Tíminn - 09.07.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 09.07.1972, Blaðsíða 11
Sunnudagur 9. júli 1972 TÍMINN 11 tJtgefandi: Fra'msóknarfiokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þór- arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson, Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaðs Timans). Auglýsingastjóri: Steingrimur GIslasonu • Ritstjórnarskrif-::;:: stofur í Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306 Skrifstofur i Bankastræti 7 — afgreiðslusimi 12323 — auglýs ingasimi 19523. Aðrar skrifstofurrsimi 18300. Askriftargjalí 225 krónur á mánuði innan lands, i lausasölu 15 krónur ein takið. Blaðaprent h.f. Sígild stefna ,,Þetta blað mun eftir föngum”, segir i for- ustugreininni i fyrsta blaði Timans, „beitast fyrir heilbrigðri framfarastefnu i landsmálun- um. Þar þarf að gæta samræmis, hvorki hlynna um of að einum atvinnuvegi á kostnað annars né hefja einn bæ eða eitt hérað á kostn- að annarra landshluta, þvi að takmarkið er framför alls landsins og allrar þjóðarinnar”. Það varð hlutverk Framsóknarflokksins áratugum saman að vera eini flokkurinn, sem barðist fyrir framför alls landsins. Vegna þeirrar baráttu hans voru reistir héraðs- og gagnfræðaskólar viða um landið, menntaskóli stofnaður á Akureyri, stóraukin framlög til hafna, nýir vegir lagðir, landbúnaður efldur, bátaútvegur styrktur á margvislegan hátt og iðnfyrirtæki reist i dreifbýlinu. Vegna þessarar baráttu var Framsóknarflokkurinn úthrópaður og rógborinn sem andstæðingur höfuðborgar- innar og Framsóknarmenn taldir þar óalandi og óferjandi. Nú er viðhorfið til þessara mála að ýmsu leyti breytt. Fleiri sjá nú en áður, að það er ekki siður mál höfuðborgarinnar og höfuð- borgarsvæðisins að efla byggðina i öðrum landshlutum, þar sem góð afkomuskilyrði eru augljóslega fyrir hendi. Þetta er sameiginleg- ur hagur landsmanna allra. En þvi miður hafa þessi sannindi verið meira viðurkennd i orði en á borði. Aðrir flokkar hafa keppzt við að taka undir þau, en litinn vilja sýnt i verki til þess að fara eftir þeim. Um þetta vitna bezt störf ,,við- reisnarstjórnarinnar”. Aldrei hefur fólksflótt- inn úr dreifbýlinu orðið meiri en i tið hennar. Það er fyrst með tilkomu vinstri stjórnarinnar, undir forustu Framsóknarflokksins, að breyt- ing er að verða i þessum efnum. En það þarf meira en að vinna að framför alls landsins. Það þarf ekki siður að vinna að framför allrar þjóðarinnar. Högum manna er ekki eingöngu skipt eftir búsetu. Oft eru lifs- kjörin ójöfnust og aðstöðumunurinn mestur i sjálfu fjölbýlinu. Þar er aðstaða æskufólks til menntunar oft ójöfnust, og þar verða kjör gamalmenna oft erfiðust, ef efni bregðast. Það eru sennilega óheppilegustu afleiðingar ,,við- reisnarstefnunnar”, að tekjuskiptingin hefur orðið ójafnari og hlutur ungs fólks og gamals fólks orðið sérstaklega útundan. Það hefur orð- ið eitt fyrsta verk núverandi rikisstjórnar að reyna að bæta úr þessu, m.a. með þvi að stuðla að sérstakri kauphækkun til þeirra lægst laun- uðu, að hækkun elli- og örorkulauna og jafnari námsaðstöðu æskufólks. Þegar Framsóknarflokkurinn litur yfir far- inn veg, getur hann verið stoltur af þvi, hve miklu hann hefur áorkað til að efla framför alls landsins og allrar þjóðarinnar. En betur má þó, ef duga skal. Aldrei hefur þetta takmark verið mikilvægara en nú, þegar tækniþróun og fylgifiskar hennar stuðla að hinu gagnstæða. Framsóknarmenn geta þvi sótt fram i fullu trausti þess, að stefna þeirra er ekki siður i samræmi við nýjan tima nú en fyrir hálfri öld. Hún úreldist ekki. ERLENT YFIRLIT FÆR MARGARET SMITH HVÍLDINA í HAUST? Hún sigraði glæsilega í prófkjörinu, þrátt fyrir 74 ára aldur öldungadeildarþingmennirnir Mansfield og Smith ÖLDUNGADEILD Bandarikjaþings ber að þvi leyti nafnið með réttu, að þar eiga jafnan sæti margir menn, sem hafa náð háum aldri. Einkum gildir þetta þó um þingmenn þeirra rikja, þar sem prófkjör fara fram. Þeir, sem einu sinni ná sæti i öld- ungadeildinni, virðast ótrú- lega sterkir i prófkjörum eftir það. Þannig vann John McClellan, sem er 76 ára .ný- lega sigur i prófkjöri i Arkans- as, og Margaret Chase Smith, sem er 74 ára, sigraði glæsi- lega i prófkjöri i Maine 19. júni sl. Strom Thurmond, sem er 69 ára, er talinn liklegur til að sigra i prófkjöri i South Carolina og Jennings Randolph, sem er 70 ára, i West Virginia. John Spark- man, sem er 72 ára, þykir einnig liklegur til sigurs i Alabama, en tvisýnna er með Allen Ellender, sem er 81 árs, i Lousiana. bað hjálpar þó Ellender verulega að hann stundarenn daglega leikfimi i iþróttahúsi þingmanna og vinnur meira en flestir aðrir. Ef dæma á eftir aldri manna i öldungadeildinni, verður vart sagt annað en að bandariskir öldungadeildarþingmenn eld- ist flestum mönnum betur. Þannig er George Aiken frá Vermont enn sagður i fullu fjöri, þótt hann verði áttræður á þessu ári, og sama gildir um þá Milton Young frá North Dakota, sem er orðinn 74 ára og Stuart Symington frá Miss- ouri, sem er 71 árs. AÐ ÞESSU sinni beindist óvenjuleg athygli að prófkjör- inu hjá republikönum i Maine, þar sem ungur, ötull og flug- rikur lögfræðingur, Robert Monk, keppti við Margaret Chase Smith. Hann eyddi milli 200-250 þús. dollurum i kosn- ingabaráttuna og ferðaðist um rikið þvert og endilangt og hafði fram að færa ýmsar sak- ir á hendur henni og þó ekki sizt þær, að hún hefði verið lé- legur þingmaður fyrir kjör- dæmi sitt. Maine hafi fengið minni opinber fjárframlög en ílest eða öll riki önnur, þótt Margaret Smith ætti bæði sæti i fjárveitinganefnd og her- málanefnd, en sú siðarnefnda ræður miklu um staðarval fyrir hergagnaverksmiðjur. Margaret Smith eyddi ekki nema um 10 þús. dollurum i kosningabaráttuna og heim- sótti Maine ekki nema nokkr- um sinnum um helgar. Hún sigraði samt i prófkjörunum með yfirburðum. ÓHÆTT mun að fullyrða, að Margaret Smith á sigur sinn aö verulegu leyti þvi að þakka, að hún er sú kona, sem lengst hefur átt sæti i öldunga- deildinni eða samfleytt siðan 1948, en þá var hún fyrsta kona, sem tók sæti þar. Sið- ustu árin hefur hún lika verið eina konan þar. Til viðbótar þessu, hefur hún hlotið mikla viðurkenningu fyrir sjálfstæði og einbeitni. Hún vann áer mikla frægð 1950, þegar hún varð einna fyrst til þess af öldungadeildarmönnum að mótmæla Joe McCarthy og risa gegn þeirri herferð hans, að stimpla alla frjálslynda menn kommúnista. Aftur vakti hún þjóðarathygli 1970, er hún fordæmdi stúdenta- óeirðirnar. Margaret Smith hefur alltaf verið ákveðin gegn öfgum, en hjá henni rek- ur það meira rætur til ihald- semi en frjálslyndis. Hún trúir á hinar góðu, gömlu dyggðir og vill verja þær. Þess vegna hefur hún verið i hópi allra ihaldssömustu þingmanna, þegar um ýmsar nýjungar hefur verið að ræða, bæði félagslegar og verklegar. Þá hefur hún unnið sér það álit, að hún væri sá þingmað- ur, sem sækti einna bezt fundi, enda sýna atkvæðagreiðslur það. Þannig var hún t.d. á timabilinu júni 1955 —júli 1968 viðstödd öll nafnaköll i þing- inu, eða 2941 alls. Hitt er ekki talið jafnöruggt, að hún hafi á siðari árum fylgzt eins vel með málum og þátttakan i at- kvæðagreiðslum gæti bent til. Þannig mætti hún á stúdenta- fundi fyrir tveimur árum til að verja stefnu Nixons i Vietnammálinu, en hún hefur alltaf verið eindreginn hauk- ur. Þar kom i ljós, að hún vissi ótrúlega litið um gang Viet- namstyrjaldarinnar, þrátt fyrir þátttöku sina i hermála- nefndinni. Hún fékk herfilega útreið hjá stúdentunum og hefur siðan forðazt slika fundi. Hún sækir nú yfirleitt ekki fundi, nema þar sem tryggir flokksmenn hennar koma saman. MARGARET SMITH heldur sjaldan ræður i þinginu. 1 deilumálum fylgir hún yfir- leitt þeirri venju að gera ekki uppskátt fyrr en á siðustu stundu hver er afstaða henn- ar, oft ekki fyrr en við at- kvæðagreiðslu. Hún segist gera þetta m.a. vegna þess, að hún vilji ekki hafa áhrif á aðra, enda ætlist hún til að aðrir þingmenn reyni ekki að hafa áhrif á sig. Það er lika talið tilgangslitið að ætla aö reyna að telja henni hughvarf. Hún lifir mjög einangruð, fer beint á þingfundi og af þeim á skrifstofu sina, þar sem sömu konurnar eru lengi búnar að vinna fyrir hana, og þar tekur hún ekki á móti nema sárafá- um útvöldum. Hún sækir litið boð og veizlur og blandar eins litið geði við fólk og henni virðist frekast unnt. Hún krefst þess bersýnilega að þingmenn sýni henni mikla virðingu i umgengni. Hún hefurekki verulega umgengni nema við einn karlmann, William Lewis, sem verið hefur sérstakur ráðunautur hennar, blaðafulltrúi og kosningastjóri siðan hún tók sæti i öldungadeildinni. Hún býr ein i annarri álmu i húsi hans, en hann býr i hinni, en hann er piparsveinn. Lewis er 14 árum yngri en hún. MARGARET Chace Smith er alin upp i fátækt og byrjaði snemma að vinna fyrir sér. Að loknu gagnfræðaskólanámi var hún kennari, simastúlka og skrifstofustúlka. Hagur hennar breyttist, er hún giftist þingmanni i fulltrúadeild Bandarikjaþings og gerðist jafnframt einkaritari hans i Washington. Hann lézt af hjartaslagi 1940, og ákvað hún þá að gefa kost á sér til framboðs i stað hans. Hún náði kosningu og sat i fulltrúadeildinni til 1948, er hún náði kosningu til öldunga- deildarinnar. Þar hefur hún átt sæti óslitið siðan. Hún hlaut 59% atkvæða i siðustu kosningum til öldungadeildar- innar, en 71%, er hún bauð sig fyrst fram. Þótt frú Smith sigraði glæsi- lega i prófkjöri þykir ekki vist að hún muni ná jafngóðum árangri i sjálfum kosningun- um i haust. Hún fær mjög harðan keppinaut að þvi að talið er, en demókratar tefla fram gegn henni William Hathaway, sem hefur átt sæti i fulltrúadeildinni um áttaára skeið. Hathaway, sem er 48 ára gamall, tilheyrir frjáls- lyndari armi demókrata. Hann er sagður ötull baráttu- maður og hefur getið sér gott orð i öldungadeildinni. Hann fer lofsorðum um frú Smith fyrir sjálfstæði og einbeitni og heiðarleika, sem hún hafi jafnan sýnt, en hinsvegar sé það augljóst, að hún fylgist ekki lengur með timanum og þvi sé bezt fyrir hana og Maine, að hún fái hvild og eigi friðsöm ár eftir langt og mikið starf, sem •. hafi verið rækt af skyldurækni. Frú Smith eigi hvildina orðið vel skilið. Þ.Þ. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.