Tíminn - 16.07.1972, Blaðsíða 17

Tíminn - 16.07.1972, Blaðsíða 17
Sunnudagur 16. júli 1972 TÍMINN 17 Umsjón Alfreð Þorsteinsson Her á myndinni sést hluti af verðlaunastyttum og bikurum, sem Real Madrid hefur unnið til eignar á dögum félagsins. Það skal tekið fram, að Real Madrid hefur ekki unnið alla þessa gripi fyrir knattspyrnu. Félagið á bezta körfuknattleikslið Evrópu og eru verðlaunagripir knattspyrnu og körfuknattleiksliðanna geymdir i þessum sal. (Tímamynd) „Þeir knnna að leika knattspjrnn” Real Madrkl ; Hvað gera gömlu ■ j leikmennirnir í dag?; á Til gamans ætlum við aðá ■segja.hvað leikmennirnir, sem" 5 léku með Reai Madrid á gull-J Járunum gera i dag ■ ■ ■ ■ Dominguez: ■ á Hann er þjálfari iá ■Argentinu. ■ áMunoz: Aðstoðarþjálfari hjál ■Real Madrid ]J Isantamaria: Þjálfar ungua ■knattspyrnumennina hjá Real" áMadrid. I ■ Del Sol: Leikur með Juventus ■ jTurin. I ■ Di Stefano:Er þjálfari hjá FC* áElche. á ■ Puskas: Þjálfari i Ungverja-* álandi. I ■ Gento: Leikur enn með Real“ jMadrid. I ■ Rial: Þjálfari i Pontevedra." I Kopa: Hóteleigandi i Reims iá ■ Frakklandi. ■ ■ ■ Hér á myndinni sést hitt heimsfræga sóknartrló Real Madrid. Frakkinn Kopa, Ungverjinn Puskas og Argentlnumaðurinn Di Stefano. Tveir þeirra siðarnefndu, gerðust spánskir rlkisborgarar og léku með spánska landsliðinu I knattspyrnu um tima. (Tlmamynd) Madrid vann leikinn 2:0. Mörk liðsins skoruðu Di Stefano og Mateos. Liðið var þannig skipað I leiknum: Dominguez, Marqutos, Zarraga, Santisteban, Santamar- ia. Ruiz, Kopa Mateos, Di Stef- ano, Rial og Gento. 1958 skeði merkur atburöur I sögu Real Madrid. Ungverski knattspyrnusnillingurinn Puskas, sem var talinn dauður, skaut skyndilega upp kollinum á Spáni og byrjaði að leika með Real Madrid. Puskas hafði þá ieikið 84 landsleiki fyrir Ungverjaland og skorað i þeim 85 mörk. Hann flúði Ungverjaland eftir uppreisnina 1956. Puskas lýsir þessum atburði þannig: „Kvöld nokkurt árið 1958 hringir sími minn. Ég var fremur tregur til að anza, en gerði það loks og var mjög uriUrandi að heyra að það var Emil Oster- reicher sem hringdi' Kvaöst hann vera að leita min ásamt Ramon Saporte (fjárhagslegum fram- kvæmdastjóra Real Madrid) að skipan D. Santiago Bernedeu (stjórnarformanni Real Madrid) og var erindi þeirra við mig, að fá mig til að leika meö Real Madrid. Imyndið ykkur! Allt þetta var ákveðið með aðeins tveggja minútna simtali”. Þannig gerðist það að Puskas, sem þá hafði farið huldu höfði á annað ár gerði samning við fé- lagslið, sem var bezta félagslið Evrópu og heimsins. Þar kynntist hann mörgum stjörnuleikmönn- um, eins og Kopa, Rial, Del Sol, Di Stefano og Gento, að ógleymd- um Santamaria. Siðan áttu þessir leikmenn, eftir að mynda beztu framlinu, sem nokkru sinni hefur leikiðsaman. Þegar Di Stefano og Puskas léku saman, var sam- vinna þeirra ótrúlega nákvæm og svo frábær, að oftast var sem þeir stjórnuðust af sama heila. Þegar talað er um þá Di Stef- ano (hann byrjaði að leika sem atvinnuknattspyrnumaður, að- eins 14 ára gamall i heimalandi sinu Argentinu og lék hjá Real Madrid i 12 ár) og Puskas (sem lék með Real Madrid 372 leiki og skoraði i þeim 324 mörk, flest með hinum fræga vinstra fæti), þá kemur efst i huga manna úrslita- leikurinn i Evrópukeppninni i Glasgow 18.mai 1960, þegar Real Madrid sigraði Eintracht Frank- furt 7:3 og skoruðu Di Stefano (4 mörk) og Puskas (3 mörk), öll mörk Real Madrid i leiknum. Og hvilik knattspyrna, sem liðið lék þá. Liðið;Sem lék þá, var skipað þessum leikmönnum: Dominqu- ez, Marquitos, Pachin, Vidal, Santamaria, Zarraga, Canario, Del Sol, Di Stefano, Puskas og Gento. Fyrsta liðið,sem varð til þes's að slá Real Madrid út úr Evrópu- keppninni, var annað spánskt lið, Barselona, en það sigraði Real Madrid I keppninni 1960—1 og komst i úrslit, en tapaði fyrir Benfica, sem þá var að koma upp með geysi sterkt lið. Real Madrid komst svo aftur i úrslit i Evrópu- keppninni 1962, en tapaði þá fyrir Benfica 3:5 i Amsterdam 2. mai. 27. mai 1964 tapar liðið svo aftur I úrslitum, gegn Inter Milan 1:3 I Vin. A þessum árum léku margir heimsfrægir leikmenn með Real Madrid, t.d. Didi sem varð Heimsmeistari I knattspyrnu með Brasiliu 1958 og 1962. Real Madrid varð svo Evrópu- meistari meistaraliða i keppninni 1965—66, þegar liðið sigraði Partizan i úrslitaleik 11. mai i Brussel 2:1. Manchester Utd. sló svo Real Madrid út úr keppninni 1967—68, þegar liðið sigraði Real Framhald á bls; 23 - sagði einn áhorfandinn, sem sá bezta félagslið í heimi, Real Madrid, sigra Eintracht Frankfnrt 7:3 í úrslitaleik Evrópukeppni meistaraliða 1960. i tilefni þess, að spánska liðið RealMadrid, er væntanlegt hing- að til landsins, til að leika gegn Keflavlk i Evrópukeppni meist- araliða, ætlum við að draga upp úr pokahorninu það litríkasta, sem hið heimsfræga lið Real Madrid hefur að geyma. Eins og flestir vita, þá er félagið það frægasta i heimi og hefur félagið að geyma sögu um marga fræga knattspyrnusnillinga, fyrr og síð- ar. Við skulum ekki hafa þennan formála lengri, heldur snúa okkur strax að hinum frábæra kafla fé- lagsins, þegar það var ósigrandi i Evrópukeppni meistaraliða. Real Madrid varð fyrst heims- frægt sem knattspyrnulið 1955—56, en þá vann liðið fyrstu Evrópukeppnina, sem fór fram i knattspyrnu, milli félagsliða. Frakkinn Gabriel Hanot og Parisarblaðið L’Equipe, sem hann átti, kom keppninni á, Fyrsti úrslitaleikurinn fór þvi að sjálfsögðu fram i Paris og var leikinn 13. júni 1956. Franska liðið Stade Reims, mætti Real Madrid i fyrsta úrslitaleiknum, sem var æsi spennandi frá upphafi til enda. Reims tók forustuna fljót- lega i leiknum og staðan var orðin 2:0. En þá tók Real Madrid að sýna frábæra knattspyrnu og Argentinumennirnir i liðinu, Di Stefanoog Rial, tókst að jafna 2:2 fyrir leikshlé. Reims tók aftur forustuna i siðari hálfleik 3:2. Marquitos jafnar fyrir Real Madrid og Rial, skoraði sigur- markið 11. min. fyrir leikslok og þar með var frægðarferill félags- ins hafinn. Lið Real Madrid, var skipað þessum leikmönnum i leikqúm: Alonso, Lesmes, Mun oz, Marquitos, Zarraga, Josieto, Marshal, Di Stefano, Rial og Gento. Beztur i liði Reims var Kopa, sem á eftir að koma við sögu hjá Real Madrid. 30. mai 1957, leikur svo Real Madrid aftur til úrslita i Evrópu- keppn i meistaraliða. Sá leikur fór fram i Madrid og lék Real Madrid gegn Fiorentina, itölsku liði. Real Madrid vann þann leik2:0 og voru bæði mörkin skoruð i siðari hálf- leik. Þau gerðu Di Stefano (viti) og Gento. Lið Real Madrid var skipað eftirtöldum leikmönnum: Alonso, Torres, Lesmes, Munoz, Marquitos, Zarraga, Kopa, Mate- os, Di Stefano, Rial og Gento. Eins og sjá má, þá er Kopa, sem lék með Reims gegn Real Madrid i fyrsta úrslitaleiknum, kominn i lið Real Madrid og sýnir það hvað forráðamenn Real Madrid voru fljótir að koma auga á leikmenn, sem höfðu yfir miklum knatt- spyrnuhæfileikum 'að ráða. Real Madrid voru mættir til Brussel 28. mai 1958, til að leika i þriðja sinn til úrslita i Evrópu- keppni meistaraliða. Mótherjar þeirra þá var italska liðið A. C. Milan. Leikur liðanna var einhver allra skemmtilegasti og mest spennandi leikur,sem hefur farið fram i Evrópukeppninni. Staðan i hálfleik var 0:0, en I siðari hálf- leik tókst báðum liðunum að skora tvö mörk og þurfti þvi að framlengja leikinn. Á 107. min skoraði svo Gento, sigurmarkið fyrir Real Madrid. Liðið flaggaði nýrristjörnu fram i leiknum, var það hinn frábæri „half back” Santamaria. Annars var liðið þannig skipað: Alonso, Atienza. Lesmes, Santisteban, Santamar- ia, Zarraga, Kopa, Joseito, Di Stefano, Rial og Gento. 2. júni i Stuttgart, var Real Madrid mætt i fjórða sinn til að leika úrlsitaleikinn,mótherjar þeirra þar voru gömlu kunn- ingjarnir frönsku, Reims. Real Á myndinni sést þegar Di Stefano skorar annað mark Real Madrid gegn Eintracht Frankfurt, á Hampden Park í Glasgow 1960. Leikar stóðu 1:1 þegar hann gerðiþetta mark, eftir sendingu frá Puskas. (Tlmamynd)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.