Tíminn - 15.07.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 15.07.1972, Blaðsíða 1
IGNIS UPFÞVOTTAVÍLA* RAFIBJAN RAFTORG StMI: 19294 SÍMI: 26660 157. tölublað — Laugardagur 15. júli 1972 —56 árgangur kæli- skápar * X>/w.c*.ttccfiA*fitaSt. hJt RAFTÆKJADEILD Hafnarstræti 23 Símar 18395 & 86500 Reglugerð um 50 mílna fiskveiðilandhelgi gefin út Heildarlöggjöf um friðunarsvæði væntanleg fyrir áramót Reglugeröin um 50 iuílua fiskveiðilögsögu undirrituð. Til vinstri er Jón Arnalds, ráðuneytisstjóri i sjávarútvegsráðuneytinu, þá Lúövik Jóspesson.sjávarútvegsráðherra og til hægri er Hannes Jónsson, blaðafulltrúi rikisstjórnarinnar. TimamyndGE ÞAD ER FISCHER EINS OG FYRRI DAGINN Þó—Reykjavik. 1 gærkvöldi átti að reyna, að fá Spasski og Fischer til að koma saman til fundar i Laugardals- höllinni til að ræðast við, og til að fá Fischer til að halda áfram að tefla. A þessum fundi i Laugardals- höllinni átti að fá Fischer til að láta uppi, hvað það væri i raun- inni, sem hann vildi. Á blaða- mannafundi, með dómnefndinni, sem skipuð var til aðstoðar Lothar Schmid yfirdómara i gær, kom m.a. fram, að ef Fischer og Spasski næðu einhverju sam- komulagi, þá yrði reynt að gera allt, sem i mannlegu valdi stæði tilaðverða viðóskum þeirra.—A fundinum kom fram, að menn væru ekki svo hræddir við Spasski, heldur við Fischer, sem fyrri daginn. Talið er, að aðalumræðuefnið verði myndatökuvélarnar, en þær hafa verið mikill þyrnir i augum Fischers. Var jafnvel talið, að ef þeir Fischer og Spasski næðu samkomulagi um það, að leyfa ekki myndatöku i Laugardalshöllinni, þá yrði látið að kröfum þeirra, um að banna alla myndatöku. Dr. Euwe komínn Forseti Alþjóðaskáksambands- ins, dr. Max Euwe var væntan- legur til Jslands i gærkvöldi frá Amsterdam. Mun dr. Euwe ætla að reyna að koma einvigis- málunum i rétt horf, — hvernig sem það gengur nú, — eftir það sem á hefur dunið. Tveir lögfræðingar Fischers, þeir Davis og Marshall, vóru einnig væntanlegir til landsins, til að aðstoða Fischer i klipu þeirri, sem hann er nú I. Órakaður Fischer á kaffiteriunni Bobby Fischer kom niður i kaffiteriu Loftleiðahótelsins um sjö leytið i gærmorgun. Sögðu sjónarvottar, að Fischer hafi verið mjög þreytulegur að sjá. Framhald á bls. 13 Lúðvik Jósepsson, sjávariít- vegsráöherra, undirritaði i gær reglugerð um 50 sjómilna fiskveiðilandhelgi islands, sem gengur i gildi 1. sept n.k. Frá þeim tima eru öilum erlendum skipum bannaðar veiðar innan 50 milna markanna, nema að islenzk stjórnvöld gefi sérstakar heimildir til veiðanna. Oll islenzk skip hafa leyfi til veiða, allt inn að 12 iiiílna linunni, með þeim tak- mörkunum, að veiðar með botn- vörpu, flotvörpu eða dragnót eru bannaðar á svæði fyrir Norð- Austurlandi tvo mánuði ársins, til að koma i veg fyrir veiði á smáfiski, og á stóru svæði á Selvogsbanka einn mánuð á ári, en þar eru þýðingarmiklar hrygningarstöðvar. I undirbúningi er reglugerð um viötækari friðun innan nýju fisk- veiðilandhelginnar og er stefnt að þvi, að sú löggjöf gangi i gildi um næstu áramót. Falla úr gildi takmarkanir á veiðum islenzkra skipa innan núverandi fiskveiði- lögsögu er nýju friðunarlögin verða lögtekin. Blaðamenn voru viðstaddir, er sjávarútvegsráðherra undirritaði reglugerðina. Eftir að hann hafði skrifað undir, sagði hann: t málefnasamningi rikis- stjórnarinnar, sem kunngeröur var fyrir réttu einu ári siðan, eða 14. júli 1971, var þvi lýst yfir.að rikisstjórnin myndi leggja höfuð- áherzlu á, að fiskveiðilandhelgin yrði stækkuð i 50 sjómilur frá grunnlinum og að stækkunin tæki gildi eigi siðar en 1. september 1972. 1 samræmi við þessa yfir- lýsingu hefir kappsamlega verið unnið að þvi, að kynna fyrirætlanir Islendinga i þessum efnum og að þvi, að undirbúa framkvæmd málsins. Þannig hefir landhelgismál Islands margsinnis verið rætt á erlendum vettvangi: á þingi Sameinuöu þjóðanna, á þingum og ráð- stefnum með öðrum þjóðum og I sérstökum samningaviðræðum m.a. viö Breta og Vestur-Þjóð- verja. Heima hefir málið veriö rætt itarlega viö alla þá, sem það snertir sérstaklega og samráö haft um allan undirbúning málsins. Sú reglugerö um 50 milna fiskveiðilandhelgi við Island, sem i dag hefir verið undirskrifuö og gefin út, er sett samkvæmt land- grunnslögunum frá 5. mai 1948, en samkvæmt þeim lögum hafa allar stækkanir á fiskveiði-Iand- helginni verið gerðar, siðan þau lög tóku gildi. Hin nýja reglugerö er sett i fullu samræmi við samþykkt Alþingis frá 15. febrúar 1972, en aö þeirri samþykkt stóðu allir ,alþingismenn, 60 að tölu. Með hinni nýju reglugerð er allt hafsvæðið út i 50 sjómílur frá grunnlinum, allt f kringum landið, lýst lögsögusvæði Islands. Frá gildistókudegi reglugerðar- Framhald á 3. siðu. Fékk 25 punda hæng EB—Reykjavik. Simon Pálsson, reykvizkur veiðimaður, veiddi fyrir skömmu 25 punda hæng i Laxá i Aðaldal. Laxinn veiddist á spón á NUpa- breiðu, og var honum Iandað eftir þriggja stundarfjórðunga bar- áttu. Þessi lax var Kamel-Iaxinn i annarri viku Kamel-laxveiði- keppninnar. Fær Simon tiu þús- und fyrir laxinn og Kamel-dýrið fær góðan bita. Orðsending utan- ríkisráðherra ígær TK—Reykjavik Timinn hafði ígær samband við Einar Agústsson, utan- rikisráðherra vegna útgáfu reglugerðarinnar um 50 milna fiskveiðilögsögu við tsland, sem taka á gildi 1. september. Einar Agústsson sagði: ,,Ég tel, að við getum ekki beðið lengur með að gefa reglugerðina út, þar sem þeir aðilar, erhún snertir, þurfa að kynna sér ákvæði hennar til hlitar og eðlilegt, að þeir þurfi nokkurn fyrirvara til að að- laga sig hinum nýju reglum. Ég vil hins vegar taka skýrt fram, að ég legg á það sér- staka áherzlu að hér um tvö aðskilin mál að ræða, þ.e. út- færsluna annars vegar og við- ræðurnar við Breta hins veg- ar. Hér er um að ræða einhliða útfærslu Islendinga á fisk- veiðilögsögu i 50 mílur, sem Bretar hafa þegar mótmælt, og við vitum, að þeir munu halda áfram að mótmæla henni. 1 tilefni af útgáfu reglugerð- arinnar i gær sendi ég þeim rikisstjórnum, sem við höfum átt samningaviðræður við um þessi mál að undanförnu orð- sendingu, þar sem frá þvi er greint, að i landgrunnslögun um frá 1948 sé tekið fram, að reglugerð skv. þeim lögum vfki fyrir millirikjasamning- um.sem Island er aðili að og ekki samrýmast ákvæðum reglugerða. Jafnframt er þar tekið fram, að þrátt fyrir út- gáfu regl erðarinnar séum við reiðubunir til áframhald- andi viðræðna um gerð tvi- hliða fiskveiðisamninga. Einar Agústsson utanrfkisráð- herra.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.