Tíminn - 14.07.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 14.07.1972, Blaðsíða 1
IGNIS UPPÞVOTTAVtLAR RAFIflJAN RAFTORG SÍMI: 192 94 SÍMI: 26660 . c 156. tölublað — Föstudagur 14. júlí 1972 — 56. árgangur kæli- skápar RAFTÆKJADEILD Hafnarstraeti 23 Símar 18395 & 86500 „Skákhneyksli aldarinnar" Fischer ófáanlegur til að tefla, Spasskí dæmd skákin og tvísýnt um framhaldið Spasskí er seztur inn i bilinn sýnilega langþreyttur á keip eftir biðina á sviöinu i Laugardalshöllinni, um áskorandans — eins og allir aörir. — Tímamynd: GE. Þó—Keykjavik. Nú er tvísýnt um framhald ..skákeinvigis aldarinnar", þvi aö Bobby Fischer mætti ekki til leiks i gær, og var Spasski þvi dæmdur sigurinn, eftir aö klukkan var búinn ao ganga í 1 klukkustund á Fischer. Laugardalshöllin var þéttsetin áhorfendum, er skákin átti aö byrja kl. 17 i gær. Heimsmeistar- inn Spasski var mættur rétt fyrir kl. 17, og tók hann sér sæti við skákborðið. A slaginu fimm, var klukkan sett af stað, og ekki var Fischer kominn. Eftir þvi sem minúturnar liðu jókst spennan i höllinni, og áhorfendur fóru aö gerast órólegir. — Allt i einu heyrðist einhver hvisla að Fisch- er kæmi fljótlega, þvi að iög reglubill biði hans út við Hótel Loftleiðir. Þá fréttist lika, að Friðrik Ólafsson hefði farið út á Loftleiðir til að telja Fischer á að koma. En allt kom fyrir ekki. Fischer lét ekki sjá sig. Þegar klukku- stund var liðin af leiktimanum, gekk yfirdómarinn Lothar Schmid fram á sviðið og tilkynnti, að Spasski hefði verið dæmdur sigur i skákinni. —Hurfu þá allir á braut úr Laugardalshöliinni, og þegar Spasski gekk út í Bronco- jeppann, sem hann hefur til um- ráða, var hann þungur á svipinn og langt frá þvi að vera sigur- glaður. Rétt upp úr kl. 5 þegar ljóst var, að Fischer ætlaði ekki að láta sjá sig, var komið á beinu sambandi við Loftleiðahótelið. Var talað við lögfræðing og hjálparmenn Fischers en ekkert gekk. Var þá stungið upp á því, að Friðrik Ólafsson færi út á Hótel Loftleiðir og reyndi að telja Fischer á að koma. Friðrik fór strax út á Loftleiöir, og fór hann beint upp á herbergi Fischers. Bankaði hann á dyr, og Fischer spurði hver það væri. Framhald á 3. siðu. EINS ARS AFMÆLI RÍKISSTJÓRNARINNAR i dag er eitt ár liðið síðan núverandi rikisstjórn settist að völdum. 14. júlí 1971 myndaði ólafur Johannesson þá stjórn þriggja flokka, sem síðan hafa farið með völd í land- inu. Á þessum afmælisdegi stjórnarinnar verður birt reglugerö sú, sem sett hefur verið um útfærslu fiskveiðilögsögunnar í fimmtiu sjómilur. Á tiundu og elleftu siðu blaðsihs er viðtal við Ólaf Jóhannesson forsætisráð- herra. ÞÁTTUR HÉRAÐSSÖGUNNAR MILLI ÞILS OG VEGGJAR í GÖMLU HÚSI Pétursborg heitir hús á Blönduósi i þeim hluta kaup- túnsins, sem er innan Blöndu, og stendur þar húsa næst ánni frammi við sjávárkambinn. Þetta hús er ekki allt, þar sem það er séð. Það á sér leyndar- dóm, að vísu frekar forvitni- legan en óttalegan, því að það geymir milli þils og veggjar næsta snaran þátt úr sögu héraðsins. Þetta hús var reist fyrir niutiu árum, 1881-1882, er enn voru ekki risnar nema örfáar byggingar við ós Blöndu og gömlu selstöðuverzlanirnar að hreiðra þar um sig. Það var lengi framan af verzlunarhús Höpfnersverzlunar, og komst siðan i eigu Evalds Hemmerts, sem var verzlunarstjóri Höpfners i Höfðakaupstað og siðar á Blönduósi. Verzlunarbækur í stað tróðs 1 kringum 1930 keypti Pétur Guðmundsson frá Hnjúkum húsið, og af honum fékk það nafnið, er það síðan ber: Pétursborg. Hann fékk smið, Björn Einarsson, frá Síðu til þess að innrétta það til ibúðar, hafði þar matsölu og lét ferðamönnum i té gistingu. Þá varð að einangra það, én á þessum árum var venjan að hafa reiðing, torf og mómold að tróði i veggjum húsa — jafnvel hey. Evald Hemmert hafði lengi búið i næsta húsi, þar sem verið hafði bústaður verzlunarstjóra Höpfners, og hafði hann fram að þessum tima geymt ókjörin öll af gömlum verzlunarbókum og verzluna rsk j ölum . Nú hugkvæmdist mönnum að nota verzlunarbækurnar, sem margar voru býsna þykkar og efnismiklar, til einangrunar. Þær munu þó aðeins hafa verið settar i suðurstafn hússins. Kjörutiu ár milli þils og vcggjar Annað verra hefði getað hent þessar bækur, þvi að afganginum, smábókum og skjölum, lét Hemmert sökkva i brunn, sem enn sér votta fyrir þarna skammt frá, og ryðja mold yfir. Likur eru sem sé til þess, að bækurnar, sem notaðar voru eins og tróð til einangrunar, séu að mestu leyti óskemmdar, eða að minnsta kosti litt skemmdar, þarna á milli þils og veggjar i stafninum. Er það til sannindamerkis, að tekizt hefur að ná þaðan nokkrum bókum, sem órotnar eru, nema yztu blöðin. En um afdrif þess, sem í brunninn fór, þarf ekki að spyrja. Ómetanlegar heimildir um hagsögu Húnaþings .— Núverandi eigendur þessa húss eru Jósafat Sigvaldason og Óskar Jóhannesson, frá Fagranesi, og er það í suður endanum, eignarhluta Ósk^rs, sem bækurnar eru. Þeim hefur lengi verið kunnugt um þessar bækur þarna. Aftur á móti eru þeir allir látnir, er gerst máttu um þetta vita: Pétur frá Hnjúk- um, sem Iét breyta húsinu, Björn frá Siðu og varðveizlu- maður bókanna um langan tima, Evald Hemmert. Eigi að siður má ganga að þvi visu, að bak við þilin i Pétursborg leynist aragrúi bóka, sem hefur að geyma ómetanlega vitneskju um viðskiptavenjur, kjör og lifnaðarhætti Húnvetninga á verzlunarsvæði Blönduóss, sennilega bæði fyrir og eftir aldamót. Þar er það skráð, hvað þeir tóku út i Höpfners- verzlun og hvað þeir lögðu inn, og af þvi má ráða, hvernig efnahagur þeirra hefur verið, hvernig matvenjum hefur verið háttað á heimilum þeirra og margt annað, sem mun þykja þeim mun fýsi- legra að vita sem lengra liður fram,jafnt þeirra, sem góðum efnum voru búnir, sem hinna, er börðust i bökkum. Þarna eru með öðrum orðum fólgnar hinar dýrmætustu heimildir um hagsögu héraðsins. J.H. '/ c fJjM' /W/rfS<//c**</4>7l/ '-- J?£*£W^y^ 'M /fi &Qt sj iS J. im: r* /<f á£*~jt J&i— jí.«y(<fc~.. - - *U ^aauu:- ' egj&J&r.. ...,_¦ -^-" T^st^j^: ¦r£^&r* ¦ ¦ ¦ # *//'S£/£r* ¦ - - -' /jf/~~%ZL- C—&-/A 0**~ - - - - tt#/£j£jj£+~ /C*~í S . /é <<c,^/ <*^ '/. Æ-Aá£s^. &UÁ~ . J* &<*/¦ /fj#¦*£// í»\ / y j£~ £j> .'. S'--, \rj. '*j£. y- y -*'// 'r-f' / "T /01 /<?J > ^.^uk^/ "Y /,/záL;~/s7' j4. <?~e/*~ y*- fy>-~/ ¦ /¦ czCL^ "í&rj^&s/'?. Sýnishorn úr verzlunarbók, sem Jósafat Sigvaídason f Pétursborg náði lir stafni hússins: Hluti af viðskiptareikningi / Arria á Geitaskarði hjá Höpfnersverz'.un árið 1902. S4> /z y/~ S0

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.