Tíminn - 09.07.1972, Blaðsíða 21

Tíminn - 09.07.1972, Blaðsíða 21
Sunnudagur 9. júli 1972 TÍMINN 21 Ragnhildur Fulltrúaþing Sambands ísl. barnakennara: Fimm daga skólavika mun komast á innan tíðar 22. fulltrúaþing Sambands isl. barnakennara, sem haldið var i Reykjavik 3. - 5. þ.m., gerði itar- legar samþykktir i skóla- og upp- eldismálum og launa og kjara- málum barnakennara. Hér fara á eftir helztu samþykktir þingsins. Skóla- og uppeldismál Fulltrúaþingið lýsti ánægju sinniyfir því, að menntamálaráð- herra hefur skipaö nefnd til að endurskoða frumvarp til laga um grunnskóla og lagði jafnframt áherzlu á, að frumvarpið hljóti afgreiðslu á næsta Alþingi. bá var stjórn sambandsins falið að kalla saman ráöstefnu, er frum- varpið verður lagt fram endur- skoðað. Þingið lagöi áherzlu á að endur- skoða þyrfti reglur, sem gilda um hámarksfjölda nemenda i bekkjardeild, og taldi, að hann megi ekki fara yfir 24 nemendur, en fari siðan lækkandi, ef bekkjardeildir eru skipaðar nemendum af fleiri aldurs- flokkum en einum. Þingið fól stjórn sambandsins að vinna markvisst að þvi að stundaskrá nemenda verði sam- felld. Stefnt verði að þvi að allir framhaldsskólar landsins verði einsetnir, og unnið að þvi i áföngum að barnaskólarnir verði það einnig. Þingið skoraði á menntamála- ráðherra að láta nú þegar fara fram athugun á þörf skólanna á öðru starfsfólki en kennurum. Vakin var athygli á óviðunandi ástandi, sem rikir viða i skólum landsins hvað snertir aðbúnað nemenda og kennara. Skoraði þingið á stjórnvöld aö hefja nú þegar áætlanagerð um skóla- byggingar starfsmannahald og tækjabúnað. Þingið benti á, að mörg rök hniga að þvi, að 5 daga skólavika muni komast á hér á landi innan tiðar. 1 þessu sambandi taldi þingið að varast bæri að leggja of margar kennslustundir daglega á nemendur, og ennfremur mundi 5 daga skólavika hafa i för með sér kröfur um aukið húsrými skólanna. Þingið fagnaði þeirri stefnu, sem mörkuð var um menntun kennara með löggjöfinni um Kennaraháskóla Islands. Þingiö harmaöi þann drátt, sem oröið hefur á framkvæmdum við byggingu skólahúsnæðis fyrir skólann og skoraði á Alþingi og rikisstjórn að búa svo vel að þeim stofnunum, er mennta kennar* með mannafla, bókakosti húsrými og öörum tækjum, svo aö þær geti rækt hlutverk sitt i sam- ræmi við gildandi lög og kröfur timans. Lagði þingið áherzlu á aö efla bæri Rannsóknarstofnun uppeldismála við Kennarahá- skóla Islands. Þingið taldi, að afmarka bæri hlutverk Æfinga- og tilraunaskóla Kennaraháskóla Islands að þvi er varðar æ f ingakenns1u , rannsókna- og tilraunastarf og skólanum verði séð fyrir nægi- legum fjölda sérfróðra manna, svo að hann geti rækt það fjölþætta hlutverk, sem honum er ætlað. Launa - og kjaramál Taldi þingið að nýjungar og éndurbætur i kennsluháttum grundvallist á starfi kennarans,þvi bæri að leggja áherzlu á viðbótar- og endurmenntun kennara, lita bæri á kennslustarfið sem heils árs starf og miða kjör kennara við það. bingið benti á, að verði kennurum ekki unnt að helga sig kennarastarfinu einvörðungu, sé þess ekki að vænta, að málum verði annaö en hjal eitt. annað en hjal eitt. Þá taldi þingið, að mat á ábyrgö kennarans hafi hingað til verið ranglátt og óraunsætt, á þessu þurfi aö verða breyting. Þá lagið þingið áherzlu á eftir talin atriði: 1. að sömu- laun verði greidd kennurum, sem kenna á skyldu- námsstigi, hafi þeir sömu undir- búningsmenntun. 2. að kennsluskylda barna- kennara verði lækkuð i 30 st á viku. 3. að almenn kennaramenntun verði metin jöfn til launa, án til- lits til hvenær henni var lokið. 4. að kjör stundakennara veröi stórbætt. 5. að allir kennarar geti með þvi að sækja opinber námskeiö, 4 fœreyskir myndlistarmenn sýna oliumálverk og grafik i sýningar- sal Norræna Hússins 9.-16. júli n.k. Sýningin verður opin daglega kl. 15-20. LISTAFÉLAG FÖROYA NORRÆNA HUSIO heima eða erlendis, hækkað um launaflokka. 6. aö kennurum og skólastjórum strjálbýlisins verði greiddar staðaruppbætur. 7. aö erindisbréf kennara og skólastjóra verði endurskoöað og sérstakt tillit tekið til aöstæðna i heimavistarskólum. 8. að hver skóli hafi heimild til að fastráöa í allar þær stöður, sem hann á rétt til og námskrá krefst. Þingiö mótmælti einhliða túlkun fjármálaráðuneytisins á ýmsum kjaraatriðum varðandi kjör barnakennara, sem það siðan sendir öllum skólastjórum og reikningshöldurum skólanna. Taldi þingið ófært aö hefja skóla að nýju með hausti, hafi þá ekki verið gengið frá þessum vafa- atriðum á eðlilegum samnings- grundvelli. Stjórn sambandsins var faliö aö láta fara fram rannsókn á kjörum kennarastéttarinnar, eins og þau eru nú og gera samanburð á raungildi launa stéttarinnar og annarra kjara samfara viðmiðun við aðrar stéttir. Jafnframt lagði þingið áherzlu á þörfina fyrir hagstofnun launþegasam- takanna. Þingið mótmælti siöasta dómi Kjaradóms, en þakkaöi forystu- mönnum BSRB fyrir skelegga afstöðu þeirra i málinu. Þingið taldi, að sérsambönd opinberra starfsmanna ættu aö fá frjálsan rétt til samninga við rikisvaldið og sveitarfélög fyrir umbjóöendur sina. Þingiö fól stjórn sambandsins að vinna áfram aö könnun á þvi, að Samband islenzkra barna- kennara og Landssamband fram- haldsskólakennara myndi eitt nýtt kennarasamband, kynna málið vandlega meöal félags- manna og kanna siðan afstööu þeirra með allsherjaratkvæöa- greiðslu. ÓDÝRI MARKAÐURINN Herra sumarjakkar kr. 2650/- Herra frakkar kr. 3180/- Herra buxur kr. 1100/- Drengjabuxur kr. 800/- LITLISKÓGUR Snorrabraut 22 simi 25644. Jón Grétar Sigurðsson | héraðsdómslögmaöur Skólavörðustig 12 Simi 18783 COMB landbúnaðarvagn meö færigólfi — Fjölþættar veitingar. Vörur fyrir ferðafólk i úrvaii. Benzin og oiiur. — Þvottaplan. Leggjum áherzlu á fijóta og góða afgreiðslu i nýju og fallegu húsi. Verið velkomin. VEITINGASKALINN BRÚ, Hrútafiröi. reuu menn Grænfóðursvagn — Mykju- dreifari — flutningsvagn. Fljótvirkur losunarbúnaður — Burðarþol 3000 til 5000 kg — Leitið upplýsinga i síma 81500.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.