Tíminn - 16.07.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 16.07.1972, Blaðsíða 5
Sunnudagur 16. júli 1972 TÍMINN 5 SAUDFÉ EKKI ORÐIÐ EINS MARGT OG FYR- IR GRASLEYSISÁRIN Bændur viðs vegar af landinu hafa setið aðalfund Stéttarsambands bænda undanfarna daga og rætt þar hagsmunamál allrar bændastéttarinnar. Lágu mörg mál fyrir fundinum og gengu afgreiðslur þeirra vel. Blaðamaður Timans tók nokkra fulltrúa tali, meðan á fundinum stóð og spurði frétta úr hér- aði og að bænda sig hófu allir mál sitt á tali um tið- arfar og heyskaparhorfur, sem von er til um hábjargræðistimann. Fleiri kæmu í héraðið, ef húsnæði væri fyrir hendi Þóröur Pálsson, bóndi á Ref- stað i Vopnafirði, sagði að vetur- inn hafi verið sérstaklega góður og sama er að segja um vorið, en siðan i mai hefur ekki verið þurrkasamt Tvisvar komu slæm rigningaráfelli um sauðburðinn Þórður Pálsson og drápustlömb, jafnvelá túnum, en ekki var mikið um það, og var þetta aðeins á litlu svæði i sveit- inni. En sums staðar var ástandið svo vont, að ekkert mátti út af bera. En þetta var þó ekkert mið- að við ágústáhlaupið i fyrra, þeg- ar yfir þúsund fjár fórúst. Þótt mikið hafi verið sett á s.l. haust, er þó tæpast meira fé i sveitinni nú, en á undanförnum árum. Annars hafa verið ákaflega góð fénaðarhöld frá áramótum, og meira er nú tvilembt en oftast áð- ur. Spretta er góð i Vopnafirði og almennt er byrjað að slá. Siðustu dagana hefur komið smáþurrkur, en þó með skúrum á hverjum degi. Þeir sem fyrr hófu slátt, eiga nú hrakið hey, en það eru ekki margir. t þorpinu hefur verið sæmileg atvinna i vetur og litur vel út með vinnu fram á haustið, en þá má búast við að dragí úr atvinnu. Togbátur var gerður út frá Vopnafirði, en hann var seldur i byrjun þessa mánaðar, en von er á nýjum skuttogara, sem ekki kemur fyrr en i febrúarlok eða marzbyrjun. Verður þvi þarna nokkur eyða i atvinnulífinu. Verið er að smiða togarann i Japan og á að afhenda hann 22. janúar. Var báturinn seldur til að geta staðið skil á verði togarans. Hreppsfé- lagið á 60% hlutafjár skipsins. t undirbúningí er byggíng' nýs frystihúss sem á að taka á móti fiski og vinna hann. Gamla frysti- húsið fullnægir ekki þeim kröfum, sem gerðar eru til slikra fyrir- tækja og það borgar sig að byggja nýtt hús, heldur en að endurbæta hið gamla, en frystigeymslur þess verða notaðar áfram. t tvo mánuði hafa Vopnfirðingar beðið eftir svari frá fjárfestingarsjóðn- um um fyrirframgreiðslu til byggingarinnar, en vonazt er eftir jákvæðum undirtektum sem fyrst verður þá þegar hafizt handa um bygginguna. uná. Byggingarframkvæmdir i þorpinu eru litlar og er mikill skortur á ibúðarhúsnæði. Á sild- arárunum voru byggð um 30 hús, en lítiö sem ekkert siða. Gréirii legt er, að margir hafa áhuga á að flytjast til Vopnafjarðar en litið framboð á ibúðarhúsnæði hamlar þvi að menn komi. Fæstir leggja út i að kaupa hús áður en þeir hefja atvinnu þar. Menn vilja dvelja ásamt fjölskyldum sinum, einhvern tima á staðnum, og sjá hvernig þeim likar áður en þeir leggja út i húsakaup eða bygg- ingu. Er þetta ekkert einangrað fyrirbrigði á Vopnafirði, þetta er svona i flestum sjávarþorpum, sem eru i uppgangi og geta boðið upp á góð atvinnuskilyrði. Eina húsið sem nú er i byggingu i þorpinu er simstöð, sem tekin verður i notkun þegar sjálfvirki siminn kemur. Vopnfirðingar hafa mikinn á- huga á að byggja sjúkraskýli, en það hefur strandað til þessa á leyfi frá heilbrigðisyfirvöldum, þar sem ekki er búið að ákveða hvar læknamiðstöð á að vera fyr- ir þetta landssvæði. Skólamál héraðsins eru i sæmi- legu lagi hvað snertir skyldunám- ið. Er barnaskóli i sveitinni, og unglingadeildir i kauptúninu. En þegar þessu námi lýkur aukast vandræðin. Þröngt er i skólunum á Eiðum og Laugum einstaka unglingar þurfa að sækja fram- haldsnám i skóla annars staðar á landinu, jafnvel i þéttbýli. Er erf- itt og dýrt, að senda unglingana i fjarlæga skóla, ekki sizt þá, sem koma úr sveitinni. Væri nauðsyn á að hægt væri að ljúka gagn- fræðastiginu i Vopnafirði, en i þorpinu og sveitunum og i Bakka- firði eru hátt á annað hundrað börn og unglingar á skólaskyldu- aldri. Jarðvegsgróður meiri og betri Sigurður Lindal, bóndi á Lækj- armóti i Viðidal, sagði að þar i sveit væri ekki sjáanlegt að ösku- fallið úr siðasta Heklugosi hafi haft nein áhrif á sprettu, en enn sæist i öskuna á stöku stað. En búskaparhorfur hafi breytzt á- kaflega mikið með hlýrra tiðar- fari og jarðvegsgróður er allur annar en á undanförnum árum, og spretta á túnum ágæt. en hey- skapur er litill vegna þurrkleysis. Sláttur er byrjaður fyrir viku tíl hálfum mánuði, en ekki er farið að hrekjast i stórum stil. Fjárhöld eru góð, en fé hefur ekki fjölgað, nema rétt til að bæta iskarðið frá árinu áður. Kalsárin eru gróin og kalblettir eru ekki lengur i túnum, en kalsvæðin eru Sigurður Lindal vaxin varpasveipgrasi og öðrum litilfjörlegum gróðri, en arfi er al- veg horfinn úr túnum. Verið er að byggja skóla á Laugabakka, sem tekur yfir nokkra hreppa i Vestur-Húna- vatnssýslu. Er einnig byggð heimavist við skólann. Verður skóli þessi miðaður við skyldu- námið, en eftir það tekur Reykja- skóli við. Á siðasta ári var borað eftir heitu vatni á Laugabakka, og fékkst þar veruleg aukning á þvi vatni, sem fyrir var. Er nú mikill áhugi á að fá hitaveitu á Hvammstanga og má búast við að þar verði hús hituð með heitu vatni áður en langt um liður. Framkvæmdireru ekki hafnar og ekki er gott að sjá hvenær þær geta hafizt, en vonazt er til að það geti orðið sem fyrst. AAeiri áhugi á að auka afrakstur en að fjölga fé Hermann Guðmundsson, bóndi á Blesastöðum á Skeiðum, kvað tiðarfar hafa verið kalt lengi og ekki komið nema einn þerridagur siðan 17. júni. Ekki hefur rignt mikið en verið skúrasamt. Al mennt eru tún vel sprottin, þótt grasspretta hafi verið hæg i júni- mánuði. Eitthvað er farið að slá tún i minni sveit, en mjög litið náðst. Við höfum verið að rýja og koma fé á afrétt. Fyrir og um sið- ustu helgi var verið að dreifa á- burði á Flóamanna- og Skeiða- mannaafrétti. Afréttirnar fóru mjög illa i siðasta Heklugosi. Mikill vikur féll og skemmdi gróður. Árið 1970 var ekki rekið á afrétti og Gnúpverjar vörðu hana fyrir fé. En gróðurinn er lengi að ná sér. Nú voru 50 tonnum af áburöi dreift úr flugvél yfir afréttirnar. Lagði Landgræðslan flugvélina til. Nokkuð tafði, að ekki er hægt að bera á nema i þurru, en skúrir hafa verið flesta daga. Litill flug- völlur var útbúinn fyrir austan Reykholt og var áburðinum ekið þangað, svo að flugvélin þyrfti ekki að sækja hann langa leið. Nú orðið er ekki rekið eins mik- ið fé á afrétt og áður tiðkaðist. I fyrra var rekið um 80% af þvi fé, sem áður var haft á afrétt og svipað er það i ár. Menn hafa fé i heimahögum i vaxandi mæli og er beitt á mikið land i byggð. Er si- fellt verið að bæta það land með framræslu og vaxandi túnum. Fé fækkaði á kal- og grasleysis- árunum og er enn ekki komið i þá tölu, sem áður var. Talsvert er sett á, en fénu fjölgar ekki mjög hratt. Heimalandið er heldur litið Hermann Guðmundsson og afréttin hefur verið slæm. Það er meiri áhugi hjá bændum, að auka afrakstur á hverja kind en að fjölga þeim mjög mikið. 1 okkar sveit er unnið að óvenju miklum framkvæmdum i ár. 1 Brautarholti er verið að byrja á sundlaugarbyggingu, sem verður mikið mannvirki og kostar mikla peninga. Auk þess er verið að reisa stórt stálgrindahús fyrir færanlegu heykögglaveiksmiðj- una, sem Búnaðarsamband Suð- urlands keypti ásamt Búnaðarfé- lagi Skeiðahrepps og Búnaðarfé- lagi Hraungerðishrepps. Er hug- myndin, að þessar tvær sveitir reki verksmiðjuna i sumar i til- raunaskyni. Er hún nú i gangi i Hraungerðishreppi, en kemur upp á Skeið um miðjan júli. Framleiðslugeta verksmiðj- unnar eru 700 kiló á klukkustund, en getur farið upp i 800 kiló, en þegar grasið er blautt er fram- leiðslugetan minni, Við gerum okkur verulegar vonir um þetta fyrirtæki. Til að byrja með höfum við verksmiðjuna miðsvæðis i sveitinni, en athugum siðar hvort hagkvæmara verður, að flytja heykögglaverksmiðjuna á milli, eða flytja hráefnið að henni og kögglana heim á bæina aftur. Við á Skeiðunum munum hafa þann hátt á rekstrinum, að hver bóndi fer með eigið hey i verksmiðjuna og fær kögglana úr þvi, strax og þeir eru tilbúnir. Þarf þvi ekki nein aukahús eða annað til að geyma hráefnið i eða kögglana þegar þeir eru tilbúnir. Þannig hugsum við okkur þetta núna, hvort sem það breytist i meðför- um siðar. Reynslan verður að skera úr þvi. Þá erum við að hefja stórfram- kvæmdir við nýja vatnsveitu fyrir suðursveitina, og verður vatnið veitt frá Vörðufelli, en þar er vatnsveita fyrir efri hluta sveit- arinnar sem nær til 10 bæja. Nú höfum við áhuga á að fá vatns- veitu á öll býli sem eftir eru og hægt er að veita vatni til, en þau eru 24 talsins. Verður vatnið tekið úr sama vatnsbóli og þegar er fyrir hendi og er verið að steypa geyma á Vörðufelli til að fá næg- an þrýsting. Er búið að festa kaup á pipum frá Reykjalundi til að veita vatninu i. Það er mikil nauðsyn að gera þessar framkvæmdir. Eftir þvi sem meira er ræst fram þorna á- veituskurðirnir og jarðvatnið lækkar. Þarf þvi að grafa dýpri brunna og hefur það skapað verra vatn i sveitinni. Jarðvegur á Skeiðum er grunn- ur og erfitt er að leggja vatnsrör- in. Verður að grafa pipurnar nið- ur, en jarðvegurinn er ósléttur og grunnt á hraunið. Tefur þetta verkið nokkuð, en við vonumst til að vatnsveitan komist á fyrir haustið. Þýzka sendiráöiö augiýsir: Schadensanmeldung Die Antragsfrist auf Feststellung von Verfolgungsschaden ab 1933, Kriegssachschaden ab Kriegsbeginn, Reparations —, Restitutions —, Zerstörungs —, Ruckerstattungs — und Wegnahmeschaden in der Nachkriegszeit in Mitteldeutschland, der damaligen sowjetischen Besatzungszone Deutschlands, dem damaligen Sowjetsektor Berlins, der heutigen Deutschen Demokratischen Republik und Ostberlin lauft am 31. Dezember 1972 ab.4 Antrage können bei der Deutschen Botschaft in Reykjavik gestellt werden.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.