Tíminn - 16.07.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 16.07.1972, Blaðsíða 7
Sunnudagur 16. júli 1972 TÍMINN 7 Jón Gíslason: Frjálsa Hansaborgin Brimar Holandsstyttan á aftaltorgi Brima — kappinn, srm átti Dýrmndal og féll á Kúnsival. Brimar er meðal elztu borga Norður-Þýzkalands, eldri en Hamborg. Gegnum hana rennur áin Weser og er mjög góð sigl- ingaleið fyrir úthafsskip. Ég hef séð Brima fyrstgetiðárið 780 eftir Krist, en þá lét Karl keisari mikli enskan trúboðsprest, að nafni Willebad,hafa umdæmi i Noröur- Þýzkalandi, og höfuðstaður þess voru Brimar. En eins og kunnugt er^sameinaði Karl mikli mestan hluta Þýzkalands og Frakklands og gerði úr þvi voldugt og stórt riki. Höfuðborg hans var Achen. Einn af frægustu köppum Karlamagnúsar keisara er ein- mitt verndari Brima, Roland.er féll i Rúnsivalbardaga. Sumar heimildir telja hann systurson Karlamagnúsar. Roland er fræg- ur i islenzkum sögum. Hann var manna hraustastur og mikill kappi. Hann átti sverð biturt og gott, er heitir i islenzkum sögum Dýrumdalur. Sennilega hefur það verið úr vopnasmiðjum Rinar- landa, en þær eru frægar i fornum sögum. Á aðaltorgi Brima er stytta Rolands. Hún er mikil og skemmtileg. í mörgum borgum Mið-Evrópu eru Rolandsstyttur, en sú er mest, sem hér er i Brim- um, enda er hún talin fyrirmynd allra hinna. Upphaflega var Rolandsstyttan i Brimum úr tré, en hún brann i miklum eldi, þegar hluti borgar- innar brann. Þóttu það mikil ótið- indi, er styttan brann, þvi fólkið i borginni bar mikla virðingu fyrir Roland og leit á hann sem vernd- ara sinn. Siðan var stytta hans gerð af steini. í heimsstyrjöldinni siðar skemmdist hún i loftárás. Gömul kona, er ég hitti við stytt- una i sólskini einn góðviðrisdag, sagði mér, að þegar stytta Ro- lands var fallin i heimsstyrjöld- inni, hefðu Brimarbúar yfirleitt verið vonlausir um sigur Þjóð- verja. Svo var trúin á hinn mikla kappa og verndara borgarinnar sterk. Nú er stytta Rolands gerð úr steini og er hann mjög vigalegur, búinn skildi og með sverð við hlið. Mér finnst mikið til styttunnar koma, og mér finnst, að ég hafi hitt gamlan vin, þegar ég sá Ro- land þarna inni i stórborginni, þvi mikið dáðist ég að honum, þegar ég las sögur um hann unglingur. En i alvöru að tala, finnst mér öllu mennilegra að hafa fornan, þekktan kappa, er féll heiðarlega i frægum bardaga , sem verndara borgar, en einhvern guðsorða- snakk. Ekki er nú raunverulega hægt að kveða svo að orði, að Roland sé tengdur islenzkri sögu. En þó er hann þaö á vissan hátt eins og þegar er ljóst. En hitt er vist, að hann verður hér i sumar tákn is- lenzkra riddarasagna i minum hugarheimi, en þær hafa alltaf verið mér þekkur skáldskapur. Brimar koma fyrst við islenzka sögu i sambandi við kristindóm- inn. Eins og kunnugt er urðu kristin áhrif fyrst i raun i Norður- Þýzkalandi frá trlandi og Skot- landi. Sökum þess urðu önnur ein- kenni trúarinnar þar i landi, en varð vestar og sunnar i riki Karlamagnúsar. Brimar urðu höfuðaðsetur kristindómsins á þessum slóðum, og frá trúboðum þaðan úr borg barst kristin trú til Danmerkur, Sviþjóðar og að ein- hverju leyti til Noregs. Karlamagnús keisari var frjálslyndur i trúarlegum efnum eins og sönnum stjórnmálamanni bar að vera. Hann lofaði þegnum sinum að laga ýmislegt til i trúnni og jafnvel nota sumt af þvi, sem þeim var kærast úr fornum trúar- brögöum. Þetta hafði þau áhrif, að kristin trú varð talsvert frá- brugðin i Þýskalandi þvi,sem var i öðrum löndum. Þessi sérstaða varð einnig á íslandi og á rikar og fastar erfðir i menningu og hugsunarhætti beggja þjóðanna. Ekibiskupssetur i Brimum. Ár- ið 1056 var fyrsti islenzki biskup inn vigður þar i borg. Var það ls- leifur Gissuarson, sonur Gissurar hvita, er vann mest og ákveðnast að þvi, að kristni var lögtekin á íslandi. Þegar ég gekk hér um elzta hluta borgarinnar, þar sem hinar fornu kirkjur standa, fór ég að velta þvi fyrir mér, i hverri kirkjunni isleifur biskup hefur verið vigður. Ég fór i bókasafn og fór að athuga þar gamlar krónik- ur. Og niðurstaða min varð sú, að sennilega er hægt að vita, i hvaða kirkju hann var vigöur vegna sér- stakra atburða, er urðu um þetta leyti i Brimum. En það mál ætla ég ekki að ræða frekar nú. En biskupinn, sem vigði tsleif bisk- up, verður siðar i máli minu. Gissur biskup ísleifsson var einnig vigður i Brimum, árið 1082. Sennilegt er, að hann hafi komið með fersk áhrif Brimarkristni til Islands, þvi hann var mikill skör- ungur á biskupsstóli og kunni vel á stjórntaumum að halda. Hann var farmaður eða kaupmaður áð- ur en hann varð biskup. Er þvi mjög liklegt, að hann hafi kynnzt kaupmönnum frá Brimum i Noregi, þvi að getið er komu þeirra þangað talsvert áður. t gömlum annálum frá Brimum er þess getið, að árið 1016 kom kaup- maður úr Brimum þangað með við mjög sérkennilegan og dýran, er vikingar höfðu haft með sér frá Ameriku. Þetta dæmi sýnir tvennt: i fyrra lagi, að Brimar- kaupmenn voru þá farnir að sigla til Noregs, og i öðru lagi, að lik- legt er, að island hafi þá verið þekkt i Brimum, þvi þaö var is- lendingur eins og kunnugt er, sem fann Ameriku. Einn elzti, ef ekki langelzti sagnaritari i Norður-Evrópu,var i Brimum, Adam frá Brimum. llann ritaði annála, sem eru mjög merkir. Þar er islendinga getið meðal annars fyrir það undra- verða stjórnarfar, að hjá þeim er konungslaust. Eftir að Hansaborgirnar komu til sögunnar, urðu Brimar ein af þeim þekktustu. Ekki er getið um kaupmenn þaðan á islandi. En liklegt er, að þeir hal'i farið að sigla þangað, eftir að kapphlaup- ið hól'st á milli Englendinga og Hansakaupmanna á 15. öld. En á 16. öld er getið um Brima árið 1570, að sú borg komi næst á eftir Hamborg i siglingum til lslands. Seinni hluta 15. aldar var hér á landi þýzkur hirðstjóri i umboði dönsku stjórnarinnar, er Pining hét. Hann er alls ekki ómerkur i islenzkri sögu, þvi eftir hann eru dómar, réttara sagt kenndur við hann dómur, sem hefur talsverða þýðingu. Pining þessi hafði siglt til Grænlands og var ágætur siglingamaður og sjómaður. I klukknaspili hér rétt hjá aðal- torginu i Brimum, er sýnd mynd af þekktum siglingamönnum og flugmönnum, er fóru yfir Atlants- haf. Þar er mynd af Pining, og segir i skýringarbæklingi, er þarna er að fá, að hann hafi siglt til Ameriku á seinni hluta 15. ald- ar. Auðvitað er þetta rétt, þó hann hafi ekki farið nema til Græn- lands, en hitt má vel vera, að hann hafi farið alla leið til megin lands Ameriku. Pining var úr llildisheim i Þýzkalandi og hefur örugglega verið siglingamaður frá Brimum, enda er hann talinn þar i tölu merkustu manna borgarinnar. Ég var undrandi, er ég sá nafn hans þarna, en vissi strax, hver maðurinn var. Fáei nar sanngjarnar kröfur h NÖZUM Eins og nærri má geta er heimsmeistarakeppnin i skák mál málanna, fréttir frétt- anna og umræðuefni umræðu- efnanna. 1 stað þess að fjasa um tiðarfarið, efnahagsráð- stafanir rikisstjórnarinnar eða hreinlega að rægja náung- ann, þá getur nú öll þjóðin sameinazt um þetta eina um- ræðuefni og talandi um róg, sameinazt einnig um að áfell- ast áskorandann, R. Fischer Esq. Hlýtur það að vera gleði- efni hið mesta fyrir stjórn- málamennina, sem annars hafa það starf, að verða fyrir ónotum og skömmum — þeir fá þannig kærkomna hvild smástund. Við höfum öll heyrt um hin- ar ýmsu kröfur R. Fischer Esq. og vera má, aö sumum virðist sem nóg sé nú komið — og jafnvel þótt fyrr væri. Þessar kröfur og hugmynda- flugið, sem þær sýna, komu mér nokkuð á óvart, þar sem flestir, sem eitthvað hafa ritað um skáksnillinginn, hafa talið honum það fyrst og fremst til sérkenna, að hugsa ekki um neitt annað en skák — skák og aftur skák. A þvi sviði skortir hann ekki hugmyndaflug — en nú er sem sagt komið i ljós, að hann hefur hæfileika á fleiri sviðum. Nú getur svo farið, að R. Fischer Esq. verði of önnum kafinn til þess að upphugsa nýjar kröfur og þrautir að leggja fyrir stjórn Skáksam- bandsins — hann er nú einu sinni hér til þess að tefla i þessari heimsmeistarakeppni — og þessvegna taldi ég eftir atvikum rétt að benda honum á ýmislegt, sem bakað getur gestgjöfum hans smáfyrir höfn. Mér finnst t.d. sjálfsagt að hann krefjist þess áð fá ákveð- ið rúm sent hingað frá Ame- riku. Stóllinn er þegar kominn og var slikur ekki fyrir hendi hér á landi eins og vænta mátti. En ekki er rúmið siður nauðsynlegt fyrir stórmeist- ara en stóllinn — Verði þessari kröfu ekki sinnt, getur hann a.m.k. heimtað rúmdýnur, sem aðeins fást i Ameriku. Það var hárrétt hjá R. Fischer Esq að krefjast þess að fá annan bil til að leika sér á — hann getur hreint og beint ekki verið þekktur fyrir að aka á „pólskum Fiat” eins og venjulegur islenzkur launa- maður. En hversvegna ekki að heimta einkaflugvél — helzt einkaþotu til að leika sér á lika? Og krefjast þess að nýir flugvellir verði byggðir fyrir vélina þegar i stað? Þá finnst mér ekki nema sanngjarnt að hann krefjist þess að flytja á annað hótel — og raunar ekki nema eðlilegt að hann fái ibúðir á öllum hótelum borgarinnar. Geti hótelin ekki boðið upp á fbúðir, verður bara aö útbúa þær strax — allar verða þær að hafa rétt rúm — og svo má Spasski ekki búa þar líka. Ein- býlishúsin og einkaibúðirnar þurfa að sjálfsögðu að vera einnig fyrir hendi. Þegar búið er að uppfylla þessi skilyrði, þykir mér eftir atvikum sanngjarnt að hann heimti þyrlu til þess að flytja sig milli þessara hibýla —- út- búnir séu þyrluvellir á viðeig- andi stöðum og einnig á þak- inu á Laugardalshöllinni. Það nær hreint engri átt að setja ekki út á mataræðið. Þær heimildir, sem ég hefi lesið um snillinginn, geta þess að aðalfæða hans séu Ham- borgarar. Það er ekki nema sanngjarnt að hingað sé flogið reglulega með rétta tegund af hamborgurum — beint frá USA. Siðan verður Skáksam- bandið að sjá um að hann sé látinn afskiptalaus af blaða- mönnúm — en engu að siður verður að sjá um að þeir skrifi um hann i blöð sin — og þau skrif verða alveg skilyrðis- laust að vera lofsamleg — annars — já — annars á hann bara að fara i fýlu. Úr þvi að kröfu hans um hundraðshluta af aðgangseyri var ekki sinnt — er náttúrlega sjálfsagt að krefjast þess að enginn fái að horfa á — nema þeir, sem vilja kúrast niður i kjallara i Laugardalshöllinni og fylgjast með sjónvarpinu. Og svo á að banna áhorfend- um að klappa i leikslok — og það er grundvallarkrafa, þeg- Spasski vinnur. Að lokum þykir mér eðlilegt að R. Fischer Esq. krefjist þess alveg skilyrðislaust, að stjórn Skáksambandsins sjá'i um að hann verði langtum vinsælli og njóti meiri hylli bæði hjá konum og körlum en Spasski — og öllum, sem sjái hann — hvort heldur er við skákborðið eða annarsstaðar — verði fyrirskipað að hrópa: We love you — Bobby boy: Páll Heiðar Jónsson. P.S. Það er hörmulegt að R. Fischer Esq. skuli ekki hafa krafizt þess að islenzk stúlka sé fyrir hendi i hinum ýmsu hibýlum — og þjóni honum þar til borðs og — ??????—. Slikt hefði áreiðanlega ekki valdið Skáksambandinu jafnmiklum heilabrotum og erfiðleikum og ýmsar aðrar kröfur snillings- ins. PHJ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.