Tíminn - 09.07.1972, Blaðsíða 19

Tíminn - 09.07.1972, Blaðsíða 19
Sunnudagur 9. júli 1972 TÍMINN 19 Umsjón Alfreð Þorsteinsson Spá Tímans um unglingalandskeppnina: Danir sigra, en bar- áttan verðnr hörð Lára Sveinsdóttir — nær hún ÓL-Iágmarkinu? ÖE—Reykjavík. Fyrsta grein siðari dagsins i unglingalandskeppni Dana og íslendinga var islenzk, þ.e. 400 m grindahlaup. Borgþór Magnússon sigrar og Vilmundur Vilhjálms- son veróur annar, er okkar spá. Að visu eiga Danirnar betri tima en Vilmundur, en við blásum á það og spáum Vilmundi öðru sæti,8:2 fyrir ísland, samanlagt 02:50, og munurinn hefur minnkað mjög Aftur syrtir i álinn i stangar- stökkinu, en þar er óhætt að bóka tvöfaldan danskan sigur, 8:3, samanlagt 70:59 fyrir Dani. Spjótkastið verður afar tvisýnt. Óskar Jakobsson er meö bezta árangurinn, en hann hefur aðeins einu sinni kastað yfir 60 m i keppni, og það væri ósanngjarnt að ætla honum sigur yfir dönskum. Viðspáum Óskari öðru sæti og Eliasi Sveinssyni 3ja 6:5 fyrir Dani, 76:64 samanlagt. Sleggjukastið má telja vonlitiö, og við spáum tvöföldum dönskum sigri, 8:3, og samanlagt 84:67. Barátta ættti að verða mikil i 1500 m hlaupinu, og nú ætlum við að vera mjög bjartsýnir og spá Agústi sigri 6:5 fyrir ísl. og 89:73 samanlagt fyrir Dani. Heldur vænkast útlitið i þrfstökkinu. Friðrik Þór hefur að visu verið meiddur, en við vonum, að hann sé búinn að ná sér og spáum honum sigri og Helga þriðja sæti, 7:4 fyrir fsland og 93:80 samanlagt. 200 m hlaupið verður ein af þessum spennandi greinum, sem allt getur gerzt i. Við spáum Vilmundi öðru sæti og Hannesi fjórða, 7:4 fyrir Dani og 100:84 samanlagt. Næsta grein, 2000 m hindrunarhlaup, verður ójöfn, Danir nærri öruggir um tvöfaldan sigur, (8:3 og 108:87 samanlagt. Loks er komið að siðustu grein- inni, 4x400m boðhlaupi, og við klikkjum út með að spá isl. sigri, 5:3 Og samanlagt sigra Danir i unglingalandskeppninni skv. okkar spá með 111 stigum gegn 92, sem er mjög þokkaleg útkoma gegn hinu sterka danska lands- liði. Stúlknakeppnin verðu ekki eins jöfn, í fyrstu greininni á þriðju- dag hástökki gæti þó orðiö allhörð keppni. Danska stúlkan Aasted, sem stokkið hefur 1,70 m. er sigurstrangleg, en vonandi veitir Lára henni harða keppni, viö spáum Láru öðru sæti og Kristinu fjórða 7:4 fyrir Dani, samanlagt 55:33 eftir fyrstu grein siöari dags. Við verðum einnig bjartsýn i annari grein siðari dags, kúlu- varpinu og spáum Guðrúnu Ingólfsdóttur ööru sæti og Gunn- þórunni fjóröa, 7:4 fyrir Dani og 62:37 samanlagt. Við væntum hörkukeppni i 1500 m. hlaupi og spáum Ragnhildi Pálsdóttur sigri og 6:5 fyrir tsland, samanlagt 67:43. Ein spennandi grein i viöbót verður 100 m. hlaupið, viö spáum Láru öðru sæti og Sigrúnu þriðja, 6:5 fyrir Dani og 73:48 saman lagt. Dönsku stúlkurnar vinna 4x100 m- boðhlaupið og 5:3 eru stigin og samanlagt sigra þær dönsku með 78 st. gegn 51. Skammlaus útkoma að okkar dómi. 1500 m. hlaup: Ragnhildur Pálsdóttir Isl. 4:57,7 min. Anna Haraldsdóttir, Isl. 5:22,9 min. Loa Olafsson, Danm. Hanne Rothhausen, Danm. 100 m. hlaup: Tone Kyhn, Danm. 12,3 sek. Lisbeth Nielsen, Dan, 12,5 Lára Sveinsdóttir, tsl. 12,6 Sigrún Sveinsdóttir, tsl. 12,6 4x100 m. boöhlaup: Engir timar. Varamenn: Asa Halldórsdóttir Magnús Geir Einarsson Skúli Arnarson Fyrirliði unglinga: Agúst Asgeirss. Fyrirliði stúlkna: Lára Sveinsd. Liðsstjóri: Sigurður Helgason. SÍÐARI DAGUR: Unglingar. 400 m. grindahl. Borgþór Magnúss. tsl. 55,6 sek. Vilmundur Vilhjálmss., 57,7 sek. Finn Visnek, Danm., 56,7 sek Lars Ingemann, Danm., 57,2 sek. Stangarstökk: Peter Johansen,Danm. 4,10 m Bent Larsen, Danm. 4,11 m Elias Sveinss. 3,60 m Karl West, tsl., 3,20 m Sleggjukast: Torben Larsen, Danm., 45,91 m PoulSteffensen,Danm., 45,02 m Elias Sveinss. Isl. Óskar Jakobsson, tsl. 1500 m hlaup: NielsNygaard,Danm., 3:57,2 min, Svend Malchau, Danm. 3:57,2min Agúst Ásgeirsson. Isl., 4:02,0min Einar Óskarsson, tsl., 4:11.4min Spjótkast: Óskar Jakobsson, Isl., 62,80 m Elias Sveinsson, tsl.' 57.96 m Bent Larsen, Danm. 61,88 m Carsten Hessild, Danm, 61,78 m Þristökk: Friðrik Þ. Óskarss. tsl. 14,89 m Helgi Hauksson Isl. 13,82 m Erling Hansen, Danm., 14.05 m Bo Jörgensen, Danm., 13,70 m Framhald á bls. 14. 111)11 AB (iEFA BIKAR FIKIR KVEMAKMTTSPIRNI) Niklar líkur á að íslandsmót í kvennaknattspjrnu verði haldið í haust, sagði Albert Guðmundsson Hér á myndinni sést afgreiðslustúlka, sem æfir og leikur knattspyrnu hjá Breiöabliki, halda á silfurbikarnum sem Gull og Silfur, Laugarveg 35, hefur gefið KSÍ. Bikar þessi er þvi fyrsti bikarinn, sem keppt verður um i kvennaknattspyrnu. (Timamynd Róbert) Mikið hefur verið rætt og ritað um kvennaknattspyrnu að undanförnu. Eftir að kvennalið Armanns og tA léku forleik á undan landsleik Islands og Danmerkur skaut sú spurning upp kollinum, hvenær komið yrði á móti i knattspyrnu fyrir kvenfólkið. Eins og flestir vita, hefur mikið verið rætt um það siðustu árin, að kominn væri timi til að gera eitthvað fyrir þær stúlkur, sem stunduðu knattspyrnu. Fyrir tveimur árum vann Albert Guðmundsson, for- maður KSt, að þvi að setja á laggirnar mót fyrir kven- fólkið, en hans hugmynd hefur litinn hljómgrunn fundið hjá öðrum forustumönnum knatt- spyrnuhreyfingarinnar. Þegar forráðamenn knatt- spyrnudeildar Armanns tilkynntu i vor að þeir myndu senda kvennalið á öll mót, sem haldin yrðu i sumar á vegum KRR og KSl, var hlegið, að þeim. En nú er þetta ekki lengur aðhlátursefni, þvi að eitthvað verður að gera i málinu. Ef það verður ekki gert fljótlega, eigum við eftir að sjá eftir þvi siðar meir, þvi að kvenna- knattspyrna á ört vaxandi vinsældum að fagna i heiminum. T.d. hefur verið komið á heimsmeistarakeppni kvenna i knattspyrnu, og þess verður ekki langt að biða, að Evrópukeppni kvenna verði komið á, má jafnvel búast við að það verði á næsta ári. Sumir segja, að kvenfólk hafi engan áhuga á knatt- spyrnu og að fá félög séu með æfingar fyrir það. Það er að visu rétt, að ekki eru mörg félög með kvennaknattspyrnu á dagskrá, en það er hins vegar alveg öruggt, að félögin fara að þjálfa upp kvennalið, ef mót fyrir kvenfólk verða sett á laggirnar. Kvennaknattspyrnan á ekki eingöngu að vera Trimm fyrir stúlkur, sem vilja halda linunum fallegum. Hún á að vera keppnisiþrótt og þá fer fyrst að vakna áhugi á knatt- spyrnunni hjá kvenfólkinu. Þeir sem sáu leik Armanns og tA voru allir sammála um að stúlkunum sem léku, heföi farið mikið fram siðan þær léku i innanhússmótinu i knattspyrnu i sumar, og sumar þeirra gefa karl- mönnum, sem leika i yngri flokkum félaganna, ekkert eftir. Það er ekki að efa, að leikur kvennaliða Armanns og 1A um daginn hefur opnað augu flestra sem sáu leikinn fyrir þvi, að nú sé kominn timi til að fara að leggja rækt við knatt- spyrnu kvenna. Það hafa margir haft samband við okkur hjá iþróttasiðu Timans til að fá að vita, hvort ekki verði komið á móti fyrir kven- fólkið. T.d. hringdi einn af eigendum Gulls og Silfurs og bauðst til að gefa veglegan silfurbikar fyrir kvenfólkið til að keppa um. Þessi bikar er mjög fallegur og er úr silfri i gegn. Er þetta mjög rausnar- leg gjöf hjá eigendum Gulls og Silfurs. Eigendurnir afhentu stjórn KSt þennan veglega grip i gær, og þakkaði Albert Guömundsson þeim kærlega fyrir og sagði að bikarinn mundi ýta undir stjórnina að koma á kvennamóti strax i haust. Hann sagðist vona, að timann þangaö til myndu, félögin nota til að þjálfa upp kvennalið sin. SOS.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.