Tíminn - 14.07.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 14.07.1972, Blaðsíða 9
Föstudagur. 14. júli 1972 TÍMINN 9 f ... .............. Otgefandi: Fra'msóknarflokkurinn Wiííí Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þór-SS:-: ;:;Sg:arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson,:|g^í Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaös Timans).;S:H Auglvsingastjóri: Steingrimur Oislason. Ritstjórnarskrif-;:;:;:;:;:; stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306.;;;;;:;:;;; ;;;;;;;S Skrifstofur i Bankastræti 7 — afgreiðslusimi 12323 — auglýs-;;;;;;;;;;; ingasimi 19523. Aðrar skrifstofurrsimi 18300. Askriftargjald:;;;;;:;;;: • 225 krónur á mánuði innan lands, i lausasölu 15 krónur ein-i;^;: íSxíí takið. Blaðaprent h.f. Ársafmæli stjórnarinnar Aðspurður um það, hvað ánægjulegast hafi verið á þessu fyrsta starfsári rikisstjórnarinn- ar, segir Ólafur Jóhannesson i viðtali við Tim- ann: „Ánægjulegast er að minnast þeirrar sam- stöðu um landhelgismálið, sem kom fram i at- kvæðagreiðslunni á Alþingi er ákveðið var með 60 atkvæðum, atkvæði hvers einasta alþingis- manns, að útfærsla i 50 milur skyldi eiga sér stað 1. september n.k. Næst ánægjulegasti at- burðurinn er sá, er samkomulag tókst um kjarasamningana i des.sk án vinnustöðvana. Ef frá er skilið verkfall á farskipum og verk- fall rafvirkja má heita að alger vinnufriður hafi rikt hér á landi á valdatima núverandi stjórnar. Ég tel að það hafi verið hennar mesta gæfa. Kjarasamningarnir, sem náðust i des- ember eru að minum dómi einn mikilsverðasti atburðurinn, sem átt hefur sér stað á stjórnar- timabilinu. Þá var samið til lengri tima en áð- ur og um kjarabætur i áföngum. Ég álit það mjög mikilsvert fyrir atvinnureksturinn, sem veit þá um lengri tima en áður með hverju hann má reikna. Ég held að atvinnurekendur hljóti að meta það mikils ekki sizt þegar slikur árangur náðist án verkfalla.” Um verðlagsmálin sagði forsætisráðherra m.a.: ,,Það hefur óneitanlega borið skugga á vegna hinna miklu verðlagshækkana, sem orð- ið hafa að undanförnu. Þessar verðhækkanir voru óhjákvæmilegar og voru að nokkru raun- ar fyrirsjáanlegar þar sem þær áttu að veru- legu leyti rætur i verðstöðvunartimabili fyrr- verandi stjórnar. En hluta þeirra má rekja til kauphækkananna, sem hlaut að gæta að nokkru i verðlagi, en aðrar má rekja til verð- hækkana erlendis og gengisbreytinga i öðrum löndum, sem enginn á íslandi fær við ráðið. Rikisstjórnin vissi fyrir, að verðlagsmálin hlutu að verða erfið eins og allt var i pottinn búið er hún tók við völdum. Arfurinn frá fyrir- rennurunum var sannarlega ekki nesti og nýir skór.” Um stjórnarsamstarfið segir forsætisráð- herra: „Þessi rikisstjórn hlaut að visu hrakspár ýmissa i vöggugjöf. Óskhyggja andstæðinga okkar sagði, að þessi rikisstjórn sæti jafnvel ekki út árið, að þar yrði sifelldur ágreiningur og erjur innan veggja og ráðherrar myndu ekki sitja lengi á sátts höfði. Vegna þess er mér ljúft nú að ljúka þessum orðum minum á ársafmæl- inu með þvi að lýsa ánægju minni yfir þvi góða samstarfi, sem verið hefur i rikisstjórninni. Við vissum það allir, sem tókum sæti i þessari rikisstjórn, að stefna þeirra flokka, sem stóðu að stjórninni og skoðanir þeirra i einstökum málum voru ekki hinar sömu. Auðvitað koma alltaf upp mál öðru hvoru, þar sem skoðanir ráðherra eru skiptar i einstökum atriðum, en með góðumvilja og samstarfslöngun, hefur jafnan tekizt að finna þá lausn, sem allir geta sætt sig við. Þannig vona ég að samstarfið muni verða áfram þau þrjú ár sem eftir eru af kjörtimabilinu, jafn gott og farsælt og það hef- ur reynst á þvi fyrsta.” — TK BRIAN M0YNAHAN: Tekur Thailand við hlut- verki Suður-Vietnam? Bandaríkjamenn stórefla herstöðvar sínar í landinu, en þar ríkir ókyrrð og mikil óvissa um framtíðina Nixon forseti hefir unnið að þvi i kyrrþey að flytja aðalbækistöð afla sins i Indókina til Thailands. Það er nú tekið við hlutverki Vietnam sem stærsta her- stöð Bandarikjamanna á suð-austur Asiu að þvi er herafla, sprengjuflugvélar og orrustuflugvélar snert- ir. Forsetinn hefir f.vlgt áætlun sinni um brottflutn- ing herliðs frá Suður-Viet- nam, en að áliti Brian Moynahan. seni staddur er i Bangkok, virðist nú Ijóst orðið, að liinir miklu flutn- ingar herafla til Thailands knýi Bandarikjamenn til umfangsmikilla. virkra og kosnaðarsainra afskipta i Indókina enn um langa framtið. THAILENDINGAR eru iskyggilega önnum kafnir við að mata krókinn á styrjöldinni i Vietnam. Flugvöllurinn i Nam Phong var fyrirskömmu tekinn i notkun að nýju og lóðir og lendur umhverfis hann hafa hækkað gifurlega i verði. Rosknir herforingjar hafa keppzt við að koma upp vin- stofum i hvers konar hreysum i nágrenninu og ná þær nú allt að mörkum flugvallarins. Næsta dauft var orðið hjá „nuddstofunum” i Bangkok, en starfsstúlkurnar þar hugsa nú með ánægju til aukinna viðskipta á næstunni. Bandarikjamenn hafa aukiö umsvif sin i landinu mjög ört, en ekki látið á sér bera að sama skapi. Thailendingar eru skráðir fyrir fiugvöllum þeirra, sem komið hefir verið fyrir langt frá landamærun- um, og flugmönnunum, sem þar starfa, er ekki leyft að fara langt frá aðalstöðvunum. Tala sprengjuflugvéla af gerðinni B 52 hefir tvöfaldazt i landinu undangengna tvo mánuði. Nýr herflugvöllur hefir verið gerður, hermönn- um Bandarikjahers hefir fjölgað úr 32 þúsundum i 49 þúsund og fjölgar enn. Her- flugvélar eru nú 750, en voru 450 i janúar i vetur. ÞVl má ekki gleyma i sam- bandi við aukningu her- væðingarinnar, að mikil ókyrrð rikir i landinu og óvissa um framtið þess. Sprengingar og árásir um- hverfis Bangkok hafa veriö látnar afskiptalausar að mestu, uppþot eru tiðari en nokkru sinni fyrr i norðan og norð-austanverðu landinu, en i suðurhéruðum landsins, sem fer óðum hnignandi, vaða ræningjar og kommúnistar uppi, auk múhameðstrúar- manna, sem berjast fyrir að- skilnaði frá rikinu. Banda- rikjamenn hafa að undanförnu aukið herafla sinn i landinu gifurlega eins og áður segir, en óttast eigi að siður, að kyrrð og öryggi i landinu sé enn fjær nú en „fyrir 600 milljón dollara hernaðarað- stoð”, eins og einn hernaðar- ráðunauturinn komst að orði. Efnahagskerfið riðar til falls, en dollaragreiðslur til hernaðarþarfa hafa einkum haldið þvi uppi. Stjórnarbylt- ing var gerð i nóvember i vet- ur og ástæðan var ótti við kreppu. Herinn leysti þingið upp og vék rikisstjórninni frá. „Þjóðlegt framkvæmdaráð” var sett á stofn til að stjórna með tilskipunum. Thanom heitir formaður þess og Prap- as hershöfðingi innanrikisráð- herra er hans sterka hægri hönd. Gengi þeirra veltur á Uppdr. af Thailandi og nágrenni. þvi aö halda þenslunni, sem veitist æ erfiðara. A MALAYASKAGA, syðst i landinu, steðja hvers konar erfiðleikar að. Ópium, naut- peningi og vændiskonum er smyglað til landsins i stórum stil. Chin Peng stjórnar enn „frelsisher” sinum syðst i landinu, rétt norðan við landa- mæri Malaysiu. Fy rir skömmu geystust svartklædd- ir kommúnistar á vélhjólum um Phatthalung, aðalborg byggðarlags eins, og komu fyrir áróðursritum á dyra- þrepum landstjórans. Flokkur múhameðstrúarmanna vill ólmur stofna sitt eigið lýðveldi fjórum syðstu héruðum lands- ins. Herinn er daufur og seinn til, en Bandarikjamenn hafa þjálfað hann og látið honum i té hergögn. Hann sækir ekki fram fyrri en að búið er að halda uppi stórskotahrið og sprengjuvarpi um skeið, en þá gefst skæruliðum nægur timi til að hafa sig á burt. Herinn komsttil dæmis á miðvikudegi á snoöir um eina bækistöð kommúnista, sem nefndist „Marx-Lenin skólinn i suðri”. Sprengjum var varpað á hana á fimmtudag, stórskotahrið haldið uppi á hana á föstudag og herinn tók hana svo siðari hluta laugardagsins, en þá var þar engan mann að hitta. ÞAR sem Thailand liggur að Laos ráða kommúnistar rikj- um handan landamæranna. lbúar fjalllendisins þar eru Meo menn.eða ættaðir frá Laos og hafa skömm á Thai- lendingum, sem eru sléttubú- ar. tbúarnir snúast gegn hvers konar afskiptum þeirra og sú þverúð jókst um allan helming þegar rikisstjórnin tók að reyna að hindra fjáraflamenn i fjallahéruðunum i ópium- rækt og smygli. t norðurhéruðum landsins starfa yfir 2000 harðsviraðir skæruliðar. I Nam-héraði er feröamönnum ekki óhætt nema á fjölförnustu þjóðveg- um, en þar voru fjórtán flug- liðar drepnir i einni árás. Þetta þætti að visu ekki mikiö i Vietnam, en öðru máli gegnir i Thailandi. Saiyud Kerdphol hershöfð- ingi, yfirmaður þess afla, sem á áð hafa hemil á kommúnist- um, er ekki i neinum efa um, að norð-austur héruð landsins valdi honum mestum erfið- leikum, en yfirráðin þar eru mjög mikilvæg vegna barátt- unnar i Laos og loftárásanna á Noröur-Vietnam. Hergögn og hvers konar birgðir, sem nota á i þeim átökum, eru sótt til hafnarinnar, sem Bandarikja- menn létu gera i Sattahip. t Udorn er mikil herstöð og þar eru flugmenn frá Laos þjálfaðir. Þar er einnig aðal- bækistöð þyrlusveita hins kon- unglega hers i Laos og höfuð- stöðvar Bandarikjamanna til hernaðaraðstoðar við Laos. (Samkvæmt Genfarsátt- málanum má hún ekki vera handan landamæranna). KJARRI vaxnar sléttur Thailands eru á stærð við Suð- ur-Vietnam og þar búa um tólf milljónir manna, eða þriðjungur af öllum ibúum landsins. Kommúnistar þar eru hreinræktaðir Thailend- ingar og þaðan gæti hreyfingin breiðzt út. Þarna eru aðeins átta sveitir fótgönguliðs til gæzlu auk nokkur þúsund landamæravarða. Baráttan þarna stendur ekki um yfirráð lands, eins og i norðurhéruðunum, heldur um fylgi og hollustu ibúanna. Kommúnistar forðast stór- orrustur, en þó eru nú 100 manna sveitir að verki þarna, en þær fjölmennustu i fyrra voru ekki skipaðar nema tutt- ugu mönnum. Sveitir þessar ráða ylir vopnum bæði frá Kina og Bandarikjunum, Armeiite-rifflum og sprengju- vörpum, sem þær kaupa frá Laos, en mannflutningar og smygl yíir landamærin má heita hindrunarlaust. ARASARSVEITIR myrða kennara, embætlismenn, sjálfboðaliða i heimavarnalið- inu og leiðtoga þorpanna. Flugrit eru skilin eftir á likun- um og þar haldið fram, að hin- ir myrtu hafi verið „augu og eyru” rikisstjórnarinnar. Andspyrnuhreyfingin i norð- an- og norðaustanverðu land- inu er orðin rótföst og er aug- ljóst, að fjárhagslegar ástæð- ur valda útbreiðslu hennar. Mestum vandkvæðum veld- ur, að hin alvalda rikisstjórn i Bangkok er fátækri alþýðu fjarlæg og framandi og vel- megun hennar sjálfrar kemur i veg fyrir öll tengsl hennar við snauða ibúa landbúnaðarhér- aðanna. 1 Bangkok eru notaðir fjórir fimmtu hlutar þess raf- magns, sem til ráðstöfunar er, og þar eru fjórum sinnum fleiri talsimar en annars stað- ar i landinu. Þar eru reknar 47 útvarpsstöðvar og gefin út 72 dagblöö, en borgarbúar lita varla við þeim 30 milljónum manna, sem af landbúnaði lifa. Tekiö er að gæta hinna venjulegu gagnráðstafana Bandarikjamanna. Búið er að koma á fót Starfssveitum al- mennings, Eflingarstofnun landbúnaðarins og Hreyfan- legum varðsveitum, en Thai- lendingar i norð-austur héruð- um landsins hafa litla samúð með málstað Bandarikja- manna. Grunnur þessa nýja, bandariska varnarvirkis er þvi ærið ótraustur. SENNILEGT er, að aukin afskipti Bandarikjamanna bindi endi á viðleitni rikis- stjórnar Thailands að undan- förnu til að bæta sambúðina við Kinverja og Norður-Viet- nama. Nokkurt vafamál þykir nú, að rikisstjórnin hafi staðið að þessarri viðleitni af heilum huga, þar sem fjarri fer, að hershöfðingjaklika Thanoms forsætisráðherra amist við auknum hernaðarumsvifum Bandarikjamanna. Hún virö- ist miklu fremur fagna þeim. Framhald á bls. 12

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.