Tíminn - 16.07.1972, Page 1

Tíminn - 16.07.1972, Page 1
IGNIS UPPÞVOTTAVÉLAR RAFIÐJAN RAFTORG SIMI: 19194 SlMI: 26660 V. / 2>/tcU£o/kvéío/L A/ RAFTÆKJADEILD Hafnarstræti 23 Símar 18395 & 86500 kæli- skápar Bibliusafnarinn kann þeim 1 Fair- banks\ b'eztu þakkir fyrir gjaf- mildi og góða fyrirgreiðsiu. En æ- æ: Þeir berja ekki bumbur i Hrútafirði, ;i Þorrablótunum, né dansa Eskímóadansa, jafnvei eiður sær, að nokkur skilji þar stakt orð i Eskimóamáli. Hjálpræðið vitjar krist- inna Eskimóa á ísiandi Biblíulestrar á grammófónplötum til þess að halda þeim við trúna Kristnir Eskimóar á islandi geta rifjað upp guðsorð og ratað hinn þrönga veg. sem liggur til lifsins, þótt þeir kunni að vera ólæsir og ekki þess umkomnir að færa beilaga skrift sér i nýt á vcnjulegan hátt. Góðir menn i Kairbanks i Alaska hafa hlutazt til um það. Ragnar borsteinsson, kennari i Reykjaskóla, er mikill bibliusafn- ari, og á orðið svo fágætlega gott bibliusafn að leita þarf langt út fyrir landsteinana til þess að finna annað slikt. En þess konar berst mönnum ekki upp i hendur fyrirhafnarlaust, enda mun það sannast sagna, að Ragnar hefur leitað fanga um viða veröld til þess að gera safn sitt sem allra bezt og fullkomnast. Grammófónplötur með bibliulestrum Fleira hefur rekið a fjörur Ragnars en prentaðar bibliur, guðspjöll og bibliuhluta. Þar á meðal eru grammófónplötur, með bibliulestrum á mállýzkum frumstæðra þjóða og þjóðflokka, sennilega ætlaðar ólæsu fólki til sálubótar og uppbyggingar. Oflugur félagsskapur, óháður bibliufélögunum, var stofnaður fyrir nokkrum árum til þess að sinna andlegum þörfum slikra þjóðflokka, og hefur hann komið sér upp bækistöðvum allviða um heim og lætur hann bæði prenta bibliuhluta og lesa á og gefa út grammófónplötur með köflum úr bibliunni. Hugsað til Eskimóanna á íslandi Ragnar hefur að sjálfsögðu haft samband við þennan félagsskap, og leitaði hann meðal annars eftir nýjum þýðingum á bibliuhlutum á mállýzkum Indiána og Eski- móa, sem prentaðir hafa verið á vegum þeirrar deildar félags- skaparins, sem hefur bækistöö i Fairbanks i Alaska. Forráðamenn þar brugðust vel við beiðni Ragnars og sendu honum i vor sjö slik bibliurit sam- kvæmt beiðni hans. En með flutu að gjöf niu hæggengar, þrjátiu og þriggja snúninga grammófón- plötur, sem á eru kaflar úr Nýja testamentinu, jafnvel heilt guð- spjall. Þesssari góðu gjöf fylgdi sú fróma ósk, að Kagnar héldi kristnum Eskimóum á tslandi viö trúna með þvi að láta þá hlýöa á þessar plötur. Umhendis i Hrútafirði og Dölum Auðvitað er Ragnar allur af viija gerður að þóknast þeim, sem eru honum innan handar við bibliusöfnunina, og fús til þess að uppfylla óskir þeirra eins og framast er unnt. En hér á hann heldur óhægt um vik. Hann kennir i Reykjaskóla á vetrum og er i vegavinnu I átthögum sínum i Dölunum á sumrin, og það væri ekki einu sinni fyrir skollann sjálfan að leita þar uppi Eskimóa, hvort heldur er kristna eða ókristna. Þvi miður veit blaðið ekki, hvort Ragnar hefur þegar látið vini sina i Faribanks vita, hversu umhendis honum er aö uppfylla bón þeirra án meiri fjarskipta en hann hefur tök á að svo vöxnu máli. _JH Flekkótt hjörð og talar mörgum tungum Borgarfjörður heillar Spasskí Fischer fer huldu höfði á milli þess, sem liann gerir upphlaup sin. Spasski hefur aftur á móti heillazt af Borgarfirði, og þangað upp cftir fór hann um miðjan dag á föstudaginn, ásamt þeim félög- um, Sævari Sigurjónssyni endur- skoðanda og Sverri Kristinssyni fasteignasala, sem hafa Flóka- dalsá á leigu, og einum manni úr rússneska sendiráöinu. Eins og kunnugt er var Spasski við veiðar i Flóku um siðustu helgi, og þá brá hann sér á dans- leik á Brún i Bæjarsveit. Hann langaði til þess að dansa eins og þjóðkunnugt er, og bauð upp ljós- hærðri, fallegri stúlku, raunar ekki borgfirzkri, heldur reyk- viskri, Steinunni Helgadóttur, frammistöðustúlku á Varma- landi. En fleiri mun hann ekki hafa getað boðið upp, þvi að fólkið hópast fljótlega i kringum hann, svo að úr þessu öllu saman varð svo mikill hópdans, að ekki mun annar slikur hafa verið i Brún. islenzkur krækiberja- likjör i Ferjukoti Á föstudaginn fóru þeir Spasski og ferðafélagar hans i Borgarnes, þar sem þeir dvöldust i gistihús- inu rúma klukkustund og drukku kaffi. Þaðan fóru þeir að Ferju- koti til Kristjáns Fjeldsteds og Þórdisar, konu hans. Ferjukots- hjón báru islenzkan krækiberja- likjör, sem húsfreyja hafði sjálf gert af kunnáttu sinni — af- bragðsgóðan, sagði Sævar Sigur- jónsson, þegar blaðið átti simtal við hann i gær. Gisting í Bifröst i Borgarfirði Jón Guðmundsson á Hvitár- bakka var gestgjafi Spasskis, þegar hann var i Borgarfirði i fyrra skiptið, og á Hvitárbakka mun hann hafa ætlað að gista nú. En þar voru öll herbergi full af gestum. Þess vegna fóru Spasski og hinn rúsSneski félagi hans til gistingar á Bifröst. 1 gærmorgun fóru þeir svo aftur suður yfir Hvitá til laxveiða i Flókadalsá. Utséð um komu Spasskís á Brautartunguballið í gær voru tvær samkomur i Fimm sveitarfélög sam- einast um sorpbrennslu SB-Reykjavfk Fimm sveitarfélög á Vest- fjörðum hafa nú um eins árs skeið lialdiö uppi viðræðum sin á milli um sameiginlega sorpbrennslu- stöð. Umræður eru nú komnar á lokastig og beri ekkert út af, er gert ráð fyrir, að stöðin taki til starfa að vori. Sveitarfélögin fimm eru Isafjörður, Bolungarvik, Súðavik, Flateyri og Suðureyri. Stöðinni er ætlaður staður á Eyrarhlið, milli Isafjarðar og Hnifsdals, og verða þau sveitarfélög sem lengst eiga að, að aka sorpi sinu um 25 km vegalengd. Stöðin sem er sænsk og af Hero- gerð afkastar um sjö lestum á klukkustund, og er gert ráð fyrir, að hún verði aðeins i gangi að deginum. Þess má geta, að nýja sorpbrennslustöðin á Húsavik er sömu tegundar, aðeins minni. Til þessa hafa sveitarfélögin fimm ekið sorpi sinu á hauga eða i sjóinn. Þegar stöðin kemur til sögunnar, eyðist sorpið þannig, að ekki verður annað eftir en ólif- ræn aska, um 7% af sorp- magninu. Sorpbrennslustöð þessi mun kosta um hálfa fimmtu milljón króna uppsett. héraðinu, hestamannamót undir Þjóðólfsholti og dansleikur að Brautartungu i Lundarreykjadal. Auðvitað voru margar meyjar þar efra, sem þráðu það, að Spasski brygði fyrir á öðrum hvorum staðnum, og afgreiðslu- stúlkurnar á simstöðinni i Borg- arnesi sögðu blaðamanni Timans, sem þar var staddur i gærmorg- un, að þær vildu mikið gefa til Framhald á bls. 23 ED-Akureyri Mannfólkið sem spókar sig á' götum Akureyrar um þessar mundir, er hreint ekki einlit hjörð. Það er brúnt og svart og gult i bland, auk þess sem hvitt er eða eitthvað i þá áttina að minnsta kosti. Að sama skapi talar þetta fólk mörgum tungum, og er ekk; öllum hent að grynna i þvi hvað mála það spjallar sin á milli. Ferðamannastraumurinn, svo- kallaði hefur sem sagt náð til Akureyrar og það margbreyti- legra en nokkru sinni fyrr er með honum flýtur. Bárðardal BV-Eyjardalsá. Bárðardalur á þvi láni að fagna, að þar er mikil gróska i mannlifinu. Þar til vitnis er ekki það eitt, að bárðdælsk kona ól i vor þyngsta barn, sem kunnugt er um hérlendis. Fleiri konur hafa lagt sitt af mörkum, þótt ekki hafi verið i annála fært. Frá siðustu jólum hafa fæðzt i dalnum tiu börn, þar af niu frá áramótum. Munu þó ekki öll kurl til grafar kormn mda árið ekki nema rúmlega hálínað. Menn gera sér einnig beztu vonir um góða viðkomu i sveitinni næstu misserin og árin og hafa þar meðal annars við að styðjast, að á tæpu ári hafa fimm pör opinberað trú- lofun sína. I öllum hreppnum eru ekki nema um niutíu konur að með- töldum börnum og öldur- mennum, og hreppsbúar alls nálægt tveim hundruðum. Það má þvi með sanni segja, að Bárðdælingar standi allvel fyrir sinu og má beina þvi til annarra byggðarlaga þar nyðra, hvort skuturinn skuli eftir liggja, þegar svona vask- lega er róið fram i. J.H.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.