Tíminn - 15.07.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 15.07.1972, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Laugardagur. 15. júli. 1972 Laugardagur. 15. júli. 1972 TÍMINN 9 MAÐURINN MEÐ Undrandi vísindamenn var skorið upp og hann var með- vitundarlaus i fjóra sólarhringa. Læknarnir töldu ekki mikla von um lif, en Hurkos komst til með- vitundar aftur og hafði þá miklar höfuðkvalir. Auk þess sá hann illa. En brátt birti til. Hann þekkti aftur konu sina, en jafnframt gerðist eitthvað annað. Hann hrópaði til hennar: — Bea, hvaö ertu að gera hér? Hvar er Benny? Hún kvaðst hafa beðið ná- grannana að gæta Bennys, meðan hún væri á sjúkrahúsinu og Hur- kos varð órólegur. — Þú ættir heldur að vera hjá Benny, sagði hann. — Farðu og sæktu hann. Herbergið er að brenna og hann er þar inni. Farðu og sæktu hann! Eiginkonan fór heim niðurbrot- in, þvi hún þóttist viss um, að maður hennar væri eitthvað bilaður. Fimm dögum siðar kviknaöi i húsinu og það var ein- göngu snarræði slökkviliðsmanns að þakka, að Benny litli brann ekki inni i herbergi sinu. Allir töldu þetta tilviljun, en siðan tóku þær að verða grunsamlega marg- ar og Hurkos hræddist þetta og hætti að geta sofið á næturnar. Af frjálsum vilja gekkst hann siðan undir geðrannsókn og leiddu þær i ljós, aö geðheilsu hans var ekki ábótavant, heldur þvert á móti. Ýmislegt virtist hafa bætzt við. Er fram leið fór Hurkos að halda fyrirlestra og taka þátt i óteljandi visindalegum tilraun- um. Siðan kom að þvi að hann var notaður sem „sporhundur.” Arið 1951 var hann ráðinn til að að- stoða við leitina að brezka krýn- ingarsteininum, sem hvarf skömmu áður en krýna átti Elisa- betu drottningu. Hurkos fór til Westminster Abbey og kraup við krýningarstólinn, sem steinninn hafði legið undir við krýningarat- hafnir i 600 ár. Hann fann „bylgjurnar” frá stólnum og rannsakaði siðan i tvær klukku- stundir klaufjárn það, sem notað hafði verið til að brjótast inn i Westminster Abbey. Ekki leið á löngu, þar til Hurkos benti á stað- inn, þar sem steinninn var. Scot- land Yard fann hann i kirkju, sem Hurkos hafði bent á. t einu vetfangi varð „röntgen- heilinn” heimsfrægur. Arið 1954 féllst Hurkos á að fara til Banda- rikjanna, þar sem gerðar voru á honum umfangsmiklar rannsókn- ir. Þær stóðu yfir i hálft þriðja ár og voru afar þreytandi að sögn hans. Visindamenn stóðu agndofa yf- ir hæfileikum þessum. Aðeins meö þvi að snerta lauslega horn stórs umslags, gat Hurkos sagt nákvæmlega frá innihaldi þess og hugskeyti visindamannanna, sem send voru úr margra milna fjar- lægð, meðtók hann án þess að skeika hið minnsta. Eitt af athyglisverðustu verk- efnum, sem Hurkos hefur tekið þátt i, var leitin að Boston- morðingjanum. A 20 mánuðum voru 11 konur kyrktar i Boston og lögreglan var ráðþrota. Það tók Hurkos 6 daga að finna manninn, sem hann er enn þá viss um að sé sá rétti. Við rannsóknina, voru lagðar ýmsar gildrur fyrir Hurkos, en hann gekk ekki i eina einustu, heldur varð fjúkandi reiður, er Þetta er frásögn af manni, sem varð frægur og auöugur af þvi að detta úr stiga, er hann var að mála fjögurra hæða hús. Fallið varð til þess, að Peter Hurkos uppgötvaði fjarskyggnihæfileika sina. Á þeim 30 árum, sem liðin eru, hefur Hurkos auðgazt svo, að málningarpensillinrt er nú löngu lagður á hilluna. Þaö er ekki oft, sem Hurkos-hjónin geta leyft sér aö fara út saman. Hann tekur lftinn þátt I skemmtana- lifinu, þvi aö fjarskyggnihæfileikar hans eru orönir honum plága, sem lætur hann aldrei i friöi. hann komst að þvi og hótaði að fljúga heim aftur. Loks sagði hann til um, hvar morðinginn mundi finnast og bætti þvi við, að hann talaöi eins og kvenmaður, hefði ör á vinstra handlegg og ónýtan þumalfingur. Geöbilaður morðingi Daginn eftir fór Hurkos með lögreglunni á staðinn og maður- inn, sem til dyra kom, átti ná- kvæmlega við lýsinguna. Er hon- um voru sýndar myndir af myrtu konunum, sagðihann hljómlausri röddu: — Ég hlýt að hafa gert eitthvað voðalegt. En maðurinn játaði aldrei, að hafa framið morðin, hann lagðist fúslega inn á geðveikrahæli, þar sem hann er enn i dag. Mánuði siðar gaf sig fram mað- ur, sem kvaðst vera morðinginn, en hann var aldrei ákærður fyrir morðin, þvi engar sannanir fund- ust. Hurkos stendur óbifanlegur á þeirri sannfæringu sinni, að fyrri maðurinn sé sá rétti. Leiftrandi myndir Ötal sinnum hafa hæfileikar Hurkosar og afrek verið forsiðu- efni bandariskra blaða. Hann hef- ur neytt hæfileika sinna i 27 morð- málum og hjálpað til við leit að týndum flugvélum 70 sinnum. Hann kveðst aldrei munu láta sér detta i hug, að leysa morðgátu á eigin spýtur, hann þarfnist hjálp- ar lögreglunnar og auk þess mynda, hluta og fata, sem standa i sambandi við morðingjann. Peter Hurkos lét ekki biðja sig tvisvar, er hann var beðinn um aðstoð vegna Sharon Tate-morð- anna. Þau voru honum viðkom- andi persónulega, þvi Jay Sebrig, einn hinna myrtu, var einkarak- ari hans. Hurkos fór strax til húss Pol- anskis og dvaldist þar einn i fimm klukkustundir með segulbands- tæki. Þegar hann kom aftur, gat Framhald á bls. 13 landa einnig. Lögreglan er honum þakklát, þvi hann hefur hjálpað henni mikið viö að leysa gátur. En sjálfur er Hurkos ekki mjög ánægður maður. Hann hefur sagzt glaður vilja fórna milljónunum sinum og fina húsinu til að verða eðlilegur á ný, þvi hæfileikarnir hjálpa honum ekkert persónulega. Hvaða gagn er að þvi að vera fjarskyggn, þeg- ar maður man ekki sitt eigið simanúmer og finnur aldrei skóna sina? Örlagaríkt fall Hurkos fæddist fyrir 60 árum i grennd við Rotterdam. Hann fæddist með svokallaða „sigur- hettu” og samkvæmt hollenzkri þjóðtrú, hefursliktfólk til að bera sérstaka andlega hæfileika. Allt fram til þritugs kom ekkert óvenjulegt i ljós i fari Hurkosar, hann starfaði sem venjulegur húsamálari i Haag. En júlimorgun einn árið 1941 var hann að mála hús og stóð uppi á 15 metra háum vinnupöllum. Hann man að hann rétti út hönd- ina eftir penslinum — og féll til jarðar. — Frá þvi augnabliki að ég missti jafnvægið, segir Hurkos, — komst aðeins ein hugsun að i höfðinu á mér: Ég vil ekki deyja. Siðan varð allt svart. t skýrslum sjúkrahússins sézt, að Hurkos fékk mikinn heilahrist- ing og axlarbrotnaði. Höfuð hans inni, hluti sem voru að gerast annars staðar og hluti, sem áttu eftir að gerast. Visindamenn standa i forundran yfir þessu og sjónvarpsnotendur fjölmargra Allt siðan Peter Hurkos féll fyr- ir 30 árum úr 15 metra hæð, hefur hugur hans verið fullur af mynd- um. Hann komst aö þvi að hann gat séð hiuti, sem gerðust i fortiö- Peter Hurkos — datt niöur stiga. Sacco og Vanzetti Leikstjóri: Giuliano Montaldo, handrit eftir hann og Fabrizio Onofri. Tónlist: Ennio Morricone. Kvikniyndari: Silvano Ippolito. Klippari: Nino Bargluigi. Itölsk frá árinu 1971. Sýningarstaöur:Háskólabió. Danskur texti. 1920 var ár mikillar ólgu. Menn höfðu áttað sig á lygi yfirvaldanna, að þeir berð- ust fyrir föðurlandiö, þegar aukinn striösrekstur þýddi aukinn gróöa iðnjöfranna. Við verðum að hafa I huga, aö á þessum tima var vinnu- dagur næstum helmingi lengri en nú gerist og smánarlaun þannig að verkafólk haföi rétt til hnifs og skeiðar. Þaö var þvi engin furða, að bláfátækir inn- flytjendur til Bandarikjanna aðhyltust skoöanir Marx og Lenins og stjórnleysingjar ættu talsverðu fylgi að fagna. Palmer dómsmála- ráðherra reyndi að stemma stigu við útbreiðslu „rauöu hættunnar” með aðferðum, sem minna mest á aðferðir Hitlers viö andstæðinga sina. Þvi var það, að tveir stjórnleysingjar voru hand- teknir vopnaöir, án þess aö hafa byssuleyfi. Þeir voru ákærðir eftir nokkurt stapp fyrir aö hafa framiö vopnaö rán og morð. Málsóknin er útbúin á hendur þeim, þannig, að frá upphafi er ákveðið, að þeir séu sekir. Þegar verjandinn leiöir hins vegar fram vitni, sem sanna óyggjandi fjarveru þeirra frá staðnum, segir sak- sóknarinn, að þetta séu annars flokks borgarar og sori mannfélagsins, sem ekki er mark á takandi. Mál- sóknin öll er sem skripa- leikur grimmilegur og ógnandi og lýkur með dauöa- dómi. Við fáum innsýn i kviðdómendaherbergið þar sem þeir sitja að rikulegri máltið og segjast vera búnir að taka ákvöröun, en réttar- þjónn minnir þá á, að fimm klukkustundir séu ekki liönar. 1 sjö löng ár stendur baráttan um lif þeirra. Máliö fæst ekki tekiö upp að nýju þrátt fyrir mikilvæga vitnis- burði, sem hniga að sakleysi þeirra. Þegar svo flestir eru aö lokum sannfærðir um sakleysi þeirra, hefur mál þeirra vakið svo mikla at- hygli um allan heim, að þeir eru tákn um ójafna baráttu fátæklinga við auövaldiö. Það er almennt álitið aö þeir hafi veriö dæmdir vegna stjórnmálaskoðana sinna til að stemma stigu viö fylgi rót- tækra I Bandarikjunum. Myndin er byggö á skjölum og bréfum Sacco og Vanzettis, hún gefur að minum dómi ekki nægjan- lega innsýn I lif þeirra áður en ósköpin skella á. Að visu fáum við ofurlitið aö skyggnast inn I heim fátækra italskra innflytjenda sem þráöu frelsi og velferð, þegar þeir lögðu i tvisýna ferð að heiman. En þaö þjóðfélag sem mætti þeim kom ekki heim og saman viö hug- myndir þeirra um persónu- frelsi. Sacco hefur komið sér undan herskyldu, þvi „hver hefur rétt til þess að drepa annan?” spyr hann. Hann á sér draum, sem ekki samræmist hinum heims- fræga ameriska draumi, þvi i draumalandi hans græöir enginn maður á vinnu annars. Vanzetti er baráttu- maður hann virðist fljótlega sætta sig við það að vera pislarvottur og láta saklaust lifið fyrir stjórnmála- Framhald á bls. 13 FJÓRÐUNGSMÓTIÐ A VINDHEIMAMELUM Fjórðungsmótiö á Vindheima- melum fór I alla staöi vel fram. Veður var gott lengst af, móts- stjórn fór vel úr hendi og lög- reglan þurfti ekki aö hafa afskipti af mönnum vegna ölvunar. A fimmtudaginn var byrjað að dæma stóðhesta, á föstudag fóru fram undanrásir, á laugardag var kennt i milliriölum og á sunnudaginn var keppt til úrslita og þau kunngerð. Eins og fyrr segir fór mótiö einkar vel fram, enda allur undir- búningur til fyrirmyndar. Hlaupabrautin, sem er 800 m. löng bein braut, reyndist vel, nema hvað hún var leiðinleg vegna slarks, sem var i henni á kafla, en þaö kom ekki að sök nema i 800 m. hlaupinu. Veitinga- skáli hefur verið reistur á móts- svæðinu og tekur á annað hundrað gesti I sæti. Hesthús var byggt yfir stóðhesta I vor og rúmast 36 hross i þvi. Giröingum hefur og verið komið upp fyrir ferðahesta. Mótgestir slógu upp tjöldum i hvömmum viö bakka Svartár og var þaö töluverður fjöldi, enda margt manna á mót- inu. Veður var næsta gott alla dag- ana, en á sunnudaginn gerði rigningardembu rétt i þann mund er hópreið hestamanna hélt inn á völlinn og séra Agúst Sigurðsson bjóst til að ávarpa mótsgesti. En það er næsta algengt á hesta- Abel ásamt afkvæmum. Hann varö hlutskarpastur þeirra stóðhesta sem sýndir voru með afkvæmum. þingum að slik veðrabrigði fylgi þvi tvennu. Timasetningar stóðust allvel og mótsliðir gengu greiðlega að minnsta kosti á skagfirzkan mælikvarða. Margt var fallegra gæðinga og er það mál manna að hrossarækt horfi mjög i rétta átt nyrðra. Að öðrum ólöstuðum er hlutur hrossa Sveins Guðmunds- sonar á Sauðárkróki stór, en fjögur þeirra hrepptu fyrstu verð- laun og tvö þeirra önnur verö- laun. Þau kynbótahross, sem hlutu fyrstu verðlaun voru: Bezti stóöhestur með af- kvæmum, Abel frá Hólum i Hjaltadal, eigandi Hrossa- ræktarsamband Austur-Húna- vatnssýslu. Hann var og talinn bezti stóðhestur 6 vetra og eldri. Bezti stóðhestur 5 vetra: Blossi, Sauðárkróki, eigandi Sveinn Guðmundsson. Bezti stóðhestur 4 vetra Hrafn frá Holtsmúla, eigandi Sigurður Erlendsson. Bezta hryssa með afkvæmum. Siða frá Sauðárkróki eigandi Sveinn Guðmundsson. Bezta hryssa 6 vetra og eldri, Hrafnkatla frá Sauðárkróki eigandi Sveinn Guðmundsson. Bezta hryssa 5 vetra, ör frá Akureyri, eigandi Gestur Jóns- son. Bezta hryssa 4 vetra Hrafn- hetta frá Sauðárkróki, eigandi Guðmundur Sveinsson. Bezti alhliða góðhestur var dæmdur Hesjuvalla-Rauður og halut hann 8,49 stig. Bezti klárhestur með tölti var dæmdur Gimsteinn og hlaut hann 8.02 stig. í kapphlaupum urðu eftirtalin hross hlutskörpust: I folahlaupi Óðinn, á 19,5 sek. í 250 m. skeiði, Randver úr Rangárvallasýslu, á 24,1 sek. t 350 m. stökki, Hrimnir úr Borgarfirði, á 26,4 sek. I 800 m. stökki tslandsmet- hafinn Blakkur frá Borgarnesi á 65 sek. Peningaverðlaun voru veitt fyrir hlaupin og hefur Blakkur hlaupið talsverðar upphæðir i vasa húsbænda sinna, þvi hann sigraði lika á mótinu á Hellu fyrir skemmstu. Hrafn frá Holtsmúla þótti beztur 4 vetra stóðhesta. Hesjuvaila-Rauður þótti vænstur aihliða gæðingur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.