Tíminn - 16.07.1972, Blaðsíða 12

Tíminn - 16.07.1972, Blaðsíða 12
12L TÍMINN Sunnudagur 16. júli 1972 SÉHA BJÖRN O. BJÖRNSSON — skegglaus er hann ekki vitund likur Hemingway. forgörðum hreiður, sem maríuerla hafði gert sér við kirkjuburstina. bessi maður var Andrés Eyjólfsson i Siðu- múla. Sjálfa kirkjuna var búið að reisa, en turninn vantaði á hana. Um vorið þegar það skyldi gert, uppgötvaöist hreiður maríuerlunnar. And- rés var fljótur til úrskurðar: Þaö kom ekki til mála, að viö neinu væri hreyft á meðan það gat verið búskap meriuerl- unnar til baga. Það var turni æðra, að hún nyti friðhelgi og kæmi ungum sinum farsæl- lega á flug. Hún var fugl i full- um, órjúfanlegum griðum. Þess eru reyndar líka mörg dæmi, þótt ekki séu tilgreind hér, aö hólmar eru skildir eftir við plægingu, af þvi að fuglar eiga sér þar hreiður, og eink- um mun oft koma fyrir við skurðagerð, að vikið er frá fyrirætlunum vegna fugla á hreiðri — sveigt frá fyrir- hugaðri stefnu skurða og þar fram eftir götunum. Má þar nefna, að fyrir fáum árum áttu jaðrakanar hreiður fast við skurð, er grafinn var gegn- um mýri i Bæjarsveit. Þar mátti hliðra til með þvi móti að setja allan ruðninginn upp á hinn bakkann. öllum til ánægju, er við þetta voru riðn- ir, komu jaðrakanarnir ung- um sinum upp. Guð og allar vættir landsins hljóta að meta svona hugul- semi, ekki siður en það, sem hrafninum er gott gert. En einkum og sér i lagi ber verkið sjálft i sér það endurgjald, sem er meira en þess virði, er til er kostað: Sem sé hugar- yndi og þolanlega samvizku. Gagnorðar mannlýsingar, Hemingway í Reykjavík, hreiður við kirkjuburst Sumum mönnum finnst þeir hafa' himin höndum tekið, ef þeir eignast fiðrildi, kuðung eða stein, sem gerir safnið þeirra fjölskrúðugra og fyllra. Aðrir fara mjúkum og ástúð- Iegum höndum um gamlar og fágætar bækur, líkt og þeir strjúki kinn elskaðrar unn- ustu. Mér þykir ósköp gott, þegar mér er miðlað efni, sem á heima i þessum þætti, eða bent á hugsanlegan efnivið. Svona eru áhugamái mann- anna margvisleg — og þó miklu fjölþættari en sagt verð- ur I þeim orðum, sem hér rúmast. En þetta verður að nægja sem inngangur að þvi, sem á borð verður borið þennan dag- inn. Um athyglisgáfu og gagnorða frásögn Alkunn er frásögn Laxdælu- höfundar af þvi, er Þorgils Hölluson fór að Helga Harð- beinssyni og leyndist með flokk sinn i grennd við seliö i Sarpi i Skorradal.Smalamað- ur Helga sá, hvar þeir vestan- mennirnir sátu að dögurði i skóginum og lýsti hverjum einum nákvæmlega fyrir hús- bónda sínum. Undir lok heimsstyrjaldar- innar siðari skrifaði Kristleif- ur Þorsteinsson á Stóra- Kroppi, þá nálægt niræðu, lýs- ingu á kirkjudegi i Reykholti á árunum kringum 1870. Sagði hann, hvar hver og einn hafði sæti i kirkjunni og lýsti þeim að ásýnd og klæðaburði eins og smalamaðurinn I Laxdælu, og sagði auk þess skil á lyndis- einkunn þeirra, að minnsta kosti sumra hverra. Að undanförnu hefur margt verið rætt um skákeinvigið, sem hér loks hófst eftir langt þóf og leiðindaþref. Um þaö hafa verið fundir miklir og strangir, þar sem bæði koma við sögu heimsfrægir menn út- lendir og forystumenn islenzk- ir i skákiþróttinni. Skyldi ein- hver ungur maður, sem sat álengdar, vera gæddur þeirri athyglisgáfu og svo traustu minni, að hann geti farið i þessa slóð, rakið hvar hver sat og lýst honum á glöggan og eftirminnilegan hátt að ára- tugum liðnum? Hver veit? Það komast þeir að raun um, sem ofan moldar verða á 21. öldinni. Hemingway endurbor- inn i nokkra daga Sú var tiðin, að Ernest Hemingway var á hvers manns vörum. Andlit hans kom fólki næsta kunnuglega fyrir sjónir, þvi að oft og viða birtust af honum myndir. Nú hefur maður um skeið lifað statt og stöðugt i þeirri trú, að hann væri dauður og dottinn upp fyrir (nema hvað verk hans lifa náttúrlega — þaö kæmi hundur i skáldin, ef litið væri fram hjá þvi). Svikult minni segir, að hann hafi geispað golunni fyrir tiu til tólf árum. ANDRÉS EYJÓLFSSON — Siöumúlabóndinn, sem frestaði turnbyggingunni. Þess vegna kann einhverj- um að hafa brugðið hálfvegis i brún, þegar hann snarast ljós- lifandi inn um dyr i Reykjavfk með snöggklippt skeggið, ná- kvæmlega eins og við sáum hann á myndunum i blöðunum hér á árunum. Og svo kynnir sig — á islenzku: Má ég nefna nafn mitt — Ernest Heming- way. Þá fór ég nú fyrst að klóra mér i höfðinu. En biðum við: Við nána að- gæzlu kom i ljós, að bak við Hemingway-skeggið leyndist séra Björn 0. Björnsson, sem gerði sér það til gamans að kynna sig á þennan veg eftir siendurtekin ummæli kunn- ingjanna, sem ekki komast hjá að sjá, hversu nauðalfkir mennirnir eru. En avi, avi! Þegar ljós- myndarinn var búinn að setja úrvalsfilmu i myndavélina sina núna einn daginn i vik- unni og ætlaði að mynda hinn endurborna Hemingway, svo að allir mættu sjá, að þetta, sem hér hefur verið sagt, er ekki bara spaug, þá var séra Björn sléttrakaður. Svona er að bregða ekki nógu fljótt viö: Hann haföi rakað sig daginn áður, þvi að hann hafði komizt að raun um, að það er dálitiö þreytandi tií lengdar að láta alla hafa orð á hinu sama, hvenær sem kunn- ingja er mætt, auk allra hinna, sem sneru sér við á götunni til þess að stara á manninn. Og þó að gaman geti verið að sliku svona snöggvast, þá er það ekki skemmtilegt til lang- frama. Þess vegna er það lika, að margir verða þreyttir á frægöinni, enda þótt þeir hafi i eina tið keppt eftir henni. Mariuerluhreiðrið og kirkjuturninn i Siðumúla Fornt máltak segir, að guð borgi fyrir hrafninn, og það er gömul og gróin trú, að þeim hefnist, er niðast á þeim, sem ekki fá vörnum við komið, hvort heldur það eru menn eða dýr, sem verða fyrir barðinu á þeim. Að leika grátt við minni mátt er að minnsta kosti órækt merki um ógiftusamlegan farm manna i sinni andlegu lest. Sem betur fer hafa margir tileinkað sér næma, rótgróna tillitssemi við það, sem lifir og hrærist i kringum þá, og slfkir menn horfa ekki i það, þótt slik tillitssemi valdi þvi, að þeir verða að vikja frá fyrir- ætlunum sinum eða breyta þeim, sér til baga og kostnaðarauka á stundum. Björn rithöfundur Blöndal i Laugarholti er um þessar mundiraðlesa bók sina, Ham- ingjudaga, i útvarpið. Þar sagði á dögunum frá kirkju- bónda i Borgarfirði, sem hætti við að reisa turn á kirkjuna sökum þess, að þá hefði farið KRISTLEIFUR ÞORSTEINSSON — hver verður jafnlangminnug- ur og hann árið 2040? !$SAugiysingadeild Hittumst í kaupféíagínu MEÐ VEIZLU í FARANGRINUM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.