Tíminn - 09.07.1972, Blaðsíða 18

Tíminn - 09.07.1972, Blaðsíða 18
18 TÍMINN Sunnudagur 9. júli 1972 Um háspennulínu milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar Timanum hefur borizt fréttatil- kynning frá iðnaðarráðuneytinu vegna lagningar tengilinu milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar um Öxnadalsheiði, en mál þetta bar allmikið á góma á aðalfundi Sam- bands isl. rafveitna á Akureyri i fyrri viku. Þá hefur raforkumála- nefnd Norðurlands eystra einnig sent frá sér samþykkt um málið. Fréttatilkynning ráðuneytisins er á þessa leið: 1. „Akvörðun um lagningu þessarar linu fólst i fram- kvæmdaáætlun þeirri, sem rikis- stjórnin lagði fyrir siðasta þing, en þar var jafnframt leitað eftir lántökuheimild i „þessu skyni. Engar athugasemdir voru gerðar við þessa tillögu, hvorki innan þings ué utan, og engin breyt- ingartillaga flutt. Aætlunin var samþykkt af Alþingi mótat- kvæðalaust. 2. Ákvörðun um þessa linulagn- ingu er ekkert nýmæli. Iðnaðar- ráðuneytið hefur margsinnis gert grein fyrir hugmyndum sinum um samtegningu orkuveitusvæða og þá alltaf lagt áherzlu á, að samtenging Norðurlands- svæðanna væri fyrsta verkefnið. Hefur i þvi sambandi verið gerður rammasamningur milli Hafmagnsveitna rikisins og Laxárvirkjunar um sölu á raf- orku með hagkvæmum kjörum. 3. Þegar á siðasta hausti skýrði rikisstjórnin frá þeirri ákvörðun sinni að leggja linu frá Búrfells- svæðinu til Norðurlands. Sam- tenging fyrir norðan er forsenda þeirrar framkvæmdar, en hún á að tryggja að Norðlendingar eigi kost á nægri raforku á hagstæðu verði. 4. Slik samtenging er einnig al- gjör forsenda fyrir stórvirkjunum á Norðurlandi. Hefur ráðuneytið mælt svo fyrir, að virkjun við Dettifoss verði fullhönnuð á tveim árum. önnur stórvirkjun, sem þá þarf að hefja undirbúning að, er i Blöndu, en i sambandi við hana yrði einnig framkvæmd tenging til Vesturlandssvæðisins, sem þá yrði að vera búið að tengja við Suðurland. 5. Hugmyndir um að leysa vanda Norðurlands vestra til bráða- birgða með samtengingu við Skeiðsfossvirkjun og smá-stækk- un þeirrar virkjunar hafa verið gaumgæfilega athugaðar og sýnt sig að vera dýrari og óhag- kvæmari lausn á raforkumálum þess landshluta en tenging við Norðurland eystra og sameigin- leg orkuöflun fyrir Norðurland i heild. 6. Hugmyndir og framkvæmdir ráðuneytisins miðast við það að gera landið allt að einum orku- markaði eins fljótt og auðið er, ^yggja landsmönnum öllum raf- orku á sama heildsöluverði og þannig jafnrétti á þessu mikil- væga sviði,,, Samþykkt raforkumála- nefndar Norðurlands vestra 6. júlí 1972. Fundur haldinn i raforkumála- nefnd Norðurlands vestra i Varmahlið 6. júli 1972 lýsir undrun sinni yfir þvi, að hafin skuli bygging háspennulinu frá Akureyri tit Varmahliðar, til samtengingar á norð-vestur- og norð-austurlandi, en þessi fram- kvæmd er talin gerð til orkuöflu- nar fyrir norð-vesturland. Fundurinn telur þessa ráðstöfun ótimabæra, þar sem ekki er tryggt, að næg afgangsorka sé, eða verði, fyrir hendi á Laxár- svæðinu til að mæta orkuþörf á norð-vesturlandi. Þá litur fundurinn svo á, að hér sé um óhæf vinnubrögð að ræða, þegar valkostur til orkuöflunar er tekinránnokkurs samráðs við raf- orkumálanefndina, eða sýslu- og sveitarfélögin á svæðinu, áður en i framkvæmdir var ráðizt. Það er þvi krafa raforkumálanefndar- innar að þegar i stað verði birtar aðgerðarrannsóknir og hag- kvæmniútreikningar, sem sýni hagsemi lagningar nefndrar há- spennulinu. Þá vill fundurinn benda á samþykkt, sem gerð var á fundi nefndarinnar 28. april 1972, um virkjanir og linulagnir á Norðurlandi vestra. Ennfremur vill fundurinn vekja athygli á að- gerðarrannsóknum gerðum á vegum Rafveitu Siglufjarðar, um samrekstur vatnsorkuvera á norð-vesturlandi, þar sem gert er ráð fyrir samtengingu Skeiðsfoss virkjunar við Skagafjarðarveitu og byggingu raforkuvers i Fljótaá. I samanburði eru þessir valkostir likir i fjárfestingu, en Fyrir um það bil hálfri öld var um fátt meira talað i heiminúm en Sacco-Vanzetti-málið svo- nefnda, sein þá var á döfinni i Bandarikjunum. enda var það eitt mesta rcttarfarshneyksli, sem gerzt hafði á öldinni. Málavextir voru þeir i stuttu máli, að 15. april 1920 var framið vandlega undirbúið rán i smá- bænum South Braintree i Massa- chusetts-fylki. Gjaldkeri nokkur og aðstoðarmaður hans voru myrtir af ræningjunum, sem kom ust siðan undan með ránsfeng sinn. Skömmu siðar voru tveir italskir innflytjendur, Bartolo- meo Vanzetti, fisksali sem viða fór og þekktur fyrir stjórnleys- ingjaskoðanir sinar, Nicola Sacco, skósmiður að iðn og hlynntur sósialisma, handsamað- ir, þegar þeir voru að forða sér úr sporvagni. Reyndist Sacco þá vopnaður skammbyssu. Málaferlin gegn þeim félögum fengu þegar á sig pólitiskan blæ, þótt reynt væri að sanna laga- lega, að þeir hefðu framið ránið. Tvennt þótti benda til þess — Colt- skammbyssan, sem Sacco hafði annar er framkvæmd i héraði og fellur að hugmyndum heima- manna, en hinn byggir á vafa- samri orkuöflun, sem aðeins er til rammasamningur um, til tveggja ára,og þar af er fjórði hluti orkunnar dieselorka. 1 þeirri lausn er jafnframt gert ráð fyrir þvi, að siðari hluti 3. áfanga Láxárvirkjunar verði heimilaður, þrátt fyrir yfirlýsingu iðnaðar- ráðherra um að ekki verði leyfðar frekari virkjanir þar. Fundurinn lýsir undrun sinni yfir þeim vinnubrögðum, sem verið hafa við töku þessarar ákvörðunar, þarsem ekkert samræmi er milli framkvæmda og yfirlýsinga iðnaðarráðuney tisins tii F'jórðungssambands Norð- lendinga um að haft verði samráð við það um skipulag orkumála á Norðurlandi.” I nefndinni eiga sæti fulltrúar frá Húnavatnssýslum, Skaga- fjarðarsýslu, Sauðárkrókskaup- stað og Siglufjarðarkaupstað. verið með, þótt milljónir slikra byssa væru til i landinu, og bill sem Vanzetti hafði tekið á leigu til þess að flytja i áróðursgögn og liktist þeim bil, sem ræningjarnir höfðu notað. Stefna málaferlanna réðst af þvi, að um þær mundir börðust sterk öfl i Bandarikjunum gegn ,,rauðu hættunni”, sem menn töldu að steðjaði að landinu eftir byltinguna i Rússlandi, Beindist þessi barátta einkum að erlend- um verkamönnum, þar sem til- tölulega margir þeirra voru ,,rauðleitir” anarkistar, sósialist- ar og jafnvel kommúnistar. Þeir voru margir fátækir menn sem farið höfðu frá ættlöndum sinum til að mótmæla ástandinu þar, og brugðust illa við, þegar komið var vestur um haf, þvi að þar reyndist sælan litlu minni en heima fyrir. Leikstjórinn, Giuliano Mont- aldo, hefur gert myndina eftir op- inberum gögnum, réttarskjölum og bréfum þeim, sem Sacco og Vanzetti skrifuðu vinum og vandamönnum, meðan þeir biðu dóms og aftöku. Aðalhlutverkin leika Riccardo Cucciolla (Sacco) og Gian-Maria Volonte (Vanzetti), en auk þess eru i henni margir ágætir ameriskir leikarar, til dæmis Cyril Cusack, sem leikur Katzman saksóknara, Milo O’Stea, sem fer með hlutverk Fred Mopres, verjanda þeirra fé- laga, og Geoffrey Kenn, sem leik- ur Thayer dómara, sem fór aidrei dult með andúð sina á hinum á- kærðu og verjanda þeirra. Tónlistin i myndinni er eftir Ennio Morricone, eitt bezta, nú- lifandi tónskáld Itala, og einnig syngur Joan Baez ,,The Ballad of Sacco and Vanzetti” og ,,Here’s to you, Nicola and Bart”. Riccardo Cucciolla, sem leikur Sacco, fékk Grand Prix-verðlaun á kvikmyndahátiðinni i Cannes 1971 fyrir ieik sinn i þessari mynd, sem dæmdur var ,,beztur leikur i karimannshlutverki” á hátiðinni. VÍSIR á mánudegi greinir frá íþróttaviðburðum helgarinnar Pyrstur með fréttimar vísm bÆN£& ..«•1 IIO \Slfc''14- jOOrl Ki£N2ifl cmMmir Er STERKUR, framleiddur úr V-þýzkum og belgiskum vlr. Er MJÚKUR þjáll og lipur að girða með. Er MEÐ RÉTT GADDABIL handarbreidd Er Á STERKUM SPÓLUM spólast létt út. Er GÆÐAVARA löngu viðurkennd. Er ÍSLENZK FRAMLEIÐSLA á hagkvæmu verði FRAMLEIÐANDI: VÍRIÐJAN H.F. Fossvogsbletti 3 — simi 20408. Emk z 'Ei a heyhleðsluvagnar fyrirliggjandi Háskólabíó: Sacco-Vanzetti-málið

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.