Tíminn - 16.07.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 16.07.1972, Blaðsíða 9
Sunnudagur 16. júli 1972 TÍMINN 9 ' JT. f A " * " ' r J, 3 *■' : lir S I" !! *' * Menningarlegur hani Ibúar þorpsins A1 Munecar á Suður-Spáni eru geínir fyrir aö fá sér einn litinn, að minnsta kosti annað slagið. Hið sama gerir haninn Pepe, sem er bú- settur á bar einum i þorpinu. Pepe fær sér gjarnan einn björ i morgunsárið, en er siðan bindindishani til kvölds. Þá taka gestir að streyma á barinn og bjóða Pepu upp á allt það vin, sem hann fýsir að drekka. En það sem verra er; Pepe er farinn að reykja lika. Einhver kveikir i fyrir hann og stingur siðan vindlingnum i gogg hans. Eigandi Pepes kveðst hafa fengið aragrúa tilboða i þennan einstaka menningarfugl, en upphæðirnar eru ekkert svim- andi. ^ Tafla og krít á salernin Akveðið hefur verið, að koma fyrirstórri töflu og heilmiklu af krit á almennings-kvennakló- setti i bænum Wonthaggi i Astraliu. Astæðan er sú, að þar hefur orðið að kosta til 500 áströlskum dollurum i að mála og laga veggi og loft og hreinsa burtu dónalegar teikningar og alls konar krass, en kvenfólk; það sem notar salerni þessi verðist vera haldið einstaklega mikilli krasslöngun. Yfirvöld vona, að eftir aö taflan er komin á salernin megi gera ráð fyrir, að konurnar, sem þangað komi láti sér nægja að prýða hana með teikningum sinum og skrif- finnsku. Hefur slöngu félaga Kannski eiga einhverjir ts- lendingar sem leggja leið sina til Kaupmannahafnar og fara á Dyrehavsbakkann eftir að sjá þessa þrenningu. Stúlkan heitir Guðrún, þó sennilega sé hún ekki islenzk. Hún hefur það að starfa að fækka fötum á skemmtistað einum á bakkanum, en að leikfélaga hefur hún slönguna, sem hefur vafið sig hér um háls hennar, og sömuleiðis um háls dansks gamanleikara, sem einnig skemmtir á sama skemmtistað. Ekki er karlinn neitt sérlega hrifinn af slöngunni, en Guðrún er greinilega hin rólegasta, enda vön atlotum slöngunnar. Stjúpan og stjúp- dóttirin Þær eru farnar að kunna vel við hvor aðra Jackie Onassis og stjúpdóttir hennar Christina, sem er 21 árs gömul, búin að skilja við fyrsta manninn sinn, og aftur komin heim til föður sins og stjúpmóður. Þær fara gjarnan út að skemmta sér á kvöldin og sækja nætur- klúbbana stift, að þvi er sagt er. Christina hlær hér mikinn og lætur skina i hvitar og sterkleg- ar tennurnar. Hún er greinilega búin að ná sér aftur eftir tauga- striðið og taugaveiklunina i hjónabandinu. 1 I' 'í . ilil H, „ jt lif » S* J • ■ 0I ....|# d " DENNI_____ DÆMALAUSl! ,,Ef hann væri kráka, þá væri ég nú ekki hræddur viö hann, en.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.