Tíminn - 16.07.1972, Blaðsíða 13

Tíminn - 16.07.1972, Blaðsíða 13
Sunnudagur 16. júH 1972 TÍMINN 13 Hvað keypti hann afi þinn af bankabyggi, kaffi, kandís, brennivíni og rjóli? Þetta er Pétursborg — húsiö, sem geymir hagsöguna húnvetnsku miili þils og veggjar istafni sinum. Pétursborg á Blönduósi er myndarlegt hús, sem ber árin vel, þó að þau séu orðin niutiu. Þangað var horft með lotningu hér fyrr á timum, þegar það var háborg Höpfnersverzlunar og hafði þó ekki enn fengið hiö virðulega nafn, er það nú ber. En aidrei hefur það samt verið á jafnmargra vörum og þennan siöasta sólarhring. Þvl veldur greinin, sem birtist i gær i Tim- anum, um þá fjársjóði sögu- legra heimilda, er það geymir bak við þiljur sinar — og hefur geymt alveg undravel nú hátt i hálfa öld. Nú eru verzlunarbækurnar umræddu komnar i umsjá Tim- ans, og eru þær frá ýmsum ár- um fyrir og eftir aldamót — hin elzta frá 1882, hin yngsta frá 1913. Sumt af þeim hefur heyrt til Höpfnersverzlun i Höfða- kaupstaö, annað Blönduósverzl- un, og viröist liggja i augum uppi, aö i vörzlum Evalds Hemmerts hafi að siðustu verið allar verzlunarbækur og verzl- unarskjöl, sem til voru um hans daga úr eigu verzlana Höpfners úr kaupstöðunum báðum við austahveröan Húnaflóa. Sumir hafa látið i ljós hneykslun á meðferð hans á þessum bókum áður en lauk. Við skulum þó stilla hneykslun okkar i hóf meðan þeir, sem nú eru uppi, hirða ekki um að bjarga svona heimildum, og enn eru jafnvel gamlar verzlunar- bækur, sem þó eru tiltölulega aðgengilegar, látnar liggja und- ir skemmdum hér og þar á land- inu. En auk þess er eins að gæta: Evald Hemmert mun hafa litið á það sem trúnaðar- mál, er i þessum bókum mátti lesa. Viðhorf verzlunarstjórans var svipað viðhorfi skattstjór- ans, svo að einhver embættis- maöur nútiöar sé nefndur: Cviökomandi menn máttu ekki hnýsast i þær og fá þaðan vit- neskju um efnahag viðskipta- mannanna. Það hefur sjálfsagt verið meðal annars þess vegna, sem hann lét sökkva þvi i brunninn, er afgangs var, þegar þykkustu bækurnar höfðu verið negldar fastar milli þils og veggjar i Pétursborg, en á hinn bóginn mun hann hafa litið svo á, að bækurnar, sem i húsiö fóru, væru þar tryggilega fólgnar. Um það skal ekki fjölyrt hér, hvilikt heimildargildi þessar bækur hafa. En vekja má athygli á þvi, að þær hafa einnig talsvert fróöleiksgildi fyrir þá, sem hlut aö eiga að máli. Þar má til dæmis sjá, að alkunn- ir sparsemdarmenn hafa leyft sér sitt af hverju þegar þeir voru um tvitugt, og barnmargur sjómaöur hafur jafnað reikning fjórtán ára gamallar tilhalds- dóttur með tuttugu og átta krón- um eitt áriö, þegar pundiö i gær- unum var fjörutiu og fimm aur- ar og rjúpan seldist á tuttugu og fimm aura. Búlaus afi og lang- afi fjölda fólks hefur haft svo mikil viðskipti, að reikningur hans fyllir einar f jórar siöur eitt árið. Og þannig áfram. Þeir eru þarna skráðir með viöskipti sin, hver af öðrum, gömlu mennirn- ir: Sigvaldi á Skeggsstöðum, ögmundur á Fjalli, Páll I Réttarholti, Skúli á Mallandi, Ingimundur á Tungubakka, Sölvi á Lækjarbakka, GIsli á Sviðningi, Danival á Úlfagili, Hermann á Þingeyrum og meira að segja „bankdirektör” Tryggvi Gunnarsson. Og vilji einhver vita, hvað þurft hefur af efnivið i „det lille Hus paa Læk ved Fru F.H.” áriö 1901, þá er þaö allt nákvæmlega taliö meö tilgreindu verði. Og svona mætti lengi telja, þó aö hér veröi látiö staöar numið. — J.H. AÖeins ektavara Yoghurtúríslenzkn mjólkog syKraÖir ávextirútí. Ekkert gerfibragöefiii, engin litarefiii! AÖeins ektavara. AUGLÝSINGASTOFA KRISTlNAR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.