Tíminn - 14.07.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 14.07.1972, Blaðsíða 5
Föstudagur. 14. júli 1972 TÍMINN 5 Þetta er Bernhöftstorfan, sem nú er verið að ræða um, að verði notuð sem svið við kvikmyndatöku Brekkukotsannáls. Verður Bernhöftstorfan notuð við kvskmyndun Brekkukotsannáls? ÞB — JH. Þeim, sem vinna að kvikmyndun Brekkukotsannáls virðist sumum hverjum næsta óljúft að fara langt út fyrir borgarmörk Reykjavikur. Svo rammt kveður að þessari Reykja vikurdælsku, að þeim finnst óþægilegt að aka á staði i öðrum lögsagnarumdæmum, þar scm helzt var gert ráð fyrir að kvikmyndunin færi fram. Þetta kann að visu að eiga sér tæknileg rök af einhverju tagi, þótt jafnóvegavöndum mönnum og Isendingum sýnist ekki til stórræðis stofnað að aka nokkra tugi kilómetra fram og aftur i ná- grenni Reykjavikur. Eyrarbakki úr sögunni, Garðurinn i gildi Búizt hefur verið við fram undir þetta, að nokkur hluti mynda- tökunnar færi fram á Eyrar- bakka, þar sem völ er húsa og götu með gamallegum svip, og hafa menn verið þar af og til að reisa grindverk og annað, sem hafa þurfti. En nú mun horfið frá kvik- myndun á Eyrarbakka, og virðist þvi helzt borið við, að þangað er heillar klukkustundarakstur i bil, alllangur hluti leiðarinnar lagður oliumöl, en talsvert af honum venjulegur malar.vegur. Suður i Garð munu listamenn- irnir liklega geta skrönglazt, þvi að á þann bóginn er steinsteyptur vegur, ekki óáþekkur þýzkum Autobahn, utan hið næsta Brekkukoti hinu nýja. Langastétt við Bernhöftshúsin? á Bernhöftstorfunni verði eitt- hvað dubbuð upp og þau látin koma i stað Eyrarbakka- húsanna. Til þess þurfa þau þó að fá plastiska skurðaðgerð, svo að þau öðlist nýtt andlit, er hæfir sögusviðinu. Langastétt hinnar gömlu Reykjavikur verður þá sundið ofan við Bernhoftshúsin. Þetta afturhvarf mun þó ekki sársaukalaust þeim, sem unnið hafa að undirbúningu og lag- færingu á Eyrarbakka. En hvað er það ekki, sem menn verða að leggja i sölurnar fyrir listina. Leitin mikla að Álfgrimi Erfiðlega gengur að fá vit: neskju um margt viðvikjandi þessari fyrirhuguðu kvikmynda- töku.En satt mun það hermt, að Álfgrimur hefur ekki enn komið i leitirnar, þrátt fyrir gaumgæfi- lega og markvissa leit þeirra, sem málið er skylt. Eins og alþjóð er kunnugthafa verið birtani blöðum auglýsingar, þar sem óskað er eftir fólki til ýmiss konar þjónustu við gerð kvikmyndarinnar. Þar hafa undirtektir verið með ágætum, þvi að friður flokkur hefur sinnt þessari herkvaðningu. Fjöldi fólks var fús til þess að láta meta og vega, hvort það væri sóma- samleg fórn á altari Taliu. Mun láta nærri, að á annað hundrað manns hafi gengið á fund dóm- nefndar á miðvikudag, þótt ekki fari enn sögur af þvi, hversu margir höfðu erindi sem erfiði. Engin græn bylting úti á Garðsskaga bá vikur sögunni suður i Garð, þar sem gervimynd Brekkukots hefur risið á sjávarkapmbi við Miðhúsatjörn. Þar a Suður- nesjum er land allt örfoka nær þvi eins og framast getur orðið nema leitað sé upp á öræfi landsins eða til eyðimarka i fjarlægum heims- hlutum. Það er aðeins á strjálum blettum, að sól og regn megna að gefa grasi slikt vaxtarmegn, að grænum lit bregði á jörðina á sumrin. En nú hafa þau undur gerzt, að komineruvið Brekkukot hið nýja moldarbeð, þar sem kartöflugrös vaxa i röðum. Menn hafa i sak- leysi sinu haldið, að græna bylt- ingin væri að hefja innreið sina þarna suður fra. En sé betur að gáð, þá eru satt að segja brögð i tafli. Kartöflugrösin eru i blómapottum, og iiinir harð fengu sjósóknarar þar syðra láta sér ekki detta i hug, að þess konar dekurjurtir séu upphaf neinnar byltingar, ekki einu sinni grænnar. Laxness hugnaðist ekki gaddavirinn Þeir, sem undirbjuggu myndun Brekkukotsannáls, höfðu lika orðið sér úti um gaddavir og jafnvel virnet i girðingu i kringum bæinn. Þess konar til- færingar skutu þó talsvert skökku við, likt og þegar ferjan frá Wesermunde komst inn i kvikmynd frá Napóleons- timunum hér um árið. Þegar Halldór Laxness kom suður eftir til þess að fylgjast með undirbúningnum, lét hann fjar- lægja þennan umbúnað af þeirri góðu og gildu ástæðu, að gaddavir var ekki kominn til sögu á þeim árum, er Brekkukotsannáll gerðist, og virnet var ekki farið að nota fyrr miklum mun siðar. Gestagangur og átroðningur Það eru ekki allir, sem vila fyrir sér að aka spottakorn, og það leggja vist talsvert margir leið sina út á Garðskaga. Um það er ekki að sakast, þótt margir sjái Brekkukot og myndi það. Hitt er öllu lakara, að furðumargir virðast hafa mikla hneigð til þess að klifra upp á bæinn, sem þolir átroðninginn illa, þar sem skammt er siðan honum var hrönglað upp og allt ógróiö, þök og veggir. Þess vegna kemur þessi árátta manna að finna torfið undir fótum sér heldur illa. HUMARBÁTUR eða bátur með fiskitroll óskast i viðskipti. Er kaupandi að fiski. Ýmis fyrirgreiðsla. Simar 92-6519 og 92-6534. Höfum fengið hinar heimsþekktu snyrtivörur frá qajucUíaJ MISS ELFIE FIELDING sérfrœðingur fró Esteé Lauder verður til viðtals i dag föstudag, til kl. 6 eh. - og ó morgun laugardag til kl. 4 eh. Verið velkomnar! SNYRTISTOFAN Laugavegi 24 - Sími 17762 Nú er þvi helzt fleygt, að húsin BÆNDUR athugið Okkar velþekktu einfasa súgþurrkunar mótorar í stærðunum 5 - 7,5 - 10 og 13 hö. eru nú til á lager. Sölu annast Yéladeild Sambandsins, sími 38900, Reykjavík. Gerið pantanir yðar sem allra fyrst. JÖTUfÍfl HP HliinGMlflUT 119, RCVKJAVÍK, JÍfM 17080 Lögreglu þ jónsstaða Staða lögregluþjóns á Raufarhöfn er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir sendist undirrituðum. Skrifstofu Þingeyjarsýslu 11. júli 1972. Jóhann Skaptason sýslumaður Þingeyjarsýslu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.