Tíminn - 15.07.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 15.07.1972, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Laugardagur. 15. júli. 1972 Hvammstangi: Hitaveita í undirbúningi BS—Hvammstanga 1 undirbúningi er nú lagning hitaveitu fyrir Hvammstanga og hljóðar áætlun um stofnkostnað hennar upp á 24 milljúnir króna. Vatnið fæst frá Laugarbökkum, sem er um 8 km. frá þorpinu. Boranir munu hefjast þar næstu daga. Hvammstangi: Hlutafélag um rækjuvinnslu BS—Hvammstanga Nýstofnað er á Hvammstanga hlutafélag um rekstur rækjuvinnslu og er stefnt að þvi aö taka til starfa i haust. Hlutafélagið heitir Meleyri hf. Rækjuvinnsla hefur verið starfrækt á Hvammstanga i litlum mæli, en var þó engin i vetur. Vonazt er til,að Meleyri hf. hleypi dálitlum kipp i at- vinnulifið, sem hefur verið halfbágboriö að vetrinum. Óvist er, hve margir rækju- bátar muni leggja upp hjá Meleyri, en talið er að vinnslan muni þurfa að minnsta kosti þrjá báta. Ekki verður ráðizt i byggingar- framkvæmdir fyrst um sinn, en rækjupillunarvél mun koma bráðlega norður. Liklega munu 20-30 manns fá atvinnu hjá hinu nýja fyrirtæki. Prjónasaumastofan Drifa hefur starfað hér siðan i april og er búizt við,að hún ljúki sinu verkefni nú um mánaðamótin. Þar hafa starfað 10 stúlkur. Flateyri: Grálúðan fer í ofanálegg TF—Flateyri Órkomusamt hefur verið á Flateyri, eins og raunar viðast annarsstaöar, og eru bændur i sveitinni orðnir iangeygir eftir þurrkinum. Gras er sæmilega sprottiö og virðast bændur fremur bjartsýnir á sumarið yfirleitt. Margir þeirra hafa súgþurrkun, ef ekki þornar öðruvisi. Atvinna er sæmileg og eru smærri bátar og einn stór á grálúðuveiðum. Grálúðan er blokkfryst eða heilfryst og siðan flutt út, þar sem fram- leitt er úr henni álegg, eitthvað i likingu við sjólax. Af framkvæmdum er fremur litið að segja, en þó er verið að undirbú’a að steypa eitthvað af götum, og eins er frystihúsið i endurbætingu. Verið er aö laga og stækka geymslurými og laga beina- verksmiðjuna og móttökuna. Tvö ibúðarhús eru i smiðum. Hrísey: Nægilegt heitt vatn SB—Reykjavik Hriseyingar fá aö likindum hitaveitu á næsta ári. Borunum er lokið á eynni og hefur fengizt nægiiegt magn af heitu vatni til aö hita upp öll hús i þorpinu, sem munu vera 70 til 80 talsins. Borgað var norðan við svo- kallað Saltnes, sem er i um 1 km. fjarðlægð frá þorpinu. Þar fengust 14-16 sekúndulitrar a'f 66 stiga heitu vatni. Samkvæmt áætlun er gert ráð fyrir að 10-12 sekúndulftar muni nægja og er þetta þvi riflegt. Vatnið er mjög gott, enginn kisill i þvi. Eins og er, hafa Hrlseyingar i allra minnsta lagi af köldu vatni, en þegar hitaveitan er komin i gagnið, lagast þetta, þvi að þá þarf ekki lengur að hita kalda vatnið til notkunar. Kostnaðaráætlun, se m raunar mun nú vera oröin úrelt, gerir ráð fyrir, aö lagning hitaveitunnar kosti 10 milljónir króna. Hafizt verður handa næsta vor. Borgarnes: Nóg að gera JE-Borgarnesi Mikið er nú að gera i Borgarnesi, einkum hjá kven- fólkinu, sem vinnur i skel- fiskinum og þeim karlmönn- um, sem starfa i byggingar- vinnu. Um 40 konur hafa at- vinnu við að vinna skelina, sem kemur hingaö frá Stykkishólmi. Verið er að býggja við elliheimilið, lækna- miðstöð er i byggingu og svo er verið að byggja hér fyrstu raðhúsin. Hins vegar mun ekki mikið hér um gatna- gerðarframkvæmdir i sumar. Iþróttavöllurinn, sem er uppi i Sandvik, gamall orðinn, hefur verið stækkaður og er verið að setja á hann nýtt lag, eitthvert sambland af möl og vikri. Þar sem völlurinn er i dalskoru, varð að sprengja fyrir stækkuninni. Bolungarvík: Teflt á hverju heimili Krjúl-Bolungarvik. Hér er leiðinlegt tiðarfar, bæöi til lands og sjávar. Bátar hafa róið, en afli verið tregur. vegna þess að svo stormasamt hefur verið úti fyrir, að bátarnir hafa aðeins athafnað sig á grunnmiðum. Guðmundur Péturs landaði fyrir skömmu 70 tonnum af grálúðu. Bændur eru rétt að byrja að slá og gras er vel sprottið. Heldur munu bændurnir þó fara hægt i heyskapinn, þar sem þurrkurinn er af skornum skammti. Menn hér eru mjög spenntir fyrir skákeinviginu og sitja nú og tefla fyrstu skákirnar aftur og aftur. Ekki hafa margir þurft að kaupa sér töfl, þvi að þau hafa alltaf verið hér til á hverju heimili. Nýtt landkynningarrit - þýðing á lceland in a Nutshell EB-Reykjavik. Ferðahandbækur s.f. hafa sent frá sér þýzka Ferðahandbók og uppsláttarrit um tsland og ber hún áðurnefnt nafn. Er hér um þýðingu að ræða á hinni þekktu bók Iceland in a Nutshell, sem komið hefur út frá 1966 i þremur enskum útgáfum, i alls 41 þúsund eintökum. Hin nýútkomna bók er með 230 tölusettum blaðsiðum, en þess utan eru í bókinni 3 arkir prentaðar með litauglýsingum, 1 hinni nýju útgáfu af Iceland in a Nutshell er nýtt Islandskort prentað i fjórum litum. Allir helztu staðir, sem nefndir eru i bókinni bera tilvisanir i Islands- kortið og er á svipstundu hægt að finna viðkomandi staði á kortinu. Efni bókarinnar skiptist i tvo megin þætti, þ.e. fólkið i landinu og landið sjálft. Nær helmingi bókarinnar er varið til að lýsa öll- um kaupstöðum og kauptúnum á landinu. Viðamikill þáttur er um nokkra sérstæða ferðamanna- staði, svo sem Geysi, Gullfoss, Hallormsstaði, Hóla, Hreðavatn, Kerlingarfjöll, Laugar, Mývatn, Skaftafell, Skálholt, Snæfellsnes, Þingvelli, Þjórsárdal, Þórsmörk og Fljótshlið. Þá er einnig sér- stakur kafli um áhugaverða staði i óbyggðum, svo sem Land- mannalaugar, Hveravelli, Hvitárvatn, Veiöivötn, öskju og Herðubreið. Höfundur bókarinnar er Peter Kidsðn, ritstjóri er örlygur Hálf- dánarson, þýzku þýðinguna ann- aðist Renata Erlendsson, en aug- lýsingastjórn Páll Heiðar Jóns son. Bókin er prentuð i prent- smiðjunni Eddu, en bundin i Bók- bindaranum h.f. Hilmar Helga- son gerði káputeikningu. Náttú ru f ræðistof nu n og rann- sóknarstofnun á Vestfjörðum ÓV—Reykjavik 1 gær kom til landsins siðari Fokker Friendship — 200 vélin, sem Flugfélag Islands keypti frá Leiðrétting Meinleg prentvilla hefur slæðzt inn i grcin mina, „Stefnuhvörf”, sem birtist i siðasta tölublaði Einherja. Þar segir: ,,A sama tima og verðhækkanir nema 6.6%, hefur kaup hækkað um 7% i ársgrundvelli”. Rétt er málsgreinin þannig: ....kauphækkaðum 17%.....” Þar sem nokkur timi mun liða þar til næsta tölublað Einherja kemur út, vil ég biðja Timann fyrir þessa leiðréttingu. Reykjavik. 14. júli 1972 Magnús H. Gislason (Sign.) Japan. Lenti vélin, sem hlotiö hefur einkennisstafina TF-FIN, á Reykjavikurflugvelli laust fyrir kl. 16.30, og voru þar til að taka á móti áhöfninni örn Johnsen, for- stjóri Fl, Sveinn Sæmundsson, blaðafulltrúi félagsins og fleiri. Einnig voru þar þrjár gullfalleg- ar flugfreyjur, sem afhentu flug- mönnunum þremur mikla blóm- vendi. Flugstjóri frá Japan, þaðan sem vélin fór 8. þessa mánaðar, var Ingimundur Þor- steinsson, aðstoðarflugmaður var Kjartan Norðdahl og vélstjói Björn Arnason. Vonazt er til, að hægt verði að ganga endanlega frá skráningu vélarinnar á mánudag og verður hún siðan sett beint i innanlands- og Færeyjaflug, en þörfin er vissulega mikil, að sögn Sveins Sæmundssonar. Þetta er fjórða FF-vélin, sem Fí eignast. Vcstfirzk náttúruverndarsam- tök héhlu fyrir skömmu aðalfund að Núpi i Dýrafirði, og voru þar gerðar margar samþykktir um jarðcfnatöku, sáningu meðfram vegum, bilastæði á áningarstöð- um, gerð vestfirzkrar náttúru- ininjaskrár á næstu tveim árum, tillitssemi við gróður og náttúru landsins við mannvirkjagerð, að- gerðir til þess að koma i veg fyrir offjölgun vargfugls og margt fleira. Formaður samtakanna var kosinn Bergur Torfason á Felli i Dýrafirði, en i stjórn með honum Ej—Reykjavik. Fulltrúar miðnefndar herstöðv- arandstæðinga gengu i gær á fund utanrikisráðherra, Einars Ágústssonar, og afhentu honum „ávarp til islenzku þjóðarinnar frá miöstöð herstöðvarandstæð- inga”. Avarpið, sem utanrikisráð- herra var afhent, er svohljóð- andi: Miönefnd herstöðvarandstæð- inga minnir á, að I dag, 14. júli, er rétt ár liðið, siðan núverandi rikisstjórn lýsti yfir i málefna- samningi sinum þeirri stefnu, að allt bandariskt herlið verði flutt á brott á yfirstandandi kjörtima- bili. Þetta ákvæði markaði mikil- vægan áfanga i baráttu þjóðar- innar fyrir óskertu fullveldi. Þvi beinir miðnefnd herstöðvaand- stæðinga þeirri eindregnu kröfu til rikisstjórnarinnar, að hún láti athöfn fylgja orðum, og telur, að nú, þegarárer liðiö frá samþykkt eru Valdimar Gislason á Mýrum, Bjarni Pálsson á Núpi, Jón Páll Halldórsson á Isafirði og Bárður Guðmundsson i Bolungarvik. Veigamesta málið, sem fjallað var um á fundinum, var sú hug- mynd að koma upp náttúrufræði- stofnun á Vestfjörðum. Hafa Is- firðingar borið það mál mest fyrir brjósti, og mæltist fundurinn til þess, að samband sveitarfélaga á Vestfjörðum stuðlaði að þvi, að þau tækju höndum saman um að hrinda þessu fram. Á þessi stofnun að vera hvort tveggja i senn náttúrugripasafn i stjórnarsáttmálans, megi ekki dragast öllu lengur, að rikis- stjórnin hefji raunhæfar fram- kvæmdir i þessu þjóðþrifamáli. Jafnframt heitir nefndin á landsmenn að halda vöku sinni, láta framgang þessa málefnis sitja i fyrirrúmi fyrir veigaminni ágreiningsefnum og krefjast ský- lausra efnda á þvi fyrirheiti, sem gefið var fyrir réttu ári. Nefndin telur það verðugt markmið þjóð- arinnar, að á þjóöhátiðardaginn 1974 veröi engar herstöðvar á Is- landi. Reykjavik, 14. júli 1972. F. Miðnefnd herstöðvaandstæð- inga. Cecil Haraldsson (sign.) Siguröur Magnússon (sign.) Guðmundur Sæmundsson (sign.) Stefán Karlsson (sign.) Vernharður Linnet (sign.) Þorsteinn frá Hamri (sign.) Björn Teitsson (sign.) þágu skóla og almennings og rannsóknarstofnun. Jafnframt var vakin athygli á nauðsyn þess, að komið yrði upp rannsóknarstofnun i þágu at- vinnuveganna á Vestfjörðum, og yrðu þessar stofnanir tvær að hafa náið samstarf sin á milli. Loks var þeim tilmælum beint til búnaðarsamtaka og sveitarfé- laga á Vestfjörðum, að þau bregðist vel við, er til þeirra verð- ur leitað um fjárframlög til gróðurkortagerðar og rannsókn- ar á beitarþoli á búfjárhögum á Vestfjörðum. —J.H. Verjum groður ^mmm^mmmmm* Miðnefnd herstöðvarandstæðinga Afhenti utanríkis- ráðherra áskorun

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.