Tíminn - 09.07.1972, Blaðsíða 20

Tíminn - 09.07.1972, Blaðsíða 20
20 TÍMINN Sunnudagur 9. júli 1972 2 konur og 3 karlar svara spurningum um sumarfríið I SUMARLEYFI Á SÓLMÁNUDI II Kysteinn (íerftur Júlimánuður — hápuqktur sumarsins og dæmigerður timi sumarleyfanna. i tilefni júiikomu hringdi blaðamaður Timans til nokkurra karla og kvenna og spurði þau eitthvað á þessa leið: — Hvert ætlarðu i sumarfriinu? — Og hvert ræður þú fólki til að fara i sumarfriinu? Kkki ýkja frumlegar spurningar, en ég vona, að svörin séu forvitnileg a.m.k. eru þeir. sem þau gefa, úr ýmsum áttum og með misjöfn áform á prjónunum. Sá fyrsti, sem ég spyr þessara spurninga, er Kysteinn Jónsson, forseti Sameinaðs þings og formaður Náttúruverndarráðs. Kysteinn er löngu landskunnur fyrir áhuga sinn á ferða- og nátt- úruverndarmálum, og hefur farið vilt og breitt um landið, oft og einatt fótgangandi. — Kg hef enn ekki að fullu ákveöið, hvert ég fer i sumarfri- inu. Þó er ég staðráðinn i þvi að dvelja um einnar viku skeið i Kerlingarfjöllum, eins og undan- farin sumur. Að öðru leyti get ég bara alls ekki svarað þér. M.S, GULLFOSS Ferðir í júlf og ágúst FRÁ REYKJAVÍK Til Leith og Kaupmannahafnar 12. og 26. júli, 9. og 23. ágúst FRÁ KAUPMANNAHÖFN Til Leith og Reykjavikur 19. júli, 2., 16. og 30. ágúst. ’ FRÁ LEITH Til Reykjavikur 21. júli. og 18. ágúst. Simi 21460 Nánari upplýsingar í farþegadeild EIMSKIP SIMI 21460 — Ég-get ekki ráðlagt fólki eitt né neitt i sambandi við sumar- leyfisferð . Það fer auðvitað eftir óskum hvers og eins. Jú ég skrif- aði grein i Ferðahandbókina fyrir nokkrum árum um gönguleiðir i nágrenni Reykjavikur. Ég treysti mér þó ekki til að mæla með neinni leið, þær eru svo ótal margar og allar ámóta skemmti- legar. Ég get aðeins sagt að lok- um, að möguleikarnir til að sjá og kynnast eigin landi eru óendan- legir. Þess vegna ráðlegg ég fólki að sjá sig um hér innanlands, áð- ur en það ákveður ferð til útlanda. Næst hringdi ég i sima 17080 og bað um Sigvalda Jósafatsson, starfsmann i Skipadeild SfS. Sig- valdi er Húnvetn. að uppruna, nánar tiltekið frá Blönduósi. Hann hefur farið viða um landið, en ætlar að þessu sinni að breyta til. — Ég hef enn ekki fullráðið, hvert ég ætla i sumarfriinu. Þó er ég ákveöinn að fara utan i sumar, til Evrópu. Ég hef áður dvalizt i Danmörku, en ætla nú suður á bóginn. Nei, ég ætla ekki að fara á vegum ferðaskrifstofu. Ætlunin er að halda utan með einhverju Sambandsskipanna til hafnar i Þýzkalandi, Hollandi eða Belgiu. Það ætla ég svo að ferðast eitt- hvað suður álfuna: nákvæmlega hvert er enn óákveðið. Þetta er allt i deiglunni. — Auðvitað eru fjölmargir staðir hér á landi, sem fróðlegt er að heimsækja. Mér detta til dæmis Hveravellir i hug. Þeir hafa upp á margt að bjóða. Svo er stutt þaðan til ýmissa fallegra staða, t.a.m. Þjófadala, Hvitár- ness, og svo Kerlingarfjalla fyrir þá, sem iðka skiðaiþróttina. Það er akfært til Hveravalla að sumr- inu til, þó ekki á hvaða bil sem er. Staðir i Húnavatnssýslu? Þar eru margir merkisstaðir, þótt ég komi nú engum sérstökum fyrir mig þessa stundina. Clcrður Steinþórsdóttirer kenn- ari við Lindargötuskólann og hef- ur þvi sumarleyfi alla fjóra sumarmánuðina. Hún er gift Gunnari Stefánssyni útvarpsþul. — Ég veit ekki hvað segja skal. Við hjónin dvöldumst með börnin eina viku i Munaðarnesi og hofð um til afnota eitt sumarhúsa BSRB, sem er i eigu starfsmanna Útvarpsins. Þarna i Munaðarnesi er prýðilegt að vera og aðstæður hinar ákjósanlegustu: Búð, veitingaskáli o.fl., svo að fóik get- ur ýmist eldað heima eða fengið tilbúinn mat i skálanum . Það eina, sem vantar er einhver að- staða fyrir yngstu börnin. Það eru t.a.m. engin leiktæki eða afgirt svæði i nágrenninu. Þá má ekki gleyma þvi, sem mest er um vert, þ.e. hve staðurinn er fallegur. Annars er enn alveg óvist um fleiri sumarleyfisferðir. Kannski verða Vestfirðir fyrir valinu seinna i sumar. — Það getég ómögulega, þvi að hver og einn hefur sina einstakl- ingsbundnu skoöun á þvi, hvar bezt sé að eyða sumarfriinu. Ég hef bæði ferðazt hér innan lands og erlendis. Þegar ég var yngri fór ég allmikið um landið, m.a. i öræfaferðir. Ef ég ætti að nefna þann stað, sem einna mest áhrif hefur haft á mig, þá er það Þórsmörk. Eins er mjög fallegt i UTB0Ð Neshreppur utan Ennis, Hellissandi óskar hér með eftir tilboðum i að leggja miðstöðvar og vatnslagnir ásamt loftræstikerfi i iþróttahús og sundlaug á Hellissandi. Bjóða má i hvert verk fyrir sig, þ.e. mið- stöðvar og vatnslagnir sér og loftræsti- kerfi sér. Ú.tboðsgögn eru afhent á skrifstofu hreppsins. Tilboð skulu hafa borist á skrifstofu Nes- hrepps utan Ennis, Hellissandi fyrir 22. júli 1972. Hreppsnefnd Neshrepps utan Ennis. )oenao f an hetr öræfasveit, en ég var óheppin með veður, þegar ég sk'rapp þangað i sumar. Þessir staðir eru mjög stórbrotnir, og ég hvet það fólk, sem hefur gaman af nátt- úruskoðun, eindregið til að ferð- ast til beggja þessara staða. Ein er sú stétt landsmanna, sem jafnan á ekki kost á sumarfrii þ.e. skólafólkið. Sumt hættir þó fyrr að vinna á haustin og bregður sér i smáferðalög, annað hvort út fyrir landssteinana eða út á land. Ein úr þeim hópi er Kagnhildur llannesdóttir, nýútskrifaður stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlið. — Ég ætla að fara til útlanda einhvern tima i september. Býst við að koma fyrst við i Kaup- mannahöfn, en halda svo til Þýzkalands og jafnvel Englands, ef peningarnir endast. Nei,ég fer ekki á vegum islenzkrar ferða- skrifstofu, en þaij getur vel verið að ég leiti á náðir danskrar skrif- stofu, þegar út er komið. Ég fór ekki i stúdentaferðalag til Júgó- slaviu i vor, það var að minum dómi allt of dýrt miðað við þann tima sem dvalizt var i landinu. f sumar ætla ég svo i útilegur og reyna að kynnast þeim hlutum landsins, sem ég hef ekki komið til ennþá. — Ég held, að Landmannalaug- ar séu alveg dýrlegur staður. Ég hefað visu ekki komið þangað, en er ákveðin að láta verða af þvi i sumar. Þá finnst mér fallegt á Snæfellsnesi og svo auðvitað við- ar. S.l. sumar dvaldist ég um skeið i Sviss og get mælt með landinu: svissn. alparnir eru sér staklega tignarlegir. Fyrir mitt leyti kann ég betur við mig i stærri borgum, t.d. Genf, heldur en smábæjum, þar sem ekkert er um að vera, en slikt fer auðvitað eftir smekk hvers og eins. Flestir kannast við keppni i tor- færuakstri i jeppum og öðrum farartækjum. Engelhart Björns- son hefur sigrað i flestum viður- eignum af þessu tagi. Engelhart er Mjófirðingur að ætt og uppruna, en að mestu leyti alinn upp hér fyrir sunnan. Hann hefur nú gefið torfæruaksturinn að mestu upp á bátinn en ferðast þeim mun meira um hálendið og er eflaust flestum tslendingum viðförulli um óbyggðir landsins. — Jú, ég fer inn á hálendið i sumarfriinu, liklegast eitthvað austur á bóginn, t.d. inn i Kverk- fjöll. Það-erður um miðjan ágúst, mér finnst bezt að ferðast á þeim tima; færðin bezt og umferðin i minna lagi. Um daginn dvaldist ég um vikutima uppi á Bárðar- bungu og vann við borunina i jökulinn. Það var mjög skemmti- legur timi, þótt ég fengi allar tegundir islenzks veðurfars, allt frá snjókomu og byl upp i glaða- sólskin. Einn góðviðrisdaginn fórum við nokkrir upp á hábung- una og þaðan er vægast sagt stór- kostlegt útsýni. — Skemmtilegar leiðir? Þær eru nú svo fjölmargar. Þó ráðlegg ég þeim, sem ekki hafa farið Gæsavatnaleið, að fara hana; þeir verða ekki fyrir vonbrigðum. Þá liggja margar skemmtilegar leiðir i nágrenni Herðubreiðar og svo öskju. t ágúst er snjór yfir- leitt alveg horfinn af fjallaslóðun- um og þá eru þær ágætar yfir- ferðar á góðum bilum, t.d. jeppum. Ég ræð fólki samt að hafa samflot á fleiri bilum en ein- um og helzt hafa meðferðis tal- stöð, spil o.þ.h., þvi að alltaf getur eitthvað komið fyrir á ferð um landið. ET

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.