Tíminn - 16.07.1972, Blaðsíða 18

Tíminn - 16.07.1972, Blaðsíða 18
18 TÍMINN Sunnudagur 16. júli 1972 TÍMINN Á SELTJARNARNESI TÍMINN Á SELTJARNARNESI TÍMINN Á SEL ■ Nú draga þeir tæpast lengur marhnút í drenginn sinn, karlarnir á Seltjarnarnesinu limÍÍSSpíí? Kiíli tilhcyrfti áftur Seltjarnarncshrcppi, cn er nú i Kcykjavik Mýrarhús cru nú nær unikringd nýjuin cinhýlishúsuin. BÆNDUR athugið Okkar velþekktu einfasa súgþurrkunar mótorar í stærðunum 5 - 7,5 - 10 og 13 hö. eru nú til á lager. Sölu annast Véladeild Sambandsins, sími 38900, Reykjavík. Gerið pantanir yðar sem allra fyrst. JÖTUnn HP HRinGBRAUT 110, REVKJAVÍK, JÍmi 17060 Augjýs endur Ath. að auglýsingar þurfa að berast eigi siðar en kl. 2 daginn áfturen þær eiga að birtast. Þeir, sem óska eftir aðstoð við auglýsingagerð þurfa að koma með texta með 2ja daga fyrirvara. ■ Auglýsingastofa Timans er i Bankastræti 7 Simar 19523 og 18300 í næsta nágrenni Reykjavikur er Seltjarnarnesið, „litið og lágt”. Þar búa nú um 2.500 manns, sem ekki vilja vera Reykvikingar heldur hafa með sér sitt eigið hreppsfélag, Seltjarnarneshrepp. Ætli þeir séu margir nú á dögum, sem gera sér það Ijóst svona dags daglega, að einu sinni var Reykjavik að- eins sem hver önnur jörð i sveit og tilheyrði Sel- tjarnarnesinu, eða réttara sagt Seltjarnarnes- hreppi, sem um siðustu aldamót og áður, náði alla leið upp að Lækjarbotnum. Viðey og Engey teljast enn i dag til Seltjarnarnesshrepps. Það var árið 1787 að Reykjavik var tekin sérstaklega út úr hreppnum sem sérstök verzlun- arlóð. 1846 varð fullur skilnaður með Seltjarnarneshreppi og kaupstaðnum Reykjavik. Oft sið- ar var gengið á lönd Seltirninga með lagabókstaf. Laugarnes og Kleppur voru tekin út úr hreppn- um 1894, án þess að bætur kæmu fyrir, 1923 þrjár jarðir, Breiðholt, Bústaðir og Eiði og 1913 var ákveðiö að Skerjafjörður og Skildinganes skyldu verða hluti af Reykjavik, en af framkvæmdum varð ekki fyrr en 1931. Um aldamót var mikil útgerð af Seltjarnarnesi. Sjö þilskip a.m.k. voru i eigu ibúa á nesinu, margir gerðu út báta á vetrarvertið og á vorin stunduðu menn hrognkelsa- veiði. Sjávarafli var verkaður heima. Á jörðum sínum höfðu menn kýr, hesta, kindur og hænsni, og garðrækt var meiri eða minni allsstaðar. Margir seldu mjólk til Reykjavikur. Nú er öldin önnur á Seltjarnar- nesi. Þar eru á þvi herrans ári 1972engar kýr, eitthvað niu kind- ur og þeir hestar, sem eru i haga- göngu á nesinu eru eign Reykvik- inga. Mikil tún eru þar þó enn, þótt borgin teygi óðum anga sina vestur nesið og eru þau leigð út til slægna. Sama sem engin útgerð er nú af nesinu. Margir hafa hug á að eignast bústað á Seltjarnar- nesi einkum eftir að þar var kom- ið upp hitaveitu. Seltjarnarnesið er miklu nær miðborg Reykjavik- ur heldur en þau hverfi sjálfrar höfuðborgarinnar, sem nú er ver- ið að byggja. Á nesinu eru einar tiu jarðir að mestu leyti óbyggðar enn og hlutar af fleiri jörðum. Meðalverð á lóðum fyrir ein- býlishús er nú 300-500 þúsund kr Stærð þeirra er um 800 - 1000 mr Hér er þvi enn hægt aö eignast einbýlishús með garði i nánd við sjálft hjarta höfuðborgarinnar, — eigi maður nokkrar milljónir! Seltjarnarnesið byggist upp og ekki eingöngu einbýlishúsum heldur einnig stærri byggingum jafnóðum og hreppsfélagið annar að leggja götur, hitaveitu og raf- magnsleiðslur. Talið er að 8.- 10.000 manns geti búið á Seltjarn- arnesi fullbyggðu. Ibúar á Seltjarnarnesi vilja hafa sitt e'igið hreppsfélag og álita, að yrði nesið hluti Reykja- vikur sætu framkvæmdir þar á hakanum eins og á hverjum öðr- um útkjálka. Yfirvöld Reykjavik- ur hafa ekki heldur óskað eftir þvi að Seltjarnarnes yrði sameinað borginni. Útsvar hefur verið heldur lægra á Seltjarnarnesi en i Reykjavik. Tekjuútsvar hefur ekki verið lagt á aldrað fólk, samkvæmt þvi ákvæði að það megi leggja á eftir efnum og ástæðum. Ýmislegt þurfa Reykvikingar og Seltirningar þó að hafa sam- vinnu um, og nægir þar að nefna löggæzlu, slökkvistarf, sjúkra- hús, fjallskil, vatn og rafmagn. Til að byrja með útvegaði Sel- tjarnarnesshreppur Reykviking- um vatn og rafmagn, en Gvendarbrunnar svo og Elliðaár- virkjun voru þá i landi hans. Hreppsstjóri á Seltjarnarnesi er Guðmundur Illugason, en hann keypti lóðarspildu af Jóni Guð- mundssyni i Nýjabæ fyrir 22-23 árum og hefur búið þar siðan. Hreppurinn er sá þriðji fjölmenn- asti á landinu og verður margur sýslumaðurinn að láta sér nægja Pálsbær. Héðan var mikil útgerft um og eftir síðustu aldamót.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.