Tíminn - 16.07.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 16.07.1972, Blaðsíða 8
8 Rafmagnstækni- fræðingur Óskum eftir að ráða rafmagnstæknifræð- ing til starfa i tæknideild vorri við Áliðju- verið i Straumsvik. Starfið verður ráðgjafastarf við rekstur viðhalds- og viðgerðadeilda, hönnun breytinga og nýsmiði, greiningu bilanaor- saka, áætlanagerð o.fl. Ráðning strax eða eftir samkomulagi. Þeim, sem eiga eldri umsóknir hjá fyrir- tækinu er bent á að hafa samband við starfsmannastjóra. Umsóknaeyðublöð fást hjá bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar, Austurstræti, Reykjavik og bókabúð Olivers Steins, Hafnarfirði. Umsóknir óskast sendar eigi síðar en 31. júli 1972 i pósthóif 244, Hafnarfirði. ÍSLENZKA ÁLFÉLAGIÐ H.F. STRAUMSVÍK VOLVO EIGENDUR Verkstæði okkar verður lokað vegna sumarleyfa dagana 17.-30. júli að báðum dögum meðtöldum. VELTIR H.F. Lofum PGIVIi 80818 ÚTS/ hefst á morgun VLA - mánudag Kjólajersey tvibreitt kr. 399.00 Sumarkjólaefni kr. 199.00 Ullarefni tvibreið kr. 399.00 Samkvæmiskjólaefni kr. 299.00 Prjónasilki tvibreið kr. 299.00 Ullarkápuefni kr. 399.00 Kápupoplin 160 cm. kr. 399.00 flllt að 75% afsláttur - geri aðrir betur Markaðurinn HAFNARSTRÆH 11 TÍMINN Sunnudagur 16. júll 1972 $ SAMBAND ÍSL. SAMVINNUFÉLAGA g::ða RETKT MEDISTERPTLSA NÆRINGARGILDI I 1C0G Eggjahvítuefni 9g Fita 25g Kolvetni 5g Hitaeiningar i 100g - 280 HRAEFNI Kálfakjöt Kindakjöt Svinakjöt Kartöflumjöl Krydd $ SAMBAND ÍSL. SAMVINNUFÉLAGA Fyrstu vörutegundirnar með itarlegum vörumerkingum komnar á markað hér á landi Frá BSRB Stjórnarfundur B.S.R.B. 12. júli 1972 gerði eftirfarandi samþykkt vegna efnahagsráðstafana rikis- stjórnarinnar: „Stjórn B.S.R.B. vekur enn at- hygli á nauðsyn þess, að stjórn- völdhafi samráð og samvinnu við heildarsamtök launþega, þegar leitað er úrlausnar i vandamálum á sviði efnahagslifs. Hugmyndir um núverandi ráðstafanir voru ekki sýndar B.S.R.B. eins og öðr- um stéttarsamtökum. Bandalagið itrekar marg- endurtekin mótmæli við þvi, að kaupgjáldssa.nningum aðila á vinnumarkaðinum sé breytt með lögum i stað samninga. Launþegar þurfa að vera mjög á verði varðandi breytingar á visitölugreiðslum. Visitalan er verðmælir, sem þarf jafnan að vera sem réttastur og kaup- greiðslur samkvæmt visitölu eiga að tryggja það, að umsamin launakjör skerðist ekki. Ráðstafanir þær, sem nú hafa verið gerðar eru aðeins til bráða- birgða og þvi ekki lausn á efna- hagsvanda þeim, sem að steðjar m.a. vegna nýgerðrar hækkunar á álagningu i smásölu, sem ákveðnar voru gegn vilja fulltrúa launþega i verðlagsnefnd. Stjórn B.S.R.B. leggur sem áð- ur áherzlu á, að nýjar leiðir verði reyndar i efnahagsmálum og vis- ar til fyrri ályktana á vegum bandalagsins i þeim efnum.” SJ—Reykjavik Fyrstu matvörurnar með itar- legum vörumerkingum eru nú komnar á markað hér á Iandi. Kjötvinnslustöð SIS á Kirkju- sandi hefur hafið framleiðslu á tveim pylsutegundum, og á um- búðunum er miði, þar sem greint er frá hráefni þeirra, næringar- gildi og fjölda hitaeininga i 100 gr. Ætlunin er að 'allar framleiðslu- vörur Kjötvinnslustöðvar SIS verði merktar á þennan hátt i framtiðinni; unnar kjötvörur, niðursuðuvörur, majones og sa- löt. Vörumerkingarnar nýju voru unnar hjá sameiginlegu tilrauna- eldhúsi Osta og smjörsölunnar og Sambandsins og rannsóknarstofu Búvörudeildar SÍS. Reglum nor- rænu vörumerkinganefndarinnar var fylgt um gerð þeirra. Pylsutegundirnar, sem merkt- ar eru á þennan hátt eru ný fram- leiðsluvara. Þær eru Dalapylsa og reykt medisterpylsa. Fást þær i flestum matvöruverzlunum, m.a. hjá Kron og Silla og Valda. Kjötvinnslustöðin er einnig að hefja framleiðslu á majonesi, sem inniheldur minna magn hita- eininga en slik vara almennt, ennfremur á niðursuðuvörum. Kjötvinnslustöð SÍS er fyrsta fyrirtækið hér á landi, sem lætur itarlegar vörumerkingar fylgja framleiðslu sinni. Húsgagna- framleiðendur hafa áður riðið á vaðið, en þar er þó fremur um gæðastimpil að ræða en nákvæm- ar upplýsingar um vörurnar. 1 Heyskapur Eyfirðinga ED — Akureyri. Kafgras er hvarvetna i héraðinu, en þó að bjartviðri hafi verið siðustu daga, er sá hængur á, að skúrir hafa alla daga dottið niður hér og þar. Af þessum sökum hefur heyskapur ekki gengið sem skyldi. En með þvi að súgþurrkun er á hverjum bæ, geta menn hirt heyið, þótt það sé ekki fullþurrt, og meðan votviðrin héldust, settu margir það i votheysverkun, er slegið var. 216 milljón ökutæki EB—Reykjavik; Samkvæmt fréttabréfi frá Um- ferðarráði eru nú skráð i heiminum 216 millj. ökutæki, fimm sinnum fleiri en 1938. Aætlað er, að 1985 verði tala skráðra ökutækja komin. upp i 285 millj. Af þessum 216 millj. eru 110 millj. i Bandarikjunum, 70 millj. iEvrópu og 4millj. i Afriku. Vinnuvélar TIL SÖLU Eigum til afgreiðslu nú þegar ný-innfluttar vinnuvélar — m.a. Br0yt X2 með gröfuarmi árgerð 1967 International jarðýta TD 8 árgerð 1967 Caterpillar 933 F skófla 1 1/2 cibic yard Chaseside SL 3000 4x4 skófla 3 1/2 cubic yard/225 ha vél árgerð 1965 MF 50 traktorsgrafa árgerð 1970 Eigum á lager: Skóflur á Bró’yt-gröfur, hjólbarða 1100x20, 12- 16 strigalaga, nylon og 750x16, 6 strigalaga, nylon Varahlutir fyrir flestar tegundir vinnuvéla. Hörður Gunnarsson HEILDVERZLUN Skúlatúni 6 — Simi 35055

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.