ætlað að láta tannlækni i Þýzkalandi doktora sig um leið og hann ferút núna. Dómarinn er ekki væntanlegur aftur fyrr en á fimmtudag, en fyrstu skákina átti að tefla á þriðjudaginn. Aðaldómarinn hafði boðað heim sm eis tarann og áskorandann I Laugardals- höllina I dag, en e.t.v. gerir varadómarinn Guðmundur Arnlaugsson það i forföllum aðaldómarans. Aðalverk dómara einvigisins er i raun- inni i upphafi einvigisins, þegar velja á skákmenn og stóla, og ákveða hvort borðið góða verður notað eða ekki. Þá þarf dómarinn lika að ákveða lýsinguna, en I laugar- dalshöllinni má breyta henni eða hafa hana ýmist bjartari eða daufari. 1 gærmorgun útilokuðu Bandarikjamennirnir sem eru fulltrúar Fischers ekki þann möguléika, að einviginu yrði enn .. estað, og þá vegna fjarveru aðaldómarans. Eins og dæmið stendur nú,eru þvi eins miklar likur fyrir því að einviginu veröi enn frestað, eins og að það hef jist á þriðju- daginn. Spasský í lax Freysteinn Þorbergsson var búinn að bjóða bæöi Spasski og Fischer á laxveiðar I Svartó i Skagafirði, og I gærmorgun þáöi Spasski boðið. Ætlaði hann að renna fyrir lax þar um helgina. Sabbat Fischers stóð til klukkan sex I gærkvöldi, og hélt hann sig innan dyra frá klukkan sex á föstudags- kvöldið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.